Dagur


Dagur - 07.01.1992, Qupperneq 5

Dagur - 07.01.1992, Qupperneq 5
Þriðjudagur 7. janúar 1992 - DAGUR - 5 ! n mikil ábyrgð sem fylgir því að ganga uð kjörborði og það ættu menn að hafa hugfast í framtíðinni. Mikilvægi ábyrgrar stjórnarandstöðu Við framsóknarmenn höfum nú í fyrsta sinn um tveggja áratuga skeið lent í stjórnarandstöðu. Okkur er það Ijóst að hlutverk stjórnarand- stöðu er mjög mikilvægt í lýðræðis- þjóðfélagi og höfum starfað sam- kvæmt því. Við höfum reynt af fyllstu ábyrgð að hafa vit fyrir ríkis- stjórninni og benda henni á betri úrlausnir. Stundum höfum við náð nokkrum árangri og tekist að afstýra verri slysum. Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað orðið að breyta áformum sínum vegna andstöðu okkar. Við munum halda áfram að sýna ábyrga, uppbyggjandi stjórnar- andstöðu, hvetja og styðja ríkis- stjórn til góðra verka og reyna að koma í veg fyrir að hún geri mistök. Burt með barlómsvælið Þótt ýmislegt sé öndvert íslenskri þjóð um þessi áramót er ástæðulaust að ala á svartsýni. Okkur ber að tak- ast á við erfiðleikana af raunsæi og festu en gleyma því ekki að við höf- um flest skilyrði til að halda hér uppi réttlátu samfélagi í framtíðinni. Til þess þurfum við þó breytta stjórnar- stefnu sent kappkostar að stuðla að blómlegu atvinnulífi og áframhald- andi velferðarþjóðfélagi, þar sem all- ir einstaklingar fá notið góðra lífs- kjara, félagslegs öryggis, menntunar án tillits til efnahags og blómlegs menningarlífs. Við eigum mikinn auð í dugmiklu, skynsömu og hæfu fólki og þeim sem vilja og geta lært verður að gera það klcift. Aðför ríkisstjórnarinnar að menntakerfinu verður að hindra. Það er óviðunandi að loka Háskóla íslands fyrir ný- nemum næsta haust, það er ófært að láta ríkisstjórnina komast upp með að skera svo niður grunnskólann að jafngildi útilokun 7000 nentenda næsta vetur. Við eigum ennþá ísland ísland er gott land og gjöfult ef við höfum fyrirhyggju og dug til að nýta það og möguleika þess. Við eigum geysimiklar ónýttar orkulindir sem geta orðið uppspretta þjóðarauðs í framtíðinni ef okkur tekst að læra af mistökum fortíðarinnar og vinna skipulega og af raunsæi að nýtingu þeirra. Við eigum mikinn auð í hinu ómengaða neysluvatni sem innan fárra ára getur orðið stórfelld útflutnigsvara ef við höfum þekk- ingu, lagni og kraft til að nýta okkur það til hágsbóta. ísland er gott land til búskapar og við eigum að geta framleitt góðar og ómengaðar búvörur, ekki bara til eigin neyslu heldur einnig seljanlegar á erlendum mörkuðum ef hér tekst að tryggja stöðugleika í efnahags- málum. Fiskimið okkar búa yfir ónýttum möguleikum. Við þurfum að auku rannsóknir og þekkingu á vannýttum fiskistofnum svo og bættri vinnslu og nýtingu þess afla er á land bcrst og varðveita fiskimiðin fyrir okkur sjálf. Lega landsins, náttúrufegurð, loftslag og hreinleiki skapar okkur frekari möguleika á viðskiptum og ferða- mannaþjónustu, svona mætti lengi telja. Möguleikarnir eru hvarvetna. Það er ástæðulaust að taka undir bar- lómsvælið með ríkisstjórninni að hér sé allt í kaldakoli og ekkert nema svartnætti framundan. Betri veröld Veröldin umhverfis okkur hefur á síðasta ári tekið stórfelldum breyt- ingum til batnaðar. Hernaðarhyggj- an hefur þokað um set, friðsamleg santbúð austurs og vestur er að verða staðreynd. íslendingum ber að taka þátt í alþjóðasaniskiptum af fullri reisn. Þjóðmenning okkar grcinir okkur frá öðrum þjóðum og sú stað- reynd að hér er hægt að skapa og reka fvrirmyndarþjóðfélag gerir það að verkum að við getum borið höfuð- ið hátt meðal annarra. Við eigum skyldur við land okkar og þjóð, við skulum standa vörð um sjálfstæði okkar og halda áfram að ráða málunt okkar sjálf en ekki reiöa okkur á að aðrir viti betur en við sjálfir hvað okkur er fyrir bestu. Við skulum heilsa nýju ári bjartsýn og vongóð. Ég árna lesendum Dags allra heilla. I’áll Pétursson. Höfundur er alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknarflokksins. MENOR - menningar- dagskr á í j anúar TÓNLEIKAR j Þriðjudagur 7. janúar I sal Tónlisiarskóla Akureyrar kl. 20.30: Erika Haase leikurá píanó verk eftir György Ligeti. Vliðvikudagur 8. janúar Á vegum Tónlistarfélags Skaga- fjarðar og Tónlistarfélags Sauð- árkróks í Tónlistarskólanuin á Sauðárkróki kl. 20.30: Martin Berkofsky leikur á píanó verk eftir Schubert. Beethoven. Lis/.t og Wagner. Fimmtudagur 9. janúar Á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju kl. 20.30: Martin Ber- kofsky leikur á píanó verk eftir Schubert. Beethoven. Lis/t og Wagner. Sunnudagur 12. janúar í sal Menntaskólans á Akureyri kl. 17: Tvísöngstónleikar Hólm- fríðar Benediktsdóttur. sópran, og Þuríðar Baldursdóttur. alt. við píanóundirleik Richards Simm: verk eftir Elísabetu Jónsdóttur. Dvorak. Verdi, Brahms, Rubin- stein og Humperdinck. Mánudagur 13. janúar Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30: Jólatónleikar söng- deildar Tónlistarskólans á Akur- eyri. Laugardagur 18. janúar í Lóni kl. 21: Sólarkaffi Vestfirð- ingafélagsins: Vestfirðingakór- inn syngur undir stjórn Atla Guð- laugssonar; dansleikur. Laugardagur 1. febrúar I sal Tónlistarskólans á Akureyri kl. 20: Zsu/.sanna Budai leikur á píanó. Þriðjudagur 14. janúar I sal Tónlistarskólans á Akureyri kl. 20: Prófessor Marek Podhaj- ski heldur fyrirlestur unt pólska tónskáldið W. Lutoslawski. Frá æfingu á „Tjútt og tregi" hjá Leikfélagi Akurevrar. Leikfélag Akureyrar sýnir „Tjútt og Treai" eftir Valaeir Skaafjörð helgarnar 10., 11., og 12., 17„ 18. og 19„ 24„ 25. og 26„ 31. jan- úar, 1. og 2. febrúar kl. 20.30 alla dagana. Einnig verða nokkr- ar miðdegis- og fimmtudagssýn- ingar sem ekki Itafa enn verið tímasettar. Leikfélag Sauðárkróks sýnir „Köttur á heitu blikkþaki" eftir Tennessy Williams í Bifröst 12. janúar kl. 15. 14. janúar kl. Allir þeir sent standa að hvers konar list- og menningarstarfi á Norðurlandi eru hvattir til að til- kynna viðburði næsta mánaðar til tengiliða Menor. eigi síðar en síðasta þriðjudag hvers mánaðar. Tengiliðir Menor eru: N-Þingcyjarsýsla: Anna Helga- dotiir. símar 96-52108/ 52105. S-Þingeyjarsvsla: Sigurður Hall- marsson. sími 96-41 123. 20.30. 17. janúar kl. 21 og 19. janúar kl. 15. Ef til vill verður um fleiri sýningar að ræða sem enn eru ekki tímasettar. Leikhópur í Aðaldal sýnir „Biðl- ar og brjóstahöld" eftir Claude Magnier. Leikstjóri er Sigurður Hallmarsson. Stefnt er að frum- sýningu laugardaginn I l.janúarí Ydölum. Leikfélag Húsavíkur sýnir „Gaukshreiðrið" eftir Dale Wasserman. byggt á skáldsögu Ken Kesey. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. Frumsýning er fyrirhuguð föstudaginn 24. janú- ar. KVTKMYNDffi Kvikmyndaklúbbur Akureyrar sýnir í Borgarbíói: í þriðju \iku af janúar: Litli þjófurinn (La petite voleuse). frönsk 1990 (sýnd á franskri kvikmyndahátíð í Reykjavík vor- ið 1991). Aðalhlutverk: Charlotte Gainsburg. í fjórðu viku af janúar: Of falleg fyrir þig (Trop belle pour toi). frönsk 1990 (sýnd á Kvik- myndahátíð Listahátíðar í Reykjavík haustið 1991). Aðal- hlutverk: Gerard Depardieu. Ak ureyri/Eyj atjörðu r: Hrefna Harðardóttir. símar 96-21788/25642. Siulufjörður: Elías Þorvaldsson. Áímar 96-71224/71319. Skagafjörður: Ólafur Halldórs- son. sími 95-38056. A-Húnavatnssýsla: Vignir Ein- arsson. símar 95-24147/ 24310. V-Húnavatnssýsla: Sveinn Björnsson, sími 95-12486. (Geymið listann). Hallð samband við tengiliði Menor! Við byrjum nýtt ár í fínu formi Námskeið hefjast mánudaginn 13. janúar 1992 Viltu komast í fínt form á nýja árinu? Vertu velkomin til okkar, þú finnur örugglega eitthvað við þitt hæfi. Hringdu eða komdu og fáðu upplýsingar, við tökum vel á móti þér. 1. Magi, rass og læri I Mjúkt erobikk. Styrkjandi æfingar, þol, teygjur. Ekkert hopp. Fyrir byrjendur. 2. Magi, rass og læri II Fyrir lengra komna. Meiri hraði og brennsla. Styrkjandi æfingar, þol, teygjur. Ekkert hopp. 3. Framhaldstími Fyrir fólk í góðu formi Mikil brennsla, góðar gólfæfingar og teygjur. Púl og stuð! 4. Leikfimi og megrun Styrkjandi og vaxtarmótandi æfingar, þol, teygjur, slökun, vigtun, mæling, aðhald. Persónuleg ráðgjöf. Góður tími fyrir þær sem vilja aðhald og aðstoð við að losna við aukakílóin. Skemmtilegt andrúmsloft. 5. Erobikk Púl, sviti og fjör. Mjúkt og hart erobikk. Mikið hopp. Mikil brennsla. 6. Tröppuþrek Styrkjandi og þolaukandi. Mikil fitubrennsla. Hörkutímar, hörkufjör. 7. Þrekhringur Erobikk og tækjaþjálfun í sama tímanum (stöðvaþjálfun). Hörkutímar, fjör, hvatning og aðhald. 8. Þrek og þol PÚI - Púl - Púl!!! Þrekhringur, tröppuþrek, erobikk o.fl. Allt í sama tímanum. Erfiður tími fyrir þá sem vilja meira. Róleg og góð leikfimi. Æfingar sem stuðla að því að viðhalda hreyfigetu og samhæfingu líkamans og auka þar með vellíðan og þol. Þú þarft á þessu að haldal! 10. Fitubrennsla Opnir tímar á föstudögum kl. 18. - Allir velkomnir. Morguntímar - Dagtímar - Kvöldtímar Barnapössun í morgun- og dagtímum Innritun og upplýsingar í síma 24979 frá kl. 16-20 mánud.-föstud. og kl. 14-16 laugard. Tryggvabraut 22 Akureyri sími 24979.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.