Dagur - 07.01.1992, Page 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 7. janúar 1992
ÍÞRÓTTIR
Akureyrarmótið í handknattleik:
Ivrii'hafna rlítill sigur KA
- en fjölmargir áhorfendur urðu fyrir vonbrigðum
KA-menn unnu nokkuð auð-
veldan sigur á Þór, 19:14, í
fyrri umferð Akureyrarmóts-
ins í handknattleik í meistara-
tiokki á sunnudagskvöldið.
Menn höfðu beðið leiksins
með nokkurri eftirvæntingu
enda bæði lið verið á góðri
siglingu upp á síðkastið. En
fjölmargir áhorfendur urðu
fyrir vonbrigðum, hið unga
Þórslið náði sér aldrei á strik
og sigur KA var auðveldari en
flestir höfðu búist við.
KA-menn náðu strax foryst-
unni og héldu henni til leiksloka.
Mestur varð munurinn fjögur
mörk í fyrri hálfleik en staðan í
hléi var 11:8. Það var fyrst og
fremst varnarleikur og ágæt
markvarsla sem lagði grunn að
sigri KA og áttu Þórsarar oft í
miklum vandræðum í sókninni,
skoruðu t.d. ekki fyrsta markið
fyrr en eftir 7 mínútur. í sókninni
voru Alfreð og Sigurpáll í aðal-
hlutverkum og virtist Alfreð
skora þegar hann vildi.
Hjá Þór var Ole Nielsen sá eini
sem eitthvað virtist hafa að gera í
KA-vörnina. Hann lék mjög vel,
skoraði m.a. fyrstu fimm mörk
liðsins á fyrstu 25 mínútunum.
Hermann Karlsson varði á köfl-
um ágætlega en aðrir voru langt
frá sínu besta. Sterkasta vopn
liðsins, breiddin, var ekki til stað-
ar og sést það m.a. á því að tveir
leikmenn skoruðu öll mörk þess í
fyrri hálfleik.
Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
6/3, Altreð Gíslason 5, Pétur Bjarnason
3, Guðmundur Guðmundsson 2, Stefán
Kristjánsson 2, Erlingur Kristjánsson 1.
Axel Stefánsson varði 14/1 skot.
Mörk Þórs: Ole Nielsen 9, Jóhann Sam-
úelsson 2, Rúnar Árnason 2/2. Sævar
Árnason 1. Hermann Karlsson varði 11
skot.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Guð-
mundur Lárusson. Voru ekki bestu menn
vallarins en ekki heldur þeir verstu.
Akureyrarmótið:
KA vann 9 leiki af 11
-10 rauð spjöld í 3. flokki
KA-menn höfðu nokkra yfir-
burði í fyrri umferð Akureyr-
armótsins í handknattleik sem
fram fór um helgina. Þeir unnu
9 leiki af 11 en 2 lauk með jafn-
tefli.
Leikið var á tveimur stöðum, í
íþróttahöllinni og íþróttahúsi
Glerárskóla. Úrslit urðu þessi
(Þór á undan):
6. fl. karla A: 10:14
6. fl. karla B: 8:8
6. fl. karla C: 2:3
4. fl. kvenna: 4:10
5. tl. karla A: 10:13
5. fl. karla B: 8:9
4. fi. karla A: 12:24
4. fl. karla B: 8:12
3. fl. karla A: 18:18
1. fl. karla: 11:18
Eini flokkurinn sem ekki var .
leikið í um helgina var 2. flokkur
karla. Umfjöllun um leikinn í
meistaraflokki er annars staðar á
íþróttasíðunni.
Leikurinn í 3. flokki karla var í
meira lagi sögulegur. Bæði lið
virtust nokkuð ákveðin í að tapa
ekki og þegar upp var staðið
hafði 10 rauðum spjöldum verið
brugðið á loft!
Leikur gömlu jaxlanna í 1. flokki var stórskemmtilegur og þar sáust tilþrif af öllu geröum. Hér er KA-maðurinn
Jóhann Einarsson tekinn föstum tökum á meðan einn liðsmanna Þórs boðar fagnaðarerindið. Mynd: jhb
Úrvaldsdeildin í körfuknattleik:
Samkvæmt bókiimi í Grindavík
- þegar Þór tapaði 66:96
Þórsurum tókst ekki að hrista
af sér slenið í leik sínum gegn
Úrvalsdeildin
A-riðill
UMFN-Skallagrímur 130:68
KR-Tindastóll 83:74
UMFN 14 12- 2 1317:1097 24
KR 14 11- 3 1293:1155 22
Tindastóll 14 6- 8 1260:1288 12
Snæfell 12 3- 9 959:1118 6
Skallagrímur 14 2-12 1142:1390 4
B-riðill
UMFG-Þór 96:66
Valur-Haukar 80:76
ÍBK 13 12- 1 1314:1087 24
Valur 14 8- 6 1294:1238 16
UMFG 14 7- 7 1200:1128 14
Haukar 13 4- 9 1055:1161 8
Þór 14 3-11 1091:1251 6
heimamönnum í Grindavík í
úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik á sunnudagskvöldið og
falldraugurinn nartar því enn í
hæla þeirra. Grindvíkingar
tóku fljótlega forystuna og
héldu henni auðveldlega til
loka, staðan var orðin 41:31 í
hléi en lokatölur urðu 96:66.
Það var um miðjan fyrri hálf-
leik sem líf færðist í norðan-
menn, eins og þeir væru að taka
sig á og véita mótspyrnu. Þeir
minnkuðu þá muninn, sem var
orðinn 14 stig, niður í 5 stig,
31:36, en dýrðin stóð stutt - allt
fór úr böndunum og vonleysis-
bragur kom á liðið - allt að því
áhugaleysi.
í það heila tekið var viðureign
þessara liða með slakara móti og
engu líkara en átið hafi verið tek-
ið fram yfir æfingar um jólahátíð-
ina af hálfu leikmanna beggja
liða.
Yfirburðamenn í Grindavík-
urliðinu voru þeir Guðmundur
Bragason og Joe Hurst, enda
skoruðu þeir bróðurpart stiga
liðsins, Hurst 38 og Guðmundur
27.
Konráð Óskarsson var að
venju bestur Þórsara, skoraði 17
stig. Högni Friðriksson stóð sig
þokkalega en Joe Harge varð að
júta í lægra haldi fyrir Guðmundi
Bragasyni sem gætti hans vel og
dró þar með einn sterkasta jaxl-
inn úr Þórsliðinu. MG
Slig UMFG: Joe Hurst 38, Guðmundur
Bragason 27, Rúnar Árnason 7. Bergur
Hinriksson 7, Pálmar Sigurðsson 6, Mar-
el Guðlaugsson 6, Hjáimar Hallgrímsson
4, Pétur Guðmundsson 1.
Stig Þórs: Konráð Óskarsson 17, Högni
Friðriksson 14, Joe Harge 11, Guðmund-
ur Björnsson 8, Björn Sveinsson 6, Jó-
hann Sigurðsson 6, Örvar Erlendsson 2,
Árni Þór Jónsson 2.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Brynjar
Pór Þorsteinsson. Voru í hærri gæða-
flokki en leikmenn.
Erlingur Kristjánsson reynir að brjótast í gegnum vörn Þórs en Kristinn
Hreinsson og Jóhann Samúelsson eru fastir fyrir. Mynd: Golli
Úrvaldsdeildin í körfuknattleik:
Mikilvægur sigur KR
á Tindastól
„Eins og vid spilum núna eig-
um við ekki skilið að leika í
úrslitakeppninni. Við vorum
alls ekki nógu góðir og KR-
ingar voru betra liðið þótt þeir
hafi oft leikið betur,“ sagði
Pétur Guðmundsson, leikmað-
ur Tindastóls, eftir ósigur gegn
KR í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik á Seltjarnarnesi á
isunnudagskvöldið. KR vann
sanngjarnan sigur, 83:74, og
með þessum úrslitum hafa
möguleikar Tindastóls á sæti í
úrslitakeppni deildarinnar
minnkað verulega. Liðið lék
langt undir getu og virtist jóla-
steikin sitja í mönnum.
| Tindastóll réði ekki við hrað-
ann í leiknum framan af og KR-
ingar höfðu forystuna þar til
fimm mínútur voru til hlés en þá
jafnaði Tindastóll 31:31. KR-ing-
ar höfðu forystuna í hléi, 44:41,
og ekki tókst norðanmönnum að
rétta frekar úr kútnum í seinni
hálfleik. Liðið skoraði aðeins 8
stig á fyrstu 10 mínútunum en
KR-ingar, með ungu strákana í
fararbroddi, léku hins vegar
skynsamlega og náðu mest 13
stiga forskoti. Tindastóll náði
einu sinni að minnka muninn í
fjögur stig, 62:66, fimm mínútum
fyrir leikslok en vegna villuvand-
ræða og klaufaskapar í sókn og
vörn komust þeir ekki nær og
munurinn jókst aftur í lokin.
KR-ingar unnu þennan leik á
breiddinni. Ungir og öflugir leik-
menn þeirra eru óðum að koma
til og taka stöður þeirra eldri með
glæsibrag. Þess má geta að gamli
refurinu Axel Nikulásson lék
ekki með KR vegna veikinda.
Lykilleikmenn Tindastóls,
Pétur, Valur, Ivan og Einar náðu
sér aldrei á strik og á meðan voru
unglingalandsliðsmenn Tinda-
stóls látnir verma varamanna-
bekkinn. Slík leikstjórn kann
ekki góðri lukku að stýra. Sverrir
Sverrisson lék með Tindastól að
þessu sinni en gat litlu breytt
þrátt fyrir ágætar tilraunir.
Þjálfari KR, Birgir Guðbjörns-
son, var ánægður í leikslok.
„Þetta var mjög góður og mikil-
vægur sigur. Tindastóll hefur ver-
ið á uppleið og er það lið sem
ógnar okkur í slagnum um sæti í
úrslitakeppninni en við ætlum
okkur sigur í riðlinum." -bjb
Slig KR: Jon Baer 23, Hermann Hauks-
son 21, Guðni Guðnason 14, Óskar
Kristjánsson 12, Sigurður Jónsson 5, Páll
Kolbeinsson 4, Lárus Árnason 4.
Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 23,
Pétur Guðmundsson 22, Ivan Jonas 18,
Haraldur Leifsson 7, Einar Einarsson 4.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi
Bragason. Voru sæmilegir en sá fyrr-
nefndi virtist ekki alveg búinn að ná átt-
um eftir fríið.
Úrvalsdeildin:
Tindastóll-
UMFN í kvöld
Tindastóll tekur í kvöld á móti
Islandsmeisturum Njarðvíkinga í
úrvalsdeildinni f körfuknattleik.
Leikurinn fer fram í íþróttahús-
inu á Sauðárkróki og hefst kl. 20.