Dagur - 07.01.1992, Page 9

Dagur - 07.01.1992, Page 9
Þriðjudagur 7. janúar 1992 - DAGUR - 9 Jón Haukur Brynjólfsson Elliheimili Wrexham sló Arsenal út - Mickey Thomas - Man. Utd., Gordon Davies - Fulham, Joey Jones - Liverpool og Brian Flynn - Leeds Utd. tæplega fertugir meðal vistmanna Tony Adams og félagar hans hjá Arsenal gerðu ekki góða ferð til Wrexham á laugardag. Um helgina fór fram 3. umferðin í FA-bikarnum á Englandi, en þá hefja 1. deild- arliðin þátttöku. Að venju voru óvænt úrslit í ýmsurn leikjum og smáliðin náðu að þvælast fyrir hinum stóru. En lítum þá nánar á helstu leikina sem leiknir voru á laugardegin- um. ■ Óvæntust urðu úrslitin í leik 4. deildarliðs Wrexham, sem í fyrra liafnaði í neðsta sæti 4. deildar og Englandsmeistara Arsenal. Ekkert benti til óvæntra úrslita, Alan Smith skoraði fyrir Arsenal rétt fyrir hlé og liðið virt- ist líklegt til að bæta við mörkum. En er 7 mín. voru til leiksloka jafnaði hinn 37 ára gamli Mickey Thomas með glæsi- legri aukaspyrnu og 2 mín. síðar skoraði Steve Watkin sigurmark Wrexham. Arsenal er því fallið úr öllum keppnum og hefur aðeins 1. deildina eftir og staða liðsins er ekki of góð þar. ■ Varamennirnir Andy Payton og John Hendrie komu inná hjá Middlesbrough er 25 mín. voru til leiksloka og Man. City hafði yfir með marki Peter Reid. Þeir gerbreyttu leiknum og Alan Kernaghan jafnaði fyrir Middles- brough með skalla á 75. mín. og Paul Wilkinson skoraði sigur- mark Middlesbrough mín. síðar. City sem hafði átt leikinn lengst af var heppið í lokin er Stuart Ripley átti skot í stöng fyrir Middlesbrough og liðið hefur nú slegið City út úr báðurn bikar- keppnunum í vetur. ■ Leicester sló Crystal Palace út með marki eftir að venjulegum leiktíma var lokið, eftir auka- spyrnu Gary Mills náði Richard' Smith að skora eina mark leiks- ins. Spennandi og jafn leikur þar sem bæði lið fengu góð færi, en snerist Leicester í hag er mið- vörður Palace, Eric Young, var rekinn útaf fyrir að lemja mót- herja. ■ Utandeildaliðið Farnorough lét færa heimaleik sinn gegn West Ham til Upton Park í von um að fá meira í kassann. Þeim tókst meira en það, því liðið náði óvænt jafntefli og fær því annan leik á sama stað. Dean Coney sem áður lék með Q.P.R. skor- aði jöfnunarmark Farnborough 7 mín. fyrir leikslok. Julian Dicks hafði náð forystu fyrir West Ham á 66. mín., en liðið lék illa og áhorfendur tóku úrslitunum ekki vel og heimtuðu að stjórn félags- ins segði af sér. ■ Woking er annað utandeilda- lið sem fær annað tækifæri eftir markalaust jafntefli gegn Here- ford. Woking sem sló W.B.A. úr FA-bikarnum í fyrra var verulega óheppið að sigra ekki Hereford í leiknum en bjargað var tvívegis á línu síðustu 5 mín. ■ Dion Dublin kom Cambridge yfir gegn Coventry á 31. mín. en Coventry sem hafði talsverða yfirburði í leiknum jafnaði úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Brian Borrows skoraði úr vítinu sem. David Smith fiskaði. ■ John Fashanu kom Wimble- don yfir gegn Bristol City rétt fyr- ir hlé, en liðin verða að mætast að nýju því í síðustu sókn City gerði Warren Barton hjá Wimble- don sjálfsmark aðþrengdur af sóknarmönnum Bristol City. ■ Þrátt fyrir 2:0 sigur Sheff. Wed. átti liðið í hinu mesta basli með Preston og mátti þakka fyrir sigurinn. John Sheridan og Chris Bart-Williams skoruðu mörkin, en markvörðurinn Chris Woods var besti maður liðsins. ■ Guy Whittingham og Warren Aspinall tryggðu Portsmouth sigurinn gegn Exeter, en Steve Moran skoraði eina mark Exeter. ■ Nigel Clough skoraði sigur- mark Nottingham For. 6 mín. fyrir leikslok gegn Wolves. Heppnissigur, Steve Bull misnot- aði tvö dauðafæri hjá Wolves og Scott Gemmill bjargaði á línu hjá Forest sem var í nauðvörn í lokin. ■ Blackburn fór létt með utan- deildaliðið Kettering, David Speedie, Gordon Cowans og tvö mörk Mike Newell, en Phil Brown skoraði eina mark Ketter- Fimm leikir voru fyrirhugaöir í 3. umferð FA-bikarsins á sunnudag, en aðeins fjórir voru leiknir. Aöalleik umferð- arinnar, leik Leeds Utd. gegn Man. Utd. var frestað vegna slæms veðurs og veður hann leikinn miðvikudaginn 15. janúar. En lítum á þá leiki sem fram fóru. ■ Bikarmeistarar Tottenham hófu bikarvörnina á útivelli gegn Aston Villa, en leiknum lauk með markalausu jafntefli og því munu liðin leika að nýju á heima- velli Tottenham. Villa fékk betri færi í fyrri hálfleiknum, en Erik Thorstvedt í marki Tottenham varði vel frá Kevin Richardson og Dwight Yorke, en Cyrille Regis fékk þó besta færi liðsins en skallaði naumlega framhjá. Heldur dró af liði Villa í síðari hálfleik og minnstu munaði að Paul Walsh tryggði Tottenham sigurinn er hann slapp í gegn, en Les Sealey í marki Villa bjargaði vel. Þá vildu leikmenn Totten- ing. ■ Keith Day kom 3. deildarliði Leyton Orient yfir gegn Oldham, en Ian Marshall tryggði Oldham annað tækifæri með jöfnunar- marki í síðari hálfleik. ■ Chris Malkin skoraði mark Tranmere gegn Oxford, en það dugði skammt gegn mörkum frá Joey Beauchamp og Jim Magilton fyrir Oxford. ■ Peter Beardsley skoraði sigur- mark Everton gegn Southend í fyrri hálfleik. ■ Alex Rae tvö, David Thomp- son og Witter skoruðu fyrir Millwall í auðveldum sigri á Huddersfield. ■ Paul Baker náði óvænt forystu fyrir Hartlepool gegn Ipswich, en Ipswich náði þó að jafna undir lokin. ■ Robert Fleck skoraði eina mark leiksins fyrir Norwich gegn Barnsley úr 2. deild. ■ Chelsea vann 2:0 sigur á úti- velli gegn Hull City og skoruðu þeir Vinnie Jones og Dennis Wise mörkin. ■ Annað markalausa jafnteflið á laugardag varð í leik Bourne- mouth og Newcastle. ■ Steve Wood og Matthew Le Tissier tryggðu Southampton sigurinn gegn Q.P.R. ■ Sheffield Utd. fór heldur létt með að sigra Luton 4:0 og hóf Glyn Hodges verkið með marki í fyrri hálfleik. í þeim síðari komu síðan mörk frá Brian Deane, Carl Saunders skoraði fjögur mörk fyrir Bristol Rovers gegn Plymouth. ham fá vítaspyrnu er Yorke braut á Walsh í teignum, en fengu ekki. ■ Notts County sigraði Wigan 2:0 með mörkum þeirra Tommy Mike Lake og Dane Whitehouse. ■ Duncan Shearer og Dave Michell náðu 2:0 forystu fyrir Swindon gegn Watford, en gamla kepman Luther Blissett skoraði tvívegis og jafnaði fyrir Watford. Það dugði þó skammt því sigur- mark Swindon kom undir lokin. ■ Clive Walker kom Brighton á bragðið með fyrsta markinu gegn utandeildaliði Crawley og sigraði 5:0. ■ Brian Atkinson og Peter Davenport komu Sunderland í 2:0 fyrir hlé gegn Port Vale, en Johnson og Pil Turner. ■ Charlton var ekki í vandræð- um með lið Barnet og sigraði örugglega 3:1. ■ Carl Saunders var í miklum ham fyrir Bristol Rovers í leik liðsins gegn Plymouth og skoraði fjögur af fimm mörkum liðsins. ■ Dregið var til 4. umferðar FA- bikarsins eftir leiki sunnudagsins og fór drátturinn þannig: West Ham/Farnborough-Wrexham Nottingham For.-Woking/Hereford Chelsea-Everton Southampton-Leeds Utd./Manchester Utd. Bristol Rovers-Crewe/Liverpool Bumley/Derby-Aston Villa/Tottenham Bolton-Brighton Portsmouth-Oldham/Leyton Orient Sheffield Wed.-Middlesbrough Oxford-Sunderland Charlton-Sheffield Utd. Leicester-Bristol City/Wimbledon Norwich-Millwall Notts County-Blackburn Ipswich/Hartlepool-Boumemouth/Nowcastle Coventry/Cambridge-Swindon Þ.L.A. liðið lét duga eitt mark til viðbót- ar í síðari hálfleik. ■ Martyn Chalk kotn Derby yfir gegn Burnley eftir 26 sek., en Steve Harper jafnaði fyrir Burnley áður en fyrri hálfleik lauk. í þeim síðari bættu liðin við sínu mark- inu hvort og verða að leika að nýju. ■ Bolton skoraði bæði mörk sín í síðari hálfleik gegn Reading. Þ.L.A. Úrslit FA-bikarinn 3. umferð Blackhurn-Ketteriiig 4:1 Boltnn-Reading 2:0 Bournemouth-Newcastle 0:0 Brighton-Crawlcy 5:0 Bristol City-Wimbledon 1:1 Burnley-Derby 2:2 Coventry-Cainbridge 1:1 Everton-Southend 1:0 Exeter-Portsmouth 1:2 Huddcrsfield-Millwall 0:4 Hull City-Chelsca 0:2 Ipswich-Hartlcpool 1:1 Leicester-Crystal Palace 1:0 Middlesbrough-Manchester City 2:1 Norwich-Barnsley 1:0 Nottingham For.-Wolves 1:0 Oldham-Ley ton Orient 1:1 Oxford-Tranmere 3:1 Preston-Shelfield Wed. 0:2 Sheffield Utd.-Luton 4:0 Southamplon-Q.P.R. 2:0 Sunderland-Port Vale 3:0 Swindon-Watford 3:2 West Ham-Famborough 1:1 Woking-Hereford 0:0 Wrexham-Arsenai 2:1 Aston Villa-Tottenham 0:0 Bristol Rovers-Plymouth 5:0 Charlton-Bamet 3:1 Leeds Utd.-Manchester Utd. frestaö Notts County-Wigan 2:0 Crcwc-Liverpool mánud. Stórleikmun frestað á sunnudag - Tottenham fær annað tækifæri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.