Dagur - 07.01.1992, Page 13

Dagur - 07.01.1992, Page 13
Þriðjudagur 7. janúar 1992 - DAGUR - 13 Norrænt gigtarár: „Ataks er þörf ‘ - segir Ingibjörg Sveinsdóttir, gigtarsjúklingur „Á norrænu gigtarári ætla ég að ganga 1992 kílómetra þ.e. SVi kflómeter á dag. Með þessu móti ætla ég að reyna að vekja áhuga almennings á málefnum gigtarsjúkra og ástæður þess eru raunar marg- þættar,“ sagði Ingibjörg Sveinsdóttir gigtarsjúklingur á Akureyri. Ingibjörg er mjög illa farin af liðagigt og sjúkdómurinn hefur hrjáð hana í tugi ára. Oft hefur hún þurft að leita sér lækninga til Reykjavíkur og verið rúmföst langtímum saman. Ingibjörg seg- ir að gigtarsjúkdómar séu afar algengir og að fimmti hver íslendingur fái gigt. „Eins og er get ég gengið og því vil ég þakka fyrir mig með því að ganga sem mest. Þeir eru margir sem hafa veitt mér hjálp í veikindum mínum bæði læknar og ýmsir aðstandendur. Að ganga er mér lífsnauðsyn sem gefur að skilja. Gönguferðirnar gefa líkamlegan sem sálrænan styrk, en því miður get ég aðeins gengið á jafnsléttu og ekki í hálku né ófærð. Oft kemst ég ekki nema stuttan spöl í einu og þarf því að hvíla mig oft. Ég hef því kosið að ganga milli biðskýla strætisvagna, en þar eru bekkir sem ég get tyllt mér á. Á Akur- eyri vantar tilfinnanlega bekki fyrir gangandi vegfarendur. Gigtarársgönguna hóf ég á nýársdag til minningar um frænku mína Ástþrúði Sveinsdótt- ur, sem var eiginkona Kristins Jónssonar er var umdæmisstjóri Flugfélags íslands á Akureyri á árum áður. Ástþrúður var illa farin af liðagigt þá er hún lést. Eitt aðal markmið göngunnar er að safna félögum í Gigtarfélag Norðurlands eystra, en ætlunin er að blása í félagið auknum krafti á árinu. Eitt þrýnasta mál gigtarsjúkra á Norðuríandi er að fá fastráðinn gigtarlækni við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Auk þess að slíkur læknir myndi annast þá fjölmörgu sent gigtin hrjáir þá myndu kraftar hans nýtast við kennslu hjúkrun- arfræðinga við Háskólann hér í bæ. Já, gangan er ætluð til að vekja umræðu um brýnt málefni Ingibjörg Svcinsdóttir, t.h. og ég skora á gigtarsjúka’ að hafa samband við mig eða aðra í Gigt- arfélaginu á Norðurlandi. Hvern fimmtudag kl. 17.00 mæta félagar Gigtarfélagsins að Súlnabergi hvar við drekkum kaffisopa og ræðum um félagsstarfið. Reynsl- an hefur kennt okkur að fólk lok- ast inni og verður sambandslaust þegar það er veikt af gigt. Á gigtarárinu ætla ég að gefa Gigtarfélagi Norðurlands 1992 trjáplöntur sem fjölskylda mín hefur ræktað. Þessar plöntur ætla ég að selja og andvirði þeirra rennur til félagsins. Margt smátt gerir eitt stórt og við sem erum gigtarveik verðum að blása í her- lúðra á norrænu gigtarári. Átaks er þörf,“ sagði Ingibjörg Sveins- dóttir frá Akureyri. ój BORGARBÍO Salur A Þriðjudagur Kl. 9.00 Addams Family íslensk leiklist I - eftir Svein Einarsson Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út ritið íslensk leiklist 1 eftir Svein Einarsson rithöfund og leikstjóra, en þar er rakið upphaf að íslenskri leiklist, graf- ist fyrir um rætur hennar og sagt frá helstu einkennum, en einnig fjallað um fyrstu leikrit íslend- inga, svo og fyrstu leikara og leikmyndahönnuði. Útgefandi kynnir bók og höf- und með þessum orðum á kápu íslenskrar leiklistar 1: „Þessi bók er fyrsta tilraun til að rekja skipulega sögu íslenskr- ar leiklistar, grafast fyrir um ræt- ur hennar og segja frá helstu ein- kennum. Almennt hefur verið talið, að leiklistarsaga okkar hefjist fyrir 250 árum með Herra-næturhaldi Skálholtspilta. Hér er þó reynt að kanna hvort eitthvað hafi verið eldra, sem talist geti leiklistar- kyns og sjónunt einkum beint að trúðum og frásögnum af þeim í fornum ritum, að eddukvæðunum og síðan ekki síst galdri, seið og dansi. í öðrum kafla bókarinnar er svo lýst Herranóttinni, tengsl- um hennar við erlenda leiki af svipuðum toga og það sem hún fæddi af sér: íslenska leikritun. í þriðja hluta bókarinnar segir frá fyrstu leikritum íslendinga, fyrstu leikurum og lcikmynda- hönnuðum og sagan rakin frant til síðustu aldamóta. í öðru bindi verður svo fjallað um framhald- ið. Islensk leiklist I er 391 bls. að stærð og prýdd myndum. Leiðréttíng í Degi sl. föstudag, var farið rangt með nafn móður fyrsta barnsins sem fæddist á árinu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Hún heitir Linda Björg Reynisdóttir en ekki Linda Björk. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Salur B Þriðjudagur Kl. 9.05 Rakettumaðurinn BORGARBIO S 23500 Vlnningstölur laugardaginn FJ0U3I VINNINGSHAFA UPPHÆÐAHVERN VINNINGSHAFA 6.935.244,- 733.966,- 3. 186 6.843,- 4. 5.839 505,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.883.860.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI91 -681511 LUKKULÍNA991002 ir -Ú- l 4. 1 K Q — 5 - 0-i w \ "1 9— ^ 0 C ? Kennsla á orgel, hljómborð og rafinagnsorgel Byrjenda- og framhaldskennsla fyrir börn og fullorðna. Innritun og upplýsingar eftir kl. 17 í símum 24769 og 23181. Orgelskóli Gígju. Aðstoðarmann vantar á rannsóknastofu Upplýsingar gefur Jón Jóhannesson í síma 21466. K. Jónsson & Co. hf. Fiskvinnsla! Óskum aö ráöa starfsfólk til vinnu viö snyrtingu oq pökkun. Uppl. í síma 96-61710 og 96-61707. Fiskvinnslustöð KEA Hrísey. Verslunarstjóri Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir að ráða verslun- arstjóra til starfa við nýja verslun félagsins, sem opnuð verður fyrri hluta ársins. Leitaö er eftir traustum og áhugasömum starfs- manni, meö reynslu í verslunarrekstri og stjórnun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Hannes Karlsson deildar- stjóri Matvörudeildar KEA, sími 96-30373. Umsóknir um starfiö þurfa aö berast aðalfulltrúa félagsins fyrir 24. janúar nk. Kaupfélag Eyfirðinga. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 100 ára afmælinu mínu, 24. desember sl. Sérstakar þakkir til bæjarstjórnar Ólafsfjarðar, stjórnar Hornbrekku og fjölskyldu minnar, fyrir ógleymanlegan dag. Guð blessi ykkur öll. ELÍN BJÖRG GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Hornbrekku. Móðir okkar og tengdamóðir, ELÍSABET INGIBJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR er lést 27. desember verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.30. Randver Karlesson, Arnbjörn Karlesson, Jakobína Sigurvinsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.