Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. janúar 1992 - DAGUR - 15 Minning t Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Syðstabæ í Ólafsfirði Fædd 20. október 1897 - Dáin 26. desember 1991 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem). í dag verður amma mín, Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, fyrrum húsfreyja í Syðstabæ í Ólafsfirði, jarðsett frá Olafsfjarðarkirkju. Með ömmu Pálu er héðan horfin blíðlynd, hugljúf og fórnfús, en um leið hógvær afbragðskona. Hennar er nú minnst með ást, þakklæti og virð- ingu af okkur öllum sem höfum notið ástríkis hennar, umhyggju og hlýju í ríkum mæli. Hún var dóttir hjónanna Jóhanns Björnssonar og Svan- fríðar Margrétar Jónsdóttur, er þá bjuggu í Sandgerði í Dalvík, en var á 11. ári er þau fluttu til Ólafsfjarðar og settust að í Horn- inu með dæturnar tvær, ömmu Pálu og Sigríði (síðar Sigga í Sandgerði). Amma Pála er í sögu Svarfdæla talin ein af frumbvggj- um Dalvíkurþorps, og Ólafs- fjarðarkauptún var á frumbyggja- stigi er hún settist þar að. Árið 1918 gekk luin að eiga heitmann sinn Helga Jóhannes- son, sern ættaður var úr Fljótum en flust hafði til Ólafsfjarðar í foreldrahúsum. Þau settu bú saman í Sandgerði í Horninu, en fluttu að jörðinni Lóni 1921. 1924 fluttu þau aftur í kauptúnið og síðar sama ár hóf Helgi þar bygg- ingu nýs íbúðarhúss. I það fluttu þau 1926 og gáfu nafnið Syðsti- bær. Pau voru síðan ætíð við hann kennd. Afi í Syðstabæ var ekki heilsu- hraustur en ötull og mjög verk- hygginn enda greindur vel og forsjáll. Hann stundaði smíðar og hlaut réttindi til að standa fyr- ir byggingum í Ólafsfirði, sem hann gerði ásamt verkstjórn við vegagerð. Síðar annaðist hann fiskmat og var þá fulltrúi fiskmats ríkisins. Hann tók þátt í málefn- um bæjarins, sat í nefndum og ráðum um ýmis mál og fram- kvæmdir, hann var tillögu- og úrræðagóður og fylginn sér. Amnia og afi eignuðust 12 börn. Hennar verk var að sjá um heimilishaldið og annast börnin og skepnurnar, því lengst af höfðu þau einnig búskap til heim- ilisþarfa. Hún gekk jafnframt að hvers konar fiskvinnu og hey- skap. Verkahringur hennar var stór og umsvifamikill, enda urðu vinnudagarnir oft æriö langir. Heiinilistæki og þægindi nútím- ans voru ekki til á fyrri hluta aldarinnar, svo allt varð að vinna í höndunum. Við þær aðstæður skapaði hún eiginmanni sínum og börnurn heimilið sem varð þeim skjól og afdrep í önnum og amstri, þar var hlýtt og bjart hvernig sem viðraði, hvað sem á gekk utan þess. Börn þeirra voru: (1) Guðrún Hulda, f. 2. okt. 1917, eiginmað- ur Halldór J. Kristinsson, (2) Sig- urbjörg, f. 9. mars 1919, eigin- maður Brynjólfur Sveinsson, lést 1981, (3) María Sigríður, f. 22. maí 1920, eiginmaður Sverrir Þ. Jónsson, lést 1978, (4) Jófríður, f. 7. sept. 1922, eiginmaður Ei- ríkur B. Friðriksson, (5) Sigríð- ur, f. 6. júlí 1924, eiginmaður Gísli Magnússon, lést 1984, (6) Sumarrós Jóhanna, f. 20. mars 1926, eiginmaður Klemens Jónsson, (7) Helga, f. 15. nóv. 1927, lést 1941, (8) Sesselja Jóna, f. 3. apríl, 1931, eiginmaður Hörður Jóhannesson, (9) Guð- laug, f. 19. mars 1933, eiginmað- ur Snorri Halldórsson, (10) Ásta, f. 28. mars 1937, eiginmaður Kristján H. Jónsson, (11) Viðar, f. 29. ágúst 1938, lést 1979, eigin- kona Birna M. Eiríksdóttir, (12) Jóhann, f. 1. okt. 1940, eigin- kona Hildur Magnúsdóttir. Barnabörnin urðu 42, barna- barnabörnin eru orðin 75 og barnabarnabarnabörn eru orðin 8. Afkomendur þeirra búa víða um land, margir í Ólafsfirði og meirihluti við Eyjafjörð. Að ömmu Pálu stóðu sterkir norðlenskir stofnar. Jóhann faðir hennar. áður bóndi í Sauða- neskoti í Svarfaðardal, var sonur Björns Björnssonar bónda á Hóli í Svarfaðardal og Kristínar Jóns- dóttur konu hans, Þorkelssonar bónda og hreppstjóra í Göngu- staðakoti í Svarfaðardal. Svan- fríður Margrét móðir hennar var dóttir Jóns Þórðarsonar bónda í Hrappsstaðakoti í Svarfaðardal, og konu hans Sesselju Jónsdótt- ur, Jónssonar bónda á Ytraholti í Svarfaðardal. Ég naut þess láns að kynnast ömmu Pálu vel. Oft átti ég leið í Syðstabæ þegar ég óx upp í Ólafsfirði, og var ekki að spyrja að móttökum hennar. Alltaf átti hún hlý orð og oft eitthvað góð- gæti að stinga að lítilli telpu- hnátu. Ef eitthvað amaði að var hún alltaf til staðar og huggaði af þolinmæði og næmi þess sem ekkert aumt má sjá. Þannig var hún amma Pála mín. Eftir að við höföum flutt burt frá Ólafsfirði hélt Syðstibær áfram að vera fastur punktur í til- verunni, og fastur liður í ferðun- um til Ólafsfjarðar að heimsækja þau í Syðstabæ. Eftir að hún flutti þaðan að afa látnum, árið 1978 til Ástu og Kristjáns, og síð- an 1982 að hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Hornbrekku þegar það var opnað, hefur enn verið litið á mannlaust húsið. En því er nú sjálfhætt, Syðstibær er í raun horfinn - hann hvarf með ömmu Pálu. Amma Pála naut í elli kær- leiksríkrar umönnunar Ástu dóttur sinnar og Kristjáns manns hennar, bæði meðan hún dvaldi á heimili þeirra og síðar á Horn- brekku. Þeim góöu vinum færi ég rnínar bestu þakkir svo og stjórn- endum og starfsfólki að Horn- brekku. Að ferðalokum þakka ég elskulegri ömrnu minni samfylgd og fordæmi sem hefur reynst vel þó ég teljist kona af ólíkri kynslóð. Megi hún á himnum fá góða heimkomu í ríki hins kær- leiksríka föður og njóta þar friðar, sem hún sjálf í hógværð óskaði sér. Lífið var ömntu Pálu ekki mjúkhent fremur en mörgum öðrum. En hún átti lífsspeki sem gerði henni kleift að mæta köld- um vindum lífsins og bera þunga sorg af óvenjulegu jafnaðargeði. Hún var trúuð vel og í trúnni átti hún þessa sterku kjöífestu. Hún færði hana þannig í orð: Ég er sátt við Guð og menn. Það er Guð einn sem ræður en mennirnir þenkja. Hún hélt líka mikið upp á sálma. Ein af sálmavísum þeim sem hún söng oft og fann í styrk þegar á bjátaði er hér tilfærð að endingu: Reynslutími ævin er. Ó, minn Guð, mig veikan leiddu, gegnum böl, sem mætir mér, mína leið til heilla greiddu. Veit í trú ég vakað fái, veit ég sigri góðum nái. (Helgi Hálfdánarson). Guðlaug Pálína Eiríksdóttir. Laugardaginn 26. desember síð- astliðinn andaðist í Hornbrekku í Ólafsfirði hún amma í Syðstabæ, eða hún amma Pála eins og við krakkarnir kölluðum hana alltaf. Guðrún Pálína fæddist í litlum torfbæ á Dalvík sem nefndur var Sandgerði og var hún í hópi fyrstu barna sem fæddust í Dal- víkurþorpi. Hún var dóttir hjón- anna Jóhanns Björnssonar frá Hóli í Svarfaðardal og Svanfríðar Jónsdóttur frá Hrafnsstaðakoti. Hún fluttist með foreldrum sín- um til Ólafsfjarðar 1912. Árið 1918 giftist hún Helga Jóhannessyni sem fæddur var 1893 að Hólum í Fljótum, og settu þau fyrst saman bú í Ólafs- fjarðarhorni. Árið 1921-1924 bjuggu þau að Lóni en fluttu þá aftur í Hornið og hóf afi þá að byggja Syðstabæ, sem þau voru alla tíð kennd við, og fluttu í árið 1926. Afi og amma eignuðust 12 börn: Guðrún Hulda f. 02.10. 1917, maki Halldór Kristinsson og eignuðust þau 5 börn. Sigurbjörg f. 09.03. 1919, ntaki Brynjólfur Sveinsson (látinn) og eignuðust þau 4 börn. María Sigríður f. 22.05. 1920, rnaki Sverrir Jónsson (látinn) og eignuðust þau 4 börn. Jófríður f. 07.09. 1922, maki Eiríkur Friðriksson og eignuðust þau 3 börn. Sigríður f. 06.07. 1924, maki Gísli Magnússon (látinn) ogeign- uðust þau 2 syni. Sumarrós Jóhanna f. 20.03. 1926, maki Klentens Jónsson og eignuðust þau 2 syni. Helga f. 15.11. 1927, d. 21.10. 1941. Sesselja Jóna f. 03.04 1931, maki Hörður Jóhannesson og eignuðust þau 5 börn. Guðlaug f. 19.03. 1933, nraki Snorri Halldórsson og eignuðust þau 5 börn. Ásta f. 28.03. 1937, maki Kristján Jónsson og eignuðust þau 5 börn. Viðar f. 29.08. 1938, d. 17.10. 1979. maki Birna Eiríksdóttir og eignuðust þau 5 börn. Jóhann f. 01.10. 1940, maki Hildur Magnúsdóttir og eignuð- ust þau 2 börn. Afkomendur þeirra eru nú 137. Árið 1978 andaðist Helgi afi og hafði amma þá hjúkrað honum af mikilli alúð og nærgætni um ára- bil. Eftir lát Helga afa fluttist arnma fyrst til Ástu dóttur sinnar og Kristjáns manns hennar, í Ólafsfirði, en síðar að dvalar- heimilinu Hornbrekku. Þegar litið er til baka koma margar skennntilegar minningar um öntmu upp í hugann. Við krakkarnir í Hyrningi fórum varla í bæinn nema korna við hjá ömmu og afa í Syðstabæ. Við stönsuðum oft í forstofunni eða í eldhúskróknum hjá þeim og allt- af fórum við hress og kát heim eftir góðgerðirnar sem aldrei brugðust hjá ömmu. Allar minningar okkar um ömmu Pálu eru um létta og káta, sístarfandi konu sem geislaði af lífskrafti og starfsgleði. Við munum hvernig hún gat, kontin á háan aldur, skroppið vestur að brú, snúið þar heyflekk og gefið púddunum sín- um og komið síðan við á Helga- túninu ofan við tjörnina og snúið þar líka. Við hlupum oft í flekk- inn til hennar og eltum hana með hrífurnar. Amma var sérstaklega barngóð enda hændumst við að henni. Amrna Pála var líka mjög hjálpsöm og var boðin og búin þegar eitthvað stóð til. Hún amma hreinlega geislaði öll þegar hún var í laufabrauðs- eða slátur- gerð, en það var hennar líf og yndi. Antrna Pála dvaldi í Horn- brekku síðustu æviár sín og leið þar mjög vel. Við sem ekki erum búsett heima þökkum starfsfólk- inu fyrir, sérstaklega góða aðhlynningu og einnig öllum þeim ættingjum sem litið hafa til ömmu þessi ár og stytt henni stundir. Um leið og við þökkum ömmu Pálu fyrir allt sem hún gaf okkur, en um það eigum við góðar minningar sem við geymum vel, þá biðjum við Guð að blessa hana og gæta hennar vel. Við systkinin frá Hyrningi sendum öllum aðstandendum og ættingjum ömmu, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Anna, Bragi, Gunnar, Svanfríð- ur og Jón. nr Hedvig Hulda Andersen Fædd 9. maí 1914 - Dáin 29. desember 1991 Þegar hringt var til mín um morg- uninn 29. des. og mér sagt frá láti Diddu mágkonu, kom mér það ekki á óvart. Hún var búin að berjast lengi við þann sjúkdóm sem loks fór nteð sigur af hólmi þó hún hefði stundum betur. Hún hét Hedvig Hulda, en flestir kölluðu hana Diddu. Hún var lengi mágkona mín, og við bjuggum í sania húsi um tíma. Þó að aðstæður breyttust, var Didda alltaf sama góða vinkonan. Svo einkennilega vildi til, að hún átti eftir að tengjast mínu fólki aftur, þegar Hersteinn sonur hennar kvæntist Maríu bróðurdóttur minni. Didda kom oftast í heimsókn til mín á hverju ári, og gisti oft. Ég man hve faðir minn, sem var hjá mér háaldraður, hlakkaði til, þegar Didda kæmi. Hún var svo glögg, og minnug á það sem gerð- ist á Siglufirði, að hún gat sagt honum frá mörgum börnum sem hann kenndi þar nú fullorðnum, hvar þau ættu heima og hvað þau störfuðu og margt fleira sem hann langaði til að vita frá Siglu- firði. Maður Diddu hét Karl Stefáns- son. Þau áttu þrjú börn, eina stúlku, Önnu og tvo drengi Her- stein og Hauk. Einnig tvíbura sent dóu í fæðingu. Það var mikil reynsla. Karl dó á besta aldri, þá var yngri drengurinn kornungur, og ólust börnin upp hjá móður sinni. Anna dóttir þeirra settist að fyrir sunnan, Haukur fluttist líka burtu. Hersteinn var alltaf heima hjá móður sinni. Ég hef aldrei þekkt ungan mann sem hefur gert eins mikið fyrir móður sína og verið henni eins góður og Steini, var móður sinni allt frá þvi að hann gat nokkuð gert. Didda átti um tíma góðan vin, sem bjó hjá henni. Hann varð bráðkvaddur. Fljótlega eftir það fluttist luin í íbúð í húsi Hersteins og Maríu og átti þar heirna, stundum verið í heimili með þeim. 1 seinni tíð hefur Didda verið í lengri eða skemmri tíma hjá Önnu dóttur sinni í Kópavogi. Oft í sambandi við lækningar. §n alltaf þráði hún að komast aftur til Siglufjarðar. Núna kom hún 2- 3 dögunt fyrir jól. í raun bara til þess að fá að deyja á Siglufirði. Didda vildi öllum gott gera og hjálpa þar sem þess var þörf. Hún stóð sig eins og hetja í lífs- baráttunni og erfiðleikum sem steöjuðu að hjá henni, eins og mörgum öðrum. Blessuð sé minning hennar. Magna Sæmundsdóttir. Faðir okkar, SVERRIR GUÐMUNDSSON, Lómatjörn, er látinn. Sigríður Sverrisdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Guðný Sverrisdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.