Dagur - 14.01.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 14.01.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 14. janúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Þeir aflögufæru sigla lygnan sjó Nýjustu sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar, undir forystu heilbrigðisráðherra, fela það í sér að skerða á ellilífeyri og örorkubætur. Ráðherr- ann áætlar að með þessum aðgerðum sparist um 200 milljónir króna. Þessi ráðagerð hefur þegar vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu og skal engan undra, eins og að henni er staðið. Þetta er í fjórða sinn á stuttum tíma sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar seilist 1 vasa þeirra sem minnst mega sín eftir auknum tekjum í galtóman ríkissjóð. Fyrstir í röðinni voru sjúkl- ingar, síðan námsmenn, þá barnafjölskyldur og nú síðast aldraðir og öryrkjar. Töfraorð ríkisstjórnarinnar þessa dagana er „tekjutenging" eða öllu heldur „atvinnutekju- tenging". Ríkisstjórnin gerir nefnilega skýran greinarmun á því hvaða nafni tekjurnar nefnast. Ef um er að ræða atvinnutekjur, þ.e. hefðbundin laun vinnandi fólks, klípur ríkisvaldið af bótum sínum til viðkomandi þegar ákveðnu marki er náð. Greiðslur úr lífeyrissjóði ellegar vaxtatekj- ur hafa hins vegar engin áhrif til skerðingar! Hið hrópandi ranglæti sem einkennir ofan- greindar sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar kemur glögglega í ljós í eftirfarandi dæmi, sem að sjálfsögðu er ímyndað þótt það eigi sér örugglega marga holdgervinga: Hugsum okkur bankastjóra, sem náð hefur 67 ára aldri og er hættur störfum. Hann fær um 300 þúsund krón- ur á mánuði í lífeyrisgreiðslur og um 50 þúsund krónur á mánuði í vaxtatekjur af verðbréfum og öðru. Samkvæmt reglum ríkisstjórnarinnar fær hann ellilífeyri sinn greiddan að fullu, án nokk- urrar skerðingar. Jafnaldri hans er mun verr settur hvað lífeyrisréttindi varðar og á engin verðbréf til að ávaxta. Hann vinnur því enn full- an vinnudag og hefur 76 þúsund krónur í mán- aðarlaun. Það eru nánast einu tekjurnar sem hann hefur. Hann verður hins vegar að sæta því að grunnellilífeyrir hans sé lækkaður úr 12.123 krónum í um 9.500 krónur! Það fer ekkert á milli mála hverja núverandi ríkisstjórn vill síst af öllu styggja. Hún vill ekki undir nokkrum kringumstæðum sækja fjármagn til þeirra sem helst eru aflögufærir, þ.e. til hinna svonefndu fjármagnseigenda og eiginlegra stóreignamanna í þjóðfélaginu. Meðan þeir sigla lygnan sjó en daglaunamenn eru látnir borga brúsann, er engin von til þess að sparnað- araðgerðir ríkisstjórnarinnar fái hljómgrunn meðal almennings. Þvert á móti mun andstaðan magnast dag frá degi þar til upp úr sýður. BB. Við þurfum umræðuvettvang - stofnun Ferðamálafélags Eyjafjarðar Þann 2. nóv. sl. gekkst Héraðs- ráð Eyjafjarðar fyrir ráðstefnu um ferðamál í Hrafnagilsskóla, þar sem m.a. var rætt um stofnun ferðamálafélags fyrir Eyjafjarð- arsvæðið. Niðurstaðan varð sú, að kosin var nefnd til að undir- búa stofnun Ferðamálafélags Eyjafjarðar. Hefur nefndin nú ákveðið að boða til stofnfundar Ferðamálafélags Eyjafjarðar fimmtudaginn 16. janúar nk. að Hótel KEA. Fyrirhugað starfssvæði félags- ins er Eyjafjarðarsýsla, Ólafs- fjörður, Dalvík, Akureyri og Svalbarðsstrandahreppur og Grýtubakkahreppur í S-Þing- eyjarsýslu. Er félagið öllum opið, jafnt hagsmunaaðilum í ferða- þjónustu sem áhugamönnum um ferðamál. En af hverju er verið að stofna ferðamálafélag? Er nauðsyn á slíku félagi? Aður en reynt verð- ur að svara því, er ekki úr vegi að líta nokkur ár aftur í tímann. Ferðamálasamtök landshlutanna Á síðasta áratug töldu menn að árangurs í málefnum ferðaþjón- ustunnar væri helst að vænta með stórum samtökum er næðu til heilla kjördæma eða jafnvel tveggja eins og gerðist hér á Norðurlandi. í framhaldi af því voru ekki stofnuð um allt land ferðamálasamtök einstakra landshluta þ.á m. Ferðamála- samtök Norðurlands, en starfs- svæði þess var allt Norðurland. Starfsemi félagsins var nokkuð öflug fyrstu árin. Gefinn var út sameiginlegur bæklingur um Norðurland, sem reyndist mjög Jón Gauti Jónsson. vel til almennrar kynningar á fjórðungnum. Ennfremur tóku ferðamálasamtök landshlutanna upp samstarf sín á milli. Ekki er nokkur vafi á því, að starfsemi samtakanna hefur látið ýmislegt gott af sér leiða fyrir ferðaþjón- ustuna í landinu, og hafa þau náð fjölmörgum hagsmunamálum í höfn einkum gagnvart hinu opin- bera. Þannig t.d. fékkst það í gegn við síðustu endurskoðun núgildandi laga um ferðamál að fulltrúar frá öllum ferðamálasam- tökunum fengu fulltrúa í Ferða- málaráði íslands og með sam- stöðu samtakanna hafa þau oft á tíðum ráðið úrslitum um það hverjir hafa setið í ýmsum mikil- vægum nefndum á vegum Ferða- málaráðs. Þá stóðu samtökin að því, ásamt fleirum, að stofnuð var upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk í Reykjavík og hafa þau síðan staðið að fjórðungi til undir rekstri hennar. Innra starf varð útundan Það kom hins vegar fljótt í ljós að samtökum á kjördæmavísu heppnaðist ekki að halda upp nægilega fjölbreyttu innra starfi. Þau náðu ekki að vinna að ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum einstakra svæða. Ástæðan fyrir því er augljós, félagssvæðið var alltof stórt til þess að aðilar næðu saman og þegar farið var að ræða hagsmunamál einstakra svæða komu fljótt í ljós árekstrar milli héraða. Þetta hafa menn verið að leysa í seinni tíð með stofnun samtaka á héraðsvísu og nú er svo komið að stofnuð hafa verið ferðamála- félög í nær öllum héruðum á Norðurlandi, nema hér á Eyja- fjarðarsvæðinu. Og eftir hverju erum við að bíða hér? Fjölmörg hagsmuna- mál bíða úrlausriar sem eru bundin við Eyjafjarðarsvæðið. í því sambandi má nefna að við þurfum umræðuvettvang, jafnt hagsmunaaðilar sem áhugamenn til að hittast vor og haust og ræða sameiginleg mál ferðaþjónust- unnar á Eyjafjarðarsvæðinu, bæði um undirbúning komandi sumars og uppgjör að hausti. Þá þarf sameiginleg rödd aðila í ferðaþjónustu í Eyjafirði að koma miklu oftar fram á öldum ljósvakans en nú er raunin. Auk þessa bíða fjölmörg einstök mál. Má þar nefna veginn upp úr Eyjafirði á Sprengisandsleið, öflugra starf á sviði upplýsinga- miðlunar, viðunandi snyrtiað- stöðu fyrir ferðafólk á Akureyri, aukningu á beinu flugi til Akur- eyrar erlendis frá og fræðslumál ferðaþj ónustunnar. Stofnum öflugt ferða- málafélag Verkefnin eru því næg, en þau ná aldrei fram að ganga ef hver og einn situr í sínu horni og horfir í gaupnir sér. Aðeins með breiðri samstöðu er árangurs að vænta og þá er ekki einungis átt við ferðaskrifstofufólk og hótelhald- ara, heldur alla þá er óbeint tengjast ferðamálum á Eyjafjarð- arsvæðinu svo og alla áhuga- menn. Undirritaður leyfir sér því, að skora á alla þá er tengjast ferða- málum á einn eða annan hátt svo og áhugamenn að mæta á stofn- fund Ferðamálafélags Eyjafjarð- ar þann 16. janúar nk. þannig að við getum stofnað öflugan félags- skap ferðaþjónustunni á Eyja- fjarðarsvæðinu til frekari fram- dráttar. Jón Gauti Jónsson. Höfundur er atvinnumálafulltrúi Akureyrarbæj- ar. „Fjölmörg hagsmunamál bíða úrlausnar sem eru bundin við Eyjafjarðar- svæðið,“ segir Jón Gauti m.a. í grein sinni. Myndin er af fyrsta skemmti- ferðaskipinu sem kom til Akureyrar sumarið 1991. Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands og Barnaverndarráð: Námskeið á Akureyri íyiir bama- vemdamefiidir og félagsmálastoftianir Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands og Barnaverndarráð íslands munu halda námskeið á Akureyri dagana 16. til 18. janúar næstkomandi fyrir barnaverndarnefndir og starfs- menn þeirra, félagsmálastofn- anir og alla þá sem starfa á einn eða annan hátt að vernd- un barna og ungmenna. Nám- skeiðið hefur verið haldið í Reykjavík en verður nú fyrir norðan að frumkvæði og ósk Péturs Þórs Jónassonar, sveit- arstjóra í Eyjafjarðarsveit og Barnaverndarnefndar Eyja- fjarðarsveitar. 1 athugun er samvinna milli Háskóla Islands og Háskólans á Akureyri um endurmenntunar- námskeið og hefur Háskólinn á Akureyri skipað nefnd til að undirbúa endurmenntunarmál norðanlands. Á námskeiðinu í næstu viku munu leiðbeina Helga Þórólfs- dóttir, félagsráðgjafi með sér- hæfingu í málefnum fóstur- barna, og Gunnar Sandholt, félagsráðgjafi og yfirmaður fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar. Á nám- skeiðinu verður sérstaklega fjall- að um samskipti við skjólstæð- inga barnaverndarnefnda og kosti, galla og mismunandi úrræði við fóstrun barna. Skráning á námskeiðið fer fram í móttöku Tæknigarðs í Reykjavík í síma 91-694940.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.