Dagur


Dagur - 14.01.1992, Qupperneq 1

Dagur - 14.01.1992, Qupperneq 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 14. janúar 1992 8. tölublað Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Norðmennirnir teíja fyrir veiðum íslensku skipanna segir Maron Björnsson, skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF í gær var heldur betur veður til þess að viðra sig og sína. Á Akureyri var 11 gráðu hiti um miðjan dag í gær og hiti komst í 14 stig uni norðanvert landið. Mynd: Golli Norðurland: Fjórtán stiga hiti í gær „Við viljum ekkert sjá þessi norsku skip hérna vegna þess að þeirra veiði er komin langt út fyrir þann samning sem gerður var hér um árið. Sá samningur var gerður með því hugarfari að loðnan gengi norður til Jan Mayen og þeir veiði sinn hluta þar en þessi loðna hefur ekki farið þangað og því erum við hreinlega að gefa þeim þetta,“ sagði Maron Enn sem komið er hefur íslandsbanki ekki tekið afstöðu til tveggja framkom- inna tilboða í alifuglabúið Fjöregg á Svalbarðsströnd, en væntanlega verður það gert í þessum mánuði. íslandsbanki keypti Fjöregg í desember og tók við rekstri bús- Sveifarhússsprenging varð um borð í togaranum Rauðanúpi ÞH norður af Engey um kl. 20.00 á sunnudagskvöldið. Eldur kom upp í vélarrúmi togarans, en skipverjar náðu að slökkva eldinn fljótt og vel sem var lítill að sögn skipstjór- ans Júlíusar Kristjánssonar. Togarinn Rauðinúpur ÞH hef- Húsavík: 40 mijónir í ár tfl viðbyggingar við grunnskólann Framhaldsskólinn á Húsavík fær 10 milljónir króna á fjár- lögum í ár til viðhalds og stofn- kostnaðar. Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, segir að ætlunin sé að framkvæma fyrir 40 milljónir króna og því leggi bærinn fram 30 milljónir króna á móti. „Þarna er reyndar um að ræða viðbyggingu við grunnskólann. Með verkaskiptalögunum sömd- um við um það að vegna þess að gamla gagnfræðaskólahúsið væri nýtt undir Framhaldsskólann, þá tæki ríkið þátt í viðbyggingu við grunnskólann í staðinn. Við sömdum um ákveðna upphæð, en síðan greiðir Húsavíkurbær það sem upp á vantar," sagði Einar. óþh Björnsson, skipstjóri á loðnu- skipinu Guðmundi Ólafi ÓF. Um 30 norsk veiðiskip eru nú á miðunum fyrir austan land og er mikill kurr meðal sjómanna og útgerðarmanna vegna þessa ástands. Sjómenn segja að þessi norsku skip hafi ekkert samband né samstarf við íslensku skipin og því sé mikil hætta á slysum á miðunum. Sá samningur sem nú er í gildi ins 13. desember. I kjölfarið aug- lýsti bankinn búið til sölu og sýndu tveir aðilar fljótlega áhuga á að kaupa að. Til stóð að ganga frá sölu á búinu strax fyrir jól, en af því hefur enn ekki orðið. En gert er ráð fyrir að nýr aðili verði skráður fyrir búinu fyrir lok þessa mánaðar. óþh ur verið í vélarupptekt í Reykja- vík að undanförnu. Á sunnu- dagskvöldið var togarinn í reynslu- siglingu þegar sveifarhússspreng- ing varð í vélarrúmi. „Engan sakaði þegar spreng- ingin varð. Vélstjórar yfirgáfu vélarúmið strax vegna reyks. Síð- an voru menn sendir niður búnir reykköfunartækjum sem og slökkvitækjum. Við náðum að slökkva fljótt og vel þann litla eld sem var uppi. Einn maður varð fyrir reykeitrun og var fluttur á spítala. Maðurinn er á batavegi og fær að yfirgefa sjúkrahúsið á næstu klukkutímum. Viðgerðar- menn eru að störfum. Nei, ég get ekkert sagt um hvenær við höld- um til veiða,“ sagði Júlíus Krist- jánsson. ój „Ef gengið er út frá 6-700 milljóna skattlagningu á sveit- arfélögin, þá er verið að tala um nálægt 40 milljóna króna skatt á Akureyrarbæ,“ segir Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, um löggæsluskatt og aðrar hugmyndir ríkisvaldsins um auknar álögur á sveitarfé- lögin. „Þetta er auðvitað heilmiklir um veiðar úr norsk-íslenska loðnustofninum rennur út í vor og stefnir í að eitt meginniál við endurskoðun þessa samnings verði að koma í veg fyrir að Norðmenn geti veitt sinn hluta í lögsögu Islendinga og innan um íslensku skipin. „Mér finnst sjálfsagt að Norð- menn haldi hlut í veiðunum en þá finnst mér að þeir ættu að veiða í sinni lögsögu og við í okkar. Það passar auðvitað ekki árið 1992 að landhelgin hér sé full af útlend- ingum.“ Maron segir að norsku skipin megi ekki fara inn fyrir ákveðna línu en þau séu að veiðum á sömu slóðum og íslensku skipin. Þetta tefji fyrir veiðum íslensku skipanna og engin samskipti séu milli íslensku og norsku skip- anna. „Við vitum ekki einu sinni á hvaða bylgju þeir eru og heyrum nánast aldrei í þeim. Við erum því að vinna þarna með 30 mál- lausum mönnum. Þeir eru á sömu slóðum og við og elta okk- ur uppi ef eitthvað er vænlegra hjá okkur.“ Aðfaranótt laugardags var ágæt veiði á loðnumiðunum en á sunnudag skall á vonskuveður og héldu skipin þá til hafna. Guð- mundur Olafur var með fullfermi eða 600 tonn og landaði á Eski- firði. Þórður Jónasson EA og Súlan EA fóru til Reyðarfjarðar, Þórður með 550 tonn og Súlan með 450 tonn. Síðdegis í gær var flotinn enn í höfn og ekki útlit fyrir að veður gengi að marki nið- ur fyrr en í nótt. JÓH Þrjátíu og eins árs Siglfirðing- ur, Sigrún Jónasdóttir, datt heldur betur í lukkupottinn sl. laugardag. Hún hafði allar fimm lottótölurnar réttar og peningar. Skatttekjur Akureyr- arbæjar eru tæpar 1400 milljónir og því erum við að tala um nálægt 2,5% af skatttekjum. Það eru peningar sem munar heilmik- ið um,“ sagði Halldór. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæj- ar er þessa dagana að fá á sig endanlega mynd og er gert ráð fyrir að línur skýrist mikið eftir bæjarráðsfund í dag. Fjárhagsáætlunin verður tekin til Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofu íslands komst hiti hæst í 14 stig um norðanvert landið í gær, en kl. 15 var hitinn 11 stig á Akureyri. Þessum hlýindum í janúar veldur hæð yfir Bretlandseyjum og lægð við Jan Mayen. Vindur var suðvestlægur í gær og svo verður einnig í dag. Strekkings- vindur verður og hiti á bilinu 6-12 fyrir vikið fékk hún allan fyrsta vinning lottópottsins, hvorki meira né minna en 15,9 millj- ónir króna, sem er stærsti lottóvinningur á einn miða frá fyrri umræðu á bæjarstjórnar- fundi nk. þriðjudag. Valgarður Baldvinsson, bæjar- ritari, segir að það nýmæli hafi verið tekið upp við fjárhagsáætl- unargerð að þessu sinni að miða allar upphæðir við fast verðlag, en spá ekki í verðbólgustig á árinu. Valgarður vildi á þessu stigi ekki tjáð sig að öðru leyti um áætlunina, en sagði að hún bæri svip aðhalds. óþh stig. Veðurstofan gerir ráð fyrir að kvikasilfur hitamælanna kunni að stíga hærra víða á Norður- landi. Á morgun er gert ráð fyrir svipuðu veðri, en á fimmtudag gera veðurfræðingar ráð fyrir að vindur snúist til norðlægrar áttar með kólnandi veðri og slyddu- eða snjóéljum um norðanvert landið. óþh upphafi. Lottópotturinn var þrefaldur á laugardaginn og fyrirfram var búist við að fyrsti vinningur yrði á bilinu 13 til 15 milljónir króna. Hann varð hins vegar tæplega 16 milljónir króna. Sigrún er einstæð og á einn tíu ára son. Hún dvelur nú í Reykja- vík og stundar nám við Einkarit- araskólann. Á Siglufirði vann hún hjá Þormóði ramma. Lottó- miðann góða keypti hún í sölu- turni við Sólvallagötu í Reykja- vík. Dagur hafði spurnir af því í gær að Siglfirðingar væru skýjum ofar yfir lottóvinningnum og sammála um að hann hefði svo sannarlega komið á réttan stað. Potturinn í sænsk-íslensku getraununum var einnig stór um liðna helgi, en enginn íslendingur var með 13 rétta. Hins vegar voru 151 með 12 rétta og nokkrir þeirra voru hérlendir. í hlut hvers koma um 150 þúsund krónur. óþh Alifuglabúið Fjöregg: Er ennþá í eigu bankans Rauðinúpur PH: Sveifarhússsprenging í rcynslusiglingu - einn maður á sjúkrahúsi vegna reykeitrunar „Bandormurinn“ baneitraði: Gæti kostað 40 milljónir króna fyrir Akureyrarbæ íslensk getspá: Einstæð móðir frá Siglu- firði 15,9 milljónum rikari

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.