Dagur - 14.01.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 14.01.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. janúar 1992 - DAGUR - 7 Handknattleikur, 2. deild: 1. deildin virðist blasa við Þórsurum - eftir öruggan sigur á HKN „Við fórum mjög vel af stað og unnum þetta í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og ég átti von á, ég vissi að við myndum geta varist þeim með þokkalegum leik. Við gáfum allt sem við áttum og efldumst sennilega við að missa þjálfarann,“ sagði Hermann Karlsson, fyrirliði handboltaliðs Þórs, eftir mikil- vægan sigur á HKN, 27:19, í toppbaráttu 2. deildar á Akur- eyri á laugardag. Staða Þórs- ara er nú mjög vænleg, þeir eru eina liðið, að ÍR, undan- skildu sem ekki hefur tapað stigi í deildinni og 1. deildin virðist blasa við. Jan Larsen, þjálfari Þórs, var ekki viðstaddur leikinn þar sem Bikarkeppni í körfu: Þór kominn í átta liða úrslit - sigraði Hött í barningsleik 93:78 Úrvalsdeildarlið Þórs í körfuknattleik karla tryggði sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni KKÍ þegar liðið bar sigurorð af liði Ilattar frá Egilsstöðum sem leikur í 1. deild. Lokatölur urðu 93- 78. Leikurinn sem fram fór á Egilsstöðum var ekki ntikið fyrir augað. í fyrri hálfleik var barningur og villuvandræði á báða bóga. Leikið gróft. Jafn- ræði var með liðunum og þeg- ar flautað var til hálfleiks var staðan 52-50 Þór í vil. í byrjun síðari hálfleiks náðu leikmenn Þórs yfirhönd- inni og sigu frant úr Héraðs- búum. Lokatölur urðu eins og áður segir fimmtán stiga munur, 93-78 fyrir Þór. Stiga- hæstu rnenn í liði Þórs voru þeir Joe Harge og Konráð Óskarsson. 16 liða úrslitum bikarkeppn- innar lýkur nú í vikunni en liö- in sem komin eru í átta liða úrslit eru. auk Þórs: Njarðvík, Haukar, KR, Keflavík og Val- ur en leikjum Víkverja/UBK og ÍR/Grindavíkur er ólokið. Birgir Torfason formaður körfuknattieiksdeildar Þórs var ánægður með að iiöið hefði komist áfram og sagði að í fyrra hefðu þeir komist í fjögurra liða úrslit og ætluðu að komast enn lengra í ár. „Óskaliðið í næstu umferð er Valur,“ sagði Birgir. -ÞH hann var skorinn upp vegna sprungins botnlanga nóttina fyrir leik. Eins og Hermann sagði létu Þórsarar það ekki á sig fá og tóku fljótt forystuna sem þeir héldu til leiksloka. Nokkuð var um mistök í sókninni en vörn Þórs var sterk og HKN-ingar áttu bersýnilega í vandræðum með að skora mörk, sérstaklega í fyrri hálfleik. Stað- an var fljótlega orðin 7:3 og 15:8 í hléi. Seinni hálfleikur var í jafn- vægi lengst af, Þórsarar héldu 7-9 marka forystu allan tímann og HKN náði aldrei að ógna sigri þeirra. Það var greinilegt á þessum leik að Þórsarar eru með mun sterkara lið og eiga greinilega góða möguleika um næstu helgi þótt sá leikur verði vafalaust mun erfiðari. Eins og svo oft áður var liðsheildin sterk hjá Þórsurum. Daninn Ole Nielsen var atkvæða- mestur en reyndi líka mest og var nokkra stund að finna leiðina í netið. Rúnar Sigtryggsson og Jóhann Samúelsson áttu báðir góðan leik og Atli Rúnarsson skoraði glæsileg mörk í fyrri hálf- leiknum. Hjá HKN var Rússinn Pvalon- is sterkur í seinni hálfleiknum en aðrir sýndu lítil tilþrif. Þórsarar leika aftur við HKN í Keflavík um næstu helgi. „Við eigum að geta unnið þá þar. Ég lofa samt ekki að við séunt komn- ir upp þótt það takist. Við mun- um hvernig þetta fór í fyrra,“ sagði Hermann Karlsson. Mörk Þórs: Ole Nielsen 7, Rúnar Sig- tryggsson 6, Jóhann Samúelsson 5/1, Atli Rúnarsson 3, Ingólfur Samúelsson 2, Sævar Árnason 2, Kristinn Hreinsson 1, Geir Aðalsteinsson 1. Hermann Karlsson varði 8 skot og Ingólfur Guðmundsson 2/ 1. Mörk HKN: Romas Pavalonis 8, Björg- vin Björgvinsson 3, Ólafur Thordarson 3/2, Hermann Hermannsson 2. Gísli H. Jóhannsson I, Magnús Már Þórðarson 1, Guðjón Hilmarsson 1. Pétur Magnússon varði 4 skot og Einar Benediktsson 3/2. Dómarar: Jón Hermannsson og Guð- mundur Sigurbjörnsson. Dæmdu ekki nógu vel. Ole Nielsen var atkvæðainestur í liði Þórs er liðið vann inikilvægan sigur á HKN á laugardag. Mynd: Goiii Kristinn Björnsson heldur upptekn- unt hætti á stórmótum erlendis. Kristinn Björnsson varð þriðji á sterku FlS-móti í Austurríki um helgina: Enn blómstrar Ólafsfirðingurinn Kristinn Björnsson, skíðainað- urinn snjalli frá Ólafsfirði, hcldur uppteknum hætti á stórmótum erlendis. Hann náði frábærum árangri um helgina þegar hann varð þriðji í svigi á FlS-móti í Austurríki. Þetta er sterkasta FlS-mót sem Kristinn hefur til þessa tekið þátt í. Með þessum árangri bætti hann punktastöðu sína um þrjá, fór úr 45 FlS-punkt- um í 42 punkta. Bestu alpa- greinamenn heims eru nálægt núllinu í FlS-punktum. Kristinn er í geysilega góðu formi um þessar rnundir og ber enga virðingu fyrir sterkum and- stæðingum sínum á móturn erlendis. Fyrir rúmri viku gerði hann sér lítið fyrir og sigraði á FlS-móti í Matrei í Austurríki og 1. deild karla og kvenna í blaki: KA og Völsungur unnu Þrótt í‘rá Neskaupstað 1. deildarlið Þróttar í Nes- kaupstað í blaki í karla- og kvennaflokki voru á ferð á Norðurlandi um hclgina og riðu ekki feitu hrossi frá leikj- um sínum. Karlalið Þróttar lék tvo leiki við KA á Akureyri og tapaði báðum 3-0. Á föstudagskvöldið fóru hrinurnar 15-10, 15-8 og 15- 8 en á laugardag urðu úrslitin 15- 8, 15-4 og 15-9. Þótt sigur KA-liðsins hafi verið öruggur var leikur liðsins heldur köflóttur og sagði Haukur Val- týsson að liðið þyrfti að bæta sig ef það ætti að gera sér vonir um að sigra bestu liðin í deildinni. 1. deild kvenna Sömu sögu er að segja af kvenna- liði Þróttar í Neskaupstað. Liðið mætti KA á Akureyri á föstudagskvöldið og tapaði öll- um hrinununt. KA vann 15-10,. 15-8 og 15-8. Á laugardaginn voru norðfirsku stúlkurnar mætt- ar á Húsavík og kepptu við lið Völsungs. Þar urðu úrslitin þau sömu, Völsungur vann 3-0 og fóru hrinurnar þannig: 15-8, 15-7 og 15-5. -ÞH Karlalið KA vann tvívegis sigur á Þrótti N. um helgina. þeint stórgóða árangri fylgdi hann eftir um helgina. Auk Kristins kepptu þeir Valdemar Valdemarsson, Akur- eyri, Arnór Gunnarsson, ísafirði og Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík, á mótinu um helgina, en þeir náðu sér ekki á strik. í gær kepptu þeir Kristinn og Örnólfur á Evrópubikarmóti í svigi í Austurríki, en ekki tókst að afla upplýsinga um árangur þeirra áður en blaðið fór í I prentun. Framundan er stíf dagskrá hjá Kristni. Á næstu dögum fer hann með félögum sínum í skíðalands- liðinu til Ítalíu, þar sem hann tekur þátt í fjórunt síðustu FIS- mótunum. Að því búnu snýr hann heim til Geilo í Noregi, þar sem hann stundar nám í mennta- skóla. Ætla má að með þessum frá- bæra árangri sé Kristinn endan- lega búinn að tryggja sér farseðil- inn á Ólympíuleikana í Albert- ville í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Baráttan um hitt alpa- greinasætið stendur á milli Örnólfs og Valdemars. Þá eru mestar líkur á að göngumennirn- ir Rögnvaldur Ingþórsson og Haukur Eiríksson frá Akureyri verði fulltrúar íslands í göngu- keppninni á Ólympíuleikunum. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.