Dagur - 14.01.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 14.01.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 14. janúar 1992 IÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Enska knattspyrnan: Toppliðin fá Iiverpool í bakið Það var tekið til við deilda- keppnina á Englandi að nýju um helgina eftir bikarleiki að undanförnu og þrátt fyrir gott forskot Manchester Utd. og Leeds Utd. á toppi deildarinn- ar getur margt gerst enn. Liverpool sem hefur verið besta lið Englands lengi, er nú komið í þriðja sætið og ekki ólíklegt að bæði toppliðin muni verða með hálsríg á næst- unni er þau fylgjast með þessu gamla stórveldi nálgast sig með óþægilegum hraða. En lítum þá á leiki laugardagsins. ■ Man. Utd. náði efsta sætinu með 1:0 sigri gegn Everton í mjög vel leiknum leik af beggja hálfu, en heimamenn voru sterk- ari í síðari hálfleik. Everton var heldur betra liðið í jöfnum og markalausum fyrri hálfleik, Peter Beardsley, Mo Johnston og Mark Ward voru ailir nærri að skora fyrir liðið. Besta færi hálfleiksins fékk þó Gary Pallister fyrir Utd. er hann skallaði framhjá eftir góða sendingu Neil Webb. Strax í upphafi síðari hálfleiks slapp Robert Warzycha inn fyrir vörn Utd. eftir frábæra sendingu Beardsley, en skot hans fór yfir markið og eftir það náðu heima- menn undirtökunum. Mark Hughes skallaði sendingu Paul Parker í stöng og Neville Southall í marki Everton varði vel frá Brian McClair áður en Utd. tókst loks Staðan 1. deild Leeds Uld. 25 14-10- 1 48:20 52 Manchester Utd. 23 15- 6- 2 44:18 51 Liverpool 24 10-11- 3 29:20 41 Manchester City 25 11- 8- 6 34:29 41 Sheffield Wednesday 24 11- 7- 6 38:30 40 Aslon Villa 24 11- 4- 9 34:29 37 Arsenal 23 9- 7- 7 40:29 34 Cryslal Palace 23 9- 7- 7 35:41 34 Everton 25 9- 6-10 35:31 33 Totlenham 23 10- 3-10 34:31 33 Noltingham For. 24 9- 5-10 38:35 32 Chelsea 25 8- 8- 9 33:37 32 QPR 25 7-10- 8 27:32 31 Norvvich 24 7- 9- 8 30:33 30 Oldham 24 8- 6-10 39:43 30 Coventry 24 8- 4-12 27:28 28 Wimbledon 24 6- 9- 9 28:31 27 Nolls Counly 24 7- 5-12 27:33 26 SheíTield Uld. 25 6- 6-13 33:44 24 Luton 24 5- 7-12 18:43 22 Wesl Ham 24 4- 9-11 23:38 21 Soulhampton 24 4- 7-13 23:41 19 2. deild Blackburn 25 14- 5- 6 39:22 47 Southcnd 27 13- 7- 7 40:30 46 Middlesbrough 26 13- 6- 7 34:15 45 Cambridge 25 12- 8- 5 39:27 44 Ipsvvich 27 12- 8- 7 39:31 44 Porlsmouth 25 12- 6- 7 33:24 42 Leicesler 26 12- 6- 8 34:31 42 Svvindon 25 10- 9- 6 44:31 39 Derby 25 11- 6- 8 34:27 39 Charlton 25 10- 7- 8 30:28 37 Sunderland 27 10- 5-1241:39 35 Wolves 25 9- 6-10 32:31 33 Millwall 26 9- 6-11 40:45 33 Brislol Cily 27 8- 9- 9 30:38 33 Watford 26 9- 5-12 31:31 32 Tranmere 23 7-11- 5 25:25 32 Porl Vale 28 7-10-1127:36 31 Bristol Rovers 27 7- 9-1134:43 30 Grimsby 25 7- 6-12 29:39 30 Barnsley 28 8- 6-14 21:40 30 Newcastle 28 6-11-11 39:50 29 Plymoulh 25 8- 5-12 27:38 29 Brighton 28 7- 7-14 36:45 28 Oxford 26 6- 3-17 34:44 22 - Rússinn bjargaði Man. Utd. - Byssurnar kúlulausar á Highbury að skora sigurmarkið. Sovétmað- urinn Andrej Kantchelkis sem átti stóran þátt í sigri liðsins gegn Leeds Utd. í Deildabikarnum í vikunni skoraði markið á 11. mín. síðari hálfleiks eftir send- ingu frá Steve Bruce. Tony Cottee sem komið hafði inná sem vara- maður hjá Everton fékk síðan færi á að jafna í lokin, en það hefði ekki verið sanngjarnt. ■ Liverpool fékk Luton í heim- sókn og ekki var búist við mikilli mótstöðu af Luton fyrirfram, en annað kom á daginn. Tvö mörk Liverpool á síðustu 4 mín. leiks- ins tryggðu liðinu þó loks sigur. Nicky Tanner skoraði sjálfsmark hjá Liverpool eftir 30 mín. leik er hann ætlaði að senda boltann til Bruce Grobbelaar, en Grobbi var ekki til staðar. Þá hafði Paul Telfer átt skot í þverslá fyrir Luton og Grobbelaar varið vel frá John Dreyer fyrir hlé. Heima- menn juku hraðann í síðari hálf- leik og höfðu nokkra yfirburði, Ray Houghton skaut í stöng og markvörður og varnarmenn Luton björguðu oft á síðustu stundu og virtust ætla að hafa óvæntan sigur. En er 4 mín. voru eftir af leiknum sendi Mark Wright fyrir mark Luton og Steve McManaman náði að pota bolt- anum í netið af stuttu færi og jafna fyrir Liverpool. Sigurmark- ið kom síðan eftir að venjulegum leiktíma var lokið, eftir undir- búning Ronnie Rosenthal og John Barnes náði Dean Saunders að senda boltann framhjá Steve Sutton í marki Luton og tryggja Liverpool mikilvægan sigur. ■ Meisturum Arsenal tókst ekki að hrista af sér slenið í leiknum gegn Aston Villa, liðið virðist hafa misst sjálfstraustið og varð að láta markalaust jafntefli duga. Kevin Campbell fékk þó sæmileg tækifæri, en undir lokin munaði litlu að Tony Daley næði að tryggja Villa sigurinn. Athygli vakti mjög slakur leikur lands- liðsbakvarðarins Lee Dixon hjá Arsenal. ■ Coventry komst í 2:0 gegn Q.P.R., Kevin Gallacher á 10. mín. og Robert Rosario um miðjan síðari hálfleik gerðu mörkin. Það virtist því sem Don Howe sem tók við framkvæmda- stjórastöðunni af Terry Butcher í vikunni ætlaði að byrja á sigri, en annað kom þó á daginn. Gary Penrice sem kom inná sem vara- maður hjá Q.P.R. náði að laga stöðuna á 75. mín. og er 5 mín. voru til leiksloka náði Penrice að jafna fyrir Q.P.R. með góðu skoti af löngu færi. ■ Sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá bitlaust lið Tottenham tapa 2:0 gegn liði Chelsea sem lék mun betur í slökum leik. Clive Allen skoraði fyrra mark Chelsea á 12. mín. með glæsilegu skoti hjá sfnum fyrri félögum og Denn- is Wise bætti síðara markinu við á 70. mín. eftir góðan undirbún- ing Allen. ■ Norwich þarf að fara að gæta sín á falldraugnum eftir tap á heimavelli gegn Oldham í léleg- um leik. Öll mörk leiksins komu eftir varnarmistök, Darren Beck- ford náði forystunni fyrir Norwich, en Rick Holden jafnaði með skalla fyrir hlé. Sigurmark Oldham gerði síðan Paul Bernard, en Bryan Gunn f marki Norwich hefði átt að verja skotið, en sló það þess í stað inní mark sitt. ■ Hörkufallbaráttuleik Sout- hampton og Sheffield Utd. lauk með heldur óvæntum sigri gest- anna 4:2. Matthew Le Tissier náði forystu fyrir Southampton strax í upphafi, en Mitch Warcl jafnaði og Mike Lake kom síðan Sheff. Utd. yfir. Richard Hall náði síðan að jafna 2:2 með miklu langskoti fyrir Southamp- ton, en gamla kempan Brian Marwood sem áður var hjá Arsenal kom inná sem varamað- ur hjá Sheff. Utd. og náði að nýju forystu fyrir lið sitt 3:2. Hann átti einnig þátt í síðasta marki leiksins og fjórða marki Sheffield liðsins er skot hans fór af Steve Wood varnarmanni Southampton í eigið mark. ■ Nottingham liðin Forest og County gerðu 1:1 jafntefli í leik sem Neil Warnock stjóri County hlýtur að vera stoltur af. Lið hans sem var vængbrotið vegna meiðsla var yfirspilað í fyrri hálfleik og Kingsley Black náði forystunni fyrir Forest með glæsilegu skoti. Leikmenn County rifu sig upp í síðari hálfleiknum og Richard Dryden skallaði inn jöfnunar- mark liðsins er 15 mín. voru liðn- ar af hálfleiknum. Eftir markið gaf lið County hinum frægu ná- grönnum sfnum ekkert eftir og voru nær sigri ef eitthvað var. Það er af Þorvaldi Örlygssyni að frétta að hann skoraði tvö mörk fyrir varalið Forest gegn varaliði Leeds Utd. fyrr í vikunni, en hann lék þá í stöðu miðherja. Ef til vill hefði Toddi getað afgreitt eitthvað af mörgum góðum fær- um Forest í fyrri hálfleik gegn County, það er aldrei að vita og hver veit nema hinn litríki stjóri Brian Clough fari að gefa honum tækifæri. ■ Crystal Palace og Manchester City gerðu 1:1 jafntefli, en leik- menn City fengu þó næg færi á að sigra auðveldlega. Þeir urðu þó að láta umdeilda vítaspyrnu í síð- ari hálfleik duga sem dæmd var á Eric Young miðvörð Palace fyrir að klifra uppá bak Niall Quinn í baráttu um skallabolta. Keith Curle skoraði úr vítinu fyrir City og jafnaði þar með mark Mark Chapman svaraði skömmumim með þrennu fyrir Leeds Utd. Leeds Utd. kom verulega á óvart í sunnudagsleiknum á Englandi og burstaði Iið ShefB- eld Wed. sem aðeins hafði tap- að einum heimaleik í vetur. Forvitni var nokkur fyrir leik- inn um það hvernig hið slæma tap Leeds Utd. gegn Man. Utd. í Deildabikarnum í vik- unni myndi virka á liðið, en það virtist engin áhrif hafa. Lee Chapman náði forystu fyr- ir Leeds utd. strax á 8. mín. og eftir að hafa misnotað nokkur góð færi bætti liðið öðru marki við á 33. mín. sem Tony Dorigo skoraði með glæsilegri auka- spyrnu. Þá kom besti kafli Sheff. Wed. í leiknum og eftir umdeilda vítaspyrnu sem John Lukic í marki Leeds Utd. varði í stöng barst boltinn aftur út til John Sheridan fyrrum leikmanns Leeds Utd. sem hafði tekið víta- spyrnuna og hann afgreiddi bolt- ann í netið. Chapman skoraði þó þriðja mark Leeds Utd. fyrir hlé og í þeim síðari fullkomnaði hann þrennu sína með fyrsta marki hálfleiksins. Chapman hafði verið skipt útaf í tapleiknum gegn Man. Utd. og Howard Wilkinson sem greini- lega var óánægður með hann þá hefur talað yfir honum með góð- um árangri. Þeir Mike Whitlow sem kom inná sem varamaður og Rodney Wallace með besta marki leiksins bættu síðan tveim mörkum við fyrir Leeds Utd. og fullkomnuðu glæsilegan 6:1 útisigur gegn hinu sterka Sheffield liði. Leeds Utd. fór því á topp deildarinnar að nýju og þrátt fyr- ir að liðið hafi leikið tveim leikj- um meira en Man. Utd. sýndi lið- ið í leiknum að það mun ekki gef- ast upp í baráttunni um meistara- titilinn fyrr en í fulla hnefana. ■ Gary Ablett varnarmaður frá Liverpool var seldur til Everton á sunnudaginn fyrir £750.000. Þ.L.A. Enski landsliðsmarkvörðurinn Chris Woods hjá Sheff. Wed. mátti hirða boltann sex sinnum úr marki sínu í leiknum gegn Leeds Utd. Hér slær hann þó boltann frá, aðþrengdur af Lee Chapman miðherja Leeds Utd. sem skor- aði þrennu. Bright sem hann skoraði fyrir Palace af stuttu færi í fyrri hálf- leik. Harður og grófur leikur. ■ Það varð einnig 1:1 jafntefli í leik Lundúnaliðanna West Ham og Wimbledon þar sem Lawrie Sanchez kom Wimbledon yfir og það mark virtist ætla að duga lið- inu til sigurs þó ósanngjarnt væri. En er aðeins 2 mín. voru til loka leiksins var dæmd vítaspyrna á Wimbledon fyrir brot á Ian Bishop í teignum, Julian Dicks tók spyrnuna, en Hans Segers markvörður Wimbledon varði glæsilega. Það kom þó ekki að notum því hann hélt ekki boltan- um og Tony Gale fylgdi fast eftir og jafnaði fyrir West Ham. 2. deild ■ Paul Hardyman, John Byrne, Peter Davenport og Don Good- man með þrjú tryggðu Sunder- Jand 6:2 sigur á Millwall. ■ Blackburn er efst, Mike New- ell tvö, David Speedie og sjálfs- mark Martin Scott gerðu 4:0 sig- ur á Bristol City. ■ Andy Ansah skoraði sigur- mark Southend gegn Derby. ■ Andy Payton tryggði Middles- brough sigur gegn Ipswich. Þ.L.A. Úrsht 1. deild Arsenal-Aston Villa 0:0 Chelsea-Tottenham 2:0 Coventry-Q.P.R. 2:2 Crystal Palace-Manchester City 1:1 Livcrpool-Luton 2:1 Manchester Utd.-Everton 1:0 Norwich-OIdham 1:2 Nottingham For.-Notts County 1:1 Southampton-Sheffield Utd. 2:4 West Ham-Wimbledon 1:1 Sheflield Wed.-Leeds Utd. 1:6 2. deild Blackburn-Bristol City 4:0 Brighton-Barnsley 3:1 Bristol Rovers-Tramnere 1:0 Charlton-Wolves frestað Grimshy-Oxford 1:0 Míddlesbrough-Ipswich 1:0 Plymouth-Leicester 2:2 Port Vale-Portsmouth 0:2 Soutliend-Derby 1:0 Sunderland-Millwall 6:2 Swindon-Cambridge 0:2 Watford-Ncvvcastlc 2:2 Úrslit í vikunni. 2. deild Charlton-Oxford 2:2 FA-bikarinn 3. umferð Crewe-Liverpool 0:4 Deildabikarinn fjórðungsúrslit Crystal Palace-Nottingham For. 1:1 Leeds Utd.-Manchester Utd. 1:3 Peterborough-Middlesbrough 0:0 Tottenham-Norwich 2:1 Á laugardag var síðan dregið til undanúrslita, en þá er leikið heima og að heiinan og dróg- ust liðin þannig saman. Crystal Palace/Nottingham For.- Tottenham Peterborugh/Middlesbrough- Mancheste Utd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.