Dagur


Dagur - 14.01.1992, Qupperneq 6

Dagur - 14.01.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 14. janúar 1992 Haukur í homi Fyrir löngum æviárum og mörg- um minnist ég smágreinar í „Tímanum“ með yfirskriftinni „Haukur í horni“. Þar dró Jón í Ystafelli líkinguna sígildu um haukinn - fálkann - á hendi kon- unga, veiðifálkann sem virðinga- menn þágu að gjöf. En umfram allt vitnaði hann til hjálparhellna þeirra og fyrirgreiðslu sem vissir menn í byggðarlaginu voru svo ríkulega búnir og í þessu tiltekna dæmi Haukur í Garðshorni í Köldukinn, granni hans, fágætur maður, hugmyndaríkur smiður og afkastaverkmaður. Það var ekki af fordild að málkennd manna og meining gaf slíkurn mönnum nafnið „haukur í horni“, þó þeir jafnvel ekki fengju það helgað í skírninni og þá ekki ætíð með stórum upp- hafsstaf og verið þá í snertingu við fyrirbærið Kinnarfell í Köldu- kinn, ef ekki tengdir því, og þurftu ekki endilega að vera karl- menn að gerð. „Kinnarfell, einstakt feli...“ „Kinnarfell, einstakt fell, 336 m yfir sjávarmál á vestari bakka Skjálfandafljóts", segir fslands- handbókin, rétt eins og laxveiði- maður hefði lagt það þar frá sér eins og tösku á bakkann á leið sinni til Skipapolls. Meðfram öllu Kinnarfelli að austan og þá austanmegin Skjálf- andafljóts liggur Þingey, nálægt 5,5 km löng og 1,5 km breið þar sem breiðust er. Allt er landið hér forvitnilegt og þrungið sögn- um og örnefnum sem búa yfir furðulegri, óskírðri fræðigrein: sögu lands og fólks, og verður því betur að þeim vikið sem búa þar í grennd. Engum þarf að ógna þó yfir- stöðumanni búfjár yrði yfirstöðu- stundin margbreytileg með klaka- brúna yfir Barnafossþrengslin rétt undir túnbrúninni að vestan, þar sem bærinn stóð skammt ofan við gilgljúfrin, en gaf stund- um krafstursjörð kindum og hlé handa rjúpu, en örnefnaþytinn um sumardaginn langan í eyru, og flugabjörg fálkans menguð ránfuglsgróminu gráa: Græn- hylur, Skipapollur, Ullarfoss, Skuldaþingsey, Þinghóll, Þing- völlur, Þingmannalág og Gálga- klettar, en nokkuð suður nteð fljótinu er „þrautavaðið" Sanda- brotavað yfir í eyjuna vestan frá. Þó margt kunni að blandast hug- myndum í skýringum þessara nafna liggur þó annað Ijósar fyrir. Skipapollur er aðeins fáum metrum ofar en Skjálfandaflói, og langan tíma hefir Skjálfanda- fljót haft til að fylla með fram- burði í Hólsfótinn og Staðar- bakkann og láglendið allt norður til sjávar, en „lengi tekur sjórinn við“, segja menn, en þó sækja flóð upp á tún og engi eftir breytilegu árferði. Skuldaþingsey gat sannarlega sótt nafngift sína til fleiri en einn- ar áttar, jafnvel kaupskipakomu til Skipapolls þegar fyrstu ástir íslendingasagna fæddust, þær sem Baldur Ófeigsson orti unt löngu seinna. En mörg gátu þó skuldaskil farið fram um þingtím- ann þegar jafnvel vatnsföll í vexti gátu tafið nienn frá að sækja til þings. Þá hefir máski fengið nafn sitt iSetberg þar efst austan í Fells- hlíðinni þar sem sögn segir menn hafa „setið“ og horft yfir þing- staðinn hvar þeir áttu máski mál sín í meðferð, en vítt sér yfir það- an og einnig til Skjálfandafljóts hvort hleypandi væri yfir í Þingey á Sandabrotavaði, þrautavaði suður með hlíðinni skammt norð- an við Fremstafell, sem er syðst- ur bæja við Fellið og ég á að þekkja til. Kinnarfellið lætur hvergi að sér kveða þarna sem lagt var á fljóts- bakkann með sinn fagra skóg utan um sig en nú aðeins á eina hlið. Þar er líka fornbýlið Unn- svalir, hálft í jörðu og gleymt en þó enn með seytlandi bæjarlæk- inn niður með vallargarði sem hvortveggja er meir en draum- sýn, og einnig Barnafell þar sem búið var en börnin fórust að leik sínum í fossgljúfrinu og ótrúlegt að bæjarnafnið breyttist úr „Mið- felli“ við slíkan atburð í „Barna- fell“, þar sem bóndi bjó löngum við skógarhögg, dómsvald og deilur og viðarkolabúbjörg og eilífseign, útbeitina þar sem: „Rjúpa ræður að lyngi, raun er létt um sinn, skýzt í skafrenningi skjótt í krafsturinn, “ sem kveðið var, en varðar svo miklu á aðventu að hún eigi helst skjól í maga manna. Þau komu að sunnan Hann kannaði ókunna stigu; hún var að koma heim vorið 1946. Ingólfur Lars Kristjánsson, fæddur 27. september 1921, Reykvíkingur og bílstjóri að nafnbót, og Kristbjörg Jónsdóttir kona hans, fædd 8. júní 1919 og var að koma heim með dóttur sína Ragnheiði Helgu, vöggu- barn frá því í janúar, trúlega bor- in í prjónaþríhyrnu fremur en handtösku á þeim tíma sem var. Svarthamar bar skarpt af við ávala Fellsins. Þar út og upp frá Ystafellsbænum í einkennalítilli vesturhlíð fellsins, en á móti bænum rís austurhlíð fjallsins hátt upp til brúna algróin en skorin þó af klettagili Gljúfurár með hvítfreyðandi fossum. Það var skammt komin sú umbylting í byggingum og rækt- un sem til stóð þó. Við sem vor- um ekki hátt komin að aldri en Athafnasv Ingólfs á Ystafelli. íbúðarhúsið er til vinstri og sést ekki á myndinni íþróttadeild Léttis Félagsfundur verður haldinn í Skeifunni fimmtudaginn 16. janúar kl. 20.30. Rætt um vetrarleikana og starfið í vetur. Inntaka nýrra félaga. Mætið vel og stundvíslega. Nefndin. Vím % Styrkur til Noregsfarar Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1992. Samkvæmt skipulagsskrá ertilgangur sjóðsins „að auðvelda íslendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum, og skipulegum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorrænum mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum." í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri dvalarkostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem upp- fylla framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakaneda og tilgang fararinnar. Auk þess skal tilgreina þá upphæð, sem farið er fram á. Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætisráðu- neytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1992. Forsætisráðuneytið, 10. janúar 1992. Ingólfur Kristjánsson og kona hans Kristbjörg Jónsdóttir. höfðum lifað vissa uppbirtu í þjóðlífi og dirfsku til verklegra framkvæmda en síðan gjörninga- veður af völdum tekjumissis og atvinnuleysis, síðan geigvænlega heimskreppu sem hingað náði og inn í afskekktar byggðir. „Nema hvað“, segir Ingólfur. Þau reistu sér allvæna timbur- skemmu rétt við vegartroðning- inn sem ekki hét Akureyri-Húsa- vík en var þó sá með engum veg- presti á kanti eða við útskot, en liggur um Ystafellshlaðið þar sem seinna reis Sambandsmerki kaupfélagsmanna. „Skúrinn“ sem kallaður var rúmaði vörubíl- inn og það sem knappast dugði til eldamennsku og fyrir hvíld svefns og drauma húsráðenda og handa gestum sem síst mátti vanta á slíkum stað. Hér er máski hafin byrjun á bók sem ekki verður skrifuð enda best geyrnd og ávöxtuð í verkum þessa fólks þar sem hún líka leyn- ir sér síst. Bráðum er hálf öld liðin frá því Ingólfur og Bibba báru Ragn- heiði litlu þar til bæjar sem pabbi hennar var ráðinn mjólkurbíl- stjóri - bílstjóri mjólkurinnar í Kinn. Við vissum máski ekki þá að þar væri á ferð í veglausu landnámslandinu svo óvenjulegt fólk sem reyndist og við kæmum til að bera sem við barm okkar eftir kynninguna þó byðum sífellt fram ónærgætnina til eigin hags. Við kenndunt þess ekki mjög að bílstjórinn styngi við í spori við snjómokstur í ófærð, sem máski stafaði frá áföllum æskudaga, sem við létum ekki á okkur bíta. Síst grunaði okkur að þetta heimili þessara hjóna og barnanna yrði svo þjóðfrægt að verða kynni til leiðinda að sagðar yrðu sögur af svo margir sem kynnu þær. Þó skáldmæringar segðu af sér margkunn fræðin þrásögð og lesa má af fimm hundruð titla bókum sem hlaðast um menn á aðvent- unni 1991 þegar áróðursmenn gervibúnaðar menningar láta mest í sér heyra meðan hand- verksmenn standa ellegar liggja í aðgerðum er gott samt að vera lifandi í snertingu við eina slíka sögu og mega vekja athygli á. Það var minningardags matar- veisla að Landamóti í Kinn 27. september síðasta því Ingólfur Kristjánsson varð sjötíu ára þann dag. Þau hjón höfðu síst verið horn- rekur en þó við horn kennd og nokkur landþrengsli í hinni ann- ars grasauðugu Kinn, og þá keypt sér hæglætisjörðina Landamót til grasauka handa gripum sínum þar sem vegir skerast vildisjarða, prestseturs og Landnáms. Nú rekur húsfreyja Ingólfs þar gesta- móttöku í takt við tíma og tíðar- anda en léði þó til þessa fjöl- skylduboðs um kvöldið, enda þurfti ekki á Lissýjarsöngæfingu þann daginn, því þar er hún nátt- úrlega í menntakvótanum sem henni er úthlutað úr. Það var hljóðlátur þyturinn frá rafstöðinni á Landamóti sept- emberkvöldið góða þar sem hún hefir malað heimilinu Ijósgullið frá Bjarna á Hólmi síðan 1929 að hann byggði hana með þó þeim úrtölum að Ingólfur endurfægði nostursbúna vatnshjólið svo það mætti vinna sitt verk. Þar draga menn úr aksturshraða Ef einhver sem þeytist um veginn langs meðfram Kinnarfelli eftir þjóðvegi og framhjá Ystafelli þar sem áður reis timburskúr handa vöggubarni og vörubíl uppi við brekkuna en nokkru síðar ntarg- ar byggingar eins og í bendu neð- ar í nokkrum þrengslum, sér þar óteljandi bíla hinna ólíkustu gerða. Mætti halda að yfir stæði afmælisveisla ellegar húskveðja eftir látinn mann eða máski hér- aðshátíð vélfræðinga hinna ýmsu umboða bíla, flugvéla og ef til vill geimferja, en sá fer villur vegar því þetta er aðeins heimilissafn húsbóndans. „Nema hvað,“ segir Ingólfur enn. Hvað hér heitir að málvenju manna Ingólfsfell. Hér vita fáir tölu tækja því margt er innan húsa síðan lokað var dyrurn að útdreginni kind eða kú sem húsfreyjan átti síðan skráð var í „Búkollu Búnaðar- sambandsins": „Býlið er ætlað iðnaðarmanni með styrk af land- búnaði. Afmarkað ræktarland, en beitarréttur að auki. Býlishafi hefur viðgerðir bíla og búvéla að aðalatvinnu". (Skráð svo 1963). Húsfreyjan tók það í fullri alvöru að hér skyldi lifað með styrk af landbúnaði því þrátt fyrir elju Ingólfs og snillingshendur og ólíklegar endurnýjanir á nær ónýtum tækjum þá var hann stundum lítill verðlagningarmað- ur að unnu dagsverki sínu. En þessi „styrkur af landbúnaði“ sem húsmóðirin byggði grunninn að var svo traustur þar sem börn- in þeirra sjö uxu upp til fullorð- insára að eitt þeirra rekur nú stærsta sauðfjárbúið í Köldukinn á nýbýlinu gamla í Ystafellslandi þar sem heitir Hlíð og Ólafur bóndi á og þar með hlíðina fögru með. Gljúfurárfossunum sem knýja heimilisrafstöðina. En ef vikið er nánar að heimilis- safni húsbóndans sem ekki er greint frá í tölum en ólíklegust- um tegundum bíla, vörubíl frá 1929, snjóbíl síðan 1937 og næst bæjardyrum sem í biðstöðu skrið- drekinn sem smíðaður var í Kanada árið 1940 handa Eng- lendingum að verja ísland, halda ntenn, alltaf viðbúinn eins og skáti og enn gangfær. Óskýrt er hvernig vélvirkinn gengur að skrúfu, ró, gormi, reim og hverju sem nefna má, eins og franiliðinn vísaði til í gegnum miðil ellegar Kaupfélagslagermaður væri hér frá millistríðsárum þegar fátt þurfti að muna. Sá er vinur sem í raun reynist. Gott er að eiga þau enn þá að og vita blágresið sent rjóðar brekk- una ótrúlega snemma þegar vel vorar. Með jólakveðjum og nýársósk- um. 10. des. 1991 Jón Jónsson, Fremstafelli.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.