Dagur - 14.01.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 14.01.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriöjudagur 14. janúar 1992 MlNNING lögreglan, sem átti að reyna að handtaka mig, en afi var einhverskonar gæslumaður sem fylgdist með mér og lét Ingunni vita hvenær hún ætti að grípa inní. Við skemmtum okkur kon- unglega og hlógum mikið. Oft sagði afi okkur sögur. Ein var um það þegar hann hitti álfa- drottninguna og dísirnar hennar og þær slógust um að dansa við hann því Deddi litli (eins og hann var kallaður á yngri árum) var svo myndarlegur. Við systurnar hlustuðum á söguna hans af athygli og héldum lengi vel að hún væri sönn. Svona var afi gamansamur. Það er svo ótrúlegt að við eig- um aldrei eftir að sjá afa sitjandi í djúpa stólnum sínum í suður- stofunni. Hann var alltaf svo glaður og ræðinn og átti oft eitthvað gott til að bjóða krökkum. Eftir að litla systir mín fæddist var hún augasteinninn hans afa. Hún sat oft í fangi hans og hann söng fyrir hana. Afi var svo mikill söngmaður. Eftir að heilsan fór að gefa sig var afi samt áfram ótrúlega hress. Rétt fyrir jólin var hann mikið veikur en náði sér það mikið að hann gat verið hjá okkur heima á Lómatjörn um áramótin. Núna finnst mér að það hafi verið mik- ils virði bæði fyrir hann og okkur. En dagarnir heima voru ekki margir því að 4. janúar fór hann aftur á sjúkrahúsið. Daginn eftir heimsóttum við hann á leið okkar suður og var hann þá mjög hress og ánægður með sjálfan sig og sagðist fara á Kristnes daginn eftir. Af því að afi var svo frísk- legur sagði ég við hann þegar ég kvaddi: „Góða skemmtun á Kristnesi". Það var það síðasta sem ég sagði við afa. Daginn eftir fór hann ekki á Kristnes heldur aðra ferð. Ég veit að þar hefur verið tekið vel á móti honum. Ég þakka afa fyrir samveruna. Anna Valdís. Nú er afi á Lómatjörn dáinn. Það er gott að vita til þess að afi hélt andlegri heilsu alveg fram á síð- ustu stundu. Þótt að líkaminn hafi á margan hátt verið farinn að gefa sig, þá virtist hugurinn alltaf vera jafn heilbrigður og ákveðinn í að yfirstíga veikindin. Já, það verður tómlegt að sjá afa ekki lengur í gula stólnum sínum, blístrandi eða raulandi lagbút. Afi vildi alltaf fylgjast með og var maður vart kominn með fót- inn inn fyrir þröskuldinn þegar hann fór að spyrja frétta. Þá rigndi líka oft yfir mann spurn- ingum úr íslensku, landafræði, ensku og fleiru, sem reyndust oft þrautinni þyngri. Fannst afa við menntafólkið mega vera betur að okkur í ýmsu, og var það örugg- lega rétt hjá honum. Honum tókst alla vega margoft að reka mig á gat, þó að mér tækist það aldrei með hann. Afi vildi alltaf taka þátt í öllu sem var að gerast í kringum hann. Við vorum yfirleitt varla byrjuð að hirða af túnunum, þeg- ar græna Ladan sást bruna á milli bagganna, svo rétt á eftir skaust hvíti kollurinn í hlöðugatið og spurði um gang mála. Svona var afi atveg fram á síðstu stundu, hann lifði sig inn í og tók þátt í sveitastörfunum með okkur. Ég held að afi hafi átt alveg jafn mikla samleið ijieð unga fólkinu og þeim sem eldri eru. Það var allavega alveg sama hverjir komu til hans, alltaf fann hann eitthvað til að ræða og gat komið manni til að hlæja með sínum sérstaka hlátri. í gegnum árin sem ég hef verið með afa á Lómatjörn, þá hef ég aldrei séð hann geðvondan, reið- an eða í fýlu, hann kynntist því líklega aldrei hvað fýla er. Mér fannst hann alltaf vera í góðu skapi og hreint ótrúlega lífsglað- ur. Afi var einstakur, og það verð- ur mikið sem vantar á Lómatjörn núna þegar að hann er farinn. Ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að vera með honum og kynnast honum. Þótt ég eigi erfitt með að átta mig á hvað tekur við eftir þetta líf, þá veit ég það að afi er í góð- um höndum. Eitt er víst að minningin um afa á „Lómó“, lífs- glaðan og nægjusaman, lifir alltaf í brjósti mínu. Bára Eyfjörð Heimisdóttir. Kveðja frá íþróttafélaginu Magna. Eins áhorfenda verður saknað á heimaleikjum Magna í sumar. Sverrir á Lómatjörn er farinn þangað sem menn geta hlaupið óhaltir með boltann á tánum dag- inn út og inn ef þeim býður svo við að horfa. Fótboltabakteríuna fékk Sverrir strax á barnsaldri þegar hann fylgdist með Magnamönn- um við æfingar á Litlafleti á fyrstu árum félagsins. Fljótlega fór hann þó að blanda sér í leik- inn og sparka sjálfur. Knattspyrnulið Magna varð á þeim árum með þeim allra sterk- ustu á Norðurlandi. Það gat ef sá gállinn var á því burstað bæði KA og Þór, fengið Knattspyrnu- verðlaun fjórðungsins og Norðurlandsmeistaratitil. Einn af máttarstólpum liðsins var tví- mælalaust Sverrir á Lómatjörn. Hann spilaði á miðjunni, var mið- framvörður eins og það hét þá. Sú staða hentaði honum ákaflega vel. Þar gat hann verið bæði í vörn og sókn og á fullri ferð leik- inn út. Og það hentaði öðrum liðsmönnum ekkert síður að hafa Sverri í þessari stöðu. Hann var fljótur, lipur með boltann og dugnaðurinn var ódrepandi. Þótt Sverrir væri auðvitað löngu hættur að spila knattspyrnu dvínaði áhugi hans á henni samt hvergi. Fótboltabakteríuna losna menn ekki við hafi menn einu sinni tekið hana. Sóttin elnar frekar en hitt. Svo framarlega sem heilsa og aðstæður leyfðu þá mætti Sverrir á völlinn á hvern einasta heimaleik Magna. Og hann fylgdist grannt með gengi liðsins í útileikjum. Gladdist í velgengni og hvatti til dáða ef miður gekk. Oftar en ekki með góðlátlegum hláturskelli og smá- sögu frá „gullaldarárunum". Áhugi Sverris á fótboltaleikn- um var ekki sprottinn af einu saman gamninu við að sparka bolta. Hann hafði brennandi áhuga á fólki, ungu og öldnu og öllum gerðum þess. Hann vildi að menn tækjust á við hvert verk- efni með það að markmiði að berjast til sigurs og naut þess sjálfur. Eltingarleikurinn við knöttinn féll vel að þessum hugs- unarhætti. Þeir sem börðust til sigurs í hverjum knattspyrnuleik voru líklegir til að gera það líka í lífsbaráttunni. Þeir voru menn að hans skapi. Það sem einkenndi persónu Sverris Guðmundssonar var hversu hann var alla tíð hress og jákvæður. Hann hallmælti ekki mönnum heldur reyndi að finna það jákvæða í fari þeirra. Hann heyrðist aldrei kvarta þótt fötlun hans í áratugi væri honum þung og erfið. Bölmóður eins og nú virðist þjaka fólk, einkum ráða- menn, komst ekki fyrir í hans hugskoti. Baráttuviljinn tók allt plássið. Við slíka menn er gott að hafa fengið að eiga samfylgd. Við þökkum fyrir. Björn Ingólfsson. Síðasta laugardag var hann jarð- settur að Laufási - borinn til þeirrar moldar sem ól hann af sér og hann vissi að hann hyrfi aftur til. Ævi sumra getur verið ein heild samræmis og samlögunar við þann part tilverunnar sem næstur þeim er. Hann var fæddur á Lómatjörn og átti þar heima til dauða, hvarf aldrei frá þeim stað nema í nokkra mánuði í einu örfáum sinnum til menntunar eða lækninga. Hann var meðal yngri barna stórs hóps á einu þessara óbrotgjörnu heimila íslenskra þar sem hver maður var gerður svo, að hvað mest gæti mætt á, án þess að kikna, en átt afgangs mátt að vera hjálp og fyrirmynd öðrum. 'Lífsgæfan verður ekki metin eftir fjölda áfalla né hve mörg hnoss mönnum hlotnast um ævina. Honum veittist hvort- tveggja. Hann var þess umkom- inn að njóta þess góða og standa af sér áföllin og vera um leið öðr- um styrkur. Tæpa átta tugi ára naut Grýtubakkahreppur nærveru hans, og lengi forystu hans um stjórn og atvinnumál. Hvað mér viðvíkur sjálfum er hann sá sem hefur einna lengst allra staðið skammt undan og verið fyrir- mynd ungum manni um hvert sé gildi mannlegrar tilveru, hver sé uppruni hans og ætt, lagt til þó nokkurn skerf sjálfsmyndar manns. Spyrji ég: „Hver er ég?“ er spurt á móti: „Af hverjum ertu kominn? Hvernig var ætt þín? Líttu til helstu máttarstólpa hennar.“ Tvo áratugi hafði ég hann fyrir augum flesta daga. Viðmótið var alltaf sams konar: glaðbeitt hlýjan, uppörvun hins reynda, blanda leiftrandi spaugs og alvar- legrar umræðu. Mér varð að orði við hann fyrir skömmu, að ég hefði aldrei séð hann skipta skapi öll þessi ár. Það er ótrúlegt í öllu því annríki sem ég varð vitni að eða bar gæfu tii að taka þátt í með honum. Við höfum misst ákafan tals- mann landsbyggðarinnar, óþreyt- andi magnara þjóðmálaumræðu, unnanda og arfbera þjóðlegra mennta. Hann var jafnt heima- kær og heimsmaður, leit til ann- arra þjóða, réði til sín útlenda menn eða umgekkst þá og lagði sig eftir að tala tungur þeirra. Hann bar í sér sögu og mál Austurskagans á milli Eyjafjarð- ar og Skjálfanda, sem ól af sér stórvirki sagna á borð við Virka daga og listaverkið í verum. Hann miðlaði sögu þessa lands- svæðis til kynslóðanna á eftir. Hann átti í einu rætur í nítjándu öldinni og tók manna virkastan þátt í að búa í haginn fyrir tuttug- ustu og fyrstu öldina, sem hann bar þó ofurlítinn kvíðboga fyrir. Upprunninn yst af þessu svæði, þar sem er nú „ein huldufólks- byggð yfirskyggð ókleifum fjöllum." Fæddur þó fjær úthaf- inu, þar sem er mildara. í einu umbótamaður og njótandi þessa gjöfula lands. Lyngið í Millingabrekkunni og framan í Hrísahjöllum liggur með jörðu, bælt af fönn, en bíður þess að rétta sig við eftir Ieysingu komandi vors. Efst yfir Lóma- tjörn ber Skessuhryggur Blá- mannshattinn hallan. Egill Egilsson. Þrettándi dagur jóla. Jólaljósin og sú birta sem þeim fylgir og lýs- ir á svo fallegan hátt upp skamm- degið, slokkna um leið og jólin kveðja. Þennan sama dag kvaddi afi minn, Sverrir Guðmundsson á Lómatjörn. Minnist ég þá orða sem einn sveitungi okkar sagði: „Þó Sverrir á Lómatjörn kveðji lifir hann samt.“ Þegar ég sit og hugsa hvað eigi að segja um afa þá koma upp orð eins og jákvæðni, léttleiki, skapgerð, hlátur, blístur og söngur. Ég man aldrei eftir hon- um öðruvísi en blístrandi með staf. Ég sá hann aldrei eldast. Hann var alltaf andlega hress, kvartaði ekki, var nægjusamur, lífsglaður og hallmælti aldrei neinum. Þó líkaminn væri farinn að gefa sig og hvað virtist reka ann- að síðustu mánuðina, þá trúði hann því fram á síðustu stundu að hann næði sér upp úr þessu. Hann leitaði skýringa á því sem var að, trúði á læknana og það sem þeir voru að gera, en vissi þó sjálfur hvað honum var fyrir bestu. Eitt sinn var eitt súkkulaði- hólf svefnmeðalið hans, eitt staup læknaði magaverkinn og hann minnkaði töfluskammtinn upp á sitt einsdæmi. Það var eitt sem var honum sérlega mikilvægt og hann spurði oft um upp á síð- kastið; það var hvort hann væri nokkuð farinn að rugla. Afi var maður sem vildi fræð- ast og fræða og tók oft tíma í að kanna íslensku-, landafræði- og íslandssögukunnáttu okkar. Hann las mikið og nú í seinni tíð sat hann í stólnum sínum með hrúgu af blöðum í kringum sig, tók ástfóstri við ákveðnar greinar og skoðaði þær ofan í kjölinn. Pólitík og þjóðfélagsmál voru alltaf ofarlega í huga hans. Þegar hann hringdi í mig ræddi hann gjarnan það sem efst var á baugi í það skiptið. Eitt sinn held ég að honum hafi alveg blöskrað fá- fræði inín. Hann ráðlagði mér að skunda út í búð og kaupa ákveðna bók, sem hann myndi svo hlýða mér yfir í næsta fríi. Afi var frakkur og ófeiminn og mér er minnisstætt er ég heim- sótti hann á sjúkrahúsið í sumar. í miðjum heimsóknartíma reis hann upp og sagðist þurfa að skreppa fram, tók hækjuna sína og haltraði blístrandi á nærklæð- unum út af stofunni. Hann kvaðst ekki þurfa slopp, hann hefði aldrei verið feiminn. Afi taldi fáa betri bílstjóra en sig; sagðist batna með aldrinum. Ef maður sá Lödu nálgast og rétt skína í hvítan koll undir stýri, þá var það víst að þar fór afi. Það var þó núna síðasta árið að hann lét okkur keyra ef hann þurfti að fara lengri vegalengdir. Hann byrjaði þá gjarnan á því að kenna mér á gripinn. Sett skyldi á fullt Tímaritið Þroskahjálp, 4. tölu- blað 1991, er komið út. Útgef- andi er Landssamtökin Þroska- hjálp. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „I þessu tölublaði eru auk hefðbundinna fréttapunkta frá samtökunum einnig fréttir frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. í tilefni af fimmtán ára afmæli Landssamtakanna Þroska- hjálpar er viðtal við Jón Sævar Alfonsson sem setið hefur í stjórn allan þann tíma og einnig eru hugleiðingar frá Ástu B. Þor- steinsdóttur formanni samtak- anna að afloknu afmælislands- þingi. Dóra S. Bjarnason, lektor við Kennaraháskóla íslands, rekur fyrirlestur dr. Lou Brown, „Allir- geta starfað á vinnumarkaðn- um“, á fræðandi hátt. Ánægju- legar fréttir berast norðan heiða innsog og það ekki tekið af fyrr en komið var suður á Grundar- skriðu. Ef leiðin lá til Akureyrar þá hlýddi hann mér gjarnan yfir bæjarheitin á leiðinni og söng eða blístraði. Hann var líka aðeins grobbinn og sagði sögur af sjálf- um sér, það var allt í lagi því hann hafði efni á því. Afi ákvað að læra ensku, varð sér út um enska vasaorðabók og byrjaði á byrjuninni. Svo spurði hann gjarnan: „Jæja, Jórlaug mín, hvað þýðir þetta ákveðna orð?“ Ef ég stóð á gati þá hló hann, sagði mér þýðinguna, en jafnframt að fletta upp á blaðsíðu 62 og athuga hvort það væri ekki örugglega rétt hjá sér. Hann not- aði svo tækifærið þegar ég dvaldi í Bretlandi og skrifaði mér á ensku. Afi sagðist lítið kunna í þýsku annað en „Lorelei“ og er ég var í Þýskalandi sagðist hann nú ekki geta skrifað á þýsku en byrjaði þó bréfin „mein liebes Mádchen“ og endaði „dein GroBvater". Hann hafði gaman af að hitta fólk og á ferðum sínum tók hann alltaf upp í puttalinga. Hann kvaðst tala við þá á ensku eða skandinavísku. Ef þetta voru Þjóðverjar þá sagðist hann fara með „Lorelei", þá yrði fólkið yfir sig hrifið og héldi hann altalandi í þýsku. Eitt var einkennandi fyrif afa: Þegar hann talaði í síma þá náð- ist yfirleitt ekki að kveðja hann. Hann hafði nefnilega vísifingur ævinlega á takkanum sem slítur sambandið og þegar honum fannst nóg komið sagði hann jæja, kvaddi og svo kom sónn. Hann sagði þetta sparnaðarráð- stöfun, skrefatalning héldi áfram og það væri víst ástæðulaust að borga eftir að fólk væri hætt að tala saman... Afi átti heima á Lómatjörn og gat aldrei hugsað sér að fara þaðan. í mínum huga er því Lómatjörn og afi eitthvað sem fer saman. Það verður því skrýtið að koma heim og enginn afi verð- ur til að heimsækja. Guli stóllinn hans er þar, hnakkafarið hans er máð á strigann á veggnum. Hann situr þar í hásæti og heldur áfram að fylgjast með. Með þessum orðum vil ég kveðja hann afa minn. Ég er sannfærð um að þótt þúsund afar eigi eftir að búa á Lómatjörn þá verður aldrei til nema einn afi á „Lómó“. Jórlaug Guðrún Heimisdóttir. en þar er verið að leggja niður einu sólarhringsstofnun Norður- lands, vistheimilið Sólborg. Sig- rún Sveinbjörnsdóttir sálfræðing- ur og forstöðumaður heimilisins skýrir frá aðdraganda og upphafi þessara framkvæmda í grein sinni „Eigið heimili - spor í rétta átt“. Athyglisvert viðtal er við deild- arfóstrur á dagheimilinu Fálka- borg en þar er verið að blanda saman heyrandi og heyrnarlaus- um börnum og lofar byrjunin góðu. Þar verður að vanda til blöndunar sem og annars staðar ef ekki á illa að fara. Fleira skemmtilegt efni er í blaðinu sem er 32 blaðsíður auk kápu.“ Tímaritið Þroskahjálp kemur út fjórum sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og fæst í lausa- sölu í bókabúðum, á blaðsölu- stöðum og á skrifstofu samtak- anna að Suðurlandsbraut 22. Áskriftarsímir.n er 91-679390. Tímaritið Þroska- hjálp komið út

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.