Dagur - 18.01.1992, Síða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 18. janúar 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
UMSJÓNARMAUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARS-
SON (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Atvinnuleysisvofan
tvíeflist
Atvinnuástand hér á landi
versnaði jafnt og þétt allt síð-
asta ár. Síðasta mánuð ársins
fjölgaði atvinnulausum um
hvorki meira né minna en eitt
þúsund, eða um rúmlega 30
manns á dag að jafnaði. í lok
mánaðarins voru 4.300 manns
á atvinnuleysisskrá. Þetta er
mesta atvinnuleysi í desember-
mánuði sem mælst hefur frá
því skráning atvinnuleysis-
daga hófst árið 1975 og jafn-
gildir því að 2,4% af áætluðum
mannafla á vinnumarkaði hafi
verið atvinnulaus.
Atvinnuástandið í desember
síðastliðnum var misgott, eða
-slæmt, eftir landshlutum.
Skást var það á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem atvinnuleysi
mældist 1,2% en verst á
Norðurlandi eystra og Austur-
landi þar sem 5,2% vinnufærra
manna voru án atvinnu. Á
Norðurlandi vestra mældist
atvinnuleysi í desembermán-
uði 4,2%. Þetta eru ógnvæn-
legar tölur og sýna svo ekki
verður um villst að atvinnu-
leysisvofan hefur sótt mjög í
sig veðrið síðustu mánuði.
Ofangreindar tölur eru mun
hærri en við íslendingar eigum
að venjast. Við höfum búið við
meira atvinnuöryggi en flestar
aðrar þjóðir um ríflega tuttugu
ára skeið. Margt bendir til þess
að ákveðin breyting sé að eiga
sér stað til hins verra. Það að
hafa atvinnu hefur talist sjálf-
sagður hlutur hér á landi á
sama tíma og tugþúsundir
ungmenna í nágrannalöndun-
um þekkja fasta atvinnu ekki
nema af afspurn. Á það hefur
reyndar verið bent að atvinnu-
leysi hér á landi sé ef til vill
dulið að hluta, vegna þess hve
hátt hlutfall íslenskra ung-
menna stundar langskólanám
og kemur þar af leiðandi seint
út á vinnumarkaðinn. Sú stað-
reynd skýrir þó ekki gott
atvinnuástand hér á landi síð-
ustu árin nema að hluta. Hitt
vegur þyngra að stjórnvöld
hafa til þessa lagt mikla
áherslu á að halda atvinnu-
leysi í lágmarki og gripið til
ýmissa aðgerða atvinnulífinu
til stuðnings þegar illa árar.
Vafalaust hafa stjórnvöld
stundum gengið of langt í
þessari viðleitni sinni. Því
verður samt ekki neitað að oft
hefur stuðningur ríkisvaldsins
við einstakar atvinnugreinar
fleytt þeim yfir erfiðan hjalla
og afstýrt fjöldaatvinnuleysi.
Stjórnvöld hafa nú boðað að
tími ríkisafskipta af atvinnulíf-
inu sé liðinn. Þar með hillir
undir nýtt tímabil í atvinnu-
sögu þjóðarinnar. Eftirleiðis
verður hver að sjá um sig
sjálfur. Fyrirtækin verða að
standa af sér sveiflur í afla-
brögðum, kvóta, hagvexti og
öðru, án aðstoðar hins opin-
bera. Á sama tíma boða stjórn-
völd gífurlegan niðurskurð í
ríkisrekstri, sem m.a. munhafa
í för með sér fækkun starfa hjá
ríki og sveitarfélögum. Ef að
líkum lætur mun atvinnuleysi á
yfirstandandi ári því aukast til
muna frá því sem nú er.
Því miður bendir allt til þess
að núgildandi íslandsmet í
atvinnuleysi verði slegið á
árinu. Svo virðist sem íslenska
þjóðin verði að sætta sig við þá
staðreynd að atvinnuleysisvof-
an hefur tvíeflst og er komin til
að vera. BB.
ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ
Stefón Sæmundsson
Ærandi hávaði frá hóstandi hreyflumim
yfirgnæfði skelfingaróp farþeganna
Ég hef lengi verið undrandi á því hvað fjörgömlu
Fokkerarnir, sem hafa verið á stöðugum þeytingi yfir
Islandi allt frá árinu 1964, eru í rauninni seigir, en
óneitanlega líður mér betur að vita að á þessu ári
munu nýjar og fullkomnar vélar leysa skrapatólin af
hólmi. Ég er alltaf jafn forviða þegar ég er lentur heill
á húfi eftir að hafa skekist til og frá í skröltandi flug-
vél milli Akureyrar og Reykjavíkur því það er ekki
nóg með að vélarnar taki hroðalegar dýfur með við-
eigandi óhljóðum heldur virðast flugmennirnir ana út
í hvaða veður sem er. Skiptir þá ekki máli hvort hlið-
arvindur á flugvellinum sé 12 vindstig eða glórulaus
stórhríð geisi, alltaf er farið í loftið.
Nú er ég ekki að saka flugmenn um fífldirfsku,
aðeins að benda á ótrúlega seiglu gömlu Fokker F-27
Friendship vélanna sem virðast þola hvað sem er.
Ósjálfbjarga manneskjur lágu eins og
hráviði um allan völl
Eitt tilvik er mér öðrum minnisstæðara. Þá var svo
hvasst á flugvellinum í Reykjavík að farþegarnir
komust varla hjálparlaust út í vélina. Grannvaxnar
konur og börn hreinlega fuku út í veður og vind og
við karlmennirnir áttum fullt í fangi með að smala
saman ósjálfbjarga manneskjunum sem lágu eins og
hráviði um allan völl og koma þeim um borð. Ófáir
týndu handfarangri og fatnaði í þessum Iátum en fólk
slapp án teljandi meiðsla. Þó skrámaðist karlmaður á
sjötugsaldri nokkuð í andliti þegar eitthvað lauslegt
fauk af vélinni og straukst við höfuð hans.
Fokkerinn lék á reiðiskjálfi meðan við biðum eftir
flugtaki. Börn hljóðuðu og skjálfraddaðar mæður
reyndu að hugga þau. Karlpeningurinn sat frosinn
með samanbitnar varir. Sjálfur beið ég eftir þeirri
sjálfsögðu tilkynningu að flugi númer eitthvað til
Ákureyrar væri frestað vegna ofsaveðurs en sú til-
kynning kom aldrei. Skyndilega nötraði málmhrúg-
aldið og ærandi hávaði frá hóstandi hreyflunum yfir-
gnæfði skelfingaróp farþega og eftir að vélin hafði
sikksakkað eftir flugbrautinni á ofsahraða skreiddist
hún á loft með stunum og dynkjum.
Vélin liðaðist að mestu í sundur
Því miður misstu allmargir farþegar af hlýlegum orð-
um flugstjórans, því þeir lágu í öngviti, en við sem
vorum með hýrri há greindum ótta í varfærnum ráð-
leggingum hans um ókyrrð í lofti og nauðsyn þess að
sitja með beltin spennt. Ekki minnkaði hnúturinn í
Manni verður óneitanlega rórra þegar nýjar og fullkomnar
vélar leysa gömlu skrapatólin af hólmi.
maganum við þetta en skemmst er frá því að segja að
þrátt fyrir ægilegar dýfur, titring, brak og bresti, að
ógleymdum brjálæðislegum loftfimleikum yfir Eyja-
firði, þá lenti Fokkerinn eins og ekkert hefði í skorist
og sá vart á vélinni. Reyndar hafði málningin flagnað
af á stórum hluta, ljósabúnaður horfið á leiðinni, rúð-
ur sprungið, skrúfublöð skekkst, skrokkurinn dæld-
ast lítillega, gat komið á nefhjólið og fleira smávægi-
legt farið úr skorðum. En meðan hreyflarnir ganga og
hjólin fara niður er allt í lagi með þessa gömlu jálka.
Ég veit að margir eiga svipaðar minningar frá flugi
með Fokkerunum en ferðir mínar með þessum grip-
um hafa þó allar verið hátíð miðað við þá sem ég fór
með Douglas DC-6 einhvern tfma á sjöunda áratugn-
um. Ég var barnungur en man þó vel eftir því að eld-
ur varð laus í hreyfli vélarinnar í flugtaki og hurðin
fyrir útganginum dinglaði allan tímann á leiðinni til
Reykjavíkur, auk þess sem vélin liðaðist að mestu í
sundur og var að ég held ekki notuð eftir þetta.
Ekki hægt aö stoppa á leiðinni og gera við
Tilhugsunin um nýjar Fokker F-50 vélar, hljóðlátar,
þægilegar, sparneytnar, öruggar, rúmgóðar, fallegar
og skemmtilegar er óneitanlega góð. Líkurnar á því
að þessar nýju vélar bili í loftinu hljóta að vera hverf-
andi, en ég hef alltaf verið hræddur um að eitthvað
slíkt henti gömlu dósirnar. Skiljanlega er ekki hægt
að stoppa á leiðinni til að gera við vélina eins og mað-
ur gerir þegar Ladan er að stríða manni. Þess vegna
hlustar maður stjarfur á öskur hreyflanna alla leiðina
og kippist við þegar snúningurinn minnkar eða tor-
kennilegir smellir heyrast.
Já, maður ætti að geta sofið rótt í 900 milljóna
króna farkostunum og látið sig dreyma um frið í
heiminum, jöfnuð og réttlæti, frelsi og fögnuð öllum
til handa. Það er að segja ef maður kemur til með að
hafa efni á því að fljúga með þessum glæsivélum, en
það er svo annar handleggur sem ekki er á dagskrá í
þessum jákvæða, uppbyggilega og mannbætandi
pistli.