Dagur - 06.02.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 6. febrúar 1992
Fréttir
Dagmæður á Akureyri:
Breyting á gjaldskrá kallar á viðbrögð
- Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar boðaði viðskiptavini dagmæðra til fundar
eftir að dagmæður ákváðu að taka upp gjaldskrá reykvískra dagmæðra
Nokkrar umræður hafa spunn-
ist meðal foreldra og starfs-
manna Félagsmálastofnunar
Akureyrarbæjar vegna breyt-
inga sem dagmæður á Akur-
eyri hafa tilkynnt á gjaldskrá
sinni. Af því tilefni var haldinn
fundur á mánudaginn þar sem
„viðskiptavinir dagmæðra
ræddu sín hagsmunamál í
fyrsta sinn,“ eins og Jón
Björnsson félagsmálastjóri
komst að orði.
Nýja gjaldskráin tók gildi um
síðustu mánaðamót en hún er að
heita má óbreytt gjaldskrá dag-
mæðra í Reykjavík. Að sögn
dagmæðra er tilgangurinn með
breytingunni sá að samræma
gjaldskrárnar og er það gert í
ljósi þess að dagmæður hyggja á
stofnun landssambands.
Veruleg breyting er á uppbygg-
ingu gjaldskrárinnar. í fyrsta lagi
er börnunum nú skipt upp í þrjá
aldursflokka í stað tveggja áður.
Nú er þeim skipt við átta mánaða
aldurinn og tveggja ára en áður
voru tveir flokkar, yngri og eldri
en eins árs. í öðru lagi breytist
fæðisgjaldið. Fullt fæði fyrir eins
árs og eldri var 8.147 kr. á mán-
uði en nú er fullt fæði fyrir 8 mán-
aða til tveggja ára 3.748 kr. á
mánuði og fyrir eldri en tveggja
ára 7.568 kr.
Á móti kemur svo nokkur
hækkun á kaupi. Samkvæmt
útreikningum Dagvistardeildar
Akureyrarbæjar er hækkun tíma-
kaups frá 15-21% fyrir dagmæður
með börn eldri en tveggja ára en
23-27% fyrir þær sem eru með
yngri börn. Þá hækkar yfirvinnu-
kaup töluvert en þar vegur á móti
að dagvinnan er nú frá kl. 8-18 en
var frá kl. 8-17.
Dagvistardeildin hefur reiknað
út þær breytingar sem verða á
heildargreiðslum til dagmæðra
við gjaldskrárbreytinguna. Sam-
kvæmt þeim tölum hækka
greiðslur fyrir barn í fjögurra
tíma gæslu um 20-23%, sé barnið
yngra en tveggja ára, en um 13-
17%, sé barnið eldra. Fyrir barn,
eldra en tveggja ára, sem er í átta
tíma vistun hækkar gjaldið um 9-
12%. Minnsta hækkunin er fyrir
yngri börnin í átta tíma vistun,
0,2-3% og í einu tilviki lækkar
gjaldið um 2%. Þetta skýrist
einkum af því að vægi fæðis-
kostnaðar er meira þegar um
heilsdagsgæslu er að ræða.
Jón Björnsson félagsmálastjóri
sagði að á fundinum á mánudag-
inn hefðu verið 25 manns, mest
foreldrar barna sem eru hjá dag-
mæðrum. Þar voru rædd ýmis
sameiginleg hagsmunamál og
tveir fulltrúar kosnir til að halda
utan um hagsmuni hópsins.
„Hingað til hafa dagmæður sett
allar leikreglur í skjóli þess að
viðskiptavinir þeirra hafa ekki
verið sameinaðir. Burtséð frá
gjaldskrármálinu er gott fyrir for-
eldra að hafa samráð og því fer
fjarri að þessu sé á einhvern hátt
stefnt gegn dagmæðrum. Þarna
voru saman komnir bestu vinir
dagmæðra.“
Um gjaldskrárhækkunina
sagði Jón að honum fyndust rök-
in fyrir hækkuninni, þe. væntan-
leg stofnun landssambands dag-
mæðra, ekki trúverðug. „Þetta
samband hefur ekki verið stofnað
og því ekki tekið neina afstöðu til
gjaldskrár. Ef af stofnun þess
verður er ekkert víst að þessi
gjaldskrá verði lögð til grundvall-
ar. Það er út af fyrir sig skiljan-
legt að dagmæður séu óánægðar
með kjör sín, en af hverju er
þessi hækkun ákveðin núna þeg-
ar framfærsluvísitalan fer lækk-
andi?“
Jón bætti því við að þetta setti
Akureyrarbæ í nokkurn vanda.
Bærinn endurgreiðir einstæðum
foreldrum hluta af gjaldinu til
dagmæðra og það hefði ekki ver-
ið gert ráð fyrir þessari hækkun
við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
-ÞH
Lögreglan:
Nokkrir
smáárekstrar
í gær
- ökumenn misreikn-
uðu sig í hálkunni
Nokkrir smávægilegir árekstr-
ar urðu á Akureyri í hálkunni í
gær. Engin slys urðu á mönn-
um og skemmdir á ökutækjum
verða að teljast litlar.
Nokkrir ökumenn misreikn-
uðu sig í hálkunni í gær og náðu
ekki að stöðva bíla sína í tíma.
Af því hlutust nokkrir smávægi-
legir árekstrar auk þess sem ein-
um kyrrastæðum bíl leiddist bið-
in eftir húsbónda sínum og hélt af
stað hjálparlaus niður næstu
brekku. För hans endaði á öðrum
bíl en þar sem ferð hans var lítil
var ekki um miklar skemmdir að
ræða. Sömu sögu er að segja af
þeim árekstrum er urðu þar sem
ökumenn sátu undir stýri - engan
mann sakaði og skemmdir á öku-
tækjum voru litlar. Að sögn lög-
reglu fara flestir rólega í umferð-
inni nú þegar sumarblíðan er
yfirstaðin en þó ber við að menn
ofmeta bremsuhæfni ökutækja
sinna. ÞI
Sauðárkrókur:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að Sauðárkrókskaupstaður
taki þátt í stofnun hlutafélags
um að koma á fót stjórnsýslu-
miðstöð á Sauðárkróki. Áðrir
þátttakendur í hlutafélaginu
verða Héraðsnefnd Skagfirð-
inga, Kaupfélag Skagfirðinga
og Byggðastofnun. Heima-
aðilar verða með jafnan hlut í
félaginu, en leita á eftir að
hlutur Byggðastofnunar verði
40% af 20 milljón króna hluta-
fé.
■ Bæjarráð tekur undir áskor-
un Landssambands smábáta-
eigenda um að sjávarútvegs-
ráðherra beiti sér nú þegar fyr-
ir breytingu á Iögum nr 38/
1990 um stjórn fiskiveiða á
þann veg, að ekki myndist
framseljanlegar veiðiheimildir
innan banndagakerfisins og
það verði jafnframt fest varan-
lega í sessi.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
kaupsamning, vegna gripa-
húsa í Kristjánklauf, rriiíli
Maríu Ragnarsdóttur og
Sauðárkrókskaupstaðar.
■ Bæjarráð samþykkti að
veita Briddsfélagi Fjölbrauta-
skólans 20 þús. króna styrk til
kaupa á verðlaunum fyrir
Tslandsmót framhaldsskóla í
bridds sem fram fór á Sauðár-
króki 31. jan.-l. feb.
■ Jón Sigurðsson hefur óskað
eftir því við Bæjarráð að það
mæli með umsókn hans um
sérleyfi til fólksflutninga á
leiðinni Siglufjörður-Reykja-
vík með viðkomu á Sauðár-
króki. Bæjarráð hefur sam-
þykkt að verða við erindinu.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
niðurfellingu álagðs fasteigna-
skatts vegna ársins 1992 og
samkvæmt lista nemur sú upp-
hæð 86.944 krónum.
■ Sigurlaug Viðarsdóttir hef-
ur verið ráðin í starf við ræst-
ingar í Gagnfræðaskóla fram
til vors að fenginni tillögu
skólastjóra og húsvarðar.
■ Bygginganefnd hefur borist
fyrirspurn frá Tengli hf. um
hugsanlega nýtingu lóðarinnar
að Aðalgötu 26 og tekur hún
jákvætt í hugmyndirnar.
■ Kiwanisklúbburinn Drang-
ey hefur spurt bygginganefnd
um hentuga lóð fyrir ca. 150
fermetra félagsheimilisbygg-
ingu.
■ Vegna þess að bygginga-
nefnd telur þörf á að undirbúa
endurskoðun aðalskipulags
hefur nefndin óskað eftir því
að Tæknideild bæjarins láti
gera úttekt á kostnaði við að
gera byggingarhæf þau svæði
er næst verða tekin undir
íbúðabyggð.
■ Félagsmálaráð hefur sam-
þykkt að ráða Sigríði Ingi-
marsdóttur til starfa í heimilis-
hjálp.
■ Bæjarstjórn hefur falið
bæjarráði leita eftir samvinnu
á kjördæmagrundvelli milli
sveitarstjórna, heilbrigðis-
stofnana og annarra opin-
berra stofnana, um samstarf
á sviði sálfræðiþjónustu, félags-
ráðgjafar og skyldrar starf-
semi.
Samanburður á gjaldskrá dagmæðra á Akureyri nú og fyrir breytíngu
Eldri en 2ja ára - 4 klst. vistun
Fyrir 1. febrúar Laun Fæöi Samtals 7.047 1.799 8.846 Laun 8.401 Fæöi 1.694 Eftir 1. febrúar Samtais Mismunur 10.095 1.249 Mismunur % 14%
Yngri en 2ja ára - 4 klst. vistun Laun Fæöi Samtals 8.694 1.799 10.493 Laun 10.898 Fæöi 1.694 Samtals 12.592 Mismunur 2.099 Mismunur% 20%
Eldri en 2ja ára - 8 klst. vistun Laun Fæöi Samtals 14.094 8.147 22.241 Laun 16.805 Fæöi 7.568 Samtals 24.373 Mismunur 2.132 Mismunur % 10%
Yngri en 2ja ára - 8 klst. vistun Laun Fæði Samtals 17.388 8.147 25.535 Laun 21.281 Fæöi 3.748 Samtals 25.029 Mismunur -506 Mismunur % -2%
Útreikningamir eru geröir af Dagvistunardeild Akureyrarbæjar. Allsstaöar er miöaö viö 2. taxta í gjaldskrá dagmæðra.
Þar sem taxtar eru ekki sambærilegir vegna fjölgunar eöa fækkunar flokka er notast viö meöaltalstölur.
Föstudags-
koöld:
Sálin
hans
Jóns míns
Peir sem mæta á föstudag fá frítt inn á laugardag
Laugardagskvöld:
Okkar geysivinsæla diskótek
Aðgangur aðeins kr. 800
Fimmtudag og laugardag:
Valgeir Skagfjörð
skemmtir gestum Clppans
Snyrtilegur klæönaður
Borðapantanir í síma 24199