Dagur - 19.02.1992, Side 11

Dagur - 19.02.1992, Side 11
Miðvikudagur 19. febrúar 1992 - DAGUR - 11 Iþróttir Jón Haukur Brynjólfsson Knattspyrna: missa menn Útlit er fyrir að tniklar breyt- ingar verði á liði 3. deildarliðs Yölsungs í knattspyrnu fyrir komandi keppnistímabil. Lið- ið hefur þegar misst nokkra menn en á í viðræðum við aðra þótt ekkert hafi komið út úr því ennþá. Birgir Skúlason mun að öll- um líkindum ekki leika áfram með Völsungi en hann hyggst leggja skóna á hilluna. Sömu sögu er að segja af Svavari Geirfinnssyni og Sigurði Illuga- syni. Unnar Jónsson er fluttur til Reykjavíkur og Gísli Torfi Gunnarsson búinn að skipta í Hvöt. Pá hyggst Björn Olgeirs- son, þjálfari, ekki leika áfram með liðinu. „Maður reynir samt að hreyfa sig eitthvað og spila eitthvað smávegis ef marga vantar," sagði Björn í samtali við Dag. Hann sagði Völsunga hafa átt í viðræðum við nokkra menn um að leika með liðinu í sumar en ekkert hefði komið út úr því enn. Áfall fyrir Kristinn í stórsviginu: Keyrði út úr í fyrri ferð Örnólfur í 45. sæti - Tomba fyrstur til að verja ólympíutitil ítalinn Alberto Tomba sigraði í stórsvigskeppni karla á vetrarólympíuleikunum í Albertville og varð þar með fyrstur til að verja ólympíutitil í greininni. Hann varð rúmri hálfri sekúndu á undan Marc Girardelli frá Lúxemborg sem varð í öðru sæti. Ólafsfirðing- íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss: Stefán með met í 50 m hlaupi Mjög góð þátttaka var á íslandsmóti Iþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Þátttakendur voru alls 66 úr 9 félögum og vakti athygli aukin þátttaka og góður árangur keppenda af landsbyggðinni. AIIs voru sett fimm Islandsmet í flokkum þroskaheftra á mót- Stefán Thorarensen er fjölhæfur íþróttamaður eins og hann sannaði um helgina. Mynd: jhb inu og átti Stefán Thoraren- sen, Akri, eitt þeirra, 6,9 sek. í 50 m hlaupi í 1. flokki. Stefán Thorarensen keppti í 1. flokki þroskaheftra og sigraði í þremur greinum, í 50 m hlaupinu eins og fyrr segir, 200 m hlaupi á 30,3 sek. og langstökki með 4,82 m. Þá stökk hann 2,44 m í lang- stökki án atrennu og hafnaði í 2. sæti. Anna Ragnarsdóttir, Eik, keppti í 1. flokki þroskaheftra og sigraði í langstökki, stökk 3,18 m. Þá varð hún í 2. sæti í 200 m hlaupi á 42,45 og 3. sæti í 50 m hlaupi á 9,0 sek., langstökki án atrennu með 1,81 m og hástökki með 1,05 m. Aðalsteinn Friðjónsson, Eik, keppti í 1. flokki þroskaheftra og sigraði í hástökki með 1,31 m. Hann hafnaði í 2. sæti í lang- stökki með 4,71 m og 200 m hlaupi á 31,09 sek. og 3. sæti í langstökki án atrennu með 2,40 m. Magnús Ásmundsson, Eik, keppti í 2. flokki þroskaheftra og hafnaði í 3. sæti í 50 m hlaupi á 8,4 sek. og langstökki án atrennu með 1,94 m. Valdimar Sigurðsson, Eik, keppti einnig í 2. flokki þroska- heftra og hafnaði í 2. sæti í lang- stökki með 3,66 m. Eins og fyrr segir voru sett fjögur íslandsmet til viðbótar í flokkum þroskaheftra. íris Gunnarsdóttir, Snerpu, setti met í kúluvarpi, 8,23 m, Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, í 200 m hlaupi, 37,84 sek., og langstökki, 4,01 m, og Kristófer Ástvalds- son, Viljanum, í langstökki án atrennu, 2,56 m. urinn Kristinn Björnsson keyrði út úr brautinni í fyrri ferð en Örnólfur Valdimarsson frá Reykjavík hafnaði í 45. sæti. Allra augu beindust að ólympíumeistaranum Alberto Tomba sem átti titil að verja bæði í svigi og stórsvigi fyrir leikana. Hann var fánaberi ítala á opnun- arhátíð leikanna en hélt síðan strax til Ítalíu þar sem hann undirbjó sig fyrir keppnina og kom ekki aftur til Frakklands fyrr en á sunnudag. Hann skíðaði frábærlega, náði forystu í fyrri ferð og lét hana ekki af hendi. Hann fékk samanlagðan tíma 2:6,98, Girardelli kom í mark á 0,32 sek. lakari tíma og Norð- maðurinn Kjetill Ame Modt varð í þriðja sæti, 0,84 sek. á eftir Tomba. Kristinn Björnsson byrjaði fyrri ferðina mjög vel og fékk prýðilegan millitíma. Hann ætl- aði sér hins vegar um of og keyrði út úr brautinni þegar nær dró markinu. Ekki hafði tekist að ná í Kristinn þegar blaðið fór í prentun i gærkvöld. Örnólfur Valdimarsson hafnaði í 45. sæti af um 130 keppendum og verður það að teljast góður árangur. Örnólfur hafði rásnúmer 68 í keppninni en Kristinn var númer 50 í röðinni. Ásta Halldórsdóttir keppir í stórsvigi í dag og svigi á morgun. Kristinn og Örnólfur keppa í svigi á laugardag. Óðinsmenn með krónusund Nk. laugardag gengst sundfé- lagið Óðinn á Akureyri fyrir fjáröflun sem kallast krónu- sund. Sundið hefst kl. 14 í Sundlaug Akureyrar og taka 35 sundmenn þátt í því. Hver þeirra mun synda í 10 mínútur og reyna að komast sem mesta vegalengd á þeim tíma. Safnað verður áheitum, einni krónu fyrir hvern metra, en búist er við að sundmennirnir nái um 500-600 metrum að meðaltali á 10 mínútum. Óðinsmenn munu MÍ14 ára og yngri í frjálsum innanhúss: Norðlendingar með 20 verðlaun Meistaramót Islands 14 ára og yngri í frjálsum íþróttum innanhúss var haldið um síð- ustu helgi í Baldurshaga t Reykjavík og Kaplakrika í Hafnarflrði. Yflr 300 krakkar tóku þátt í mótinu víðs vegar að af landinu. MÍ í ijölþraut: Jón Amar og Þuríður sigruðu Meistaramót íslands í fjölþraut var haldið samhliða Meistara- móti 14 ára og yngri um síð- ustu helgi. Keppt var í flokk- um k&rla og kvenna og sigraði Jón Arnar Magnússon, HSK, í karlaflokki en Þuríður Ingvars- dóttir, Selfossi, varð hlut- skörpust kvenna. Tveir Norð- Iendingar komust á pall, Snjó- Iaug Vilhelmsdóttir, UMSE, varð í 2. sæti í kvennaflokki og Berglind Bjarnadóttir, Tinda- stól, í 3. sæti. Jón Arnar hlaut alls 5.146 stig en hann sigraði í þremur greinum af sjö og varð í 2. sæti í þremur. Ólafur Guðmundsson, Selfossi, varð í 2. sæti með 5.073 stig, Stefán Þór Stefánsson, ÍR, í 3. sæti með 4.168, Magnús Orri Sæmundsson, USVS, í 4. sæti með 3.685 og Magnús A. Hall- grímsson, Selfossi, í 5. sæti með 3.373 stig. Þuríður hafði nokkra yfirburði í kvennaflokknum, hlaut 4.091 stig en hún sigraði í fjórum grein- um af sex. Snjólaug hlaut 3.678 stig í 2. sætinu en hún sigraði í 50 m hlaupi, varð í 2. sæti í 50 m grindahlaupi og langstökki, 3. sæti í 800 m hlaupi, 4.-5. sæti í hástökki og 5. sæti í kúluvarpi. Berglind hlaut samtals 3.302 stig, sigraði í kúluvarpi, varð í 2. sæti í 800 m hlaupi, 4.-5. sæti í 50 m grindahlaupi, 5.-6. sæti í 50 m hlaupi og langstökki og 7.-8. sæti í hástökki. Guðný Sveinbjörns- dóttir, HSÞ, varð í 4. sæti með 3.206 stig, Kristín Markúsdóttir, UMSB, í 5. sæti með 3.153, Erna Sigurðardóttir, KR, í 6. sæti með 2.863, Gunnhildur Hinriksdóttir, HSÞ, í 7. sæti með 2.749 og Harpa Magnúsdóttir, HSK, í 8. sæti með 2.349 stig. Norðlendingar voru nokkuð atkvæðamiklir á mótinu og unnu alls til 20 verðlauna á mótinu, þar af fjögurra gullverðlauna. Krakk- arnir úr HSÞ fóru þar fremstir í flokki en þeir unnu tvenn gull- verðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Úrslit urðu eftirfarandi: 50 m hlaup piltar 1. Snæbjörn Ragnarsson, HSÞ 6,5 2. Arngrímur Arnarson, HSÞ 6,6 3. Smári Stefánsson, UFA 6,6 Hástökk piltar 1. Daði H. Sigurþórsson, HSH 1,63 2. Hlynur Ómarsson, UMFA 1,60 3. Garðar Eiðsson, UMFT 1,60 Kúluvarp piltar 1. Jón Asgrímsson, HSH 12,16 2. Eiður Magnússon, USAH 11,20 3. Teitur Valmundsson, HSK 11,10 Langstökk án atr. piltar 1. Davíð Rúdólfsson, UMSE 2,78 2. Snæbjörn Ragnarsson, HSÞ 2,70 3. Kristján Valsson, HSK 2,51 Þrístökk án atr. piltar 1. Sigurður R. Sverrisson, HSÞ 7,70 2. Örvar Ólafsson, HSK 7,35 3. Kristján Hreiðarsson, USAH 7,33 Langstökk piltar 1. Arngrímur Arnarson, HSÞ 5,69 2. Þorleifur Árnason, UMSE 5,29 3. Örvar Ólafsson, HSK 5,21 50 m hlaup telpur 1. Millý Steindórsdóttir, Self. 7,0 2. Elín R. Björnsdóttir, UÍA 7,1 3. Finnborg Guðbjörnsdóttir, UMSS 7,2 Hástökk telpur 1. Guðbjörg Bragadóttir, ÍR 1,48 2. Arnfríður G. Amgrímsdóttir, HSÞ 1,45 3. Jóhanna Jensdóttir, UBK 1,40 Þrístökk án atr. telpur 1. Arndís Sigurðardóttir, HSK 7,29 2. Millý Steindórsdóttir, Self. 7,18 3. Jóhanna Jensdóttir, UBK 7,05 Langstökk án atr. telpur 1. Finnborg Guðbjörnsdóttir, UMSS 2,54 2. Inga Ágústsdóttir, ÍR 2,41 3. Arndís Sigurðardóttir, HSK 2,39 Kúluvarp telpur 1. Eva S. Schöth, Self. 8,86 2. Andrea Magnúsdóttir, UMSB 8,29 3. íris Grettisdóttir, UDN 8,15 Langstökk telpur 1. Millý Steindórsdóttir, Self. 5,05 2. Jóhanna Jensdóttir, UBK 4,73 3. Valgerður Jónsdóttir, HSÞ 4,67 50 m tílaup strákar 1. Oddur Ó. Kjartansson, HSK 7,0 2. Elías Á. Högnason, HSK 7,2 3. Orri F. Hjaltalín, UFA 7,2 Hástökk strákar 1. Rafn Árnason, UMFA 1,43 2. Orri F. Hjaltalín, UFA 1,40 3. Hjálmar Jónsson, UÍA 1,35 Kúluvarp strákar 1. Jóhann G. Ólason, UMSB 9,72 2. Jóhann Halldórsson, Óðinn 8,22 3. Dagur Kristófersson, HSK 8,21 Langstökk án atr. strákar 1. Úlfar Linnet, FH 2,33 2. Ari F. Ólafsson, UMFT 2,25 3. Páll Melsted, UBK 2,20 Langstökk strákar 1. Hjálmar Jónsson, UÍA 4,85 2. Elías Á. Högnason, HSK 4,82 3. Rafn Árnason, UMFA 4,80 50 m hlaup stelpur 1. Katrín Guðmundsdóttir, ÍR 7,3 2. Stella Ólafsdóttir, UFA 7,5 3. Erna Þórðardóttir, ÍR 7,5 Hástökk stelpur 1. Gunnur Ó. Bjarnadóttir, ÍR 1,35 2. Dagný Skúladóttir, HSK 1,30 3. Lovísa Hreinsdóttir, UÍA 1,25 Langstökk án atr. stelpur 1. Katrín Guðmundsdóttir, ÍR 2,38 2. Friðsemd Thorarensen, HSK 2,29 3. Lovísa Hreinsdóttir, UÍA 2,23 Kúluvarp stelpur 1. Katrín S. Tómasdóttir, HSK 8,85 2. Jóhanna Gísladóttir, UÍA 7,25 3. Hildigunnur Ólafsdóttir, ÍR 7,13 Langstökk stelpur 1. Gunnur Ó. Bjamadóttir, ÍR 4,66 2. Stella Ólafsdóttir, UFA 4,46 3. Katrín Guðmundsdóttir, ÍR 4,46 einnig ganga í fyrirtæki og bjóða þeim að taka þátt í litlum leik tengdum sundinu, þ.e. að greiða ákveðið gjald fyrir að giska á hvað verður synt mikið saman- lagt. Það fyrirtæki sem verður getspakast hlýtur verðlaun. Sundlaugin verður öllum opin á laugardaginn og getur fólk því fylgst með framgangi mála og um leið heitið á sundfólkið. Sam- hliða sundinu verður kökusala í sundlauginni og hefst hún kl. 10 á laugardagsmorguninn. Félagsskipti knatt- spyrnumanna: Rólegt í meistaraflokki Á fundi stjórnar KSÍ í síð- ustu viku voru samþykkt félagsskipti nokkurra knattspyrnumannu. Flest voru þau í yngri flokk- um en í meistaraflokki má nefna að Jón Gunnar Trausta- son skipti úr Geislanum í Þór Akureyri, Arnar Gestsson úr Einherja í Þrótt R., Birgir Björnsson úr UMSE-b í Lind- holmens Boldklub, Carlos Lima úr Kormáki í lið í Portúgal, Guðmundur Guðmundsson úr Reyni Á. í SM, Sigurður Guð- jónsson úr KR í Gróttu, Sigurður Már Harðarson úr Skallagrími í Stjörnuna og Theodór Jóhannsson úr Þrótti R. í Hauka. Handknattleikur: HK-KAí kvöld Heil umferð verður í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. KA mætir HK í Kópa- vogi, Fram og Breiðablik mæt- ast í Laugardalshöll, Grótta og FH á Seltjarnarnesi, Valur og Haukar að Hlíðarenda, ÍBV og Selfoss í Eyjum og Víkingur og Stjarnan í Vík- inni. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Þá eru allar líkur á að leikur Selfoss og KA, sem upphaf- lega átti að fara fram fyrir viku, verði nk. þriðjudag kl. 20.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.