Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. febrúar 1992 - DAGUR - 5 Ólafur Hjálmarsson, hagfræðingur: Um vaxtamun banka og sparísjóða í nýjasta tölublaði fréttabréfs Vinnuveitendasambands íslands, „Af vettvangi“, fjallar Ólafur Hjálmarsson, hagfræð- ingur, um vaxtamun banka og sparisjóða hér á landi, sem mörgum þykir allt of mikill. Ólafur kemst að þeirri niðurstöðu að íslenskar peningastofnanir verði að minnka vaxtamun inn- og útlána, ætli þær sér að standast beina, erlenda samkeppni. Slík samkeppni er fyrirsjáanleg þegar á næsta ári. Gefum Ólafi Hjálmarssyni orðið: „Vegna vaxandi samkeppni milli ríkja getur skilið á milli feigs og ófeigs ef vaxtakostnað- ur er hærri hér á landi en í sam- keppnisríkjunum. Það eru sam- eiginlegir hagsmunir lánastofn- ana og fyrirtækja að hægt sé að lækka vexti, þannig að þeir verði í samræmi við efnahags- skilyrði. Háir raunvextir á síð- asta ári skýrast að stórum hluta af mikilli lánsfjárþörf hins opin- bera og af lántökum heimila. Hluta af skýringunni virðist mega finna í ónógri samkeppni á lánsfjármarkaði og óhagræði í skipulagi fjármálakerfisins. Of mikil ríkisumsvif Margt bendir til að samkeppni á milli fjármálastofnana sé tak- mörkuð. Tveir af þremur við- skiptabönkum eru í eigu ríkis- ins og flest þau fjármálafyrir- tæki sem spruttu upp í kjölfar aukins frelsis í fjármagnsvið- skiptum eru nú í eigu viðskipta- banka eða sparisjóða. Ríkis- sjóður stundar umfangsmikla útlánastarfsemi með sérstökum fjárfestingalánasjóðum, en hlutabréfamarkaður er ekki umfangsmikill og viðskipti stopul. Of lítil samkeppni? Pað sem einkum bendir til að samkeppni sé of lítil á fjármála- markaði er hvernig lánastofn- unum hefur tekist að leiðrétta mistök frá fyrri hluta árs 1991 með því að taka um tvöfalt hærri raunvexti af nafnvaxtalán- um en af verðtryggðum lánum í lok ársins. Raunvextir á óverð- tryggðum útlánum voru ekki í neinu samræmi við efnahagsað- stæður, eða raunveruleika í rekstri fyrirtækja. Samanburður á vaxtamun milli ríkja bendir til að bankar og sparisjóðir fjár- magni stærri hluta af rekstrar- kostnaði með vaxtamun en tíðkast erlendis. Meðfylgjandi yfirlit sýna vaxtamun á íslandi og í nokkr- um ríkjum OECD. Pann fyrir- vara verður að gera á slíkum samanburði að mismunandi uppgjör valda einhverjum mun á milli landa. Of margir starfsmenn? Tafla 1 sýnir þróun vaxtamunar viðskiptabanka og sparisjóða á íslandi og fjölda stöðugilda í árslok árin 1986 til 1990. Eins og sést á töflunni hefur vaxta- munur ekki lækkað, en stöðu- gildum hefur aðeins fækkað um 0,4% frá 1986, en um tæp 6% frá 1988 er þau voru flest. Hlutfall launakostnaðar af niðurstöðu efnahags hefur einn- ig lækkað, m.a. vegna samein- ingar nokkurra banka í íslands- banka. Mynd 1 sýnir samanburð á vaxtamun á milli landa sem hlutfall af niðurstöðu efnahags- reiknings, með og án milli- bankaviðskipta, miðað við að ísland sé jafnt 100. Á mynd 2 eru launaútgjöld sem hlutfall af meðalstöðu efna- hags og hlutfall launa erlendis miðað við að ísland sé jafnt 100. Áhrif þess að taka út milli- bankalán eru ofmetin vegna þess að eingöngu var hægt að taka þau úr eignum en ekki vaxtamun. Skekkjan er þeim í hag sem hafa lítil millibankavið- skipti, eins og ísland. Eins og sést á þessu er vaxtamunur og launakostnaður á íslandi tals- vert hærri en gerist erlendis mæit á þennan hátt. í töflu 2 sést hluti af skýring- unni. Hlutfall útlána af lands- framleiðslu er lægra hér á landi en í öðrum EFTA-ríkjum og hlutfall starfsmanna í fjármála- starfsemi af heildarvinnuafli er hærra að frátöldu Sviss. Skýra má þessa stöðu lána- stofnana með því að vegna óða- verðbólgu og neikvæðra raun- vaxta hröpuðu innlán og láns- fjárskömmtun varð almenn. Hólfaskipt fjárfestingalána- sjóðakerfi hefur valdið því að skammtímalán hafa að mestu farið um banka, en langtímalán um lánasjóði ríkisins. Stærsti hlutinn af stórum lánveitingum, sem er hlutfallslega ódýrt að sýsla með fer því um opinbera sjóði. Við verðtryggingu fjárskuld- bindinga og síðar aukið frelsi í lánaviðskiptum hefur markað- urinn ráðið raunvaxtastiginu og sparnaður vaxið ásamt því, sem fjármögnunarleiðum fyrirtækja hefur fjölgað. Fjármálamarkað- urinn hefur því verið að þróast úr skömmtunarkerfi í markaðs- kerfi. Frelsi til bóta Frjálsari fjármagnsviðskipti hafa ótvírætt verið til bóta, en ekki má láta staðar numið. Fjármagnshreyfingar verða að 1. Bankar og sparisjóöir á íslandi 1986- 1990. Vaxtamunur sem hlutfall af efnahag og fjöldi stödugilda í árslok. Ár Vaxtamunur Stöðugildi 1986 4.49 2.955 1987 5.69 3.085 1988 5.86 3.126 1989 4.73 2.987 1990 4.49 2.942 Heimild: Seðlabanki íslands. Bankaeftirlit 1991. 2. Fjármálaþjónusta" í EFTA ríkjum Hlutföll af landsframleiðslu og mannafla Vinnslu Staða Staða Vinnu virði útlána verð- afl í bréfa fjár- málaþj. 1985 1984 1986 1985 Sviss 8.5 135 487 3.3 Austurríki 4.7 107 57 2,4 Finnland 3.0 58 42 2.6 Noregur 3,9 126 46 2.6 Svíþjóð 3.4 43 56 1,4 ísland 5.6 30 - 3.0 mestu frjálsar á milli íslands og annarra ríkja í janúar 1993. Ef samningurinn um EES verður að veruleika munu íslenskir bankar standa frammi fyrir auk- inni samkeppni. Ef bankarnir eiga að standast hugsanlega beina erlenda samkeppni og til að tryggja að íslensk fyrirtæki fjárfesti á íslandi, verða þeir að hagræða í rekstri og minnka vaxtamun. Einnig verða stjórn- völd að samræma rekstursskil- yrði íslenskra banka við það, sem gerist erlendis, en ýmsar reglur um íslenska banka leiða til meiri vaxtamunar. Rétt er að benda á að lána- stofnanir hafa um nokkurt skeið verið í samkeppni við útlönd í fjárfestingaútlánum til öruggra lántaka. Eflaust á einkavæðing Útvegsbankans og sameining hans og fleiri banka eftir að skila aukinni hagræðingu og minni vaxtamun. Æskilegt er að fleiri skref verði stigin í þessa átt með einkavæðingu ríkis- banka og umbreytingu á fjár- festingalánasjóðakerfi ríkisins." 1) Án tryggingastarfsemi. Heimild: Gardener & Tepett. EFTA 1990. Fimm ára meðaltöl, ísland 1986-1990 önnur lönd árin 1982-1986. 100 80 70 60 50 40 30 20 10 0 ísland Finnl. Þýskal. Japan Svíþjóö Bretland Danmörk Frakkl. ítalia Noregur Sviss Fimm ára meðaltöl, ísland 1986-1990 önnur lönd árin 1982-1986. Hlutfall af meðalstöðu efnahagsreiknings. 21°° 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 ísland Finnl. Þýskal. Japan Svíþjóð Bretland Danmörk Frakkl. ítalla Noregur Sviss V. PORTIÐ nýju slökkvistöðinni við Árstíg Spil — bækur — plötur — myndir — lax — brauð — lakkrís - postulínsvörur — skartgripir — kartöflur — o.fl. o.fl. Komið og skoðið Söluaðilar. Opið laugardaga frá kl. 11-16 PIZZA- HÚS PIZZA- HÚS FRI HEIMSEHDiríG • SIMI 22525 ríOTALEGUR STADUR TÓNLISTARSTAÐUR dropimm HAFHARSTRÆTI 98 • AKUREYRI ÞORSHAMAR HF (hELLB Þokuljós- Afturljós • Vinnuljós Wk Á Höggdeyfar HAGEN Rafgeymar Viftu- POFAN reimar i Tímareimar Vatnsdælur Kveikjuhlutir Rafkerfi Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. ÞÓR5HAHAR HF. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.