Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. febrúar 1992 - DAGUR - 9 „Við verðuni að fara að byggja alvöru tjaldstæði. Þau þurfa að vera aðlaðandi (...). Ekki að maður hrekist burtu strax að morgni vegna ólyktar úr útikamrinum eða drykkjuláta nábúans,“ segir greinarhöfundur m.a. Ferðamál: Hugleiðíng um tjaldstæði Margt og mikið hefur í vetur ver- ið rætt um ferðamál, þjónustu við ferðamenn, tekjur af ferðamönn- um og uppbyggingu ferðaþjón- ustu almennt. Æ fleiri gera sér ljóst mikilvægi þessa iðnaðar og vaxtamöguleika hans í framtíð- inni. Einn hluti ferðaþjónustunn- ar hefur ekki mikið verið ræddur. Þar á ég við tjaldsvæðin og þjón- ustu við tjaldgesti, sem hefur ver- ið fram til þessa ákaflega van- þróuð og alltof lítið sinnt. Reyndar hillir undir bjartari framtíð í þessum málum sem öðrum. Lengi vel var það útbreiddur misskilningur, að gisting á tjald- stæði væri valkostur fátæka mannsins. Aðeins þeir einu gistu þar er ekki hefðu efni á, eða tímdu að nota hótelin. Því miður eru margir á þeirri skoðun enn í dag. Á undanförnum árum hefur vaxandi fjöldi íslendinga lagt leið sína á eigin vegum, um megin- land Evrópu og gist á tjaldstæð- um og kynnst þessum lífsmáta af eigin raun. Mér er minnisstætt er við hjónin komum í fyrsta sinn, fyrir fjölda mörgum árum inn á alvöru tjaldsvæði. Við bláeygir íslendingarnir horfðum í for- undran á alla eðalvagnana er stóðu framan við stórglæsileg hjólhýsin, og ekki voru húsbíl- arnir síðri. Nú tugum, ef ekki hundruðum gistinátta seinna, á tjaldstæðum Evrópu erum við sannfærð um að tjaldbúðalíf er miklu frekar lífsstíll, en aura- leysi. Yfirleitt eru tjaldstæðin afgirt og engin óviðkomandi umferð leyfð. Við komu skráir þú þig inn. Skilur eftir tjaldbúðarvega- bréf, eða jafnvel vegabréfið (Ítalía) til tryggingar góðri umgengni og að ekki sé hlaupið frá ógreiddum reikningum. „Þarftu rafmagn?“ spyr tjald- vörðurinn. „Já,“ (í þessu tilviki), segi ég. Oft er þér sýnt á korti hvar á stæðinu lóðin þín er. (En algengt er að þér sé fylgt þangað.) „Þarna á staurnum er rafmagnsinnstungan þín. Salern- in eru í húsinu þarna til vinstri. Þar er þrifið á milli kl. 10 og 11 á morgnana," segir tjaldvörðurinn. Við leggjum bílnum og innbyrð- um hressingu. Höldum síðan af stað í könnunarleiðangur. Fyrsti viðkomustaðurinn er sorpgámur- inn. Alltaf er eitthvað til að fóðra hann með. „Þarna til vinstri er fótboltavöllur fyrir tjaldgesti," segir konan. Vatnspóstar eru með reglulegu millibili. Hávaði berst til okkar af barnaleikvellinum. Skammt það- an er míni golf. Við aðalbygging- una er stórt útigrill, til afnota fyr- ir gesti. Þar er líka þvottahúsið. Konan notar tækifærið og setur óhreinan þvott í þvottavélina. Við hliðina á þvottahúsinu eru snyrtilegir baðklefar. „Þarna er merkt hvar við getum losað ferða- klósettið“, segi ég. „Já, og þarna getum við losað skólptankinn á bílnum,“ segir konan. Við lítum sem snöggvast inn í sjónvarps- herbergið. í setu- og veitingastof- unni er auglýstur dansleikur fyrir tjaldgesti, næstkomandi laugar- dagskvöld. Þarna er líka sund- laug. ísköld að venju, ekki fyrir okkur hitaveitumeyra íslendinga. Á heimleiðinni lítum við inn í verslun staðarins, velbúna vör- um er henta tjaldgestum. Reyndar eru tjöld þarna í algerum minni- hluta, aðallega hjólhýsi og hús- bílar. Ósjálfrátt verður mér hugsað heim! „Já en við erum með sér- íslenskar aðstæður," afsaka ég mig með. „En hvað eru séríslensk- ar aðstæður?", spyr hugurinn. Við kynnumst nábúunum. Þau fara heim um helgina. Hafa verið hér í þrjár vikur. í næsta fríi verðum við á einhverju öðru tjaldstæði, segja þau. Kannski á Costa del Sol, eða á öðrum ákjós- anlegum stað. Eftir kl. 10 að kveldi er umferð bíla óheimil um svæðið og kl. 11 skal vera orðið hljótt! • Heima hefði ég hugsanlega fengið að fylgjast með ölglöðum nágrannanum halda veislu fram undir morgun. En þá hefði líka verið hljótt fram undir hádegi. Kanski væri það betra, en að vera rifinn upp með hávaða fyrir kl. 7 eins og hér tíðkast. Þetta er sönn lýsing á ónefndu tjaldstæði í norður Evrópu. Þetta er ekki undantekning, heldur miklu fremur reglan. Þessum málum verðum við að fara að sinna betur hér heima. Við verð- um að fara að byggja alvöru tjaldstæði. Þau þurfa að vera aðlaðandi, og hvetja menn til að staldra við nokkra daga, ekki bara blá nóttina. Ekki að maður hrekist burtu strax að morgni, vegna ólyktar úr útikamrinum eða drykkjuláta nábúans, sem er alltof algengt! Það væri rangt að halda því fram að hér á landi sé ekkert að gerast í þessum málum, undan- tekningar eru frá þessari lýsingu. Nokkrir, bæði opinberir og einka- aðilar eru að byggja upp alvöru tjaldstæði og þjónustu við tjald- gesti um þessar mundir. Virðast þeir leggja metnað sinn í að gera þau sem best úr garði. En það verður að kynna þessa staði, og miðla réttum upplýsingum um þá, svo að við er þessa þjónustu kaupum getum treyst þeim upp- lýsingum sem í boði eru og valið gististaði eftir því. Fyrir nokkrum árum rakst ég á bækling um íslensk tjaldstæði. Þar gaf á að líta. „Loksins sláum við útlendingnum við,“ hugsaði ég. „Hér eru fleiri merki en á bestu stæðum erlendis. Já og meira að segja flugvöllur á tjald- stæðinu!“ En, Adam var ekki lengi í paradís, ekki voru þetta upplýsingar um hvað væri að finna á tjaldsvæðinu þó að svo mætti skilja á bæklingnum. Nei þarna var talið upp hvað sveitar- félagið hafði upp á að bjóða! í svona bæklingi þarf að koma skýrt fram, hvernig tjaldstæðin eru útbúin, hvaða þjónustu er þar að fá, og hvað býðst í ná- grenninu. Tugir þúsunda nota sér þessa þjónustu á hverju sumri, bæði innlendir sem erlendir, svo eftir einhverju er að sækjast. Eðvald Friðriksson. (Höfundur er formaður Flakkara, félags húsbílaeigenda.) Suður-Þingeyingar - Húsvíkingar Fræðslufundur um uppgræðsiu örfoka og lítt gróins lands ásamt kynningu á stórum verkefn- um sem eru í undirbúningi verður að Ýdölum Aðaldal laugardaginn 22. febrúar. Framsögumenn verða Andrés Arnalds, gróðurvernd- arfulltrúi og Jón Guðmundsson, plöntulífeðlisfræðing- ur. Komiö og kynnist áhugaverðum verkefnum. Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga, Búnaðarsamband Suður-Þingeyjarsýslu. AKUREVRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 24. febrúar 1992, kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Jón Kr. Sólnes og Þórarinn E. Sveinsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Laugardagskvöldið 22. febrúar Hljómsveitin KVARTETT heldur uppi stuðinu fram eftir nóttu ★ Níels Ragnarsson leikur fyrir matargesti. ★ Eiginmenn/unnustar Konudagstilboð sunnudaginn 23. febrúar í veitingasölum II. hæð Blandaðir sjávarréttir. Frönsk buffsteik eða lambalæri með mildri piparsósu. Kaffi og konfekt. Verð aðeins kr. 1.650. SÚLNABERGI Rjómalöguð prinsessusúpa. Ofnsteikt lambalæri „bearnaise" og/eða léttreykt svínalæri með rauðvínssósu. Salat að eigin vali og mokkafromage og íspinni fyrir börnin. Verð aðeins kr. 1.100.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.