Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 21. febrúar 1992 Hvað ER AÐ GERAST? Myndlist: Iðunn sýnir í Vín Iðunn Ágústsdóttir, myndlistar- kona á Akureyri, opnar mynd- listarsýningu í Blómaskálanum Vín í Eyjafirði laugardaginn 22. febrúar kl. 14. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 8. mars á opnunartíma blómaskálans. Á sýningunni verða 45 myndverk, unnin með pastel og blandaðri tækni. Iðunn sækir við- fangsefni að stórum hluta í þjóð- sögur, ævintýri og ljóð og rær hún þar á ný mið. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Iðunn hefur tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum á íslandi, í Noregi og Austurríki. Sýningin í Vín mun vera þrettánda einka- sýning hennar. Kvikmyndaklúbbur Akureyrar: Hetjudáð Daníels sýnd á smmudag og mánudag Kvikmyndaklúbbur Akureyrar stendur fyrir sýningum á bresku myndinni Hetjudáð Daníels (Daniel of the Champion) í Borgarbíói á Akureyri sunnudag- inn 23. febrúar kl. 17 og mánu- daginn 24. febrúar kl. 19. Hetjudáð Daníels var gerð árið 1990 og byggir á ævintýra- sögu norska rithöfundarins Roalds Dahl og gerist í enskri sveitasælu. Greint er frá feðgum sem stunda vinnu á bílaverk- stæði. Þeir vinna myrkranna á milli og oft er skólinn látinn sitja á hakanum. Um nætur stundar faðirinn fasanaveiðar, því landar- eign þeirra feðga er mikið gósen- land fugla. Það veldur því hins vegar að stóreignamaður ágirnist landareignina og er hann tilbúinn að beita öllum aðferðum góðum og slæmum til að komast yfir landið. En feðgarnir ætla sér ekki að selja og eru tilbúnir að verja heimahagana með kjafti og klóm. Og í þeirri vörn á Daníel eftir að gegna lykilhlutverki. Þessi mynd var sýnd á Kvik- myndahátíð Listahátíðar í októ- ber sl. og er ein af fáum hátíðar- myndum sem hafa verið sýndar og ætluð er fjölskyldunni allri. Myndin er með íslenkum texta. Aðalhlutverkið er í höndum eins fremsta kvikmyndaleikara Breta, Jeremy Irons og sonar hans Samuel Irons, en meðal leikara í aukahlutverkum má nefna Ronald Pickup, Cyril Cusack o.fl. MEKM Menningarsamtök Norðlendinga og dagblaðið Dagur efna til samkeppni um bestu frumsömdu smásöguna. Höfundur sögunnar, sem domnefnd metur besta, hlýtur að launum tvö meistaraverk heimsbókmenntanna; Heimskringlu Snorra Sturlusonar og heildarútgáfu leikrita Williams Shakespeares. Höfundur sögunnar, sem dómnefnd metur næstbesta, hlýtur aö launum heildarútgáfu leikrita Williams Shakespeares. Þær sögur sem verðlaun hljóta veröa bintan í Degi og ef til vill einnig í niti á vegum MENOR. Sögun í keppninni mega aö hámanki vena 6-7 síöun í A-4 stænö, vélnitaöan í aöna hvenja línu. Sögunnan skal senda undin dulnefni, en meö skal fylgja nétt nafn, heimilisfang og símanúmen í lokuöu umslagi, auökenndu dulnefninu. Skilafnestun smásagna í keppnina en til 16. mans nk., sem en síöasti póstlagningandagun. Utanáskniftin en: Menningansamtök Nonölendinga b/t Hauks Ágústssonar Gilsbakkavegi 13 600 Akureyri Heimskringla kom út á síðasta ári í nýrri og glæsilegri útgáfu í tilefni þess að 750 ár voru liðin frá fæðingu Snorra Sturlu- sonar. Texti Heims- kringlu, meö nútíma- stafsetningu, er í tveimur fallegum bindum en í þriðja bindinu er að finna orðskýringar, ættartölur, landakort, ýmsa aðra texta er varpa Ijósi á Heimskringlu, og inngang um Snorra Sturluson og samtíð hans. Ritverkið er alls 1.500 bls. að stærð. Útgefandi er Mál og menning. Leikrit Williams Shake- spears eru í alls átta bindum, um 4.000 bls. að stærö. íslenska þýðingu annaðist Helgi Hálfdanarson afein- stakri snilld og telst þýðingin tvímælalaust með mestu stórvirkjum íslenskrar bókmennta- sögu. Útgefandi er Mál og menning. Menningarsamtök IMorðlendinga - Dagur Akureyri: Eldri borgarar í SjaUanuin á konudaginn Félagsstarf aldraðra á Akureyri efnir á sunnudaginn - konudag- inn - til árlegrar skemmtunar fyr- ir eldri borgara. Skemmtunin er ekki einvörðungu ætluð Akur- eyringum heldur eru eldri borg- arar úr nágrenni bæjarins einnig boðnir velkomnir í Sjallann. Skemmtunin hefst kl. 15 með glæsilegu kaffihlaðborði en með- an gestir maula kaffibrauðið verður skemmtidagskrá á vegum Skíðaráðs Akureyrar. Að henni lokinni verður slegið upp balli þar sem Biggi Mar og Stebbi leika fyrir dansi. Aðgangseyrir á þessa skemmt- un er 700 krónur og er það von þeirra sem að henni standa að sem flestar konur verði í íslensk- um búningi í tilefni dagsins. Kvartett á Hótel KEA Hljómsveitin Kvartett sér um fjörið á Hótel KEA annað kvöld, laugardagskvöldið 22. febrúar. Níels Ragnarsson leikur fyrir matargesti. Hótel KEA minnir á konudag- inn nk. sunnudag og í tilefni af honum er þar sérstakt konudags- tilboð, sem samanstendur af blönduðum sjávarréttum, franskri buffsteik eða lambalæri með mildri piparsósu og kaffi og konfekti fyrir 1650 krónur. Á Súlnabergi er boðið upp á rjómlagaða prinsessusúpu, ofn- steikt lambalæri og eða léttreikt svínalæri með rauðvínssósu, salat að eigin vali og mokkafromage fyrir 1100 krónur. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára og hálft gjald fyrir börn 6-12 ára. Miðaldamenn á dansleik hjá Iifi og §öri Það verður væntanlega líf og fjör í Alþýðuhúsinu 4. hæð annað kvöld, laugardagskvöldið 22. febrúar þegar Skemmtiklúbbur- inn Líf og fjör verður þar með dansskemmtun. Húsið verður opnað kl. 21.30 og stendur ballið til kl. 03. Hljómsveitin Miðalda- menn frá Siglufirði sjá um fjörið. Félagar í Lífi og fjöri eru hvattir til að taka félagsskírteinin með sér. Tjútt & tregi: Fáar sýn- ingar eftir Sýningum fer að fækka á söng- leiknum Tjútti & trega hjá Leik- félagi Akureyrar og er næstsíð- asta sýningarhelgi að renna upp. Söngleikurinn verður sýndur á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.30. Síðustu sýningar eru ráðgerðar um aðra heígi en þá þarf að rýma sviðið fyrir Islandsklukkunni. Pví er vissara fyrir fólk að tryggja sér miða í tæka tíð. < i i € 4 < 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.