Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 21. febrúar 1992 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Grenivellir 22 e.h., Akureyri, þingl. eigandi Sigurður T. Guðmundsson, talinn eigandi Birgir Sigurðsson, fer fram a eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. febrúar 1992, kl. 1500. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. Húsnæðisstofn- un ríkisins og Bæjarsjóður Akureyr- ar. Hjallalundur 9 e, Akureyri, þingl. eigandi Auður Stefánsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. febrúar 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Ingólfsson hdl., Gunnar Sólnes hrl., Húsnæðisstofnun ríkisins og Bæjarsjóður Akureyrar. Klapparstígur 5, Hauganesi Árskógshreppi, þingl. eigandi Ragn- ar Stefánsson og Sigurveig Halla Ingólfsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. febrúar 1992, kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Egilsson hdl. og Húsnæðis- stofnun ríkisins. Lækjargata 11 a, Akureyri, þingl. eigandi Birgir Ottesen, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. febrúar 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Múlasíða 3 d, Akureyri, þingl. eig- andi Stjórn Verkamannabústaða, talinn eigandi Hákon Henriksen, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. febrúar 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Húsnæðis- stofnun ríkisins og Sigríður Thorla- cius hdl. Norðurbyggð 20 (suður og norðurhl.), Akureyri, þingl. eigandi Maj- Britt Stefánsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. febrúar 1992, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki íslands, innheimtumað- ur ríkissjóðs, Húsnæðisstofnun ríkisins og Steingrímur Eiríksson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu Venjum unga hestamenn il UMFERÐAR RÁÐ Minning fói Kveðja til afa aftir Þorbergsson bifreiðastjóri, Akureyri Fæddur 30. júlí 1926 - Dáinn 28. janúar 1992 Hinn 28. janúar barst okkur sú sorgarfregn að Óli afi væri látinn aðeins 65 ára að aldri. Og var það okkur öllum mikið áfall, því Óli afi var ekki einungis afi okkar heldur líka félagi og vinur. Öll okkar uppvaxtarár bjuggu Óli afi og amma Didda á efri hæðinni hjá okkur í Lönguhlíð 8 og var það okkar annað heimili. Við munum ávallt minnast þess hvað það var gott að geta farið upp til þeirra hvenær sem við vildum til þess að spjalla eða bara vera hjá þeim, það var okkur mikils virði og ákveðið öryggi að hafa þau fyrir ofan okkur. En það var svo í febrúar 1988 að afi og amma fluttust í Seljahlíð 3h og var það mikil eftirsjá fyrir okkur fjöl- skylduna því nú var ekki lengur hægt að hlaupa upp til þeirra. Afi fékk ungur áhuga á bílum. Hann stofnaði fyrirtæki ásamt fjórum öðrum sem hét Hópferðir sf. en árið 1976 átti hann það einn. Hann keyrði marga hópa út um allt land og oft voru það sömu hóparnir sem leituðu til hans á ný. Hann var einnig með áætlun- arferðir upp í Hlíðarfjall. Við minnumst þess nú hve stolt við vorum af því að Óli Þor- bergs sem keyrði rúturnar upp í fjall væri afi okkar. Þegar afi hætti með Hópferðir sf. þá missti hann mikið því rúturnar voru hans líf og yndi. Áhugi afa á barnabörnum sín- um og það sem hann var reiðu- búinn að gera fyrir okkur var meira en nokkurt mannsbarn hefðj getað óskað sér. Hann hafði áhuga fyrir öllu sem við gerðum og þá sérstaklega íþrótt- um. Allt frá því að við öðluðumst kraft til þess að sparka bolta, fylgdist hann með okkur í öllum leikjum okkar, hann kom líka stundum og horfði á okkur á æfingum. Afi ferðaðist jafnvel langar leiðir til þess að horfa á okkur keppa. Því er kannski best lýst hvað afi var ungur í anda þar sem hann og Pétur Heiðar, yngsti bróðir okkar, voru bestu vinir. Þeir eyddu mest öllum frítíma sínum saman. Það er Pétri Heið- ari að þakka að samskiptin okkar á milli minnkuðu lítið eftir að þau fluttu í Seljahlíð. Þar sem Pétur Heiðar varði öllum sínum tíma hjá Óla afa og ömmu Diddu, þufti eitthvert okkar að sækja hann á hverju kvöldi og hittum við þau því daglega. Afi var mikill bókaunnandi og átti stórt og mikið bókasafn sem við krakkarnir grömsuðum oft í með honum meðan hann fræddi okkur um land og þjóð. Alla okkar þekkingu á Islandi eigum við afa að þakka. Áhugi hans og þekking á landinu var mjög mikil og kom hún til af keyrslu hans um landið þvert og endilangt í fjölda mörg ár. Við minnumst afa sem góðs og lífsglaðs manns sem ávallt var reiðubúinn til þess að taka þátt í leik okkar og starfi. Við biðjum guð um að gefa ömmu okkar styrk í sorginni á komandi árum svo og okkur öll- um sem eigum um sárt að binda. Við viljum trúa því að ástkær afi okkar fylgist með okkur hinu- megin frá eins og hann gerði meðan hann var á meðal okkar. Hann var okkur öllum mikils virði. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Við kveðjum hann með miklum söknuði og þessu ljóði sem er úr hans eigin bókasafni. En í kvöld líkur vetrí, sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einingarbands, fyrír þér ber ég fána, þessa framtíðar lands. Hinsta kveðja: Siguróli Kristjánsson, Gréta Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Pétur Heiðar Kristjánsson. Mig langar að kveðja afa minn, Ólaf Þorbergsson, þó ég sleppi treglega af honum hendinni. Hann skilur eftir sig djúpt skarð í lífi okkar allra. En eftir eru yndislegar minningar um sérstak- an mann. Minningar sem færa mann á augabragði til fortíðar, þar sem allt Var svo gott með afa. Ég gerði mér aldrei fyllilega grein fyrir hvað hann spilaði stórt hlut- verk í lífi mínu fyrr en hann var tekinn svo snöggt frá okkur. Eftir er tómleikinn og vanmáttar- kenndin sem virðast ætla að gleypa mann og neita að hverfa. Mín fyrstu viðbrögð voru að afneita staðreyndinni og bíða eft- ir að vakna upp frá þessari martröð. Þótt ég trúi þessu varla enn langar mig að rifja upp sam- skipti mín við afa. Þar sem ég bjó hjá föðurforeldrum mínum í fjöldamörg sumur og eyddi öðr- um skólafríum með þeim komst á mjög náið samband milli okkar. Ef tíunda ætti allt sem okkur fór í milli væri það efni í stóra ritgerð. En sú minning sem rís yfir aðrar er minningin um afa sem ávallt hafði ótakmarkaðan áhuga á að taka þátt í fjörugum samræðum með barnabörnum sínum og skipti aldur þá engu máli. Allt var hægt að ræða um við afa, barnalegar vangaveltur um lífið, erfiðleika þess að vera unglingur, skólamál, íþróttir og síðast en ekki síst stjórnmál. Mín reynsla er sú að ástkæri afi minn var eins og stöðugur klettur sem ætíð var hægt að styðja sig við. Það voru líka engin takmörk fyrir því hvað hann lagði á sig fyr- ir okkur. Og áhuginn á tóm- stundum okkar var alltaf einlæg- ur og uppörfandi. Unglegur afi með fallega sál er besta lýsingin á indælum manni. En afinn Ólafur Þorbergsson var aðeins ein hlið af mörgum. Afi var víðlesinn og hans helstu ástríður voru bóka- lestur og vísnagerð. Hann gerði ótal vísur af öllum toga og því persónulegri sem þær voru því skemmtilegri. Var þá ort um vini og vandamenn, fræga menn og óþekkta. Önnur hlið var bifreiðastjórinn Ólafur, sem ófáir muna eftir þeg- ar hann var með hópferðir í Hlíð- arfjall í mörg ár. Og að lokum starfsmaðurinn í sápugerð Sjafnar. Þar sem hann bókstaf- lega vann fram á síðasta dag. Hann gleymist seint hinn myrki þriðjudagur 28. janúar þegar við vorum öll skilin eftir agndofa af sorg. Það var eins og öll lífsvið- horf mín breyttust. Ég hafði í sakleysi mínu gleymt því hvað lífið er stutt og hverfult. Að dvöl- in hér er takmörkuð og svo stutt hjá sumum að ég þakka ósjálfrátt fyrir öll þau ár sem ég fékk að hafa afa minn hjá mér. Þau eru ómetanleg og standa næst hjarta mér um ókomin ár. Eftirlifandi eiginkonu, ömmu mína Dýrleifu Jónsdóttur Melstað, bið ég góðan guð að styrkja og einnig börn þeirra Ólafs þau Ragnheiði, Pétur, Þor- berg og Ágústu. Eg kveð elsku afa minn með vögguvísu úr Silfurtungli Hall- dórs Laxness. Því aðeins það besta dugar fyrir heimsins besta afa. Guð blessi þig og varðveiti. Minningin um þig lifir. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Rakel Þorbergsdóttir. Fundur stjórnenda í grunnskólum Norðurlandsumdæmis eystra: Mðurskurður á kennslumagni til grunnskóla átalinn Fundur stjórnenda í grunnskól- um Norðurlandsumdæmis eystra, haldinn á Akureyri 11. febrúar 1992, átelur harðlega þann niður- skurð sem ákveðinn hefur verið á kennslumagni til grunnskóla. Fundurinn bendir á að fækkun kennslustunda og fjölgun í bekkj- ardeildum getur ekki leitt til ann- ars en slakari árangurs nemenda og aukinnar sérkennsluþarfar innan skólanna. Fundurinn heitir á foreldra og alla landsmenn að snúast til varn- ar fyrir börnin. íslenskt þjóðfélag er nógu rfkt til að halda uppi óskertu skólastarfi frá því sem grunnskólalögin sem samþykkt voru síðastliðið vor gera ráð fyrir, skólatíma sem þó er skemmri en tíðkast meðal menn- ingarþjóða í hinum vestræna heimi. Fundurinn telur að börn og unglingar nútímans þarfnist festu og öryggis í uppeldi og megi alls ekki við neinni óvissu og hringli með lög og reglur um svo mikil- vægan þátt sem er starf uppvax- andi kynslóða í 10 ár af lífi ein- staklingsins. Bílasala • Bílaskipti Mikið úrval af vélsleðum á góðum kjörum bíiasalinn Hökhirsf. BÍLASALA við Hvannavelli Símar 24II9 og 24170 MMC Lancer hlaðbakur GLXI árg. 90. Ek. 8.000. Verð 1.250.000 Isuzu WFR sendill árg. 88. Ek. 35.000. Verð 950.000 Daihatsu Applause 1,6 I árg. 91. Ek. 1.000. Verð 980.000 Subaru E-IO sendill 4x4 árg. 86. Virðisaukabíll. Verð 430.000 Toyota Tercel station 4x4 árg. 88. Ek. 35.000. Verð 870.000 MMC Galant I6v GTi Dynamic árg. 89. Ek. 28.000. Verð 1.750.000 Daihatsu Feroza II árg. 89. Ek. 33.000. Verð 950.000 Daihatsu Charade árg. 86. Ek. 75.000. Verð 400.000

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.