Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 21. febrúar 1992 Fréttir Stjórn VH skrifar Bæjarstjórn Húsavíkur: Hækkunum fasteigna- gjalda og þjónustugjalda harðlega mótmælt - skorar á bæjarstjórn að taka umræddar hækkanir nú þegar til endurskoðunar Bjálkahúsið á Hofsósi var formlega afhent Þjóðminjasafninu á miðvikudag. A innfelldu myndinni afhendir Valgeir Þorvaldsson Þór Magnússyni lykla- vðldin. Mynd: SBG Endurgerð gamla pakkhússins á Hofsósi lokið: Þjóðminjavörður fær lyklavöldin „Hvar á fólkið í bænum að fá peninga til að mæta þessum hækkunum?,“ spyr stjórn Verkalýðsféiags Húsavíkur í bréfi sem sent var Bæjarstjórn Húsavíkur sl. miðvikudag. I bréfínu mótmælir stjórnin harðlega nýlega samþykktum hækkunum á fasteignagjöldum og þjónustugjöldum bæjarins og telur að ekki sé tekið nægj- anlegt tillit til kjara- og launa- þróunar þeirra, sem greiða eiga gjöldin. Stjórnin segist ekki efast um tekjuþörf bæjar- ins, m.a. vegna aukinnar þátt- töku í atvinnulífí á staðnum, en minnir á að launamenn hafí ekki fengið kauphækkanir í rúma 8 mánuði. Jafnframt hafí vinna dregist stórlega saman í Hlutafélag um verslun á Skagaströnd: Hreppurinn verður með Hreppsnefnd Höfðahrepps hef- ur samþykkt að taka þátt í hlutafélagi um verslunarrekst- ur á Skagaströnd. Kaupfélag Húnvetninga fór fram á það við hreppsnefnd að sveitarfé- lagið tæki þátt í breytingu á verslunarrekstri á Skaga- strönd, en til stendur að breyta Hólanesútibúi KH í hlutafélag. Magnús B. Jónsson, sveitar- stjóri Höfðahrepps, segir að hreppsnefndin vilji með þessu móti tryggja verslunarrekstur á Skagaströnd og jafnframt stuðla að lægra vöruverði. Ekki hefur verið ákveðið hver hlutafjárupp- hæð sveitarfélagsins verður í hinu nýja hlutafélagi. Miklar breytingar eiga sér stað í Hólanesútibúinu um þessar mundir. Verið er að koma fyrir strikamerkingakerfi og einnig er verið að hagræða ýmsu öðru áður en rekstrarform verslunarinnar breytist. Að sögn Guðsteins Ein- arssonar, kaupfélagsstjóra KH, er nú stefnt að því að færa rekst- urinn yfir- í hlutafélagsform þann 1. apríl nk., en í fyrstu var gert ráð fyrir að sú breyting gæti átt sér stað um næstu mánaðamót. Stjórn Körfuknattleikssam- bands íslands tók fyrir bréf frá körfuknattleiksdeild Tinda- stóls á stjórnarfundi sínum í gær. Ástæðan fyrir bréfínu var leikur íslenska landsliðsins í körfu gegn landsliði Litháen sem fara átti fram á Sauðár- króki, föstudaginn 24. janúar sl. Leikur þessi, sem átti að vera sá síðasti af þremur leikjum við landslið Litháen, var aldrei leik- inn. Körfuknattleiksdeild Tinda- bænum og í janúar láti nærri að 15% vinnufærra Húsvík- inga hafí verið atvinnulausir. Stjórn VH skorar á bæjar- stjórn að taka umræddar hækkanir nú þegar til endur- skoðunar, með það að mark- miði að þær hækki ekki meira en nemur launahækkunum. í bréfinu segist stjórnin vilja benda bæjarstjórn á nokkrar staðreyndir til umhugsunar: Að kaup hafi aðeins hækkað um 5,44% á tímabilinu frá jan. ’91 til jan. ’92 og ekkert síðan 1. júní ’91. Fullar atvinnuleysisbætur á mánuði séu kr. 45,613. Fast- eignagjöld miðað við 6,3 milljón króna íbúð hafi hækkað um 15% frá fyrra ári og séu kr. 48.310 eða nokkru hærri en fullar atvinnu- leysisbætur. Maður sem eigi slíka íbúð og hafi 70 þúsund krónur í mánaðartekjur, greiði 69% af einum mánaðarlaunum í fast- eignagjöld. En í fyrra greiddi maður með sambærilegt kaup 63% af mánaðarlaunum í fast- eignagjöld. Fasteignagjöld á Húsavík séu um 35% hærri en í Reykjavík. Maður með 6,3 millj- ón króna íbúð á Húsavík greiði um 30 þúsund krónum meira í fasteignagjöld og útsvar en Reyk- víkingur. Á árinu ’92 hafi verið ákveðnar hækkanir upp á 4-8% á flestri þjónustu á vegum bæjar- ins, en á sama tíma telji bæjar- félagið ekki efni til neinna kaup- hækkana. í lok upptalningarinn- ar fullyrðir stjórnin að til viðbót- ar ofangreindum hækkunum þá hafi gjöld Hitaveitu Húsavíkur hækkað verulega að undanförnu, vart minna en 15-20% umfram verðlag og sennilega meira. IM Þjóðarsálin virðist ekki koma auga á þær konur sem starfa í landbúnaði og engu líkara er en konur í sveitum séu ekki sjálfar meðvitaðar um eigin tilvist. Fáar konur gegna trún- aðarstörfum innan landbúnað- arins og á síðasta aðalfundi stóls vill meina að KKÍ hafi stað- ið illa að málum varðandi leikinn og í bréfinu er farið fram á við sambandið að það greiði Tinda- stóli þann kostnað sem félagið var búið að leggja í vegna leiksins. Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKÍ, sagði eftir fundinn í gær, að allir hefðu verið sammála um að ófært væri að láta Tindastól bera þennan kostnað og hann sagði að gengið yrði til viðræðna við félagið hið fyrsta vegna málsins. SBG Gamla pakkhúsið á Hofsósi var afhent þjóðminjaverði við hátíðlega athöfn í vikunni. Endurgerð hússins hefur stað- ið yfír frá árinu 1986, en frá síðasta sumri hefur verið unnið stanslaust við að Ijúka verkinu og er húsið nú komið í sína upprunalegu mynd. Valgeir Þorvaldsson, yfírsmiður, afhenti Þór Magnússyni, þjóðminjaverði lykla að hús- inu. Bjálkahúsið á Hofsósi, sem oft er kallað gamla pakkhúsið, er eitt af elstu húsum landsins. Húsið er eitt tólf húsa sem Grændlands- og íslandsverslunin keyptu frá Dan- mörku og reist voru á verslunar- stöðum í báðum löndum á átj- Stéttarsambands bænda voru aðeins þrír fulltrúar af rúmlega 60 konur auk þess sem aðeins tvær konur eiga sæti á Búnað- arþingi. Þessar upplýsingar komu meðal annars fram á kynningarfundi sem haldinn var í tilefni þess að komið er út fræðslurit um konur í landbún- aði undir heitinu „Við þorum, viljum, getum.“ Ritið er að stofni til þýtt úr norsku og sá Ágústa Þorkels- dóttir á Refstað í Vopnafirði um þýðingu þess og staðfærslu að íslenskum aðstæðum. Hún sagði að markmiðið með útgáfu þess væri fyrst og fremst að gera bændakonur sýnilegar. Einnig væri lögð áhersla á að auka áhuga og virkni kvenna í sveitum innan félagskerfis landbúnaðarins og láta raddir þeirra heyrast í þeirri umræðu sem fram fer um málefni bændastéttarinnar og lands- byggðarinnar á hverjum tíma. Ágústa sagði að í bókinni væri reynt að draga framlag kvenna í landbúnaði fram í dagsljósið jafnframt því að horfa fram á veginn og fjalla um þá möguleika ándu öld. Það var byggt árið 1777 og auk þess að hafa hýst einokun- arverslun hefur það gegnt hlut- verki pakkhúss sem og ýmsu öðru í gegnum árin. Þjóðminja- safnið keypti húsið árið 1952, en endurbætur á því hafa dregist fram til dagsins í dag. Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, hafði hönd í bagga með endur- gerð hússins, en Valgeir Þor- valdsson var yfirsmiður. Húsið er hluti af merki sveitarfélagsins, en ætlunin er að í framtíðinni verði húsið nýtt í sainbandi við ferða- mannaiðnað og sett upp í því sýning á gömlum munum. í ræð- um sem Valgeir yfirsmiður og Jón Guðmundsson, sveitarstjóri Hofshrepps, fluttu við athöfnina sem konur í sveitum landsins eiga til sköpunar nýrra atvinnutæki- færa. Þá væri fjallað á fremur hispurslausan hátt um stöðu Línur eru eilítið teknar að skýrast á Skákþingi Akureyrar en útlit er fyrir spennandi keppni í síðustu umferðunum. Gylfi Þórhallsson er efstur í A- flokki eftir sex umferðir en staðan er jöfn, líkt og í ungl- ingaflokki, en Halldór Ingi Kárason er með nokkuð örugga forystu í flokki 12 ára og yngri. Gylfi er kominn með 5 vinn- inga eftir 6 umferðir í A-flokki. í 2.-3. sæti eru Sigurjón Sigur- björnsson og Þór Valtýsson með 4'A vinning og í 4. sæti Þórleifur Karlsson með 4 vinninga. Þess má geta að Þórleifur tók þátt í Norðurlandamóti í skólaskák í Svíþjóð um síðustu helgi og stóð sl. þriðjudag sögðu þeir framtíð- ardraumana um nýtingu hússins vera marga. M.a. tók Valgeir fram að hann vildi sjá hreinan íslenskan mat á boðstólum í þessu gamla húsi, en eftir afhend- inguna var viðstöddum boðið upp á þorramat. Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, þakkaði þeim sem lögðu hönd á plóginn við endurgerð húsins og tók undir orð Þorsteins Gunnarssonar um að verkið væri sérlega vel unnið. Hann sagði Þjóðminjasafnið hafa fullan hug á að fá húsið í hendur heima- mönnum til umráða og umsjár og sagðist hafa þá trú að Hofsós ætti eftir að laða marga að sér í fram- tíðinni. SBG kvenna í sveitum - hvaða gallar séu því samfara að vera búsett í dreifbýli og einnig hvaða kosti það bjóði upp á. ÞI sig vel. Hann var stigalægsti keppandinn í sínum flokki en fékk 3 vinninga af 6 mögulegum. í flokki 13-15 ára á Skákþingi Akureyrar er staðan dálítið óljós en fjórir efstu menn koma til með að berjast um sigurinn. Einar J. Gunnarsson er með 3 vinninga af 4 mögulegum, Páll Þórsson 2!^ af 3, Gestur Einarsson 2XA af 4 og Helgi Gunnarsson 2 af 3. Halldór Ingi Kárason hefur fengið 6 vinninga eftir 6 umferðir í flokki 12 ára og yngri. Næstir koma Davíð Stefánsson með 4 'A v. og Bárður H. Sigurðsson með 4 v. Efstu stúlkurnar eru Ólafía Guðmundsdóttir og Þórhildur Kristjánsdóttir með 3 vinninga. SS SBG Landsleiksmál Tindastóls: „Ófært að félagið beri kostaaðiiin“ - segir stjórn KKÍ „Við þorum, viljum, getum“: Fræðslurit um konur í sveitum komið út - „ætlunin að gera bændakonur sýnilegar og draga framlag þeirra fram í dagsljósið,“ segir Ágústa Þorkelsdóttir, sem þýddi og staðfærði ritið Skákþing Akureyrar: Gylfi með forystu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.