Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 21.02.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. febrúar 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Vægi sjávarútvegs í byggðarlögum á Norðurlandi: Aflaverðmæti á hvem íbúa mest á Þórshöfh - Skagaströnd og Raufarhöfn einnig ofarlega á blaði Sjávarútvegur er mikilvægasta atvinnugreinin í mörgum byggðarlögum á Norðurlandi en vægi hans er mismunandi eins og lesa má út úr skýrslum sem Fjórðungssamband Norð- lendinga hefur tekið saman. Þar má t.d. sjá að aflaverð- mæti á hvern íbúa á Þórshöfn var 1.219 kr. á árinu 1990 en 185 kr. á hvern Akureyring. Ef við lítum fyrst á Norðurland eystra þá sker Þórshöfn sig nokk- uð úr þegar vægi sjávarútvegs er skoðað. Tölurnar eru allar frá árinu 1990. Þannig var heildarafli á hvern íbúa á Þórshöfn 135,1 tonn og verðmætið 1.219 kr. eins og áður segir. Raufarhöfn kemur skammt á eftir með 130,6 tonn á hvern íbúa og aflaverðmæti upp á 896 kr. Samsvarandi tölur fyrir aðra staði á Norðurlandi eystra eru (raðað eftir verðmæti á hvern íbúa): Ólafsfjörður 18,4 tonn og 866 kr., Grímsey 10,4 tonn og 853 kr., Dalvík 10 tonn og 527 kr., Hrísey 17,1 tonn og 453 kr., Árskógsströnd 8,1 tonn og 373 kr., Grenivík 7,8 tonn og 319 kr., Húsavík 3,8 tonn og 206 kr., Akureyri 3,1 tonn og 185 kr. og Kópasicer 1,7 tonn og 112 kr. Heiidaraflinn var mestur á Þórshöfn, 53.893 tonn, en afla- verðmætið langmest á Akureyri, 2,6 milljónir, enda bolfiskur uppi- staðan í aflanum sem þangað barst. Höldum okkur enn við Norður- land eystra og lítum næst á sjávar- afla sem var fluttur út í gámum eða landað erlendis. Þar eru Grenvíkingar áberandi efstir á blaði. Þeir fluttu alls út 11,3 tonn á hvern íbúa og aflaverðmætið var 506 kr. á mann. Dalvíkingar komu næstir með 1,9 tonn og 203 kr. og Ólafsfirðingar með 1,7 tonn og 173 kr. Aðrir staðir ná ekki einu tonni af útfluttum afla á hvern íbúa. Á Norðurlandi vestra er Siglu- fjörður efstur á blaði í skýrslu Fjórðungssambandsins þegar lit- ið er til heildarafla og aflaverð- mætis. Vægi sjávarútvegs er hins vegar langmest á Skagaströnd ef við tökum verðmæti á hvern íbúa. Á Skagaströnd komu 16,3 tonn á hvern íbúa og var aflaverðmæt- ið 1.153 kr. á mann. Lítum á samsvarandi tölur fyrir aðra staði á Norðurlandi vestra: Siglufjörð- ur 46,7 tonn og 615 kr., Hvamms- tangi 5 tonn og 384 kr., Hofsós 6,5 tonn og 235 kr., Blönduós 2,1 tonn og 210 kr., Sauðárkrókur 3,6 tonn og 146 kr. og Haganes- vík 0,3 tonn og 12 kr. Sauðkrækingar eru efstir á blaði þegar aflinn sem fluttur er Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgef- enda er nú senn á leið til Akur- eyrar og verður að þessu sinni í kjallara kjörmarkaðar KEA í Hrísalundi. Markaðurinn verð- ur opnaður föstudaginn 13. mars og stendur til sunnudags- ins 29. mars. Afgreiðslutími í kjörmarkaðinum mun væntan- lega breytast um helgar meðan bókamarkaðurinn verður starfræktur. Björn Eiríksson hjá Skjald- borg og Benedikt Kristjánsson hjá Máli og menningu voru að undirbúa flutning á miklum út í gámum eða landað erlendis er skoðaður. Heildarafli í þessum flokki er 1 tonn á hvern íbúa á Sauðárkróki og aflaverðmætið 96 bókakosti til Akureyrar þegar Dagur hitti þá að máli. Þeir sögðu að þetta yrði sannkallaður risamarkaður og sennilega sá stærsti til þessa. Titlarnir verða um 4000 og af öllum stærðum og gerðum. „Þetta verður ekki minna í sniðum en stóri markaðurinn í Reykjavík þótt hann sé seinna á ferðinni á Akureyri. Við höfum grafið upp bækur víða og á þess- um markaði verður jafnvel eitthvað af bókum sem ekki voru á boðstólum fyrir sunnan," sagði Björn. „Bækurnar verða á svipuðu verði og í fyrra og hafa frekar kr. Siglufjörður er með 0,6 tonn og 57 kr., Skagaströnd 0,5 tonn og 56 kr. og Blönduós 0,2 tonn og 21 kr. SS lækkað að raunvirði en hitt. Ódýrustu bækurnar eru á 25 kr. sem er eiginlega skammarlegt verð. í vissum tilvikum verða bækurnar ódýrari en fyrir sunnan,“ sagði Benedikt. Á bókamarkaðinum verða bækur í öllurn flokkum, frum- samdar og þýddar, skáldsögur, vísindarit, barnabækur, ævisög- ur, þjóðlegur fróðleikur og þann- ig mætti lengi telja. Yngstu bækurnar hafa lifað tvenn jól en aðrar eru komnar nokkuð til ára sinna. Ýmsir bókapakkar verða á boðstólum og sértilboð í gangi á hverjum degi, yfirleitt á tak- mörkuðu magni bóka. SS Félag íslenskra bókaútgefenda: Bókamarkaðuriim væntanlegur til Akureyrar í marsmánuði - aldrei stærri og verðið allt niður í 25 kr. , cWntbíll Verð aöeins Kr. 629.00 , ^srei' 9’ænýr eVt FW— sem NO mmm 1 I _ ..... .asafflffissssrs--- FAV0RIT F0RMAN ERSNiuim ___ 7/r# 4 simi Bílasýning á Alcureyri Sýnum um helgina Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-17

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.