Dagur - 07.03.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 7. mars 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SIMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON
(Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Geðsjúkir fangar
og meðferðarúrrœði
Miklar umræður og deilur hafa
verið undanfarna mánuði um
fyrirhugaða réttargeðdeild hér
á landi og hafa menn einkum
beint sjónum sínum að Sogni í
þessu sambandi. Málið virðist
loks í höfn og þrátt fyrir deilur
og fordóma munu geðsjúkir
fangar fá vistun og meðferð á
Sogni. Ástæða er til að fagna
þeim málalyktum.
Fordómar í garð geðsjúkra
hafa tröllriðið þjóðfélaginu nán-
ast frá örófi alda og skilningur
fólks á sjúkdómnum hefur auk-
ist ótrúlega lítið þótt menntun
hafi fleygt fram og almennt
upplýsingastreymi stóraukist.
Almenningur er fljótur að for-
dæma geðsjúka og ef viðkom-
andi er afbrotamaður í þokka-
bót þá virðist hann ekki eiga
neinn tilverurétt í þjóðfélaginu.
Að kröfu almenningsálitsins á
að loka slíka menn inni ævi-
langt, helst í svartholi.
Ef dæmið væri sett upp á
annan hátt og fólk til dæmis
spurt að því hvort rétt væri að
stinga fárveikum hjartasjúkl-
ingi í fangelsi fyrir afbrot og
láta hann dúsa þar meðal heil-
brigðra afbrotamanna þá
myndu flestir svara því neit-
andi. Hjartasjúklingurinn ætti
rétt á sérstakri meðferð. Þetta
myndu flestir telja augljóst.
Sjúklingar eiga ekki heima í
fangelsi, um það hljóta menn
að vera sammála. Sjúkir
afbrotamenn læknast hvorki né
iðrast í almennu fangelsi þar
sem þeir fá enga meðferð. Þeir
sökkva dýpra í fenið eða deyja.
í íslenskum fangelsum eru fjöl-
margir áfengissjúklingar og
geðsjúklingar og heilbrigðis-
kerfið verður að láta mál þeirra
til sín taka. Áfengismeðferð í
fangelsi eða í tengslum við
refsivist ætti að vera sjálfsögð
og þeir sem eiga við geðræn
vandamál að stríða ættu líka
skilyrðislaust að geta gengið
að meðferðarúrræðum.
í sambandi við fyrirhugaða
réttargeðdeild er fyrst og
fremst verið að tala um alvar-
lega geðsjúka afbrotamenn.
Um slíka sjúklinga ræðir Bogi
Melsted, yfirlæknir geðdeildar
við sjúkrahús í Svíþjóð, í
nýjasta tímariti Geðhjálpar.
Orðrétt segir Bogi:
„Við getum sennilega aldrei
læknað þessa sjúklinga full-
komlega. Við getum hins vegar
hjálpað þeim í gegnum þessi
erfiðu tímabil með einstakl-
ingsmeðferð og lyfjum en það
má segja að meðferðinni ljúki
kannski aldrei. Ég hygg að það
sé það sama uppi á teningnum
og hér að almenningur á erfitt
með að skilja að hér er um
sjúklinga að ræða en ekki bara
fanga. “
Bogi segir að fyrirkomulagið
ætti að geta orðið gott á Sogni
en það myndi taka tíma að
finna nauðsynlegt starfsfólk.
Hann segist hafa boðið íslensk-
um heilbrigðisyfirvöldum að
senda fólk út til þjálfunar á
sjúkrahúsinu í Svíþjóð og gerir
hann ráð fyrir að boðið verði
þegið.
„Hins vegar verður aldrei
neinn fjöldi geðsjúkra fanga
hérlendis sem þarf hámarks-
öryggisgæslu, einn eða tveir á
nokkurra ára fresti, en auðvitað
þarf að taka á málum þeirra
eins og annarra sjúklinga,"
segir Bogi og undir það er
óhætt að taka. SS
íAKÞANKAR
Kristinn G.Jóhannsson
Um hálfrar aldar skólagöngu
Skólamál hafa dálítiö veriö
rædd aö undanförnu. Par meö
hafa flotið málefni grunnskól-
ans. Það er að vísu ofrausn aö
kalla þá umræöu uppbyggilega
heldur snýst hún um hvort
skerðing stundarskrár efstu
bekkja grunnskóla muni eyði-
leggja skólana, æskuna og
framtíðina og kennarana. Það
yrði nú Ijóta aflagið.
En í tilefni þessa rifjaðist það
upp fyrir mér að ég er nú senn
búinn að vera í skóla í fimmtíu
ár. Árangur þessarar stríðu
skólagöngu er að vísu fáfengi-
legur en ekki dettur mér í hug
að það sé skólunum að kenna.
Ég er líka búinn að lifa af breyt-
ingar, möndl, niðurfellingar,
uppbætur, skerðingar, gömul
og ný lög, z, kommusetningu,
útþynningu, landspróf, gagn-
fræðapróf, barnapróf, unglinga-
próf, heraga, agaleysi, upp-
burðarleysi og yfirgang og sé
fyrir að innan skamms muni
tegundin karlkyns grunnskóla-
kennari deyja út. Það má hver
og einn hafa skoðun á hvort
það er til bóta eða ekki.
Mér finnst þessi langa skóla-
ganga mín hafi byrjað á hlaðinu
á Zíon og ferðinni heitið lengst
niður í Eiðsvallagötu í einka-
skóla Jennu og Hreiðars. Það
hefur verið á stríðsárunum síð-
ari. Smábarnaskóli Jennu og
Hreiðars held ég hafi verið með
þeim hætti sem skólar eiga að
vera. Úr Eiðsvallagötunni var
svo haldið inn í kerfið sem var
þó ekki ýkja flókið á þá daga:
Barnaskóli, gagnfræðaskóli og
menntaskóli að uppfylltum
landsprófsskilyrðum. Síðan
komu aðrir skólar utan bæjar og
stundum utan lands en síðustu
árin hefi ég síðan verið að
bakka í gegnum kerfið aftur og
enda vafalaust á sama stað og
ég byrjaði með Gagn og gaman
í Eiðsvallagötu. Það er skondin
skólaganga og sennilega kom-
inn tími til að hugsa til þess að
fara nú að Ijúka prófi og útskrif-
ast.
Þótt ég hafi átt þennan stutta
stans í skólum ætla ég mér ekki
þá dul að blanda mér í rétt eitt
tilfallandi upphlaupið enda mála
sannast að umræða um skóla-
mál hér er sjaldnast um kjarna
málsins og hún er það ekki
heldur núna síðustu daga.
Skólamál skyldi síst af öllu hafa
í þeim flimtingum sem nú eru
uppi hafðar og breytingar þar
ættu helst ekki að vera í stökk-
um og umræðan síst í upphróp-
unum. En ég held við höfum
undanfarin ár hlaupið dálítið á
undan sjálfum okkur í þessum
málum sem mörgum öðrum og
sitjum núna ögn ringluð og vit-
um ekki alveg hvar okkur bar af
leið ef það hefur verið tilfellið.
Við berum því auðvitað við að
þjóðfélagsbreytingarnar hafi
verið svo örar að skólinn hafi
orðið að herða sig í kapphlaup-
inu en stundum væri þó rétt að
athuga hvort er á undan á
sprettinum grunnskólakerfið
eða það sem fyrir utan það er.
Nú ætla ég ekki lengra út í
þessa sálma enda vita allir að
þegar maður er búinn að velkj-
ast í skóla í hálfa öld er ekki rétt
að fjalla mikið þar um. Ekki er
heldur ráðlegt að hafa skoðun á
því sem maður þekkir.
Hins vegar ætla ég að leggja
tvennt til í fullri alvöru: í fyrsta
lagi skulum við hið bráðasta
stytta grunnskólann um eitt ár
án þess að skerða námið og í
öðru lagi skulum við gera kenn-
arastarfið að alvöruvinnu og
meta það í samræmi við mikil-
vægi þess og greiða fyrir laun
sem hæfa ábyrgðinni sem því
fylgir.
Hið fyrra atriðið held ég sé
tímabært nú ekki vegna þess
að við útskrifumst eldri úr fram-
haldsskóla en viðast annars
staðar heldur vegna þess að ég
held við höfum slakað of mikið
á að undanförnu og þótt ekki sé
vinsælt að segja það er ég
sannfærður um að hægt er að
nýta grunnskólatímann til náms
mun betur en gert er og með
markvissari hætti. Þótt mér sé
fullljóst að hlutverk skólanna
hafi breyst undanfarin ár er það
óskilgreint og hafi það verið
meiningin að skólarnir yrðu
uppeldisstofnanir ekki síður en
mennta í auknum mæli þá þarf
auðvitað að gera grein fyrir því í
dagskrá skólanna en ekki að
sækja stöðugt inn á námshluta
skólagöngunnar til að ná þeim
tíma sem kennarar ætla til ann-
arra uppeldisstarfa. Þegar
skólafólk klifar á því að það
þurfi nú í stöðugt auknum mæli
að sinna öðrum störfum en
kennslu í skólatíma finnst mér
stundum það taki því sem sjálf-
sögðum hlut og að öðru vísi
geti þetta ekki verið. Þetta er
ekki sjálfsagt en ef vilji er til
þess að svona eigi þetta að
vera þá þarf að hugsa kerfið
upp á nýtt og haga sér í sam-
ræmi við það.
Ég minntist líka á kennarana.
Það stendur nefnilega upp úr
eftir alla þessa skólasetu hjá
mér að raunar skipta „kerfin“
sem skólarnir starfa eftir ekki
öllu máli heldur manneskjan
sem starfar í skólunum. Kenn-
arastarf, sem byggist alltaf á
viðkvæmu samstarfi við lifandi
sálir er, held ég, það ábyrgðar-
fyllsta sem til er. Og það sem
verra er þá er ekki nema hluti
þess sem til þarf numinn í til
þess gerðum skólum. Þið hafið
öll reynslu af því eins og ég að
kennari og kennari er tvennt
ólíkt. Það er fjöldinn allur af
góðum kennurum í grunn-
skólunum til allrar hamingju en
þeir eru ekki metnir að verðleik-
um. Allar kerfisbreytingar,
greiningar, lagasetningar og
byltingar eru til einskis ef ekki
tekst að laða enn fleiri inn-
blásna menntaða kennara til
starfa innan skólanna. Það þarf
ósköp einfaldlega að gera með
því að gera starfið líka eftir-
sóknarvert vegna launanna.
Ef við, mín gáfaða þjóð,
meinum eitthvað með því sem
við segjum, þá erum við sam-
mála um allt þetta. Þess vegna
linni nú upphrópunum, vegna
þess við vitum þær eru mark-
lausar. Við skulum heldur ein-
beita okkur að því sem máli
skiptir og gera það í samein-
ingu enda er öll okkar gæfa þar
fólgin. Sköll, hálfkæringur og
hávaði á ekki við þegar börnin
okkar eru annars vegar.
Kr. G. Jóh.