Dagur - 07.03.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 7. mars 1992
Börnin okkar Kristín Linda Jónsdóttir jjFPÍ* 4
/ J1 i i • i 1 i! • ii
„Eg vil ekki borða matiim miim“
Til að börnin okkar öðlist góða heilsu og eðilegan líkams-
þroska er holl fæða nauðsyn. Þess vegna ættum við foreldrar
að leitast við að kenna börnunum okkar þegar frá upphafi
góðar neysluvenjur hvað varðar mat og drykk. Það er rétt að
hafa hugfast að matarvenjur mótast í æsku og hvort sem þær
eru góðar eða slæmar eru sterkar líkur á að þær fylgi börnun-
um okkar út ævina.
Börn sem neyta óhóflega mikillar mjólkur og mjólkurvöru hafa ekki eðlilega
lyst á öðrum fæðutegundum. Þau geta þjáðst af meltingartruflunum og blóð-
leysi. Ef börn hins vegar fá of lítið af mjólk og mjólkurvörum er sú hætta fyr-
ir hendi að þau fái ekki nægilegt magn af kalki og próteini. Hæfllegt magn
af allri mjólkurvöru samtals, drykkjarvöru, skyri, jógúrt, súrmjólk og
ostum, er um það bil fjögur glös á dag.
í þessari grein er ekki talað um sælgæti vegna þess að sælgæti er ekki matur
og ekki aukabiti, sælgæti er bara sælgæti. Sælgæti gefur yfírleitt nær ein-
göngu hitaeiningar og lítið af vítamínum og steinefnum sem eru nauðsynleg
til að nýta hitaeiningarnar. Fyrir börn er heppilegast að hafa eina nammi-
stund á viku og gefum þeim ekki meira sælgæti en maginn þolir.
Börn vita hvað þau vilja borða
og drekka en ekki hvers þau
þarfnast. Til að við getum vanið
börnin okkar á að neyta hollrar
og næringarríkrar fæðu og sneiða
hjá óæskilegum fæðutegundum
þurfum við þekkingu. Orval
hverskyns matvæla er ótrúlegt og
við framleiðslu þeirra eru ýmis
sjónarmið höfð að leiðarljósi og í
sumum tilfellum önnur er nær-
ingargildið. Á markaðnum er
fjölbreytt úrval ýmiskonar mat-
reiðslubóka og leiðbeiningarrita
um mat, matreiðslu og næringar-
innihald matvæla.
Fyrsta skrefið í þá átt að afla
sér upplýsinga um ákjósanlegt
mataræði fyrir okkur og börnin
okkar gæti hugsanlega verið að
kynna sér hinn svo nefnda,
Fæðuhring. Fæðurhringurinn
skiptir matnum í sex flokka eftir
næringarefnum og tegundum
matarins. Ef börnin okkar borða
daglega mat úr öllum flokkunum
í samræmi við vægi þeirra í fæðu-
hringnum er næsta víst að þau
verða bæði hraust og hress.
Orrustan við eldhúsborðið
Börn á forskólaaldri og raunar
þótt eldri séu hafa lúmskt gaman
af að neita að borða, jafnvel
þótt maturinn sé enn í pottunum
og lokin ógegnsæ, enda er það
sniðug leið til að ná athygli önn-
um kafinna foreldra.
Þau viðhafa stórar fullyrðingar
um hve vondur maturinn sé, lykt-
in ógeðsleg, liturinn á matnum
hræðilegur, gulur rauður og
grænn. Maturinn er auk þess
ýmist of heitur eða kaldur, linur
eða seigur, oj bara, ulla bjakk,
orðaforðinn er ótrúlegur!
Það er því ekki undrunarefni
þótt ótal foreldrar hafi gefist upp
í baráttunni og gripið til þess ráðs
að gefa börnunum það sem þau
vilja borða. En því fjölbreyttari
mat sem barnið okkar lærir að
borða því betra. Þess vegna er
nauðsynlegt að reyna að fá börn-
in til að bragða á sem flestu. Það
tekur sinn tíma að venjast nýju
bragði, lykt og lit á matnum á
diskinum. Heppilegast er að fara
samningaleiðina og reyna að fá
barnið til að smakka án þess að
þvinga eða dekstra. Það getur
gefið góða raun að hafa skammt-
ana litla og umbuna barninu með
lostætum, en hollum eftirrétti,
svo sem appelsínu eða eplabát,
vínberjum eða kíwí.
Agi á matmálstímum
í eldhúsinu er í fullu gildi sú upp-
eldisregla að börn þarfnast aga.
Við þurfum að koma börnunum
okkar í skilning um það að eng-
inn óskemmdur, hollur vel mat-
reiddur matur er vondur eða
ógeðslegur. Þau þurfa að læra að
það eru ekki mannasiðir að setj-
ast til borðs með öðru fólki og
viðhafa slíkar yfirlýsingar. Hins
vegar hefur hvert einasta barn
vitaskuld fullan rétt á að segja:
„Mér finnst þetta ekki gott, ekki
meira takk!“
Við foreldrar þurfum að gæta
þess að gleyma ekki í flýti hvers-
dagsins að kenna börnunum okk-
ar almenna borðsiði.
Yngstu börnin þurfa að fá
tækifæri til að æfa sig að borða og
drekka. Það tekur sinn tíma að
læra að borða snyrilega og við
foreldrarnir erum við matarborð-
ið, sem annars staðar, fyrirmynd
barnanna okkar.
Ósamlyndi, rifrildi og skammir
á matmálstíma veldur lystarleysi
og neikvæðu viðhorfi til matar.
Kveikjum á kerti og gerum mál-
tíðina huggulega.
Hvernig eru matmáls-
tímarnir?
Með breyttu þjóðfélagsmunstri
verða þær færri og færri máltíð-
irnar sem fjölskyldan borðar
saman í friði og ró.
Sífellt fleiri borða morgunmat á
hlaupum eða skella í sig einu
kaffi- eða mjólkurglasi, þrátt fyr-
ir mikla umræðu um mikilvægi
þessarar máltíðar.
Hádegisverðurinn er ýmist
snæddur á vinnustöðum, í skól-
um eða þar sem yngstu börnin
eru í gæslu. Á sumum heimilum
geysast fjölskyldumeðlimir heim
akandi eða hlaupandi og fá sér
snarl til að bægja mestu svengdar-
tilfinningunni frá.
Miðdagskaffið er á flestum
heimilum sá tími þegar fólkið
tínist heim, á misjöfnum tíma,
rífur upp ísskápshurðina og kíkir
í brauðkassann. í von um að
finna eitthvað ætilegt og bjargar
sér hver sem betur getur.
Loks þegar tekist hefur að elda
aðalmáltíðina, kvöldverðinn,
næringarríkan og hollan, borða
börnin tvo bita.
í raun er það ósköp eðlilegt.
Þeirra degi er lokið og komið að
háttatíma. Þau eru búin að bíða
eftir matnum frá því þau komu
heim og eru nú dauðþreytt, úrill
og lystarlaus. Þeirra vegna væri
heppilegt ef hægt væri að koma
því við að hafa kvöldverðinn
milli klukkan 5-6 síðdegis. Ef
ekki, gefið þeim þá hollan auka-
bita, meðan þau bíða, til dæmis
ávöxt, brauðsneið eða bruðu. En
munið, að eftir hálfa mjólkur-
fernu hefur ekkert barn lyst á
kvöldmatnum. í raun eru auka-
bitar, ef rétt er valið, ekki slæmur
kostur. Börn þurfa fleiri og
smærri máltíðir en fullorðnir og
benda má á að nú er talið heppi-
legra fyrir þá sem eiga við offitu-
vandamál að stríða að borða oft-
ar og minna í einu.
Mjó börn í megrun
Við erum margir foreldrarnir
sem alltaf erum í megrun. Á
sumum heimilum inniheldur
ísskápurinn og matarskápurinn
nær eingöngu úrval hitaeininga-
snauðra rétta. Þar er undanrenna,
ýmsir diet-drykkir, létt þetta og
létt hitt, grænmeti og hrökk-
brauð.
Því miður er raunin sú að
stundum lenda börn þeirra sem
eru í megrun á megrunarfæði án
þess að vera kílói of þung! Höf-
um hugfast að börn eiga aldrei að
fara í megrun nema í samráði við
lækni.
Börn í örum vexti hafa þörf
fyrir mjög fjölbreytta fæðu en alls
ekki megrunarfæðu.
Endalausa veislan
Það er voða gott að fá sér hress-
ingu í ótal tilfellum. Vegna þess
að dagurinn var erfiður, eða sér-
staklega skemmtilegur. Ef til vill
á einhvern afmæli, einhver kem-
ur í heimsókn eða við förum í
heimsókn. Óskastundin eða
Spaugstofukallarnir eru í sjón-
varpinu, allir heima, kjörið að fá
sér eitthvað gott!
Hvað með máltíðirnar sjálfar,
er veisla hjá okkur allar helgar?
Hve langt þarf að ganga til að
skapa tilbreytingu um jól eða
páska?
Hafa börnin okkar gott af öll-
um þessum hressingum og veislu-
mat?
Ef til vill er lausnin í því fólgin
að skapa börnunum okkar þann-
ig matarvenjur að saman fari
hressing, veisla og hollusta. Það
er svo ótalmargt fleira gott en
sætindi og gosdrykkir. Hafið þið
prófað að blanda í skál sól-
blómafræi og rúsínum, gott
snakk. Veljum popp, sveskjur,
harðfisk og grænmeti. Bökum lít-
ið sætt gerbrauð, gulrótarkökur,
eplakökur og vöfflur. Utbúum
ávaxta- og ísrétti, ostapinna, litlar
lystugar samlokur úr grófu
brauði og hollu áleggi. Berum
grænmeti og ávexti fram á fjöl-
breyttan listaukandi hátt fyrir
börnin okkar.
Útbúum hollt og gott nesti
handa okkur og börnunum, sam-
lokur, gróf muffins, gerdeigsboll-
ur, hafrakex og kakó, hvort sem
börnin taka nestið með sér á leik-
völlinn eða við förum með þeim í
göngu- eða hjólreiðaferð.
Barnanna vegna er gott að
reyna að draga úr saltneyslu á
heimilinu. Drögum smátt og
smátt úr saltneyslu á heimilinu.
Börn geta vanist á að borða popp
ósaltað og mjög salt álegg eins og
ýmsir ostar er óhollt fyrir ung
börn. Veljum matvæli sem inni-
halda leyfilegt magn aukaefna
frekar en matvæli sem nánast
byggjast upp á aukaefnum.
Vatn
Kennum börnunum okkar að
drekka vatn við þorsta. Efna-
skipti barna eru svo ör að þau
þurfa mikinn vökva og oft átta
þau sig ekki á hve þyrst þau eru.
Þegar börn eru óróleg og ónóg
sjálfum sér er gott ráð að gefa
þeim vatn að drekka, oft líður
þeim strax betur eftir að hafa
drukkið eitt eða tvö glös.
Berum vatn fram í fallegum
flöskum eða könnum og lærum
að meta gæði þess.
Viðhorf til matar,
hvað er matur?
Hvað læra börnin okkar af okkur
þegar við veljum mat í verslun-
um, matreiðum hann í eldhúsinu
og borðum?
Hugsum málið hver fyrir sig. í
framhaldi af því er ágætt að
spjalla við börnin og gefa þeim
tækifæri til að taka þátt í þessu
ferli. Hvað vilja þau kaupa í búð-
inni sem þeim finnst gott og við
vitum að er hollt? Er sú hætta
fyrir hendi að börnin okkar verði
eins og stórborgarbörn erlendis
sem telja jafnvel kjöt, fisk og
mjólk framleitt í verksmiðjum?
Leitumst við að fræða börnin
okkar um þau hráefni sem matur-
inn er unninn úr. Gætum þess að
þau læri að borða mat í sem upp-
runalegastri mynd en ekki ein-
göngu unnin matvæli. Stöppum
ekki allan mat í ógreinilega kássu
á diskinn þeirra, gefum þeim
tækifæri til að sjá kjötbitana.
Leyfum þeim að fylgjast með og
síðar að hjálpa til þegar við slægj-
um fisk og setjum í pott, krydd-
um lambalæri, tökum upp kart-
öflur og rófur og þegar við bök-
um gerbrauð, sem lyftist svo
skemmtilega upp úr skálinni.
Sýnum þeim að við borðum
hollan mat með jákvæðu hugar-
fari. Prófum sjálf eitthvað nýtt!
Viö vinnslu greinarinnar var haft samráð
við Kristínu Sigfúsdóttur hússtjórnar-
kennara á Akureyri.
Fæðuhringurinn
Fæðuhringurinn ætti að vera i hverju eldhusi. Það er
tilvalið að setjast niður með börnunum á heimilinu og
bua til fæðuhring. Teikna hann og lita. Um leið má spjalla
um i hvaða fæðuflokki vinsælasti og algengasti
maturinn á heimilinu er og hvort magn hverrar
fæðutegundar samsvari þvi vægi sem æskilegt er
samkvæmt fæðuhringnum.
Næsti þáttur: Börn og hreyfing/hreyfingarleysi