Dagur - 07.03.1992, Síða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 7. mars 1992
Dulspeki
Einar Guomann
er orðið um staðreyndirnar?
Hvað
Það var ætlun mín að segja frá
lítilli múmíu sem fannst inn í
kletti í Wymong í Bandaríkjun-
um og er merkileg fyrir margra
liluta sakir. Ekki einungis fyrir
það hvar hún fannst, hvernig og
hvernig hún leit út, heldur einnig
hvernig ýmislegt hefur skolast
til í frásögnum af henni. Pegar
ég fór að kanna þær heimildir
sem ég hafði um þessa múmíu
fann ég tvær ljósmyndir af
henni í sitt hvoru ritinu. Munur-
inn var hins vegar sá, að í öðru
ritinu er sagt réttilega frá öllum
helstu staðreyndum sem vitað
er um hana - sem ég mun segja
betur frá hér á eftir - en í hinu
ritinu er sagt að ljósmyndin af
múmíunni sé talin vera af dauð-
um flugmanni fljúgandi furðu-
hluts sem átti að hafa hrapað
nálægt Mexícó City á sjötta
áratugnum. Þeirri sögu fylgdi
einnig sú fullyrðing að farið
hefði verið með þessa veru til
Þýskalands til rannsókna en
aldrei hefði spurst af henni eftir
það.
Þegar svona er komið þar
sem tvær sögur stangast svona
harkalega á er ekki laust við að
ýmsar spurningar fari að sækja
á mann. Hvernig koma upp
svona misbrestir? Eru menn
farnir að hagræða ljósmyndum
og staðreyndum eftir því sem
athyglisverðast þykir? Það er í
það minnsta ljóst að sögu þess-
arar múmíu hefur verið hagrætt
á frekar skáldsagnakenndan
hátt.
En víkjum nú að liinni réttu
sögu af múmíunni. Við skulum
í það minnsta vona að það sé
ekki enn ein skáldsagan. Hún
mun vera um þrjátíu og fimm
sentimetrar á hæð og þeir vís-
indamenn sem rannsökuðu
hana fullyrtu að aldrei hefðu
þeir séð svo smáan einstakling.
Það voru gullleitarmenn í Pedro
fjöllunum í Wymong í Banda-
ríkjunum sem fundu hana í okt-
óber 1932. Þeir voru að skoða
ummerki sprengingar í kletti
þegar þeir rákust á lítinn helli.
Þar sat múmían á syllu. Maður-
inn var lítill og skorpinn og sat
með krosslagða fætur og hend-
urnar í kjöltu sér. Annað augað
var opið til hálfs en hitt galopið.
Múmíunni var komið í hend-
ur vísindamanna sem voru ákaf-
lega tortryggnir út í þetta mál.
Það vafðist að sjálfsögðu fyrir
þeim hvernig hægt væri að jarð-
setja múmíu inni í heilum
kletti. Þess vegna héldu þeir að
um væri að ræða eitthvert
svindl. En þegar þeir höfðu
rannsakað hana duglega með
röntgenmyndatöku, kom hið
sanna í Ijós. Á þeim var greini-
legt að þessi litla vera var raun-
verulega maður. Á myndunum
sáust greinilega brjóstkassi,
hryggur, höfuðkúpubein, fót-
og handleggjabein. Þegar hann
hafði lifað hafði hann verið um
þrjátíu og fimm sentimetrar á
hæð en nú var hann einungis
fjögur hundruð grömm. Á
myndunum kom einnig fram að
tennur voru á sínum stað í
kjálkunum og sérfræðingar
áætluðu að hann hefði verið um
sextán ára þegar hann dó.
Starfsmenn Harvard háskólans
voru meðal þeirra sem rannsök-
uðu múmíuna og komust að
þeirri niðurstöðu að ekki væri
um fölsun eða einhvers konar
svindl að ræða.
Mannfræðingurinn Dr. Henry
Shapiro segir uppruna múmí-
unnar algerlega óþekktan. Hún
sé of lítil til þess að hægt sé að
finna henni stað í mannkyns-
sögunni. Talið var að múmían
væri svipuð og þær egypsku fyr-
ir utan það að hún var ekki vaf-
in í klæði til þess að varna því
að loft léki um hana. Annar
mannfræðingur að nafni Henry
Fairfield segir að múmían geti
verið einn forföður nútíma-
mannsins sem lifði á meginlandi
Norður-Ameríku um miðbik
fyrra Tertíertímabilsins.
Hellirinn sem múmían fannst
í var að sjálfsögðu rannsakaður
hátt og Iágt, en það fundust
engin merki um að þar hefðu
menn dvalist. Þar var einungis
steinsyllan sem maðurinn hafði
setið á öldum saman.
Ein af þeim skýringum sem
komið hafa fram á tilvist þessar-
ar múmíu er sú að náttúran
skapi stundum afbrigðilegar líf-
verur og að þessi maður hafi
verið það sérstakur meðal þjóð-
ar sinnar að þar hafi verið kom-
in ástæðan fyrir því að honum
hafi verið komið svo tryggilega
fyrir.
í dag situr þessi múmía í
glerkassa á safni í þorpinu
Casper og glottir framan í
áhorfendur og enn hefur enginn
komið með fullnægjandi skýr-
ingu á tilvist hennar.
Hvort er þetta mynd af dauðum flugmanni fljúgandi furðuhlutar eða
múmíunni dularfullu? Af því fer tvennum sögum.
Frá Húsnæðisnefnd
Akureyrarbæjar
Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar óskar
eftir tilboðum í byggingu félagslegra
íbúða vegna framkvæmda á árinu 1992.
Útboð þetta er gert með fyrirvara um fjárveitingu til
félagslegra íbúðarbygginga frá Húsnæðisstofnun
ríkisins.
Öll gögn liggja frammi hjá Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, Skipagötu 12.
Tilboðum skal skila á Húsnæðisskrifstofuna fyrir 1.
apríl 1992.
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að
byggja aðveitustöðvarhús á Eskifirði.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns-
veitna ríkisins við Þverkletta 2, Egilsstöðum og
Laugavegi 118, Reykjavík frá og með þriðjudeginum
10. mars 1992 gegn kr. 10.000 skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins á Egilsstöðum fyrir kl. 14.00, miðvikudaginn
25. mars 1992 og verða þau þá opnuð í viðurvist
þeirra bjóðenda, sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK
92001, Eskifjörður aðveitustöð".
Reykjavík, 6. mars 1992.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS.
BYGGINGAVORUR
LÓNSBAKKA
Málningartilboö
Veitum 15%
staðgreiðsluafslátt
af öllum málningarvörum
(málningu, penslum, rúllum o.fl.)
★
Tilboðið gildir frá 9.-21. mars
601 Akurevri • *SSr 96-30321 & 96-30326 • Fax 96-27813