Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 10. mars 1992 48. tölublað r faiwW®* \ & HERRADEILD Gránutelagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599^ Gífurleg úrkoma um norðanvert landið sl. sunnudag: Tjón í fjölda íbúöa á Akureyri Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglumaður, með nokkur þau tól sem gerð voru upptæk hjá fíkniefnaneytend- um. Það skal tekið fram að riffillinn tengist ekki málinu að öðru leyti en því að hann var gerður upptækur við hús- leit, sökum þess að ekki reyndist vera leyfi fyrir honum. Mynd: Golli Víðtækt fíkniefnamál til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri: Þrír menn úrskurðaðir í gæslu- varðhald en einn látinn laus - á bilinu 20 til 30 einstaklingar koma við sögu í þessu máli Gífurleg úrkoma var víða um norðanvert landið aðfaranótt sunnudags og sl. sunnudag. I úrkomumæli við lögreglustöð- Veðrið: Norðan- og simnanáttávíxl í dag gerir Veðurstofan ráð fyrir allhvassri norðanátt um norðavert landið með élja- gangi eða snjókomu og 4-10 gráðu frosti. Á morgun er búist við að vind- ur snúst til suðlægrar áttar á nýj- an leik með þurru veðri norðan- lands og 5-10 gráðu frosti. Horf- urnar fyrir fimmtudag eru austan og norðaustan átt með éljum eða snjókomu og 4-8 gráðu frosti. óþh Bflvelta í Blöndudal - þrír Bakkusarbíl- stjórar á Króknum Fremur róleg helgi var hjá lög- reglumönnum í Skajgafirði og Húnavatnssýslum. A Sauðár- króki voru þó teknir þrír grun- aðir um ölvun við akstur og bílvclta varð í Blöndudal í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki var helgin tíðindalítil nema þrír ökumenn voru teknir grunaðir um að vera í fylgd með Bakkusi og sagði varðstjóri tölu- verðan tíma vera síðan svo marg- ir vínandaökumenn hefðu náðst á einni helgi. Lögreglan á Blönduósi þurfti lítil afskipti að hafa af ökumönn- um sem öðrum þegnum um helg- ina utan þess að í gærmorgun valt bíll í Blöndudal. Að sögn lög- reglu var töluvert krap á veginum og snérist bílinn í því, með þeim afleiðingum að hann lenti út af og valt. Ökumaður og þrír farþegar sluppu nokkuð vel frá veltunni og slösuðust einungis lítillega, en bíllinn er illa farinn. SBG Samkomulag hefur orðið um að Slippstöðin hanni og smíði vinnslubúnað í nýjan togara sem útgerðarfyrirtækið Ögur- vík í Reykjavík er að láta smíða fyrir sig í Noregi. Bún- aðurinn mun kosta um 25 millj- ónir króna og á Slippstöðin að aflienda hann í sumar. Hið nýja skip Ögurvíkur verð- ur eitt af stærstu skipum flotans þegar það kemur hingað til lands ina á Akureyri safnaðist 33,9 millimetra úrkoma á einum sólarhring, sem telja verður með meira móti á svo skömm- um tíma. Auk mikillar úrkomu var bálhvasst og er Degi kunn- ugt um að fjöldi húseigenda hafi orðið fyrir töluverðu vatnstjóni. Guðmundur L. Helgason, hjá Sjóvá-Almennum á Akureyri, sagði að hann hafi haft nóg að gera sl. sunnudag við að skoða tjón í íbúðum á Akureyri, t.d. á teppum og parketi. „í flestum tilfellum var um að ræða að hurðir, gluggar og annað slíkt hafði gefið sig og vatnið seytlað inn í íbúðirnar. Þetta er tjón sem fólk ber sjálft. Það nær engin trygging yfir svona utanað- komandi vatn. Verði asahláka eða úrhellis rigning, eins og í þessu tilviki, og niðurföll ná ekki að flytja allt vatn burtu og það flæðir inn í íbúðir, þá bæta trygg- ingar slíkt tjón. Ef vatn hins veg- ar seytlar inn um gluggana eða hurðir, eða niður með þakinu, þá er ekki liægt að kaupa tryggingu fyrir slíku. Litið er svo á að þetta sé eitt af því sem flokkist undir viðhald húseigna," sagði Guð- mundur. óþh Vegagerðarmenn frá Akureyri og úr Skagafirði höfðu nóg að sýsla á Öxnadalsheiði í vatns- veðri sl. sunnudags. Vestast í Giljareitum og víðar ruddust krapa- og aurskriður yfir veg- inn, en hvergi þó þannig að skemmdir hlytust af. Að sögn þeirra hjá Vegagerð- inni lokaðist vegurinn yfir Öxna- dalsheiðina ekki nema stutta stund af þessum sökum, enda voru tæki úr Skagafirði og frá Akureyri komin snemma upp á heiði til að ryðja veginn. Skrið- urnar eða spýjurnar eins og vega- gerðarmenn vildu kalla þetta, stífluðu ræsi og ruddust yfir veg- síðar á árinu. Skipið verður búið fullkomnustu fiskvinnslu- og frystitækjum. „Það sem um er að ræða hjá okkur er allur búnaður í vinnslu- salinn. Við hönnum vinnslulín- una frá grunni og smíðum, ef frá eru taldar vélar sem settar eru niður tilbúnar en þær eru minnst- ur hluti af verkinu,“ sagði Sigurð- ur Ringsted, forstjóri Slippstöðv- arinnar. Rannsóknarlögrcglan á Akur- eyri vinnur nú að rannsókn á einu víðtækasta fikniefnamáli, inn á nokkrum stöðum og meðal annars yfir nýja kaflann sem tek- in var í notkun í haust. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni urðu hvergi í Eyja- firði, Skagafirði né Húnavatns- sýslum, verulegar skemmdir á vegum vegna vatnsveðursins og leysinganna. Víða rann þó yfir vegi og aðeins úr þeim og í Vest- urdal í Skagafirði og Svínadal í Húnaþingi urðu vegir illfærir af þessum sökum. Lagfæringar á skemmdunum stóðu yfir í gær, en eins og einn vegagerðarmanna á Sauðárkróki sagði: „Þá höfum við séð það miklu svartara en þetta.“ SBG Hann segir að búnaðurinn verður settur í skipið í Noregi en Slippstöðin rnuni hafa eftirlit og veita ráðgjöf við niðursetningu hans. Ögurvík leitaði til nokk- urra aðila um tillögur að búnaði í nýja skipið og valdi Slippstöðina úr til frekari viðræðna. Sigurður Ringsted segir að þetta verk henti stöðinni vel. „Okkar ryðfría deild er alltaf að eflast. Ein deilda í fyrirtækinu sem hún hefur til þessa fengist við, Um er að ræða neyslu á hassi á Akureyri og tengjast á milli 20 og 30 málinu á aldrin- um 17-40 ára, Síðastliðinn sunnudag var einn 22 ára piltur úrskurðaður í gæsluvarðhald, en hann var látinn laus í gær. Þá voru tveir aðrir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Það var sl. fimmtudag sem rannsóknarlögreglan komst á snoðir um málið og unnið var að því alla helgina. Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglu- maður, sagði í gær að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að á milli 20 og 30 einstaklingar af báðum kynjum tengdust því. Lögreglan hefur þegar lagt hald á rúm 20 grömm af hassi auk ýmissa áhalda, sem notuð hafa verið við neysluna. Þá liggja fyrir játningar um neyslu á um 200 grömmum af hassi. Gunnar sagði að öll þessi neysla væri á Akureyri og væri talið að hún hefði varað í frekar skamman tíma. „Það er ekkert sem bendir til þess að þarna hafi hefur hún haft mikið meira en nóg að gera í allan vetur og þetta verk kemur í framhaldi af smíð- um á vinnslulínu í Þórunni Sveinsdóttur VE. Þessar línur er það sem við höfum verið að gera í vaxandi mæli undanfarin ár og byrjaði strax þegar Örvar var afhentur 1982. Við höfum talið okkur vera í fararbroddi á þessu sviði og smíðað í mjög mörg skip,“ sagði Sigurður. JÓH farið fram sala í ábataskyni,“ sagði Gunnar. Hann sagði að rannsókn máls- ins væri tímafrek, enda margir sem tengdust því „og menn mis- jafnlega samvinnufúsir“. Sumir þeirra sem tengjast málinu hafa áður komið við sögu í fíkniefna- málum, ekki bara á Akureyri, en að sögn Gunnars eru þarna líka dæmi um einstaklinga sem aldrei áður hafa komið við sögu fíkni- efnamála. Að rannsókn lokinni verður þessu máli vísað til ríkissaksókn- ara og síðan til meðferðar dóms- stóls í ávana- og fikniefnamálum. óþh Hafrannsóknastofnun: AmarogRauði- núpur famir í togararaH Tveir norðlenskir togarar eru nú farnir í hið árlega togararall Hafrannsóknastofnunar. Þetta eru þeir Arnar frá Skagaströnd og Rauðinúpur frá Raufar- höfn. Þrír togarar til viðbótar taka þátt í rallinu, Bjartur, Ljósafell og Vestmannaey. Hafrannsóknastofnun tekur togarana á leigu í þrjár vikur og hófst rallið í síðustu viku. Áætlað er að togararnir veiði um 600 tonn í þessu ralli og er sá afli utan kvóta. Tilgangur togararallsins er sem fyrr að kanna stofnstærð ýmissa fisktegunda á miðum hér við land en einnig verður fæða nytjastofn- anna rannsökuð sérstaklega og tekin ntörg fæðusýni. SS Slippstöðin hf.: Smídar vmnslulínu í frystitogara Ögurvíkur Öxnadalsheiði: Vegaskemmdir í vatnsveðrinu - „höfum séð það svartara“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.