Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 10. mars 1992 Flskmlölun Noröurlands á Dalvík - Fiskverö á markaöí vikuna 01.03-07.03 1992 Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verö Meöalverö (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti Grálúöa 55 55 55,00 495 27.225 Hlýri 60 40 45,32 64 2.934 Karfi 50 44 47,73 466 22.585 Keila 34 34 34,00 588 19.992 Langa 43 43 43,00 27 1.161 Lúöa 350 350 350,00 70 24.500 Rauömagi 75 75 75,00 418 31.350 Skarkoli 76 60 75,92 5.020 381.120 Steinbítur 60 47 57,16 1.914 109.401 Ufsi 49 45 46,02 47 2.163 Vsa 121 121 121,00 2.253 272.613 Þorskur 115 63 99,07 15.425 1.601.447 Þorskur, smár 80 80 80,00 3.059 244.720 Samtals 91,85 29.846 2.741.211 Dagur birtir vikulega töflu yfir fiskverfi hjá Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík og greínir þar frá verðinu sem fékkst i vikunni á undan. Þetta er gert I Ijósi þess að hlutverk fiskmarkaða í verðmyndun islenskra sjávarafurða hefur vaxið hröðum skrefum og því sjálfsagt að gera lesendum blaðsins kleift að fylgjast með þróun markaðsverðs á fiski hér á Norðurlandi. Fréttir Starfsmenn Blikkrásar hf. á Akureyri stóðu í ströngu að morgni öskudags, ekki við venjuleg störf held- ur við að meta söng öskudagsliða. Fyrirtækið hafði auglýst að það myndi veita verðlaun fyrir besta sönginn og að sögn Odds Halldórssonar komu 70 lið og sungu fyrir starfsmenn. Þrjú lið voru verðlaun- uð og bauð Blikkrás börnunum, átján talsins, í pizzu á Greifanum sl. laugardag og kunnu þau vel að meta þessa viðurkenningu. Mynd: ss Fundur á baráttudegi kvenna á Akureyri: Karlar í brennidepB Jafnréttisnefnd Akureyrar boðaði til fundar á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum baráttu- degi kvenna á sunnudaginn. Að sögn Valgerðar Bjarna- dóttur jafnréttisfulltrúa varð fundurinn fyrir barðinu á ófærðinni því annar tveggja fyrirlesara sem vera átti á fundinum, Hildur Jónsdóttir verkefnisstjóri norræna jafn- launaverkefnisins, komst ekki norður. Að sögn Valgerðar sóttu fund- inn 24 konur og einn karl sem var heldur færra en við var búist. Hins vegar hefðu spunnist lífleg- ar umræður um stöðu kynjanna, ma. um stöðu karla. Spannst sú umræða út frá nýlegri nefndar- skipan félagsmálaráðherra en þeirri nefnd er ætlað að fara í saumana á stöðu karla í sam- skiptum kynjanna. „Við veltum því fyrir okkur í hvaða farveg starf þessarar nefndar myndi fara og vorum sammála um mikilvægi þess að fjallað væri um jafnréttismál út frá hagsmunum beggja kynja. í raun fara þeir saman því ef konur öðlast meiri rétt og styrk á hinu ytra sviði og karlar meiri styrk á því innra, tilfinningasviðinu, er það af hinu góða. Hingað til hafa jafnréttismálin snúist um nauð- syn þess að styrkja stöðu kvenna út á við. Nú er hins vegar rætt um að það sé slæmt hversu veikir karlar eru á tilfinningasviðinu, þeir bæla tilfinningar sínar og fá síðan margir hverjir útrás fyrir þær í ofbeldi gegn konum. Á fundinum var töluvert rætt um ofbeldi gagnvart konum og hvað Sjávarútvegs- ráðuneytið: Sfldarvertíð framlengd til 22. mars Um síðustu mánaðamót runnu út leyfi til sfldveiða sem sjávar- útvegsráðuneytið gaf út á sl. hausti. Þá vantaði 10.000 tonn upp á tækist að veiða upp í kvótann sem var 110.000 tonn. Þess vegna hefur ráðuneytið nú ákveðið að framlengja leyfi til sfldveiða fram til 22. mars nk. í frétt frá ráðuneytinu segir að þetta sé gert í ljósi þess að enn vanti nokkuð á að hráefni sé fengið fyrir þá samninga sem þegar hafa verið gerðir um sölu á saltaðri síld. -ÞH | hægt væri að gera til að stöðva það. Ofbeldi er sú leið sem marg- ir karla kunna eina til að tjá erf- iðar tilfinningar og enn er það hálfpartinn viðurkennt að þeir fái útrás fyrir það á sínum nánustu,“ sagði Valgerður. Hún sagði að það hefði vakið athygli sína hve hár meðalaldur- inn var á fundinum. „Það er spurning hvort ungar konur eru of uppteknar eða áhugalausar um jafnréttismál, eða hvort þær sjái ekki eins vel og þær sem eldri eru hversu alvarleg staðan er,“ sagði hún. Þessi fundur á sunnudaginn er upphafið á fundaröð sem hlotið hefur nafnið Opið hús jafnréttis- nefndar. Ætlunin er að halda fundi á svona sex vikna fresti, væntanlega í Laxdalshúsi, um óákveðna framtíð. Þar mun Hild- ur Jónsdóttir mæta fljótlega svo Norðlendingar fara ekki alveg á mis við erindi hennar. -ÞH Kostnaður við áfengisneysluna jafngildir nær allri veltu hita- veitna í landinu og er þrefalt hærri en sú fjárhæð sem háskólar og rannsóknastofnanir fá á fjár- lögum ríkisins. Helgi Seljan, formaður Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu, sagði á fundinum að sambandið hafi í langan tíma barist fyrir því að svona skýrsla yrði unnin, en til þess hafi skort fjármagn. Fyrr- verandi fjármálaráðherra, Ólafur Akureyri: Bærinn kaupir Brekku götu 34 fyrir dagvist Ákveðið hefur verið að Akur- eyrarbær kaupi húseignina Brekkugötu 34 af Pétri Reim- arssyni og Ernu Indriðadóttur fyrir dagvist. Ekki hefur þó endanlega verið gengið frá kaupunum. Brekkugata 34 er 284 fermetra hús á tveim hæð- um auk kjallara, byggt árið 1944, og sagði Ingibjörg Eyfells, dagvistarfulltrúi, að þar verði pláss fyrir um 30 börn. Að sögn Ingibjargar hentar þetta húsnæði ágætlega fyrir dagvist, en þó þarf vitaskuld að gera á því nokkrar breytingar. „Þetta virðist töluvert ódýrari kostur en að byggja nýja dag- vist,“ sagði Ingibjörg. Stefnt er að því að þessi nýja dagvist verði komin í gagnið að loknum sumar- leyfum. Ingibjörg orðaði það svo í sam- tali við Dag að þau 30 pláss, sem sköpuðust með þessari nýju dag- vist, væri aðeins dropi í hafið. Nú eru á biðlista 245 börn (miðað er við að börn hafi náð tveggja ára aldri um síðustu áramót) og sagði Ingibjörg að þrátt fyrir nýja dagvist lengdist biðlistinn. Lengstu biðlistarnir eftir barna- heimilisplássum eru á Síðuseli og Flúðum. Eins og fram kom hjá félags- málastjóra Akureyrarbæjar í Degi nýverið horfa menn til þess að næsta nýja dagvist í bænum verði í Giljahverfi. óþh Gert er ráð fyrir að í þessu húsi, sem Akureyrarbær kaupir af Pétri Reimars- syni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sæplasts hf., og Ernu Indriðadóttur, fyrrverandi deildarstjóra RÚVAK, verði pláss fyrir um 30 börn. Mynd: Goiii , Áfengisneysla íslendinga: Tekjur ATVR standa varla undir kostnaðinum sem af henni hlýst - samkvæmt nýrri könnun Hagfræðistofnunar Háskóla íslands fyrir Landssambandið gegn áfengisbölinu Skýrsla um tekjur og kostnað þjóðfélagsins vegna áfengis- neyslu var kynnt á blaðamanna- fundi í Reykjavík í gær. Skýrsl- an var unnin af Hagfræðistofn- un Háskóla íslands fyrir Landssambandið gegn áfengis- bölinu og nær til áranna 1985- 89. Miðað við þær upplýsingar sem skýrsluhöfundar fengu kostaði áfengisneysla þjóðfé- lagið 5,7-6,1 milljarð króna árið 1985-89 á verðlagi ársins 1991. Á sama tíma námu tekj- ur ÁTVR af áfengissölu 5,3- 6,9 milljörðum króna miðað við verðlag ársins 1991. Ragnar Grímsson, veitti verkefn- inu stuðning með því skilyrði að virtur og áreiðanlegur aðili yrði fenginn til þess. Hagfræðistofnun Háskólans varð fyrir valinu og skilaði hún skýrslunni í lok síð- asta árs og var hún kynnt á full- trúaráðsfundi sambandsins í des- ember sl. Sambandinu þótti hins vegar tilvalið að kynna skýrsluna í tengslum við heilbrigðisdag ljós- vakamiðlanna sem er á morgun, miðvikudaginn 11. mars. Kristín Sigurbjörnsdóttir við- skiptafræðingur vann skýrsluna að mestu Ieyti og kynnti hún helstu niðurstöður á fundinum. í máli hennar kom fram að erfið- lega hefði gengið að fá upplýsing- ar, einkum úr heilbrigðisgeiran- um, auk þess sem kostnaðartölur liggi ekki eins víða frammi og tekjutölur. Kristín sagði að gróf- lega áætlað skiptist kostnaðurinn þannig að 65% væri framleiðslu- tap þjóðfélagsins, læknishjálp um 20% og félagslegur kostnaður um 15%. Guðmundur Magnússon, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, sagði á blaðamanna- fundinum að framhaldið væri heilbrigðisráðuneytisins og sam- taka gegn áfengisneyslu til þess að fá meiri vitneskju um áfengis- neyslu þjóðfélagsins. „Það myndi auðvelda ákvarðanir, ma. vegna fjárframlaga til áfengisvarna og heilbrigðisþjónustu vegna áfeng- isneyslu,“ sagði Guðmundur. Helgi Seljan sagði að niður- stöður skýrslunnar hefðu staðfest grun sinn um að gróðatölur ÁTVR standi varla undir kostn- aðinum sem hlýst af áfengis- neyslu. „Við höfum kynnt nokkr- um þingmönnum þessar niður- stöður og sumir hrukku við þegar þeir sáu hvert tekjutapið af áfengissölu var í raun,“ sagði Helgi. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.