Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 3
seer aiao-i .O'c irjuebuiöh^ - RUÐAG - 5 Þriðjudagur 10. mars 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Bæjarstjórn Húsavíkur: „Teljum að hagsmuuir bæjarfélagsins og íbúa hans fari saman“ segir í svarbréfi til Verkalýðsfélags Húsavíkur „Við teljum að fyllsta aðhalds hafi verið gætt við gerð fjár- hagsáætlunar án þess að skerða lögboðnar kröfur og óskir íbúa bæjarins um ákveðna þjónustu. Enn fremur er rétt að minna á bein framlög bæjarfélagsins til atvinnulífs á Húsavík, til að tryggja atvinnu og til að reyna að halda uppi verðmæti eigna bæjarbúa. Þannig teljum við að hagsmun- ir bæjarfélagsins og íbúa hans fari saman og að fólkið fái sína fjármuni til baka í þjónustu og því mannlífi sem við búum okkur sameiginlega hér á Húsavík.“ Svo segir í svarbréfi Bæjarstjórnar Húsavíkur til Verkalýðsfélags Húsavíkur, varðandi fasteignagjöld og gjaldskrár hjá Húsavíkurbæ, Hafrannsóknastofnun: Áhrifa hlýsjávar gætir á norðurmiðiiin ástand sjávar við landið svipað og fyrir ári Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið árlegum sjórannsóknaleiðangri á miðunum umhverfis landið. Heildarniðurstöður leiðang- ursins sýna meira eða minna venjulegt árferði í hlýja sjón- um og innstreymi hans á norð- urmið er í líkingu við það sem var í febrúar á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun í gær er hlýsjórinn fyrir Suður- og Vestur- Iandi heldur undir meðallagi að hita. Áhrifa hans gætti á norður- miðum allt austur að Siglunesi eins og sl. vetur en það var breyt- ing til batnaðar frá því sem var á árunum 1988-1990. Skilin milli kald- og hlýsjávar voru í vetur einnig langt undan fyrir norðan og austan land og hvergi gætti pólsjávar í efri lögum sjávar í Austur-íslandsstraumi. Er það í góðu samræmi við lítinn eða engan hafís á miðunum við landið í vet- ur og er svo að vænta áfram í vet- ur og vor. í Ieiðangrinum mældist hitastig sjávar fyrir Austfjörðum heldur lægra nú en sl. vetur en djúpt út Bylgja VE-75: Prófanir gengu vel Bylgja VE-75 var í veiðarfæra- prófunum fyrir Norðurlandi um helgina og gengu þær ágæt- lega, að sögn Sigurðar Ring- sted, forstjóra Slippstöðvar- innar. Skipið verður líklegast afhent síðar í vikunni. „Þetta gekk eins og til stóð. Auðvitað eru mörg smáatriði sem þarf að lagfæra enda eru þessir túrar farnir til að finna þau. En að öðru leyti held ég að menn hafi verið ánægðir," sagði Sigurð- ur. Hann sagði að það skýrist í dag hvenær skipið verði afhent en lík- legast verði það síðar í vikunni. Það ráðist af því hvernig gangi að fara yfir þau atriði sem fram hafi komið í prófununum. JÓH DAGUR Akureyri S 96-24222 Norðlenskt dagblað af Austfjörðum, á svokölluðu Rauða torgi, gætti hlýsjávar að sunnan. Skilin milli kald- og hlý- sjávar við Suðausturland voru að vanda í Lónsbug og hitastig grunnt með Suðurlandi, á loðnu- slóð, var yfir 6 gráðum, en á Sel- vogsbanka var hitstig sjávar fremur lágt og selta einnig sem sýnir mikil áhrif ferskvatns- rennslis frá landi. Ástand sjávar á miðunum verður næst kannað í árlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofn- unar í maí næstkomandi. JÓH en VH mótmælti hækkunum á þeim í bréfi 19. feb. sl. í svarbréfi bæjarins er það leið- rétt að fasteignagjöld hafi hækk- að um 15% og fram kemur að fasteignagjöld hafi hækkað um 6,2%, en um 10% ef einungis íbúðarhúsnæði er tekið. Því er haldið fram að það veiki mjög trúverðugleika samanburð- ar í bréfi VH að bera saman Húsavík og Reykjavík, sem hafi sérstöðu meðal sveitarfélaga á landinu, fyrst og fremst vegna þess vægis er aðstöðugjald hefur í tekjuöflun Reykjavíkur. Samanburður fasteignagjalda er talinn óraunhæfur þar sem hol- ræsagjald sem vegur 17% á Húsavík í dæmi VH er ekki inn- heimt með fasteignagjöldum í Reykjavík. Þar er aftur á móti gatnagerðargjald af fjölbýlishúsi 240,9% hærra en á Húsavík. Með bréfi bæjarstjórnar fylgir yfirlit yfir breytingar á gjald- skrám fyrir þjónustu á vegum bæjarins og útborguð meðallaun á tímabilinu 1988-1992. Sam- kvæmt þessum upplýsingum hafa launin hækkað um 42% á tíma- bilinu, en barnagæsla um 56%, Tónlistarskóli um 38%, Sundlaug um 42%, Heitt vatn um 36% og rafmagn um 53%. Einnig er með- fylgjandi samanburður á sömu gjaldskrám í mars 1992, milli kaupstaða á Norðurlandi og þar kemur fram að Húsavík er alls staðar í lægri kantinum. IM VERKALYÐSFÉLAGIÐ EINING Einingarfélagar Nú skal halda félagsmálanámskeið Nú er tækifæri til að læra hvernig á að koma fram í ræðustól. Fræðslunefnd Vlf. Einingar mun halda félagsmála- námskeið dagana 13. til og með 15. mars n.k. að Skipagötu 14, 2. hæð. Námskeiðið stendur yfir: föstudag frá kl. 20.00-22.30 laugardag frá kl. 09.00-17.00 sunnudag frá kl. 10.00-16.00 Farið verður í undirstöðu ræðumennskunnar, svo sem að semja ræðu, ræðuflutning, framkomu í ræðustól, þátttöku í umræðum, rökræður, fundar- reglur og fundarstjórn. Einnig verður leiðbeint um framsögn og raddþjálfun. Þátttakendur vinna í hópum og æfingar eru léttar og skemmtilegar. Kennslugögn verða bókin „Þú hef- ur orðið“ og einnig fjölritað efni. Leiðbeinendur verða frá Menningar og fræðslu- sambandi Alþýðu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 18. Námskeiðið er félagsmönnum að öllu leyti að kostn- aðarlausu. Tilkynning um þátttöku þarf að hafa bor- ist til skrifstofu Einingar fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 12. mars n.k. í síma 23503. Fræðslunefnd Einingar. ATT ÞU MYND AF SJALFUM ÞER? jÍ/lí í * Jt ’ 5 Á aldarfjórðungs afmæli Ljósmyndastofu Páls 1992 fá viðskiptavinir stækkaða mynd í kaupbæti með öllum passamyndatökum. Vonir góðar við það bind, að verði að litlu máli, fái í skyndi skýra mynd, í skírteinið hjá Páli. Þ.E. 1967H 1992 I____ LJÓSMYNDASTOFA SKIPAGÖTU 8 • AKUREYRI • SÍMI 96-23464

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.