Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. mars 1992 - DAGUR - 5 Fokdreifar Um 100 læknar endan- lega fluttir úr landi - íslenskir læknar 1262 talsins samkvæmt félagatali 1. janúar 1992 I nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins er að fínna athygl- isverða grein eftir Svein Magn- ússon, varaformann Læknafé- lags íslands. í greininni fjallar Sveinn um fjölda íslenskra lækna, aldursdreifíngu þeirra, skiptingu eftir kynjum, hversu margir íslenskir læknar eru við sérnám erlendis, hversu margir eru fluttir úr landi til lang- frama o.s.frv. Grein Sveins fer hér á eftir. Samkvæmt félagatali L.í. eru 1262 skráðir íslenskir læknar 1. janúar 1992, þar af er 1201 fædd- ur 1922 eða síðar, það er 70 ára og yngri. Athuganir hafa sýnt að flestir læknar halda stöðum sín- um út sitt sjötugasta aldursár og hafa því kannanir á vinnumark- aði lækna á íslandi miðast við þau starfslok. í þeim orðum, sem á eftir fara, er einungis átt við lækna 70 ára og yngri. Taflan sýnir hvernig læknarn- ir skiptast milli þess að vera á ís- landi og erlendis. Alls eru 376 íslenskir læknar erlendis. í gróf- um dráttum má áætla, að læknar fæddir 1950 eða fyrr, þ.e. eldri en fertugir, séu flestir sestir að er- lendis. Samkvæmt félagaskrá L.í. eru því um 100 íslenskir læknar endanlega sestir að erlendis. Flestir íslenskir læknar ljúka sérnámi um 35 ára aldur og má þvf telja líklegt að læknar fæddir 1957 og fyrr hafi flestir lokið sér- námi. íslenskir læknar fæddir 1951-1957 búsettir erlendis og búnir með sérnám eru alls 131, þ.e. sá hópur, sem líklegast hefur lokið sérnámi en er ekki endan- lega sestur að erlendis og myndi flytja til íslands ef viðunandi starfsaðstaða byðist. Á íslandi eru 166 læknar í sama aldurs- Tafla. íslenskir læknar erlendis 1. janúar 1992 Land Karlar Konur Alls Svíþjóö 168 '48 216 Bandaríkin 80 20 100 Noregur 19 4 23 Bretland 12 4 16 Holland 3 2 5 Danmörk 4 - 4 Kanada 2 1 3 Sviss 2 - 2 Þýskaland 2 - 2 Finnland 1 - 1 Frakkland - 1 1 Nicaragua - 1 1 Óljóst 2 - 2 Alls 295 81 376 hópi. Ef áfram er velt vöngum á sama hátt, má sjá að 145 læknar eru líklegast við sérnám erlendis eða að ljúka því, þ.e. þeir sem eru fæddir 1958 eða síðar, á ís- landi eru 165 læknar á sama aldri. Athygli vekur að af 106 ís- lenskum læknum, sem fæddir eru 1958 og 1959 eru 80 erlendis (75,5%). Sýnir þetta vel, hve ríkulega íslenskir læknar sækja sérnám sitt til annarra landa. I töflu sést hvar íslenskir lækn- ar erlendis eru búsettir, eins og undanfarin ár eru flestir í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virðast læknar hafa skipst nokkuð jafnt milli þessara landa fram til um 1975, er áberandi fleiri fara að sækja til Svíþjóðar, eða %. Þetta hlutfall virðist hafa jafnast aftur síðustu fjögur til fimm árin. Vangaveltur þessar, sem byggjast á félagatali L.í. 1. janú- ar 1992, gefa ekki tilefni til ákveðinna ályktana, en ýmislegt fróðlegt má sjá út úr tölunum. Frekari niðurstöður er verið að vinna á vegum SNAPS-hóps norrænu læknafélaganna, en þau hafa undanfarin ár gefið út hefti, þar sem gerð er úttekt á atvinnu- markaði lækna á Norðurlöndun- um og má nálgast þau á skrifstofu læknafélaganna. Félagatalið leyf- ir ekki sundurliðun eftir sérgrein- um, hins vegar mun í byrjun árs- ins 1992 koma ný læknaskrá frá landlæknisembættinu, þar sem upplýsingar um sérgreinar koma fram. Lesendahornið Til óábyrgra hundaeigenda Hundacigandi á Akureyri skrifar. Ég get nú bara ekki orða bundist yfir því hversu margir óábyrgir hundaeigendur búa í þessum litla bæ. Nær daglega sé ég lausa hunda á skokki um bæinn. Fyrir utan að það er ólöglegt er það hættulegt fyrir hundinn. Er fólki virkilega sama þótt ekið yrði yfir hann? Einnig eru alltof margir sem binda hundana sína úti í garði. Tilgangurinn með því er mér hul- in ráðgáta. Ekki hreyfa þeir sig meira bundnir úti en lausir inni. Ég hef séð krakka sparka í hunda og það getur endað með ósköp- um. Einn náungi sem bindur hund sinn úti, sagði eitt sinn við mig: Það er allt í lagi þótt hund- urinn minn bíti barn, því hann er tryggður fyrir því. Foreldrar ættu að brýna fyrir börnum sínum að gefa sig aldrei að ókunnugum hundum. Krakk- ar geta verið ágengir og sumir hundar þola ekki börn. Einn óábyrgur hundaeigandi hefur sinn hund úti á svölum geltandi og gólandi, nágrönnum til mikill- ar armæðu. Sá hinn sami lætur hundinn sinn skokka með bílnum innanbæjar. Ég spyr: Hvað er svona fólk að gera með hund? Það á hundinn ekki skilið. Ég fer oft í Kjarnaskóg og tek þá eftir því að ekki allir hreinsa upp eftir hundana sína. Það er Engin aðstaða fyrir hjólabrettakrakka lítið mál að vera með litla plast- pokarúllu í vasanum. Hún tekur ekki mikið pláss. Fólk þarf einnig að geta kallað hundinn sinn til sín þegar annað fólk er í sjónmáli, því það er ekki sjálfsagður hlutur að öllum líki vel við hundinn þinn og séu óhræddir við hann. Fyrir mér er hundur félagi og vinur. Ég gæti t.d. ekki lógað honum fyrir sumarfríið mitt eða jólin eins og sumir gera. Hann er einn af fjölskyldunni. Ef þú getur ekki hugsað þannig til hans, skaltu sleppa því að fá þér hund. Léttisfélagar! Nú er loksins komið að því að hin langþráða árs- hátíð félagsins verðúr haldin í Fiðlaranum 4. hæð næstkomandi föstudagskvöld 13. mars og hefst hún með borðhaldi kk 20.30 stundvíslega. Þá verða ýmis skemmtiatriði svo sem söngur, glens og gaman. ' , ' * Rokkbandið leikur fyrir dansi. Miðasala er í Hestasporti og lýkur henni á fimmtudag 12. mars. Félagar sýnum íamstöðu og mætum öll og tökum með okkur gesti: Munið að síðast var uppselt. Nefndin. Ráðstefna um sjávarútvegsmál STAFNBÚI, félag sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri og Akureyrarbær gang- ast fyrir ráðstefnu um SJÁVARÚTVEGSSTEFNU FRAMTÍÐARINNAR Ráðstefnan verður haldin í Alþýðuhúsinu 4. hæð (Fiðlaranum) Skipagötu 14, Akureyri þann 14. mars og hefst kl. 10.30 með innritun ráðstefnu- gesta. Frestur til skráningar rennur út miðvikud. 11. mars. Skráningarsími er 96-11770 f.h. og 11780 e.h. Skráningargjald er kr. 2500 pr. mann (innifalið er matur, kaffi og ráðstefnugögn). DAGSKRA: 10.45 Setningarávarp: Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra. 11.00 Erindi hagsmunaaðila (skipt á tvo sali). Framsögu- menn eru: Snær Karlsson, V.M.S.Í. Kristján Þór Júlíusson, Samb. ísl. sveitarfélaga Hólmgeir Jónsson, Sjómannasamb. íslands Sveinn H. Hjartarson/Kristján Ragnarsson, L.Í.Ú. Guðjón Kristjánsson/Benedikt Valsson, F.F.S.Í. Arthur Bogason, Landssamb. smábátaeigenda Guðlaugur Stefánsson, Landssamb. iðnaðar- manna Sturlaugur Sturlaugsson, Sambandi fiskvinnslu- stöðva Hádegisverður. Fulltrúarstjórnmálaflokkanna. Framsögumenn eru: Jón Sigurðsson, Alþýðuflokki Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kvennalista Kaffihlé. Pallborðsumræður. Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar. 13.00 14.00 16.30 17.00 18.30 Tveir piltar komu á ritstjórn Dags og kvörtuðu yfir aðstöð- leysi þeirra sem leika sér á hjóla- brettum. „Fólk vill auðvitað ekki að við séum á götunum og það er helduf ekki vinsælt að við séum á gang- stéttum. Maður má ekki vera á bestu stöðunum og það er nánast engin aðstaða fyrir okkur. Aðstaðan myndi batna mjög ef við fengjum hjólabrettapall. Það væri til dæmis hægt að setja einn pall við Síðuskóla og annan við Lundarskóla því áhuginn er mestur í þessum skólurn. Það eru margir á hjólabrettum en aðstöðuna vantar alveg. Við von- um að bæjarfélagið geti komið eitthvað til móts við þá fjölmörgu sem nota hjólabretti." Gunnlaugur Þór Flosason og Lúðvík Trausti Lúðvíksson. Vinnuvélanámskeið á Akureyri Námskeiöiö veitir réttindi til töku prófs á allar gerðir vinnuvéla. Inntökuskilyröi eru almenn ökuréttindi. Námskeiöiö er 80 kennslustundir. Námskeiöiö stendurfrá 14. - 22. mars. Kennt veröurfrá 8:30 - 16:30 daglega. Kennsla fer fram í húsi Flugbjörgunarsveitar Akureyrar, Galtarlæk. Skemmtileg fræösla í fullri alvöru Upplýsingar og skráning hjá Vinnueftirliti ríkisins, Glerárgötu 20, s. 25868, Akureyri lóntæknistofnun 11 IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholt. 112 Reykjavík Simi (91) 68 7000 Telex 3020 Istech is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.