Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 10. mars 1992 - DAGUR - 11 'HÉR 8c ÞAR Starfsfólk Trausta sf. á Hauganesi, útgerðar Víðis Trausta, var sannarlega í essinu sínu og virtist skemmta sér hið besta. Myndir: óskar Þór Halldórsson. HÚSEIGENDUR Tökum að okkur allt er viðkemur trésmíði og múrverki NÝSMÍÐI ★ VIÐGERÐIR ★ BREYTINGAR Tilboð - tímavinna. NÝTT A AKUREYRI Visa - Euro - Samkort - Raðgreiðslur. Löggiltir meistarar. Egill Stefánsson múrarameistari, sími 24826. V_____________________ Johannes P. Héðinsson húsasmíðameistari, sími 24851. ____________________________/ KAUPMENNA NORÐURLANDI! Sjávarréttakvöld Sæluhússins á Dalvík: Steiktur langhali, skreiðarstappa tindabykkja, fiskilundir eða... Undanfarin tvö laugardags- kvöld hefur veitingastaðurinn Sæluhúsið á Daivík efnt til sjávarréttakvölda þar sem boðið hefur verið upp á ríflega 50 sjávarrétti. Þriðja og síðasta sjávarréttakvöldið í ár verður nk. laugardagskvöld, 14. mars, og er full ástæða til þess að benda þeim sem hafa áhuga að geyma ekki að panta miða, enda hafa færri komist að en vilja. Sjávarréttakvöldin eru orðin fastur liður í starfsemi Sæluhúss- ins og þau njóta sífellt meiri vin- sælda og viðurkenningar. Ár eftir ár mæta sömu gestirnir og margir þeirra koma langt að, frá höfuð- borgarsvæðinu, vestan af fjörð- um og víðar. Það sem gerir sjávarrétta- kvöldin svo sérstök er auðvitað fyrst og fremst maturinn. Fjöl- breytnin er ótrúleg. Síðastliðið laugardagskvöld var boðið upp á um 50 rétti, bæði heita og kalda. Sem dæmi um heita rétti: Smokk- fiskur í steinseljusmjöri, hausa- stappa, hlýri í rækjusósu, spánsk- ur saltfiskréttur, tindabykkja í ostasósu, steiktur langhali, fiskilundir í rækjusósu, smokk- fiskur í bleki, úthafsrækja í karrí- smjöri, steiktur sólkoli með lauk og papriku og skreiðarstappa. Og á kalda borðinu mátti m.a. finna: marhnúta- og hrognakæfu, rækj- ur í rósavínshalupi, kryddsoðinn ál, marineraðan skelfisk, grá- sleppuhrogn, súra sundmaga, krabba, hákarlsstöppu, ferska léttsoðna kúskel og heilagfiski í hvítlaukssósu. Það var ósvikin sjávarstemmning í Sæluhúsinu sl. laugardagskvöld. Salurinn var skemmtilega skreytt- ur, svona rétt til að minna á sjáv- | arsíðuna. Klæönaður framreiðslu- stúlknanna var í stíl. Tekið var á móti gestum með léttum fordrykk, en síðan var þeim boðið að setjast að snæð- ingi. Undir borðum léku þau Hlín Torfadóttir og Michael Jacques nokkur Iétt lög og hituðu raddbönd gestanna. Arnar Símonarson og Halla Árnadóttir brugðu sér í ýmis gervi og ræddu á léttum nótum við gesti. Að loknum málsverði sáu strákarnir í hljómsveitinni Kredit frá Akur- eyri um að halda fólki á dansgólf- inu fram á nótt. Ummæli eins gestanna í Sælu- húsinu sl. laugardagskvöld, sem var að prófa þetta í fyrsta skipti, segja meira en mörg orð: „Ég þori að hengja mig upp á að hvergi annars staðar á landinu er boðið upp á slíkt sjávarrétta- borð. Væri ekki ráð að Flugleiðir efndu til sérstakra ferða frá Reykjavík hingað?“ óþh [ miðju kafi. Baldur Friðleifsson (t.v.), Björg Pctursdóttir, Sigurður Krist- insson og Jóna Kristína Björnsdóttir. Arnar Símonarson (nær) og Halla Árnadóttir löðuðu fram hlátrasköll með skondnum uppátækjum og ummælum um gestina. Kaupmannasamtök íslands minna kaup- menn og forráðamenn kaupfélaga á Norðurlandi á fundinn um landsbyggðar- verslun á Hótel KEA, laugardaginn 14. mars nk. kl. 13.30. Dagskrá: 1. Ávarp formanns K.í. Bjarna Finnssonar. 2. Ulfar Ágústsson kaupmaður á ísafirði. Starf sérstakrar nefndar sem fjallað hefur um málefni landsbyggðarverslana innan K.f. 3. Georg Olafsson verðlagsstjóri. Frá verðlagsákvæðum til frjálsrar verðmyndunar. 4. Atli Freyr Guðmundsson skrifstofustjóri í viðskipta- ráðuneytinu. Landsbyggðarverslun á vegamótum. 5. Sigurður Jónsson verslunarráðgjafi. Er framtíðin falin í „keðjum"? 6. Fyrirspurnir og umræður. Kaupmannasamtök íslands. Einstakt Daihatsu tilboð Daihatsu Charade TX, 3 dyra, árgerð 1991. Kr. 598.000,- stgr. á götuna. VASK bíll, kr. 498.000,- stgr. á götuna án VSK. INNIFALIÐ í VERÐI: ★ Nýskráning. ★ 5 gíra gírkassi. ★ Sæti tauklædd í miðju. ★ Útvarp og segulband. ★ Skipt aftursætisbak. ★ Hiti í afturrúðu. ★ Tímarofi á þurrkum. ★ Vasar í hliðarhurðum. ★ Ný númer. ★ 6 ára verksmiðjuryðvörn. ★ Stokkur milli sæta. ★ Hátalarar 2x30 w. ★ Stærð hjólbarða 155SR13. ★ Speglar beggja megin. ★ Bremsudiskar að framan. ★ Jafnvægisstangir fr. & aftan. ★ 3ja ára ábyrgð. ★ Þurrka á afturrúðu. ★ Stafræn klukka. ★ Loftnet. ★ Dagljósabúnaður. ★ Stýri & gírst.hnúður leðurlíki. ★ öryggisbelti að framan. ★ Aurhlífar framan. ÞÓRSHAMAR HF BÍLASALA Glerárgötu 36, sfmar 11036 & 30470

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.