Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 10. mars 1992
GLERÁRGÖTU 36
SIMI 11500
Á söluskrá:
Byggðavegur:
3ja herb. íbúð á jarðhæð ca 84
fm. Laus strax.
Hrafnagilsstræti:
4ra herb. efri hæð ásamt sam-
eign f kjallara og bílskúr samtals
ca 170 fm. Laus fljótlega.
Steinahlíð:
Mjög falleg 5 herb. raðhúsíbúð á
tveimur hæðum samtals ca 136
fm. Laus í maí.
Lyngholt:
4ra-5 herb. neðri hæð í mjög
góöu lagi. Bflskúr og rými í kjall-
ara fylgir. Laus fljótlega.
Langahlíð:
Raðhúsfbúð á tveimur hæðum
6-7 herb. Bílskúr. Stærð ca 250
fm. Eignin er í mjög góðu lagi.
Laus eftir samkomulagi. Skipti á
minni eign hugsanleg.
Rimasíða:
4ra herb. raðhús á einni hæð ca
112 fm. Ástand gott. Laust eftir
samkomulagi.
FASTBGNA&fJ
skipasalaSS:
NORfXJRLANDS íl
Glerárgötu 36, 3. hæð ■ Sími 11500
Opið virka daga kl. 14.00-18.30
á öðrum tímum eftir samkomulagi
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður: Æ*
Benedikt Ólafsson hdl. ||
íslensk menningarvika
í Bergen 19.-24. maí 1992
ísland verður í ár í forgrunni á
Listahátíð í Bergen, en hún er
stærsta menningarhátíð í N-
Evrópu.
Mörg íslensk atriði verða á
dagskrá Listahátíðar og auk
þess verður sérstök íslensk
menningarvika í beinum
tengslum við listahátíðina.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, heldur hátíðarræðu
við opnun Listahátíðar, mið-
vikudaginn 20. maí. Haraldur
Noregskonungur setur hana
nú í fyrsta skipti, en sú hefð
hefur skapast að Noregs-
konungur setji Listahátíðina.
Kvöldið áður, þriðjudaginn
19. maí, opnar forsetinn
íslandsvikuna í Hákonshallen í
Bergen að viðstöddum
menntamálaráðherra Noregs,
Áse Kleveland og Ólafi G.
Finarssyni, menntamálaráð-
herra.
íslensk menning hefur aldrei
áður verið kynnt á jafn myndar-
legan hátt í Noregi eins og á þess-
ari íslandsviku í Bergen, sem
stendur frá 19. til 24. maí. Sýn-
ingar, bókmenntir, tónlist, leik-
sýningar, kvikmyndir og fleira
verður á boðstólum.
Norsk-íslensk guðsþjónusta
verður í dómkirkjunni í Bergen.
Biskupinn yfir íslandi, herra
Ólafur Skúlason, prédikar og
biskupinn í Bergen, Per
Lönning, þjónar fyrir altari.
Hamrahlíðarkórinn undir stjórn
Porgerðar Ingólfsdóttur syngur
íslensk sálmalög við guðsþjónust-
una. Kórinn kemur líka fram
þegar íslandsvikan hefst og einn-
ig við setningu Listahátíðar í
Hákonshallen. Háskólinn í Berg-
en stendur með fjölbreyttri
dagskrá, og má nefna íslenskan
húmanióradag. Rektor Háskóla
íslands, Sveinbjörn Björnsson og
rektor háskólans í Bergen, Ole
Didrik Lærum hafa báðir átt þátt
í undirbúningnum og mun verða
stefnt að auknum samskiptum
háskólanna í framtíðinni.
Hlutur Norræna hússins
Norræna félagið skipuleggur
leiguflug til Bergen vegna
íslandsvikunnar. Stór hópur
nemenda og kennara munu
heimsækja skóla í Bergen og
norskir nemendur og kennarar
nýta sér leiguflugið til íslands til
að heimsækja íslenska skóla-
nemendur. Fyrirhugað er að
u.þ.b. 200 íslendingar fari til
Bergen. Norræna húsið gegnir
lykilhlutverki í undirbúningi að
þessari íslandsviku, eins og það
gerði við íslandskynningar í
Gautaborg og Tammerfors fyrir
rúmlega ári síðan.
Menntamálaráðuneytið á ís-
landi, norska menningarmála-
ráðuneytið og kirkju- og kennslu-
málaráðuneytið í Noregi og
margir norrænir sjóðir leggja
fram fé til þessa menningarátaks.
Norræni menningarsjóðurinn
styrkir t.d. sýningu á íslenskri
hönnun, sem verður opnuð af
Ólafi G. Einarssyni, mennta-
málaráðherra að viðstöddum
forseta íslands. Sama dag heldur
menntamálaráðherra jafnframt
fyrirlestur um íslenska menningu
og menningarstefnu. Sýningin
verður síðan sett upp víðar á
Norðurlöndum og annast sérstök
sýningarnefnd undirbúning
hennar.
FLUGLEIÐIR
Aðalfundur
Flugleiða hf.
Aðalfundur Flugleiða hf.
19. mars 1992 í Höfða,
14.00.
verður haldinn fimmtudaginn
Hótel Loftleiðum og hefst kl.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar
í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrif-
stofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæðfráog með
12. mars kl. 14.00. Dagana 13. til 18. mars verða gögn afgreidd frá kl.
09.00-17.00 og á fundardag til kl. 12.00.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl.
12.00 á fundardegi.
Stjórn Flugleiða hf.
Náttúruvísindi og læknavísindi
verða til umfjöllunar í fyrirlestr-
um í háskólanum. Guðmundi Sig-
valdasyni prófessor hefur verið
boðið að halda fyrirlestur um eld-
fjöil og eldvirkni og fleiri íslensk-
ir vísindamenn fá boð innan tíðar
um að halda fyrirlestra.
Mikilvægur þáttur í þessum
undirbúningi er hluti skólanna.
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, sem
gegnir nýrri stöðu sem norrænn
skólaráðgjafi í Norræna húsinu,
hefur skipulagt gagnkvæm
nemendaskipti og ritgerðarsam-
keppni meðal skólabarna í Berg-
en í samvinnu við norsk skólayf-
irvöld og Norræna félagið í
Bergen.
Undirbúningur
íslandsvikan í Bergen hefur verið
undirbúin af nefnd sem í sitja
Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri
og er hann formaður nefndarinn-
ar, Lars-Áke Engblom og Knut
Ódegárd (núverandi og fyrrver-
andi forstjórar Norræna hússins)
og Ingibjörg Björnsdóttir, full-
trúi í Norræna húsinu. í Bergen
starfar samsvarandi nefnd skipuð
Arne Holm bankastjóra og ræðis-
manni íslands, Sigve Gramstad,
menningarmálastjóra í Bergen,
en hann situr einnig í stjórn
Norræna hússins sem fulltrúi og
Hákon Randal, fylkisstjóri og
fyrrverandi stjórnarformaður
Norræna hússins.
íslenskir liðir á hátíðinni
íslensk hönnun verður ein
þriggja sýninga um ísland, sem
verða í Bryggensafninu, sem
margir þekkja. Þar verður enn-
fremur sýning á íslenskum hand-
ritum. Jónas Kristjánsson, pró-
fessor og forstöðumaður Stofn-
unar Árna Magnússonar heldur
fyrirlestur í boði háskólans í
Bergen. Sýning á verkum
félagsmanna í Islenskri grafík
verður einnig sett upp í Bryggen-
safninu.
í samkomusal safnsins verða
fyrirlestrar og daglegar kvik-
myndasýningar um ísland og í
kaffistofu safnsins verður borin
fram íslenskur matur í samvinnu
við kaffistofu Norræna hússins.
í Stenersenlistasafninu, sem er
rekið af borgaryfirvöldum í
Bergen, verður sýning á lista-
verkum eftir Erró. Sýningin er
sett upp í samvinnu Kjarvals-
staða og listamannsins sjálfs og
sendir hann gott úrval af nýjum
verkum á sýninguna frá París.
Fimmta sýningin verður um
íslenskt náttúrufar og er skipu-
lögð af náttúrufræðideild háskól-
ans í Bergen og Náttúrufræði-
stofnun Islands. ísland sem
ferðamannaland verður kynnt í
verslunarmiðstöðinni Galleria,
Kringlu þeirra Björgvinarbúa.
Tónlist og leiklist eiga líka sína
fulltrúa á Listahátíðinni. Reykja-
víkurkvartettinn ásamt Selmu
Guðmundsdóttur píanóleikara
verður með tvenna tónleika
þ. ám. á Trollhaugen í bústað
Edvards Griegs. Sömuleiðis
heldur Hamrahlíðarkórinn
tvenna sjálfstæða tónleika, m.a. í
Hákonshallen.
Leikbrúðuland heldur fjórar
sýningar á „Pað er bannað að
hlæja“, eftir Hallveigu Thorla-
cius. Framkvæmdastjóri Lista-
hátíðar, Lorentz Reitan, sá sýn-
inguna hjá Leikbrúðulandi, þeg-
ar hann var í heimsókn á íslandi í
desember sl. Hann hreifst mjög
af sýningunni og óskaði hann eft-
ir að fá Leikbrúðuland með þetta
íslenska efni fyrir börn og ung-
linga.
Bókmenntadagskráin fer að
hluta til fram á íslenska húm-
aníóradeginum í háskólanum.
Fyrirlestrar verða um íslensku
handritin og íslenskar kvenna-
bókmenntir. Þrjú málþing verða
haldin og fjallar eitt þeirra um
norrænar rannsóknir við háskól-
ana f Bergen og í Reykjavík. Tvö
þeirra verða um þýðingar á
íslenskum bókmenntum á
norsku.
Ljóðakvöld, með íslenskum og
norskum rithöfundum verður
haldið föstud. 22. maí. Meðal
þeirra höfunda sem boðið hefur
verið frá íslandi eru Thor Vil-
hjálmsson, Einar Már Guð-
mundsson, Gyrðir Elíasson og
Nína Björk Árnadóttir. Meðal
norksra rithöfunda má nefna
Einar 0kland, sem er ljóðskáld
Listahátíðarinnar í ár og Knut
0degárd, en hann skipuleggur
bókmenntadagskrá á Listahátíð
ásamt vinnunefnd í Bergen.
Félag kartöflubænda
við Eyjafjörð
Aðalfundur F.K.B.E. sem boðaður var 27. febrúar
og var þá eigi haldinn verður á Hótel KEA þriðjudag-
inn 10. mars ’92, kl. 20.30.
Ólafur Vagnsson ráðunautur mætir og flytur erindi.
Vinsamlegast mætið vel á fundinn.
Stjórnin.
Styrkir
til háskólanáms í Kína
Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram tvo
styrki handa íslendingum til háskólanáms í Kina skóla-
árið 1992-93. Jafnframt hafa kínversk stjórnvöld til-
kynnt að íslenskum námsmönnum verði gefinn kostur
á námsdvöl þar í landi án styrks.
Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum
prófskírteina og meðmælum, skal skilað til mennta-
málaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir
1. apríl nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið,
6. mars 1992.