Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 10.03.1992, Blaðsíða 14
21" -- Fl'JSAG - SííÖf aisrri or iii jfjbuiði'rt 14 - DAGUR - Þriðjudagur 10. mars 1992 Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Akurgerði 5 b, Akureyri, þingl. eig- andi Hannes Haraldsson, föstud. 13. mars '92, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Helgi Sigurðsson hdl. Brekkuhús 3, Hjalteyri, þingl. eig- andi Jón Brynjarsson og Lilja Gísla- dóttir, föstud. 13. mars '92, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Brekkutröð 5, Eyjafjarðarsveit, þingl. eigandi Vífill Valgeirsson, föstud. 13. mars '92, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Birgir Árnason hrl. Fiskverkunarhús og verbúð, í landi Efri-Sandvíkur, Grímsey, þingl. eig- andi Haraldur Jóhannsson, föstud. 13. mars '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Fiskveiðasjóður íslands. Fjólugata 18, efsta hæð, Akureyri, þingl. eigandi Sigurbjörn Svein- björnsson og Fjóla Sverrisdóttir, föstud. 13. mars '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón Ármann Jónsson hdl., Sig- ríður Thorlacius hdl., Húsnæðis- stofnun ríkisins, Ólafur Birgir Árna- son hrl. og Gunnar Sólnes hrl. Hólabraut 22, neðri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Guðmundur S. Ólafs- son, föstud. 13. mars '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Magnús H. Magnússon hdl. Hríseyjargata 6, neðri hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Jónas Sigurðs- son, föstud. 13. mars '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Kaldbaksgata 2, Akureyri, þingl. eigandi Blikkvirki, föstud. 13. mars '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón Ármann Jónsson hdl., Benedikt Ólafsson hdl., innheimtu- maður ríkissjóðs, Ólafur Birgir Árnason hrl., Steingrímur Eiríksson hdl., Kristinn Hallgrímsson hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Karlsbraut 2, Dalvík, þingl. eigandi Sigurður Kristmundsson, föstud. 13. mars '92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Trygg- ingastofnun ríkisins og Gunnar Sólnes hrl. Keilusíða 7 b, Akureyri, þingl. eig- andi Ása Guðmundsdóttir, föstud. 13. mars '92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Benedikt Ólafsson hdl. Langamýri 28, Akureyri, þingl. eig- andi Jóna Þórðardóttir, Steindór Kárason o.fl., föstud. 13. mars '92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Lokastígur 1, íb. 201, Dalvík, þingl. eigandi Sigríður Guðmundsdóttir og Björn Björnsson, föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ásgeir Thoroddsen hrl., Hróbjartur Jónatansson hrl. og Húsnæðis- stofnun ríkisins. Mánahlíð 4, efri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Sigurður Friðriksson, talinn eigandi Jón Sverrisson og Bergþóra Jóhannsdóttir, föstudag- inn 13. mars 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Helgi Sigurðsson hdl. Mánahlíð 4, neðri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Sigurður Friðriksson, talinn eigandi Magnús Jóhannsson, föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Helgi Sigurðsson hdl. og Hús- næðisstofnun ríkisins. Mánahlíð 9, Akureyri, þingl. eigandi Ingi Gústafsson, föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Birgir Árnason hrl. Miðhúsavegur 4, Akureyri, þingl. eigandi Ýtan s.f., föstudaginn 13. mars 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Mímisvegur 24, Dalvík, þingl. eig- andi Hannes Sveinbergsson, talinn eigandi Guðmundur K. Ólafsson og Elín Hauksdóttir, föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki og Ólafur Birgir Árna- son hrl. Móasíða 4 a, Akureyri, þingl. eig- andi Egill Bragason, föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Bæjar- sjóður Akureyrar og Gunnar Sólnes hrl. Oddeyrargata 6 n.h., Akureyri, þingl. eigandi Þorbjörg Guðnadóttir, föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Birgir Árnason hrl. Rafstöð, Efri-Sandvík, Grímsey, þingl. eigandi Sigurður Bjarnason, föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Jón Ingólfsson hdl. og Sveinn Skúlason hdl. Rimasíða 19, Akureyri, þingl. eig- andi Tryggvi Pálsson, föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Húsnæðisstofnun ríkisins. Sjafnar framhús v/Kaupvangs- stræti, Akureyri, þingl. eigandi Fast- eignir hf., föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Helgi Sigurðsson hdl. Strandgata 51, Akureyri, þingl. eig- andi Blikkvirki sf., föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón Ármann Jónsson hdl., Benedikt Ólafsson hdl., innheimtu- maður ríkissjóðs, Ólafur Birgir Árnason hrl., Steingrímur Eiríksson hdl., Kristinn Hallgrímsson hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Tjarnarlundur 8 h, Akureyri, þingl. eigandi Magnús Jónsson, föstudag- inn 13. mars 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Kristján Ólafsson hdl., Húsnæðis- stofnun ríkisins og Bæjarsjóður Akureyrar. Víðilundur 14 i, Akureyri, þingl. eig- andi Sigurður Hallgrímsson o.fl., föstudaginn 13. mars 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Helgi V. Jónsson hrl. Ytra-Holt, eining nr. 28, Dalvík, þingl. eigandi Bergur Höskuldsson, föstudaginn 13. mars 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Þingvallastræti 36, Akureyri, þingl. eigandi Sigurbjörg Sveinsdóttir, föstudaginn 13. mars 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Þórunnarstræti 114, hluti neðri hæðar, Akureyri, þingl. eigandi Hall- grimur D. Björnsson o.fl., föstudag- inn 13. mars 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtaldri fasteign fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Mímisvegur 16, Dalvík, þingl. eig- andi Sigmar Sævaldsson, talinn eigandi Rafvélar sf., föstudaginn 13. mars 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Kvikmyndarýni Jón Hjaltason Geggjað grín, dauðans alvara Borgarbíó sýnir: Fjörkálfa (City Slickers). Leikstjóri: Ron Undcrwood. Aöalhiutvcrk: Billy Crystal, Bruno Kirby og Daniel Stern. Castle Rock Entertainment 1990. Það verð ég að segja að vinsældir Fjörkálfa koma mér lítið á óvart. Þetta er manneskjuleg gaman- mynd eða öllu heldur bíó á léttari nótunum um þá dauðans alvöru er blasir tíðum við miðaldra bandarískum körlum. Ef til vill er þessi fertugsára-sálarkreppa alþjóðlegra fyrirbæri en ég hygg, um það get ég þó ekkert sagt af eigin reynd - ennþá. Já ég sagði gamanmynd en vel að merkja án hinnar óhóflegu hreyfingaráráttu og svolítið subbulegu er einkenn- ir bandarískan húmor svo að minnir helst á bakarí að afstað- inni árás hryðjuverkamanna. Fjörkálfar, (sem mér finnst held- ur slöpp þýðing og gefa góðri mynd svolítið ódýrt yfirbragð), fjallar um þrjá vini er allir eiga sér vandamál; einn (Daniel Stern) á vonda eiginkonu, annar þorir ekki að bindast einni konu umfram aðrar (Bruno Kirby) og sá þriðji (Billy Crystal) þjáist af tilgangsleysi lífsins. Þó hér sé um þrenningu að ræða er Crystal miðjupunktur myndarinnar. Hann er samur við sig, háðskur, orðheppinn en á engu að síður svolítið erfitt með að fóta sigg í tilverunni. Tómahljóðið í sálinni er að fara með hann og verald- arplássið sýnist einskisvert. Per- sónan er áþekk þeirri sem hann lék í When Harry Met Sally og honum tekst ekki síður upp nú en þá. Gott dæmi um húmor Crystal birtist okkur strax á upphafs- mínútum myndarinnar þegar þeir þrír, ásamt eiginkonum og hjá- svæfum, eru á leið heim úr Spán- arferð. í flugvélinni býsnast Crystal yfir kvensemi Kirby’s og segir hann velja sér sífellt yngri lagskonur; hann endi sjálfsagt á því að riðlast á sæðisfrumu. Einhvernveginn er það svo að þrátt fyrir hæðnislega kímni Fjörkálfa þá skín í gegn dauð- alvarleg barátta þremenninganna við sinn innri mann. Þeir leita ævintýranna eins og þyrstir Sahara-farar. Að vísu er það Kirby sem hefur forgöngu um ævintýramennskuna en hinir láta alltaf tilleiðast. Þeir vilja ekki viðurkenna hækkandi aldur, segja eiginkonurnar og fussa. Breytingin í lífi þeirra verður þegar þeir gerast kúrekar og reka hjörð á milli héraða. Þetta hljóm- ar kannski fáránlega en þó er ekki um neinskonar tímaflakk að ræða né heldur að fáránleikanum sé gefið undir fótinn. Þvert á móti, þetta er rétt eins og hver önnur óbyggðaferð nema hvað nautpeningurinn fylgir með. í óbyggðunum lenda félagarnir í mannraunum og lífsháska. Hetjudáðir eru drýgðar og sigur er unninn á sálarkreppum. Ef til vill ódýr lausn í augum sálfræð- inga en ekki svo fráleit. Fjörkálfar er mynd sem allar konur ættu að sjá, þó ekki væri til annars en að öðlast svolitla inn- sýn í flókið sálarlíf karlmannsins - sem er þegar öll kurl koma til grafar svo óskaplega einfalt, næstum fábrotið, að villir jafnvel skýrustu konum sýn. Skúrkar og bellibrögð Borgarbíó sýnir: Bellibrögð númer tvö (FX 2). Leikstjóri: Ricbard Franklin. Aðalhlutverk: Bryan Brown og Brian Dennehy. Orion 1991. Vinningstölur laugardaginn FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 2.965.809.- 2. 4Í|í 128.629,- 3. 83 10.693,- 4. 3.452 599,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.435.592.- upplýsingar:sImsvari91 -681511 lukkulIna991002 Bryan Brown er ágætisleikari en hann nær þó ekki að gera neitt sérstakt úr þeim efniviði sem Bellibrögð bjóða honum. Fyrsta, og vonandi fyrri Bellibragða- mynd, var framúrskarandi góð spennumynd og hafði upp á nán- ast allt að bjóða sem eitt slíkt bíó getur haft. Það var því sjálfsagt að reyna aftur en endurvekjend- urnir gleymdu að búa til sögu- þráð utan um brögðin, kjötið varð eftir þegar fært var upp úr pottinum. Að ætla sér að láta bellingarnar einar halda saman heilli bíómynd er ofætlan; kannski bjartsýni, kannski skammsýni en þó sennilegast peningagræðgi. Viljum við ekki öll fá mikið fyrir lítið? Nú má vissulega segja að það vanti ekki svo mikið upp á að Bellibrögðin númer tvö verði ágætis bíó. Ekki skortir sniðug- legheitin þegar þarf að fram- kvæma eitthvert sjónarspilið og blekkja mig og þig - og þó aðal- lega leika óvininn grátt. Þau eru til dæmis óborganleg atriðin þar sem Brown bregður á leik með trúðinn sem er ekki annað en raf- strengir og víradót en þó búinn þeim ótrúlega hæfileika að geta numið og hermt eftir hreyfingar læriföður síns. Allra best er þó þegar trúðurinn bjargar lífi Browns og lumbrar á óvininum. En söguna vantar og á meðan svo er á kvikmyndin ekki mikla möguleika. Auðvitað reyna aðstandendur hennar að spinna upp söguþráð og búa til mikið samsæri. Brown hefur dregið sig í hlé frá kvikmyndagerð. Hann sér ekki lengur um að vefa blekking- arvefi fyrir Hollywoodleikstjóra. Hann lifir rólegu Iífi þgar lögregl- an kemur einn daginn á fund hans og biður hann að hjálpa til við að hafa upp á hrotta nokkrum sem grunaður er um að vilja skera kvenmann í hengla. Brown minnist fyrri reynslu, sem var heldur bitur, og neitar. Hann læt- ur þó loks undan síga, aðstoðar lögregluna og lendir fyrir vikið í hinu versta sakamáli þar sem enginn er saklausari en næsti maður. Minning Það er sagt að aðeins eitt viti menn um framtíð sína og það er að þeir muni deyja. Er þá ekki hægt að sætta sig við dauðann spyrja menn sig og hvert verður svarið? Það er erfitt að sætta sig við þegar mönnum í blóma lífsins er kippt í burtu svo sviplega. En við verðum að trúa að það sé einhver tilgangur með því. í þessa veru voru hugsanir okk- ar bræðra er við fréttum lát frænda okkar, Stefáns Hlyns Erlingssonar frá Birkihlíð, Stað- arhreppi, Skagafirði. Fyrstu kynni okkar voru er við bræður fórum ungir að árum til sveitardvalar að Birkihlíð og átt- um við saman ógleymanlegar samverustundir við leik og störf í hinni fögru sveit Skagafjarðar. Alltaf fannst okkur vera sól- skin í kringum frænda okkar og er minningin um hann okkur kær. Það er vissa okkar að nú sé hann við leik og störf á grænum grundum eilífðarinnar eins og hann var á iðjagrænum völlum Skagafjarðar. Við biðjum algóðan guð að styrkja dótturina ungu, móður, bróður og fósturföður í þeirra miklu sorg. Veit honum Drottinn þína eilífu hvíld og lát þitt eilífa Ijós lýsa honum. (Sálmur) Sveinn Sigurösson, Aðalsteinn Sigurösson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.