Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 1
Góð rauðmagaveiði frá Siglufirði en léleg á Skjálfanda: „Hrognafylling gráslepp- unnar aldrei betri“ - segir Sverrir Ólason, sjómaður á Siglufirði Rauðmaga- og grásleppuveiði er bundin vorinu í hugum manna. Þó er svo að rauðmagi er veiddur fyrir Norðurlandi frá því snemma í janúar og nú um miðjan mars ætti rauðmagi að veiðast með allri norður- ströndinni. Svo er þó ekki. Því hafði Dagur samband við tvo trillukarla er gera út á þann rauða. Sverrir Ólason, sjómaður á Siglufirði, er með 38 net að jafn- aði í sjó. Veiðin hefur verið góð. Mest hefur Sverrir fengið 1400 stykki í róðri, en þá höfðu netin legið í fimm daga. Ekki var hægt að vitja netanna fyrr vegna veðurs. Að undanförnu hefur veiðin verið minni. Á þriðjudag- inn fékk Sverrir 600 stykki. „Eg er búinn að fá nær 7000 rauð- maga það sem af er vertíð og það þykir gott. Við erum farnir að sjá grásleppuna og af sýnishornum er við höfum tekið fyrir Hafrann- sóknastofnun má ráða að hrogna- fylling sé góð. Mælingar sýna mest 34% hrognafyllingu og minnst 27%. Eðlilegt þykir 23%, þannig að vel horfir með grá- sleppuvertíðina hér um slóðir,“ sagði Sverrir Ólason. Annað hljóð er í trillukörlum á Húsavík. Sigurður Gunnarsson, sem gerir út Sólveigu ÞH 222, segist hafa reynt að veiða rauð- maga en lítið hafi gengið. Sigurð- ur hefur að mestu verið á Lund- eyjarsvæðinu. Annar sjómaður frá Húsavík hefur reynt fyrir sér vestur við fjöllin og við Flatey. Sá þriðji er með netin við Bakka- höfðann. Á öllum þessum stöð- um hefur veiðin verið léleg. „Best er að draga annan hvern dag, en slíkt er ekki gerlegt þar sem veiðin er svo léleg. Tuttugu og átta net gáfu 190 stykki í gær. Illa horfir með grásleppuvertíð- ina við Skjálfandaflóa. Grásleppa hefur vart sést það sem af er. Menn greinir á um hvað veldur. Sumir segja að ofveiði sé um að kenna, en fiskifræðingar telja að skilyrðum sjávar sé um að kenna. Ég er sammála fiskifræðingun- um. Fiskarnir hafa einfaldlega ekki nægilegt æti. í fyrra var rauðmaginn smár og hann var vondur matarfiskur. Það sem ég hef fengið hingað til í vetur er heldur skárra. Rauðmaginn er bragðgóður, en mætti vera mun betri fyrir reykinn. Venjulega er kamburinn höfuðprýði rauðmag- ans sem karldýrs. Ég hef tekið eftir því nú að kamburinn er með rýrara móti, sem gæti bent til þess með öðru að hann hafi ekki haft úr miklu að moða,“ sagði Sigurður Gunnarsson. ój Einn á fullu og annar í hvíld. Mynd: Golli Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna 1993: „Handsprengja í samstarf eyflrskra og skagflrskra hestamanna“ - segir Hólmgeir Valdemarsson Dagur greindi frá því sl. þriðju- dag að á fundi norðlenskra hestamanna hefði veriö ákveð- ið að fjórðungsmót þeirra á næsta ári skyldi haldið á Vind- heimamelum í Skagafirði. Eyfirskir hestamenn eru ekki ánægðir með þessa ákvörðun og vilja meina að tilboð Skag- fírðinga um leigugjald fyrir mótsstað hafí verið undirboð. Stjórn Hestamannafélagsins Léttis hefur sent frá sér fréttatil- kynningu um málið þar sem segir m.a.: „Samskipti eyfirsku og skagfirsku hestamannafélaganna hafa verið erfið á seinustu árum. Hefur þar hæst borið deilur um stórmótahald þar sem bæði félög- in hafa verið að byggja upp móts- svæði. Eyfirðingar vilja dreifa þessum stórmótum um Norður- land til að hægt sé að byggja upp frambærileg mótssvæði á fleiri stöðum. Ber þar hæst deilur félaganna um landsmót 1990. Eyfirðingum hafði veríð lofað á fundi í Varmahlíð 1981 að lands- mótið 1990 yrði á Melgerðismel- um. Það loforð var síðan svikið og upp úr því sögðu eyfirsku hestamannafélögin sig úr L.H. eins og kunnugt er. Landsmótið 1990 gerði Skagfirðingum kleift að byggja svæði sitt á Vindheima- melum upp þar sem þeir fengu mun hærra leigugjald en tíðkast hafði undanfarin landsmót. í dag geta skagfirsku hestamannafélög- in undirboðið fjórðungsmótið 1993 og þar með veikt stöðu Melgerðismela enn frekar og skapað sér um leið einokunar- aðstöðu til stórmótahalds. Með þessu hafa stjórnir skagfirsku hestamannafélaganna enn einu sinni sýnt að allt tal um sættir og samstarf séu orðin tóm.“ Páll Dagbjartsson, formaður hestamannafélagsins Stíganda, var á fundinum og sagði í samtali við Dag í gær að sér kæmu þessi viðbrögð Léttismanna á óvart þar Skagstrendingur hf.: Kanna möguleika á við- skiptum við Nýsjálendinga „Við vorum að kanna hvort þarna væru möguleikar á arð- vænlegum viðskiptum varð- andi útgerð og ég get lítið sagt annað nú, en við munum skoða þetta allt saman nánar,“ segir Sveinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings hf., en hann er nýkominn heim úr hálfsmánaðarferð til Nýja- Sjálands. Sveinn segir að alls ekki sé hægt að útiloka að á Nýja-Sjá- landi geti verið góð tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi. Hann segist telja að allt komi til greina í viðskiptum við Nýsjá- lendinga og ekki sé hægt að úti- loka neitt í því sambandi. Að sögn Sveins er þó misjafnt hversu mikinn áhuga þarlendir aðilar hafa á slíku samstarfi. „Hverjum þykir sinn fugi 'fagur, en ég tel að við getum bæði kennt Nýsjálendingum sitthvað varðandi sjávarútveginn og eins lært ýmislegt af þeim. Aukin samskipti gætu því verið gagnleg fyrir báða aðila. Við höf- um ákveðið að athuga í róleg- hcitunum hvort þarna séu mögu- leikar og hvernig þeir verði best nýttir. Frekari ákvarðanir liggja ekki fyrir, en við ætlum að þróa þau sambönd sem við höfum náð í og sjá hvað úr því verður," segir Sveinn. SBG sem gott andrúmsloft hefði ríkt á fundinum. Hann sagðist hins veg- ar harma þessi viðbrögð. Fulltrúi Léttis á fundinum var Hólmgeir Valdemarsson og sagði hann í gær að með undirboði sínu hefðu Skagfirðingar kastað hand- sprengju í samstarf eyfirskra og skagfirskra hestamanna, svo enn einu sinni logaði allt. Sjá bls. 3. Háhitarannsóknir í Öxarfirði: Borun við Bakka- hlaup næsta skref I ár er í uppsiglingu samstarfs- verkefni Landsvirkjunar, Hita- veitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja og Orkustofnunar um kerfísbundna rannsókn á háhitasvæðum Iandsins með vinnslu raforku í huga. Öxar- fjörður er meðal þeirra svæða þar sem rannsóknir eiga að fara fram og í áætlunum verk- efnisins er gert ráð fyrir að næsta stig rannsókna í Öxar- fírði verði borun djúprar rann- sóknarholu í meint háhita- svæði við Itakkahlaup. Þetta kemur m.a. fram í svari iðnaðarráðuneytisins við spurn- ingum Guðmundar Bjarnasonar, alþingismanns, sem lagðar voru fram á Alþingi fyrr í vetur en þær fjalla um rannsóknir á háhita- svæði í Öxarfirði. Iðnaðarráðuneytið upplýsir í svarinu að veittar verði 5,3 millj- ónir króna af fjárveitingu til Orkustofnunar til þessa sam- starfsverkefnis og til viðbótar sé gert ráð fyrir 5,9 milljóna fram- lagi frá framangreindum orkufyr- irtækjum til verksins. Verkefnið á að standa um nokkurra ára skeið. Um rannsóknir á uppruna líf- ræns gass úr setlögum Óxarfjarð- ar segir að ekki sé áformað að gera annað í ár en Ijúka skýrslu- gerð um niðurstöður rannsókna á síðasta ári. Þá var varið 11,2 milljónum króna til að kanna uppruna lífræns gass með borun og gaf þessi borun einnig upplýs- ingar um eðli jarðhita í Öxar- firði. Iðnaðarráðuneytið segir að til- lögur Orkustofnunar um fram- hald rannsókna sem tengist líf- rænu gasi verði síðan gerðar á grundvelli framangreindrar skýrslu. JÓH Útgerðarfélag Akureyringa: Fjármála- stjóri ráðinn Björgólfur Jóhannsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Hann tekur til starfa 1. júní í sumar. Stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa hefur nýverið gengið frá ráðningu Björgólfs. Hann er 37 ára að aldri, menntaður við- skiptafræðingur og er löggiltur endurskoðandi. Björgólfur starf- ar hjá Endurskoðun Akureyrar hf. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.