Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. mars 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna 1993: „Hefði verið ódrengilegt að bjóða ekki Vindheimamela“ - segir Páll Dagbjartsson formaður Stíganda Tilboð Skagfirðinga í fjórð- ungsmótið hljóðaði upp á að leigugjald yrði 14% af andvirði raunseldra aðgöngumiða að viðbættri 6% greiðslu til land- eigenda. Tilboð Eyfirðinga varðandi Melgerðismela hljóð- aði hinsvegar upp á 25% af andvirði raunseldra aðgöngu- miða auk 5% greiðslu til land- eigenda. Munurinn á þessum tveimur tilboðum er því 10% og þegar greidd voru atkvæði á fundi norðlensku hestamanna- félaganna, um hvorn staðinn skyldi velja, vildu fulltrúar ellefu félaga að mótið yrði haldið á Vindheimamelum, en fulltrúar sex félaga að það yrði haldið á Melgerðismelum. Endalaust hægt að snúa sinni snældu „Menn geta endalaust snúið sinni snæidu og túlkað hlutina sér í hag. Ég veit ekki til þess að stað- ið hafi yfir einhverjar deilur milli eyfirskra og skagfirskra hesta- mannafélaga, allavegana ekki af okkar hálfu. í hvert einasta skipti sem valið hefur staðið milli Vind- heimamela og Melgerðismela hefur ákvörðun legið hjá fleirum en Skagfirðingum. T.d. velur stjórn L.H. landsmótsstaði og þegar fjórðungsmót eru haldin kjósa fulltrúar viðkomandi félaga um mótsstaðinn. Þannig var það í þetta skipti þar sem ellefu hesta- mannafélög á Norðurlandi kusu frekar að nýta þá aðstöðu sem komin er á Vindheimamelum til að fá meiri fjármuni út úr því, heldur en fara til Eyjafjarðar. Hér var ekki um undirboð að ræða, heldur hefði verið ódrengi- legt af okkur að segja: „Nú fáið þið ekki Vindheimamela", því þar er aðstaða og hægt að halda þar mót og hafa út úr því dálitla peninga. Félögin eru öll að útbúa sér mótssvæði og félagsheimili heima fyrir og þess vegna kjósa menn fremur að halda mótið á Vindheimamelum, en á Melgerð- Lagafrumvarp um sinubruna: Leyfi sýslumanns þurfi til að kveikja í sinu Með samþykkt stjórnarfrum- varps um sinubrennur og með- ferð elds á víðavangi, sem nú liggur fyrir Alþingi, verður óheimilt að kveikja sinu og brenna nema leyfi sýslumanns komi til og fylgt sé ákvæðum í reglugerð sem ráðherra mun setja. Abúendur einstakra jarða og umráðamenn óbyggðra jarða geta einir fengið leyfi til að brenna sinu á jörðum sínum en slíkt leyfi má því aðeins veita að eigi stafi af almanna- hætta, hætta á eyðingu náttúru- minja, lyng- og trjágróðurs. í greinargerð frumvarpsins segir að full ástæða virðist til að þrengja verulega heimild og undanþágur til sinubrennu. Reynslan hafi sýnt að bæði almannahætta og verulegt tjón bæði á gróðurlendi og mannvirkj- um geti leitt af sinubrennu. „Með nýrri lagasetningu og markvissri framkvæmd lagaákvæða í kjölfar hennar um allt land, ætti að vera hægt að hafa hemil á brennufar- aldri sem einnig er vandamál utan Reykjavíkur.“ í greinargerðinni er nokkuð fjallað um kosti og galla sinu- bruna fyrir gróður. Þar segir: „Af brennslu sinu getur hlotist varan- legur skaði á sumum tegundum gróðurs, einkum trjágróðri, lyngi og mosa. Á undanförnúm árum hafa t.d. orðið skógarbrunar á ýmsum stöðum vegna ógætilegrar meðferðar elds. Hefur þá oft ára- tuga landgræðslustarf orðið eldi að bráð. í kjölfar sinubruna eykst hætta á gróður- og jarðvegseyð- ingu, sem kann að orsaka upp- blástur á þurrlendi. Það getur tekið náttúruna hundruð ára að bæta slíka jarðvegseyðingu. Þess eru dæmi að kviknað hafi í þurr- um móajarðvegi við sinubruna. DAGUR Akureyri 8 96*22 Norðlenskt dagblað Eftir að fuglar eru farnir að verpa á vorin er sinubrennsla mikill bölvaldur. Sömuleiðis er hætta á því að smádýralíf bíði tjón af, þegar eldur svíður landið, eink- um þegar það er mjög þurrt. Mikil sinubrennsla veldur reyk- mengun andrúmslofts og getur byrgt útsýni á vegum og þannig skapað slysahættu. Tjón getur hlotist á mannvirkjum. Af þessu er ljóst að ókostir sinubrennslu vriðast veigameiri en kostirnir.'1 JÓH ismelum og fá með því væntan- lega meiri peninga í félagsstarfið sjálft. Enda fannst mér tónninn í félögunum á fundinum vera sá, að mestu máli skipti að hlúa að félagsstarfinu heima fyrir,“ sagði Páll Dagbjartsson, formaður Stíganda, þegar blaðið hafði samband við hann í gær. Hann sagðist ekki vera búinn að sjá þá fréttatilkynningu sem Léttir sendi frá sér, en svo virtist vera sem annað hljóð væri komið í strokkinn en var á fundinum sjálfum þar sem umræður voru málefnalegar og harmaði það mjög. Um hreint og klárt undirboð að ræða Hólmgeir Valdimarsson var full- trúi Léttis á umræddum fundi. Dagur ræddi við hann í gær og þá sagði hann að Eyfirðingar væru virkilega sárir varðandi þessa ákvörðun. „Það er alveg ljóst að tilboð Skagfirðinga er undirboð. Tök- um sem dæmi síðasta fjórðungs- mótið á Suðurlandi þar sem leigugjaldið var 33% eða síðasta fjórðungsmót sem haldið var á Melgerðismelum ’87, þar tókum við 25% í leigugjald. Á lands- móti árið 1990 tóku Skagfirðing- ar síðan 28% af andvirði raun- seldra aðgöngumiða. Raunin er sú að fyrir fjórðungsmót þarf allt- af að taka hærri prósentu, því kröfur um aðstöðu á fjórðungs- mótum eru orðnar hliðstæðar kröfum varðandi landsmót. Hins vegar kemur mun fleira fólk á landsmót en fjórðungsmót og þess vegna hefur það verið við- tekin venja að prósentutala á fjórðungsmótum hefur verið hærri. Tilboð Skagfirðinga núna er því hreint og klárt undirboð. Við megum aftur á móti ekki hugsa eingöngu um peningahlið málsins heldur einnig líta á það, að í þessum fjórðungi hafa verið harðvítugar deilur út af þessum mótsstöðum. Persónulega fannst mér nú vera lag til að sættast og veita Melgerðismelum smá braut- argengi, því búið er að veita Vindheimamelum brautargengi með síðustu landsmótum. Hægt var að sætta fjórðunginn með því að starfa heilt að undirbúningi þessa máls. Með undirboði sínu tel ég að fulltrúar Skagfirðinga hafi hinsvegar kastað hand- sprengju í þetta samstarf og enn einu sinni logar allt. Verst þykir mér þó, að þeir aðilar sem standa að Hrossaræktarsambandi Eyfirð- inga og Þingeyinga skyldu ekki standa saman varðandi val á mótsstað, því ef þeir hefðu gert það hefðum við fengið mótið,“ sagði Hólmgeir. SBG FERMING 92 Jakki kr.9.500,- • Buxur kr. 4.800,- • Skyrta kr. 3.500,- HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.