Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 13
rosiuuayur 10. mars iswí-muun- 10 Leikfélag Dalvíkur sýnir Rjúkandi ráð eftir Pír O. Man Sýning föstudag 13. mars kl. 21 Uppselt Sýning þriðiudag 17. mars kl. 21 Uppselt Sýning miðvikudag 18. mars kl. 21 Skólasýning Sýning föstudag 20 mars kl. 21 Sýning laugardag 21. mars kl. 21 Miðapantanir í síma 63175 alla daga milli kl. 17 og 19 BORGARBIO Salur A Föstudagur Kl. 9.00 Bræður munu berjast Kl. 11.00 Harley Davidson Marlboroman Laugardagur Kl. 9.00 Bræður munu berjast Kl. 11.00 Harley Davidson Marlboroman Salur B Föstudagur Kl. 9.05 Mál Henrys Kl. 11.05 Bellibrögð Laugardagur Kl. 9.05 Mál Henrys Kl. 11.05 Bellibrögð BORGARBÍÓ S 23500 Foreldrar! Geymiö öll hættuleg efni þar sem börnin ná ekki til. Bílasalan Stórholt Óseyri 4, sími 23300. Subaru Legacy, árg. ’90, ek. 34 þús. km, verð 1.450.000,- Toyota Camry GLi, árg. ’88, sjálfsk. m/öllu, topp bíll, verð 1.250.000,- Ath. sk.ód., ek. 50 þús. km. Honda Accord EXi, árg. '88, sjálfsk. m/öllu, ek. 39 þús. km, rauður. M.M.C. Galant GL, árg. '89, vínrauð- ur, ek. 45 þús. km, verð 1.000.000,- Ath. sk.ód. Volvo 240, árg. ’88, ek. 22 þús. km, 5 gíra, sem nýr, verð 1.100.000,- Ath. sk. Vantar nýlega bíla í sýningarsal Bílasalan Stórholt Óseyri 4, sími 23300. Toyota Landcr. STW, árg. ’88, upph., 100% læsingar, ek. 60 þús. km, verð 3.000.000,- M.M.C. Pajero STW bensín, árg. ’87, fallegur bíll, ek. 92 þús. km, verð 1.650.000,- sk.ód. Toyota 4runner, árg. '90, ný dekk og álfelgur, hvítur, ek. 50 þús. km, verð 2.400.000,- sk.ód. Toyota Corolla GL, árg. ’90, ek. 53 þús. km, sk.ód. Yfirlýsing Almaimaheilla um velferðarkerfið Hér á eftir fer yfirlýsing Almannaheilla, samtaka sem stofnuð voru í þeim tilgangi að standa vörð um íslenska vel- ferðarkerfið. „Almannaheill ætlar að standa vörð um heilbrigðis- og mennta- kerfi landsmanna sem er horn- steinn velferðarríkis okkar. í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er vikið að velferðarríkinu og þar segir meðal annars: „Heilbrigðis- þjónustan hér á landi er með því besta sem gerist. Þessu forystu- hlutverki verða íslendingar að halda.“ Ennfremur segir þar: „Einnig verði hugað að langtíma- markmiðum og stuðlað að for- vörnum gegn sjúkdómum, vímu- efnum og slysum." 1. Almannatryggingar lands- manna hafa stuðiað að jöfnuði og jafnframt tryggt öllum ákveðinn lágmarkslífeyri. í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar segir svo með- al annars: „Löggjöf almanna- trygginga verður endurskoðuð einkum með stuðning við þá er bágust hafa kjörin að markmiði.“ Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skerða grunnlífeyri elli- og ör- orkulífeyrisþega og réttlætt þá aðgerð með því að það fjármagn sem þar næðist inn yrði notað til að bæta kjör hinna verr settu. Þessi áform eru ekki komin fram að öðru leyti en því að óskert tekj utrygging örorkulífeyrisþega hefur verið hækkuð um 625 kr. á mánuði. Aðeins óverulegur hluti af því fjármagni sem sparast er notað til tekjujöfnunar því ríkis- stjórnin áætlar að sparnaður vegna skerðingar grunnlífeyrisins verði um 260 millj. kr. á þessu ári. Almannaheill varar mjög eindregið við þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar og krefst afdráttarlaust afnáms skerðingar- marka grunnlífeyris. Til skýring- ar skal m.a. bent á að í lögum um almannatryggingar frá 1946 var kveðið á um að allir íslenskir ríkisborgarar skuli hafa jafnan rétt til ellilífeyris við 67 ára aldur. Einnig skal bent á að grunnlífeyr- irinn er nokkurs konar uppbót fyrir fatlaða og aldraða þar sem í flestum tilvikum er miklu dýrara fyrir þetta fólk að lifa. 2. Almannaheill leggur áherslu á að lyf, sem sjúkir, aldraðir og öryrkjar nota samkvæmt læknis- ráði verði niðurgreidd á ný með sama hætti og var fyrir 1. júlí 1991. Frumsýning föstud. 13. mars kl. 20.30, uppselt. 2. sýning sunnud. 15. mars kl. 20.30. 3. sýning fimmtud. 19. mars kl. 20.30. 4. sýning föstud. 20. mars kl. 20.30. 5. sýning laugard. 21. mars kl. 20.30. Upplýsingar í síma 31196. 3. Almannaheill telur að nú- gildandi þak sé of hátt vegna læknisþjónustu á fjölskyldu. Eðlilegra sé að þakið sé 10.000 kr. fyrir einstakling og 20.000 fyr- ir hjón. Almannaheill krefst þess að læknisþjónusta fyrir börn, aldraða og öryrkja verði ókeypis. Almannaheill vill að kostnaður vegna læknisvitjana í heimahús- um verði tekinn inn í hámarks- greiðslur. 4. Almannheill harmar fjár- hagssvelti sjúkrahúsa og með hvaða hætti niðurskurður þar er framkvæmdur. Gripið hefur ver- ið til fjöldauppsagna í nafni sparnaðar en ekkert hugað að afleiðingum hvorki fyrir starfs- fólk né þjónustu er veitt hefur verið. Almannaheill bendir á nauðsyn þess að allir fái full- komna þjónustu óháð efnahag. Því verður á engan hátt unað að bráðaþjónusta verði skert. 5. Almannaheill leggur áherslu á að tannlækningar fyrir öll börn verði ókeypis og að sama regla gildi um aldraða og öryrkja. Þá leggur Almannaheill til að aðrir fái endurgreidd 10% af tann- læknaþjónustu. 6. Almannaheill krefst þess að hætt verði við öll áform um aukna þátttöku sjúklinga, ör- yrkja og aldraðara í kostnaði hjálpartækja. Mörg hjálpartæki eru nauðsynleg til þess að fólk geti átt eðlileg samskipti, stundað vinnu og lifað. 7. Aðgerðir ríkistjórnarinnar er varða þá er erfa skulu landið virðast bera vott um það að hún sé þeim fjandsamleg. Sem dæmi má nefna: a) Framlög til greiðslu barna- bóta hafa verið skert um 10%, eða sem nemur 500 milljónum króna. Samhliða skerðingunni hafa verið gerðar breytingar á kerfi barnabóta. Samkvæmt prentuðum upplýsingum frá efnahagsskrifstofu fjármálaráð- neytisins dags 11. desember 1991 eru almennar barnabætur, en þær eru óháðar tekjum, lækkaðar verulega. Hins vegar er barna- bótaaukinn sem fylgir tekjum hækkaður. Hvað varðar einstæða foreldra sem hafa meðaltekjur eða þar fyrir neðan þá er hækk- unin óveruleg og almennt séð nær hún ekki verðlagsbreyting- um á milli ára. Verulegur hluti hjóna, nánar tiltekið 67% verða fyrir skerðingu. Skattbyrði hjóna með meðaltekjur sem eiga 3 börn, þar af 2 yngri en 7 ára, eykst um 1.7%. Greiðslur barna- bóta til þessara hjóna á ársgrund- velli lækka um tæpar 47.000 kr. Almannaheili álítur að með skerðingu barnabótanna hafi ver- ið stigið óheillaspor sem stuðli á engan hátt að þjóðarsátt. b) Almannaheill leggur áherslu á að jafnrétti ríki til náms. Ríkis- stjórnin hefur nú þegar tekið afdrifaríkar ákvarðanir er ganga þvert á þessa hugsun. Skólagjöld eru ekki til þess fallin að skapa jafnrétti til náms né heldur þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á lánakjörum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Almanna- heill skorar á stjórnvöld að tryggja framhaldsskólum og skól- um á háskólastigi fjárhagslegan rekstrargrundvöll, án þess að hækka skólagjöld. Hvað varðar málefni grunnskólans þá vill Almannaheill að skilað verði til hans 180 milljóna króna niður- skurði og að fjárframlög til hans taki fyrst og fremst mið af nýsam- þykktum grunnskólalögum. c) Almannaheill leggur sér- staka áherslu á að hagur fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra verði tryggður og að fjárframlög verði á engan hátt skert heldur miklu fremur aukin og þannig sé mætt tilfinnanlegum útgjöldum for- eldra fatlaðra barna. Talsmenn Almannaheilla: Gísli Helgason, Guðríður Ólafsdóttir, Jónas Jónasson, Margrét Thoroddsen, Selma Dóra Þorsteinsdóttir, Tryggvi Friðjónsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Bruninn á Vatnsendahæð: Langbylgjusend- ingar figgja niðri - dagskrá Rásar 1 send út á stuttbylgju Eins og komið hefur fram í fréttum, brann tengihús við langbylgjuloftnetið á Vatns- endahæð til kaldra kola hinn 8. mars sl. í brunanum eyðilagðist allur aðlögunarbúnaður fyrir lang- bylgjuloftnetið og óvíst er hversu langan tíma tekur að fá slíkan búnað erlendis frá, eða smíða hann hérlendis. Langbylgjusend- ingar liggja því niðri um óákveð- inn tíma, vikur eða mánuði. Meðan langbylgjusendingar liggja niðri, er dagskrá Rásar 1 send út á stuttbylgju allan sólar- hringinn á 3295 kílóriðum (kHz) þ.e. 91 metra bylgjulengd. Ferskar fréttir með morgunkaffinu ÁskriftaríSf 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.