Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 15
Föstudagur 13. mars 1992 - DAGUR - 15 Iþróttir Jón Haukur Brynjólfsson Stórleikur í 1. deild karla í blaki á Akureyri á morgun: Tekst KA-mönnum að leggja Stúdenta að velli? Á morgun veröur stórleikur í blakinu þegar KA og Stúdent- ar mætast í 1. deild karla í KA- húsinu á Akureyri. Stúdentar eru enn ósigraðir í deildar- keppninni og verða að teljast sigurstranglegastir í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn en íslands- og bikarmeistarar KA eiga enn fræðilega möguleika á að endurheimta titilinn og eru staðráðnir í að leggja fyrrum þjálfara sinn, Huo Xiao Fei, og félaga að velli á morgun. Handknattleikur: Tryggir Þór sér sæti í 1. deild? Um helgina taka Þór og Völs- ungur á móti Ögra í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- leik. Ef Þórsarar sigra hafa þeir endanlega tryggt sér sæti í 1. deild á næsta keppnistíma- bili. Þórsarar eru nú í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga, 30 stig úr 15 leikjum. Völsungur er í næst neðsta sæti með 6 stig en Ögri situr á botninum og hefur tapað öllum sínum leikjum. Þórs- arar eru nánast öruggir um sæti í 1. deild, HKN sem er í þriðja sæti á aðeins fræðilega möguleika á að komast upp fyrir liðið, en með sigri í kvöld tryggja Pórsarar sig endanlega. Leikurinn á Akureyri fer fram í kvöld og hefst kl. 20.30 en leikurinn á Húsavík á morgun kl. 14. Hið skemmtilega lið Þórs í handknattleik ætlar ósigrað upp í 1. deild. KA og IS hafa mæst tvívegis í vetur, á Akureyri í haust og í Reykjavík fyrir nokkrum vikum og í bæði skiptin höfðu Stúdentar sigur í fimm hrinum. „Það má segja að þetta sé næst síðasti alvöruleikurinn og við leggjum allt í sölurnar til þess að ná sigri. Við vorum nálægt því að vinna útileikinn en þá vantaði herslumuninn,“ sagði Bjarni Jóhannsson, leikmaður KA í samtali við Dag. Bjarni taldi að KA-liðið væri sterkara í dag og var bjartsýnn á sigur. Hann sagði liðið ekki eiga mikla möguleika á titlinum en að þeir ætluðu alla vega að halda 2. sætinu. „Það verður frítt inn á leikinn og vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja fólk að mæta á leikinn. Heimavöllurinn á að gefa þann stuðning sem þarf í svona leikjum og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Bjarni ennfremur. Völsungur lýkur keppni í 1. deild kvenna á morgun þegar lið- ið sækir Sindra heim á Horna- fjörð. KA hefur lokið keppni í 1. deild kvenna en er komið í undanúrslit í bikarkeppninni. Fei, hinn kínverski þjálfari Stúdenta, mun leika með ÍS gegn sínum gömlu fclögum í KA. Akureyri: Fundað um mótahald skíðamauna - m.a. Landsmót og Unglingameistaramót Um helgina verður haldinn fundur á Akureyri þar sem far- ið verður yfir stöðu mála varð- andi mótahald skíðamanna. M.a. verður rætt um Skíðamót íslands og Unglingameistara- mót íslands og skoðaðar verða hugmyndir um nýja mótatöflu. A fundinn mæta fulltrúar frá Akureyri, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Reykjavík og Skíða- sambandi Islands. Meginefni fundarins verður fyrirkomulag og staðsetning á Skíðamóti íslands og Unglingameistaramótinu en snjóleysi norðanlands er farið að valda skíðamönnum verulegum áhyggjum eins og Dagur hefur áður greint frá. Unglingameist- aramótið á að hefjast á Siglufirði íþróttir KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur 2. deild: Síðasta umferð í B-riðli á Laugum. Sunnudagur Úrvalsdeild: Skallagrímur-Tindastóil kl. 20.00 Þór-Haukar kl. 20.00 2. dcild: Síðasta umferð f B-riðli á Laugum. HANDKNATTLEIKUR Föstudagur 2. deild: Þór-Ögri kl. 20.30 Laugardagur 2. dcild: Völsungur-Ögri kl. 14.00 BLAK Laugardagur 1. deild karla: KA-ÍS kl. 14.00 1. dcild kvenna: Sindri-Völsungur kl. 14.00 SKIÐI Á ísafirði verða tvö bikarmót í stór- svigi 15-16 ára á laugardag og sunnu- dag og einnig bikarmót í göngu full- orðinna og unglinga. Gengið verður með frjálsri aðfcrð, 7,5-15 km. Þá verða bikarmót í svigi og stórsvigi 13- 14 ára í Oddsskarði, skíðasvæði Aust- firðinga. Á Akureyri verður Akur- eyrarmót í svigi og stórsvigi karla og kvenna á laugardag og sunnudag kl. 10 báða dagana. ÍSHOKKÍ I.augardagur Björninn-SA. Sunniidagur SR-SA. Þetta eru síðustu leikir SA í mótinu og þá er einungis eftir frestaður leikur Bjarnaríns og SA frá síðustu helgi. Urvalsdeildin í körfuknattleik: Kemst Tindastóll í úrslit? Um helgina leika Tindastóll og Þór síðustu leiki sína í riðla- keppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Þetta verður jafnframt síðasti leikur Þórs á þessu íslandsmóti en um helg- ina ræðst hvort Tindastóll kemst í 4 liða úrslitakeppni um íslandsineistaratitilinn. Þór tekur á móti Haukum í íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudagskvöldið kl. 20. Á sama tíma mætast Skallagrímur og Tindastóll í Borgarnesi og verður Tindastóll að vinna til að eiga möguleika á að komast áfram. Það nægir þó að öllum líkindum ekki því sennilega verða KR-ing- ar að tapa fyrir Snæfelli í Stykkis- hólmi til að Stólarnir komist í úrslitin. KR-ingar léku reyndar við Skallagrím í gærkvöld en úr- slitin lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Hafi KR-ingar tap- að nægir stólunum sigur í Borg- arnesi. Körfuknattleikur: Iinumar skýrast í 2. deildinni Síðasta umferð í Norðurlands- riðli A í 2. deild íslandsmótsins í körfuknattleik fór fram á Húsavík um síðustu helgi. Ungmennafélag Akureyrar tryggði sér auðveldlega efsta sætið í riðlinum og fer í úrslita- keppni um sæti í 1. deild. Fjögur lið skipuðu A-riðilinn, UFÁ, Völsungur, Dalvík og Þrymur frá Sauðárkróki. UFA hafði mikla yfirburði í öllum þremur umferðunum og vann alla sína leiki. í síðustu umferð- inni sigraði liðið Völsung 90:44, Dalvík 93:45 og Þrym 67:53. Dal- Handbolti: Sigurður til Austumkis Sigurður Sveinsson, hand- knattleikskappi, hefur ákveðið að fengnu leyfi atvinnuveit- anda síns, að gefa kost á sér til þátttöku í B-keppninni í hand- bolta í Austurríki. Sigurður er einn litríkasti og besti handknattleiksmaður þjóð- arinnar fyrr og síðar og ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill styrk- ur það er fyrir landsliðið að fá hann í hópinn. vík sigraði Völsung 62:60 og Þrym 73:48 og Þrymur sigraði Völsung 71:57. Lokastaðan í riðlinum varð sú að UFA varð í efsta sæti með 18 stig, Dalvík í 2. sæti með 12, Þrymur í 3. með 4 og Völsungur raic lestina með 2 stig. Síðasta umferðin í hinum Norðurlandsriðlinum fer fram á Laugum unt helgina. Þar eiga sæti íþróttafélag Laugaskóla, Ungmennafélagið Æskan úr Skagafirði og íþróttafélag Menntaskólans á Akureyri. Stað- an fyrir síðustu umferðina er sú að ÍFL er í efsta sæti með 8 stig og er nokkuð öruggt með sæti í úrslitunum, Æskan liefur 4 stig og ÍMA ekkert. 23. mars og landsmótið á Dalvík bg í Ólafsfirði viku seinna. Þröst- ur Guðjónsson, formaður Skíða- ráðs Akureyrar, segir að ýmsar hugmyndir séu uppi, m.a. að flétta íslandsmótinu í stórsvigi saman við alþjóðlegt mót sem haldið verður á Akureyri í apríl ef fyrirsjáanleg verður röskun á landsmótunum vegna aðstæðna. Mótatafla vetrarins verður sennilega tekin til endurskoðunar og segir Þröstur að Andrésar Andar mótið verði trúlega á áður ákveðnum tíma en aðrar dag- setningar gætu breytst meira eða minna. Knattspyrna: Bragi dæmir í Dublin Bragi Bergmann, milliríkjadóm- ari í knattspyrnu, mun dæma leik írlands og Spánar í Evrópukeppni kvennalandsliða, sem fram fer í Dublin sunnudaginn 22. mars nk. Bragi dæmir fyrir Umf. Árroð- ann í Eyjafjarðarsveit. Línuverðir í leiknum verða þeir Gísli Guðmundsson, Val og Gísli Björgvinsson, Gróttu, sem báðir eiga sæti á línuvarðalista Alþjóða knattspyrnusambands- ins. Aðalíiindur KA í kvöld Aðalfundur KA verður hald- inn í KA-heimilinu í kvöld kl. 20.30. Á dagskránni eru venjuleg aðalfundarstörf og eru félagar hvattir til að fjölmenna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.