Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 13. mars 1992 Hvað er að gerast? Akureyri: Ráðsteftia um sjávarút- vegsmál í Alþýðuhúsinu Freyvangsleikhúsið: Frumsýnir Messías Stafnbúi, félag sjávar- útvegsnema við Háskólann á Akureyri og Akureyrar- bær gangast fyrir ráðstefnu um sjávarútvegstefnu fram- tíðarinnar í Alþýðuhúsinu á Akureyri, 4. hæð, á morg- un, laugardaginn 14. mars og hefst hún með setningar- ávarpi Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra kl. Akureyri: Ný dönsk í 1929 Hljómsveitin Ný dönsk leikur fyrir dansi á skemmti- staðnum 1929 í kvöld og annað kvöld. Þá verður nýtt myndband eftir Sævar Guðmundsson frumsýnt í 1929 annað kvöld. Boðið verður upp á happy hour úr krana frá kl. 23.30-24.00 annað kvöld. Þá skemmtir hinn geysi- vinsæli Ingvar Jénsson gest- um Uppans í kvöld og ann- að kvöld. Sæluhúsið Dalvík: Síðasta sjávar- réttakvöld vetrarins Annað kvöld, laugardags- kvöldið 14. mars, efnir Sælu- húsið á Dalvík til síðasta sjávarréttakvölds vetrarins. Boðið verður upp á 40-50 tegundir sjaldgæfra sjávar- rétta, heitra og kaldra á hlaðborði. Þessi sjávarréttakvöld Sæluhússins hafa notið gíf- urlegra vinsælda undanfar- in ár og jafnan hafa færri komist á þau en vilja. Sjávarréttakvöldið annað kvöld hefst með hanastéli og léttri tónlist kl. 20, en síðan sest fólk að borðum. Að málsverði loknum verð- ur stiginn dans til kl. 03. Miðapantanir í síma 61488 og 61405. Akureyri: Portið opið í dag Portið í nýju slökkvistöð- inni við Árstíg á Akureyri verður að vanda á sínum stað á morgun, laugardag- inn 14. mars kl. 11 til 16. Meðal þess sem boðið verður upp á að þessu sinni eru dúkkuföt og prjónuð barnaföt, spil, bækur, plötur, myndir, lax, brauð, Iakkrís, postulínsvörur, keramik, vegg- og gólf- kertastjakar, kartöflur og margt fleira. Slysavarnadeild kvenna á Akureyri: AðaJftmdur á mánudag Aðalfundur Slysavarnadeild- ar kvenna á Akureyri verð- ur haldinn mánudaginn 16. mars. Fundurinn fer fram í Laxagötu 5 og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfund- arstörf. 10.45. Milli kl. 11 og 13 verða eftirtaldir fulltrúar hags- munaaðila með erindi: Kristján Þór Júlíusson Samband íslenskra sveitar- félaga, Snær Karlsson Verkamannasambandið, Hólmgeir Jónsson Sjó- mannasamband íslands, Sveinn H. Hjartarson/ Kristján Ragnarsson Lands- samband íslenskra útvegs- manna, Guðjón Kristjáns- son/Benedikt Valsson Far- manna- og fiskimannasam- bandið, Arthur Bogason Landssamband smábátaeig- enda, Guðlaugur Stefáns- Kaupmannasamtök fslands standa fyrir fundi um lands- byggðarverslun á Hótel KEA á morgun, laugardag- inn 14. mars, kl. 13.30. Fundurinn hefst með ávarpi Bjarna Finnssonar, formanns Kaupmannasam- taka íslands, en síðan ræðir Úlfar Ágústsson, kaupmað- ur á Isafirði, um starf nefndar sem fjallað hefur um málefni landsbyggðar- verslunar innan KÍ. Georg Ólafsson, verð- lagsstjóri, flytur erindi sem hann nefnir „frá verðlags- ákvæðum til frjálsrar verð- myndunar", Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofu- Akureyri: ítalskir dagará Bautanum ítalskir dagar hófust á Bautanum á Akureyri í gær og þeim verður fram haldið í dag, á morgun og sunnu- dag. Síðan verður önnur hrina ítalskra daga á Baut- anum dagana 19. til 22. mars nk. Á ítölsku dögunum verð- ur að sjálfsögðu boðið upp á fjölbreytta ítalska rétti, t.d. pizzur, spaghettírétti, pastarétti, lasagne og saltfisk. Þá verður veglegt hlaðborð með ítölsku góð- gæti, m.a. súpu („Mine- strone“), brauði, ávöxtum, hrísgrjónaréttum, kartöflu- salati, salamisalati, túnfisk- salati, agúrkusalati, tómat- salati, ólívum, fylltum eggjum, möndlubúðingi, súkkulaðimarengstertu og ítölskum smákökum. ftölsk vín verða auðvitað í háveg- um höfð. í tengslum við ftölsku dagana efnir Bautinn- Smiðjan til uppskriftasam- keppni, sem felst í því að fólki gefst kostur á að senda inn eina eða fleiri uppskrift- ir af uppáhaldspastarétti. Uppskriftum skal koma til Bautans og er skilafrestur til 23. mars nk. Úrslit verða tilkynnt á Hljóðbylgjunni fimmtudaginn 2. apríl nk. Fyrstu verðlaun eru 5 rétta kvöldverður í Smiðjunni fyrir 4, önnur verðlaun máltíð á Bautanum fyrir 4 og þriðju verðlaun máltíð á Bautanum fyrir 2. son Landssamband iðnað- armanna og Sturlaugur Sturlaugsson Samband fisk- vinnslustöðva. Að loknu hádegishléi kl. 14 flytja fulltrúar stjórn- málaflokkanna ávörp. Þeir eru Jón Sigurðsspn Alþýðu- flokki, Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokki, Árni Johnsen Sjálfstæðisflokki, Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalagi og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Kvennalista. Klukkan 17 verða pall- borðsumræður og ráðstefn- unni verður síðan slitið kl. 18.30. stjóri í viðskiptaráðuneyt- inu, ræðir um landsbyggð- arverslun á vegamótum og Sigurður Jónsson, verslun- arráðgjafi, fjallar um þá spurningu hvort framtíðin sé falin í „keðjum". Að lokum verða fyrirspurnir og umræður. Sjallinn: Það er svo geggjað - saga af sveitabalft í kvöld verða úrslit í karaokekeppni Kjallarans, Aðalstöðvarinnar og Hljóm- deildar KEA í Sjallanum. Annað kvöld, laugar- dagskvöld, verður sýningin Það er svo geggjað - saga af sveitaballi. I sýningunni koma fram margir lands- þekktir skemmtikraftar og má þar nefna Karl Örvars- son og Rúnar Júlíusson. Eins og nafnið gefur til kynna er sögð lítil saga af sveitaballi og eru samskipti dyravarðar og húsvarðar við hljómsveit hússins rakin á gamansaman hátt í bland við tónlist sem er gamlir og góðir sveitaballaslagarar. A laugardagskvöldið verður óvæntur glaðningur í sýn- ingunni en þá mun hin landsþekkti útvarpsmaður, leikari og flugmaður, Gest- ur Einar Jónasson, taka að sér gestahlutverk í sýning- unni. Skemmtunin hefst með kvöldverði kl. 19.00 og verður svo stiginn dans til kl. 03.00. Veitingahúsið GreifinnáAkureyri: Fonduehlað- borð í Stássinu I dag og á morgun, ætlar veitingahúsið Greifinn á Akureyri að bjóða gestum sínum upp á Fonduehlað- borð í veislusal sínum Stássinu. Boðið verður upp á glæsilegan fjórrétta mat- seðil. Um síðustu helgi var einnig boðið upp á Fondue- hlaðborð í Stássinu og voru viðtökur gesta mjög góðar. Það er því betra að panta borð í tíma í síma 26690. Freyvangsleikhúsið frum- sýnir í kvöld, föstudaginn 13. mars kl. 20.30, rokk- óperuna Messías Manns- son, eða Jesus Christ Leikfélag Húsavíkur: Sýningará Gaukshreiðrinu um helgina í kvöld, föstudaginn 13. mars kl. 20.30, verður 21. sýning á uppfærsiu Leikfé- lags Húsavíkur á Gauks- hreiðrinu. Verkið verður einnig sýnt á morgun, laug- ardaginn 14. mars, kl. 16. Miðapantanir allan sólar- hringinn í síma 41129. Miðasalan er opin virka daga kl. 17 til 19. Leikfélag Dalvíkur: Rjúkandi ráð í kvöld Leikfélag Dalvíkur sýnir Rjúkandi ráð eftir þá bræð- ur Jónas og Jón Múla Árna- syni og Stefán Jónsson í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Næstu sýningar verða þriðjudaginn 17. mars kl. 21, miðvikudaginn 18. mars kl. 21, föstudaginn 20. mars kl. 21 og laugardaginn 21. mars kl. 21. Miðapantanir í síma 63175 alla daga milli kl. 17 og 19. Harrison Ford í Borgarbíói Borgarbíó á Akureyri sýnir gamanmyndina Fjörkálfa kl. 21 um helgina. Fimm mínútum síðar.hefjast sýn- ingar á Mál Henrys, þar sem Harrison Ford fer á kostum. Á sýningum kl. 23 verða sýndar myndirnar Harley Davidson og Marl- boro-maðurinn með Mickey Rourke og Don Johnson í aðalhlutverkum og Brellu- brögð II. Á barnasýningum kl. 15 á sunnudag verða sýndar myndirnar Lukku- láki og Supermann. Leikdeild Lfngmenna- félags Skriðuhrepps: Tvær sýningar á Bör Börssyni Um helgina verða tvær sýn- ingar á uppfærslu Leik- deildar Úngmennafélags Skriðuhrepps á Bör Börs- syni á Melum í Hörgárdal. Leikritið verður sýnt á morgun laugardaginn 14. mars kl. 15 og nk. sunnu- dag 15. mars kl. 20.30. Miðapantanir í símum 26786 eða 22891 alla daga frá kl. 17 til 19. Superstar eins og hún heitir á frummálinu, eftir þá Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir en um tónlistarstjórn sér Jón Ólafsson. Um 40 leikendur taka þátt í sýningunni. Einsöngvarar eru níu talsins og er aðalhlutverkið, sjálfur Jesú, í höndum Ingólfs Jóhannssonar. Uppselt er á frumsýning- una í kvöld, en næstu sýn- ingar verða nk. sunnudags- kvöld kl. 20.30, þriðja sýn- ing fimmtudaginn 19. mars kl. 20.30, fjórða sýning föstudaginn 20. mars kl. 20.30 og fimmta sýning laugardaginn 21. mars kl. 20.30. I tilefni af „ári söngsins" | efnir Kirkjukórasamband S-Þingeyjarsýslu til söng- námskeiðs í sumarbúðun- um við Vestmannsvatn dag- ana 20. til 22. mars nk., þar sem kenndar verða raddir í 15-20 lögum úr íslensku Hvammstangi og Blönduós: Háskólakór- iim heldur tónleika Háskólakórinn heldur tón- leika í félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld kl. 20.30 og í félagsheimilinu á Blönduósi á morgun laug- ardag kl. 14.00. Á efnisskránni eru m.a. íslensk ættarjarðarlög og þjóðlög og verk eftir Louis Dalla Piccola, Moris Rafel og Poulenc. Stjórnandi kórsins er Ferenc Útassy. Aðgangseyrir er kr. 700 en kr. 500 fyrir meðlimi tónlistarfélaga. Kvennasamband Akureyrar: Opinn fundur í Glerár- kirkju Á morgun, laugardaginn 14. mars kl. 15.00, heldur Kvennasamband Akureyr- ar opinn fund í anddyri Glerárkirkju. Meðal dagskrárliða á fundinum má nefna að að Lena Zakaríasen, Dæli í Skíðadal, sýnir muni sem hún hefur unnið úr ull og hrosshári. Þá mun Bjarni Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, flytja erindi. Kaffiveitingar eru á boðstólum. Kvennasam- band Akureyrar vonast eft- ir góðri þátttöku á fund þennan. Kvikmyndaklúbbur Akureyrar: Aukasýning á Rocky Horror á sunnudag Vegna fjölda áskorana stendur Kvikmyndaklúbbur Akureyrar fyrir aukasýn- ingu á Rocky Horror Picture Show í Borgarbíói nk. sunnudag, 15. mars, kl. 17. Mjög góð aðsókn hefur verið á þær sýningar á þess- ari sívinsælu mynd, sem Kvikmyndaklúbburinn hef- ur staðið fyrir, og því var ákveðið að hafa aukasýn- ingu á sunnudaginn. Samtökin Styrkur: Spflavist í Lóni Samtökin Styrkur á Akur- eyri halda spilavist í Lóni sunnudaginn 15. mars kl. 15. Miðaverð er kr. 450 og er kaffi og meðlæti innifalið. Spilafólk er hvatt til þess að fjölmenna. söngvasafni (Fjárlögun- um). Kennarar verða Jón Stefánsson, organisti og stjórnandi Kórs Langholts- kirkju, og Margrét Bóas- dóttir. Námskeiðinu lýkur með almennri söngsamkomu að Breiðumýri sunnudaginn 22. mars kl. 15 þar sem þátttakendur og gestir syngja saman. Allir eru velkomnir á skemmtunina og er aðgangseyrir 800 krónur (kaffihlaðborð inni- falið í verðinu). Námskeiðsgjald er 1700 krónur (sönghefti innifal- ið). Gisting (svefnpokap- láss) og fæði í sumarbúðun- um fæst á lágmarksverði. Möguleiki er að taka þátt í hluta námskeiðsins og er námskeiðsgjald þá 1000 krónur. Nánari upplýsingar gefur Margrét Bóasdóttir og hún tekur einnig á móti þátt- tökutilkynningum. Herramenn á KEA Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki sér um fjörið á Hótel KEA annað kvöld, laugardagskvöldið 14. mars. Hótel KEA minnir á tvær gerðir „kaldra borða“ fyrir fermingarveisluna, en sú „vertíð" er framundan. Vín: Sýningu Iðunnar að ljúka Sýningu Iðunnar Ágústs- dóttur, myndlistarkonu, í Blómaskálanum Vín lýkur um helgina. Sýningin verð- ur opin kl. 13-19 fram á sunnudag. Iðunn sýnir 45 myndverk og sækir hún viðfangsefni að stórum hluta í þjóðsög- ur, ævintýri og ljóð. Akureyri: Fundur á Hótel KEA um landsbyggðarverslun Kirkjukórasamband S-bing.: Ffnir til námskeiðs í „Fjárlögunum“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.