Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 13. mars 1992 Dagskrá fjölmiðla I kvöld, kl. 23.30, er á dagskrá Stöövar 2 bíómyndin Klessan (The Blob). I myndinni segir frá loftsteini sem fellur til jarðar og ber meö sér lífveru sem naerist á mannakjöti. Myndin er hörkuspennandi og er öllum ráðum beitt til þess að örva hjartsláttinn. Sjónvarpið Föstudagur 13. mars 18.00 Flugbangsar (9). 18.30 Hvutti (5). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Tíðarandinn. 19.25 Guð só oss næstur (4). (Waiting For God.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Kastljós. 21.10 Gettu betur (3). Spumingakeppni framhalds- skólanna. Að þessu sinni keppir lið Menntaskólans á Akureyri við lið Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra og fer viðureignin fram á Sauð- árkróki. >2.15 Samherjar (14). (Jake and the Fat Man.) 23.00 Eins og gengur. (Business as Usual.) Bresk bíómynd frá 1987. Myndin fjallar um konu sem er verslunarstjóri í Liver- pool. Hún er rekin úr starfi eftir að hún kærir starfs- mann fyrir kynferðislega áreitni og vekur málið þjóð- arathygli. Aðalhlutverk: Glenda Jackson, John Thaw og Cathy Tyson. 00.25 Dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 13. mars 16.45 Nágrannar. 17.30 Gosi. 17.50 Ævintýri Villa og Tedda. 18.15 Ævintýri í Eikarstræti. 18.30 Bylmingur. 19.19 19:19 20.10 Kænar konur. (Designing Women.) 20.35 Ferðast um tímann. (Quantum Leap III.) 21.25 Svartskeggur sjóræn- ingi. (Blackbeard's Ghost.) Það er enginn annar en Peter Ustinov sem fer á kost- um í hlutverki draugsa eða Svartskeggs sjóræningja. Þegar hér er komið við sögu eiga afkomendur hans í mesta bash með að halda ættaróðalinu sem illa inn- rættir kaupsýslumenn vilja koma höndum yfir í þeim til- gangi að reka þar spilavíti. Draugsi er ekki á eitt sáttur við aðfarir kaupahéðnanna og tekm til óspilltra mál- anna. Aðalhlutverk: Peter Ustinov, Dean Jones og Suszanne Pleshette. 23.20 Klessan.# (The Blob.) Þetta er endurgerð klass- ískrar B-myndar, fyrstu myndar Steve McQueen. í myndinni segir frá loft- steini sem fellur til jarðar og ber með sér lífveru sem nær- ist á mannakjöti. Unglingar í smábæ komast að hinu sanna en þeim reynist erfitt að sannfæra yfirvöld um það hvað sé á seyði. Aðalhlutverk: Shawnee Smith, Donovan Leitch, Ricky Paull Goldin, Kevin Dillon, Billy Beck, Candy Clark og Joe Seneca. Stranglega bönnuð börnum. 00.50 Blóðsugan.# (Nick Knight.) Söngvarinn, góðkunni, Rick Springfield er í aðalhlutverki þessarar myndar sem segir frá tveimur vampírum sem kljást um aldagamalt leynd- armál. Aðalhlutverk: Rick Spring- field, John Kapelos, Robert Harper og Laura Johnson. Stranglega bönnuð bömum. 02.20 Dagskrárlok. Rás 1 Föstudagur 13. mars MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00 06.45 Veðurfregnir - Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. - Guðrún Gunnarsdóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.45 Krítík. 08.00 Fróttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 08.30 Fróttayfirlit. 08.40 Helgin framundan. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 „Ég man þá tíð". 09.45 Segðu mér sögu. „Katrín og afi" eftir Ingibjörgu Dahi Sam. Dagný Kristjánsdóttir les (9). 10.00 Fróttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóru Bjömsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Mannlífið. 11.00 Fróttir. 11.03 Tónmál. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. Sjávarútvegs- og viðskipta- mál. 12.55 Dánarfregnir - Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.05 Út í loftið. Rabb, gestir og tónlist. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Skuggar á grasi" eftir Karen Blixen. Vilborg Halldórsdóttir les (4). 14.30 Út í loftið - heldur áfram. 15.00 Fréttir. 15.03 Útilegumannasögur. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fróttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlist á síðdegi. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.30 Hór og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. 17.45 Eldhúskrókurinn. 18.00 Fróttir. 18.03 Átyllan. 18.30 Auglýsingar • Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 20.00 Þjóðleg tónlist frá Mongólíu. 21.00 Af öðru fólki. 21.30 Harmonikuþáttur. 22.00 Fróttir • Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Sr. Bolli Gústavsson les 23. sálm. 22.30 í rökkrinu. 23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Föstudagur 13. mars 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Fjölmiðlagagnrýni. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram, meðal annars með pistli Gunnlaugs Johnsons. 17.30 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fróttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Vinsældalisti Rásar 2 - Nýjasta nýtt. 21.00 Gullskífan. 22.07 Landið og miðin. 00.10 Fimm freknur. Lög og kveðjur beint frá Akureyri. Umsjón: Þröstur Emilsson. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fróttir kl. 7,7.30,8,8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 02.00 Fróttir. - Rokkþáttur Andreu Jóns- dóttur. 03.30 Næturtónar. 04.30 Veðurfregnir. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fróttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Næturtónar. 07.00 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 13. mars 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Aðalstöðin Föstudagur 13. mars 07.00 Útvarp Reykjavík. Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna stjórna morgun- útvarpi. Litið í blöðin, viðtöl, veður og færð, umræður, tónlist o.fl. 09.00 Stundargaman. Umsjón: Þuríður Sigurðar- dóttir. íslenskan það er málið kl. 9.15. Guðni Kolbeinsson flytur. 10.00 Við vinnuna. Umsjón: Guðmundur Benediktsson. Uppáhaldslögin, afmælis- kveðjur, óskalög, veður, færð, flug o.fl. Opin lína í síma 626060. 12.00 Fréttir og réttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson og Þuríður Sigurðardóttir. 13.00 Við vinnuna. Umsjón: Guðmundur Benediktsson. 14.00 Svæðisútvarp. Umsjón: Erla Friðgeirsdóttir. Suðumes/Keflavík/Grinda- vík/Hafnir/Sandgerði/Vogar. 15.00 í kaffi með Ólafi Þórðar- syni. 16.00 Á útleið. Umsjón: Erla Friðgeirsdóttir. 17.00 íslendingafélagið. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 19.00 „Lunga unga fólksins." Umsjón: Jóhannes Kristjánsson. 21.00 Vinsældarlisti grunn- skólanna. Umsjón: Gylfi Þór Þorsteins- son. 22.00 Sjöundi áratugurínn. Umsjón: Þorsteinn Eggerts- son. 24.00 Nætursveifla. Bylgjan Föstudagur 13. mars 07.00 Morgunþáttur Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra með skemmtilegan morgunþátt. Það er fátt sem þau láta sig ekki máli skipta og svo hafa þau fengið Steinunni ráðagóðu til liðs við sig en hún gefur ykkur skemmtilegar og hagnýtar ráðleggingar varðandi heimilishaldið. Fréttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfirlit klukkan 7.30 og 8.30. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Mannamál kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 12.10 Anna Björk Birgisdóttir. 13.00 íþróttafréttir. 13.05 Sigurður Ragnarsson. Góð tónlist og létt spjall við vinnuna. Mannamál kl. 14 og 16. 16.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Steingrímur Ólafsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim em engar kýr heilagar. 17.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 17.30 Reykjavík síðdegis heldur áfram. 18.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Sím- inn er 671111. 19.30 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Krístófer Helgason. Helgin byrjar á hárréttan hátt á Bylgjunni, hressileg stuðtónlist og óskalögin á sínum stað. Rokk og róleg- heit alveg út í gegn. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Föstudagur 13. mars 17.00-19.00 Axel Axelsson tekur púlsinn á þvi sem er að gerast um helgina. Axel hit- ar upp fyrir helgina með góðri tónlist. Síminn 27711 er opinn fyrir afmæliskveðjur og óskalög. Fréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöðvar 2 kl. 18.00. # Hundurinn Tveir Húsvíkingar voru akandi á bifreið sinni í skoð- unarferð um Akureyrarbæ á dögunum. í einu úthverfanna sáu þeir stórvaxinn hund vera að þvæiast úti á götu. Sýndist þeim helst að skepn- an væri af hundategundinni Sankti Bernharð og þeir höfðu heyrt að slíkir hundar kostuðu fúlgur fjár, þó þeir vissu ekki til að neinn Húsvíkingur hefði fjárfest í hundi af þessari gerð og væru ekki aiveg vissir á teg- undínni. En allur er varinn góður og farþeginn sagði við ökumanninn: „Passaðu þig að keyra ekki á hundinn. Hann er örugglega dýr.“ # Kötturinn Bæjarráð Húsavíkur taldi ekki ástæðu til að setja sér- staka samþykkt um kattahald á Húsavík, en Heilbrigðiseft- irlitið á Norðurlandi eystra hafði lagt fram drög að slíkri samþykkt á dögunum. Málið var ekki einu sinni rætt á bæjarstjórnarfundi og virtust bæjarfulltrúar hafa ákveðið að húsvískir kettir skyldu framvegis sem hingað til vera hafnir yfir lög og reglugerðir, Ifkt og kettir annars staðar á landinu og í Egyptalandi hinu forna. Drjúgur hluti bæjar- stjórnarfunda síðustu misser- in hefur þó farið í umræður um skepnuhald af ýmsu tagi, s.s. hundahald og rollubú- skap í bænum. Bæjarráð var það forsjált að sjá að það yrði til að æra starfsliðið á bæjar- skrifstofunni endanlega, ef þangað ættu að streyma allir kattaeigendur í bænum til að skrá skepnur sínar. Einnig þyrfti fljótlega að ráða í stöðu kattaeftirlitsmanns sem þyrfti eflaust talsvert af skrifstofu- liði til að geta gegnt starfi sínu skammlaust. Vonandi brýna kattaeigendur fyrir köttum sínum að haga sér með skikk og sóma í framtíð- inni og raska ekki ró og reglu nágrannanna. Svo ekki þurfi að koma til framkvæmda sú hugmynd að gefa hundahald á Húsavík frjálst í fimm ár, í þeirri von að hundarnir haldi kattafarganinu í skefjum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.