Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. mars 1992 - DAGUR - 5 "' ' V Leiklist______________________________ Vorið kaJlar - sýning leikklúbbs Verkmenntaskólans á Akureyri Kaffihlaðborð alla sunnudaga Þriðjudaginn 10. mars sýndi Leikklúbburinn Locos, sem er leikklúbbur Verkmenntaskólans á Akureyri, Vorið kallar eftir Frank Wedekind. Leikstjóri uppsetningarinnar er Valgeir Skagfjörð. Vorið kallar er forvitnilegt verk. Það er samið fyrir um það bil eitt hundrað árum, en er nútímalegt á margan hátt í efnis- tökum sínum. í verkinu eru atr- iði, sem gætu bent til aldurs þess, en þau gætu allt eins verið stíl- færingar nútímahöfundar, sem leitaði leiða til þess að leggja áherslu á boðskap sinn. Eitt er það þó, sem nokkuð ákveðið segir til um aldur verksins. Það er á hve margan veg Vorið kallar er áberandi bet- ur samið hvað snertir málfar, framsetningu og efnismeðferð, en algengast er um þau verk, sem kölluð eru unglingaleikrit nú á dögum eða fjalla um stöðu ung- menna innan samfélagsins. Þar nýtur verkið vissulega góðrar þýðingar en ekki síður vandaðra vinnubragða leikstjóra og leikara, sem hafa greinilega lagt alúð við textann og flutning hans. Leikarar í Vorið kallar eru fjölmargar og í heild er óhætt að segja, að allir standa sig meira og minna vel. Vissulega ber skugga á nokkrum sinnum. Til dæmis verður framsögn á stundum ótrúlega stirð og líflaus hjá flytj- endum, sem í annan tíma standa sig með prýði. Þetta henti Fann- eyju Óskarsdóttur, sem leikur unglingsstúlkuna Wendlu og einn- ig Lóu Maju Stefánsdóttur, sem leikur frú Bergmann, móður hennar. Báðar standa sig að öðru leyti prýðisvel í hlutverkum sínum. Piltarnir Morits og Melkior eru leiknir af Oddi Bjarna Þorkels- syni og Kristni Þey Magnússyni. Samleikur þeirra félaga er góður og víða allt að því frábær. Morits verður nokkur skipbrotsmaður í lífi sínu. Oddi Bjarna tekst vel að túlka það á áhrifaríkan hátt. Melkior er sá, sem kerfið leitast við að brjóta. Kristinn Þeyr á iðulega verulega sterkan leik í þessu viðamikla hlutverki. Arnar Hrólfsson leikur þrjú hlutverk í uppsetningu Leik- klúbbsins Locosar á Vorið kallar. Best tekst honum í hlutverki hins kerfisbundna föður Melkiors, þar sem hann nær góðum samleik við Aldísi Björnsdóttur, sem leikur konu hans af umtalsveðri innlif- un. Rósa Rut Þórisdóttir fer með tvö hlutverk. Hið stærra er hlut- verk Elsu, heldur léttlyndrar stúlku, sem Rósu tekst vel að túlka án ofleiks og tilgerðar. Hjálmar Arinbjarnarson leikur tvær persónur, Húsa og sr. Feiti- líus. Þetta eru mjög ólíkar per- sónur, en Hjálmari tekst lipur- lega að gæða báðar lífi. Aðrir leikarar eru Björn Sig- urðsson, sem tekst vel að túlka hinn harðneskjulega skólastjóra, Jóhann G. Thorarensen, sem fer með þrjú hlutverk og nær skemmtilegum tökum á 1. kennara, Nína Björk Stefáns- dóttir og Fjóla Þorgeirsdóttir, sem eiga spaugilegan samleik í hlutverkum 2. og 3. kennara, Finnur Sigurðsson, sem leikur tvær persónur og gerir báðum vel fullnægjandi skil og María Jesp- ersen og Birna Guðrún Baldurs- dóttir, sem báðar gera góða góða hluti í leik sínum. í smærri hlut- verkum voru Alicia Chirinos og Marieke Scherjon. Vorið kallar er leikið í teríusal Verkmenntaskólans á Akureyri. í salnum er stór, ílöng gryfja, en að öðrum enda hennar liggur sviðið. Leikurinn fer fram í gryfj- unni, sem er öll undirlögð ein- faldri en fullnægjandi leikmynd Högna Garðarssonar, en áhorf- endur eru á sviðinu. Þessi tilhög- un gefur Ieikstjóra og leikendum skemmtilega möguleika, sem tekst vel að nýta með lýsingu, sem þó er harla einföld, og smá- vægilegri tilfærslu leikmuna. Lýs- ing er unnin af Kristni J. Ásgeirs- syni og Hallgrími Óla Gunnars- syni. Leikhljóð eru áhrifamikil og vel unnin. Þau eru verk Geirs Gunnarssonar. Það er mikið í ráðist af Leik- klúbbnum Locosi að setja upp Vorið kallar. Verkið er ekki auðflutt svo að vel fari. í því eru mikil átök og ákveðinn stígandi. í því er einnig boðskapur, sem á ekki síður erindi við samtíð okk- ar en þann tíma, sem verkið var skrifað á. Það er þetta með bilið milli bila... IUMFEROAR Iráð Þó að vissulega séu ýmsir gall- ar á uppsetningunni, eru þeir ekki slíkir, að verkið missi marks. Fjarri því. í heildina er sýning Locosar á Vorið kallar áhrifamikil og sterk og vel þess virði að henni sé gefinn gaumur. í henni má greinilega sjá hvers ungt og áhugasamt leiklistarfólk er megnugt, þegar það nýtur leið- sagnar reynds leikhússmanns, sem, eins og Valgeir Skagfjörð hefur Ijóslega gert, leggur alúð við verk sitt. Haukur Ágústsson. frá kl. 15-18 Verð kr. 600. Allir velkomnir. Starfsfólk Hótels Ólafsfjarðar. óTk>tel ólafsfjörður Bylgjubyggð 2, sími 96-62400. ATAKS ER ÞORF! Við leitum að fólki með hugmyndir Ertu að velta fyrir þér hugmynd um smáiðnað eða skyldan rekstur? Viltu bæta nýjungum við þann rekstur sem þegar er farinn af stað? Þá er þessi auglýsing fyrir þig. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur ákveðið að standa fyrir námskeiði í stofnun og þróun smáfyrirtækja. Því ekki að láta drauminn um að hefja eigin atvinnurekstur rætast núna og nota þetta tækifæri. Ekki er krafist sérstakrar þekkingar eða reynslu, aðeins brennandi áhuga á að koma hugmyndum í framkvæmd. Gerðu ráð fyrir að mikið af frítíma þínum fari í verkefnið. Þú verður að leggja hart að þér Þetta er ekkert venjulegt námskeið: Þú leggur sjálf(ur) til efniviðinn og það er frumkvæði þitt og vinna sem ræður úrslitum um það hver árangurinn verður. Við stofnum ekki fyrirtæki fyrir þig, en veitum aðstoð við að meta möguleikana og hjálpum þér af stað. Við hittumst á fjórum vinnufundum um helgar með nokkurra vikna millibili. Þar verður unnið í hópum undir stjórn leiðbeinenda og starfið skipulagt stig af stigi. Milli vinnufundanna vinnur þú síðan að verkefnum sem tengjast þinni hugmynd um stofnun fyrirtækis eða nýbreytni í rekstri. Upplýsingar um verkefnið veitir: Ásgeir Magnússon framkv.stj. Vinnusími 26200 - Heimasími 11363. © IÐNÞRÓUNARFÉLAG EYJAFJARÐAR HF. Geislagötu 5, 600 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.