Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 13.03.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. mars 1992 - DAGUR - 7 Úrbótamenn á Akureyri: „Nauðsyulegt að leita allra leiða í nýsköpun“ - segja Hólmsteinn Hólmsteinsson, Sveinn Heiðar Jónsson og Þórarinn Kristjánsson, sem starfað hafa saman að athugunum á eflingu atvinnustarfsemi að undanfórnu Frá vinstri: Hólmsteinn Hólmsteinsson, Þórarinn Kristjánsson og Sveinn Heiðar Jónsson. Mynd: Golli Atvinnumálin brenna á mörg- um um þessar mundir og menn hafa áhyggjur af hvert stefni. Atvinnuleysistölur hækka jafnt og þétt og ýmiskonar starfsemi, sem sett hefur svip á atvinnulífið - ekki síst á Akur- eyri hefur átt í vök að verjast. Þótt tekist hafl að efla sumar atvinnugreinar á nýjan leik eft- ir tímabil óvissu og erfíðleika er Ijóst að áfram verður að halda á þeirra braut og hvergi má láta deigan síga. Gildir þar einu hvort um atvinnugreinar er að ræða, sem eiga sér ákveðna hefð hér um slóðir eða nýjungar er hentað geta til þess að efla atvinnustarfsemi og framleiðslu og þar með eyfírska byggð. Á síðastliðnu ári hafa þrír Akureyringar komið reglulega saman til þess að ræða um og leita leiða til eflingar atvinnulífs á Akureyri. Þeir eru Hólmsteinn Hólmsteinsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins Möl og sandur, Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmí- vinnslunar og Sveinn Heiðar Jónsson, byggingameistari, sem rekur eigið byggingafyrirtæki. Starf þeirra er nú farið að bera árangur og leitaði Dagur upplýs- inga um af hverju þeir hefðu myndað þennan vinnuhóp og hvað þeir væru að fást við á þeim vettvangi. Töldum aö reynsla okkar af atvinnulífínu gæti nýst viö nýsköpun Þeir kváðu upphafið að vinnu- hópnum vera að þeir hefðu oft hist og umræðuefnið þá gjarnan verið atvinnumálin og hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til efl- ingar atvinnulífinu á þeim tímum sem það ætti í vök að verjast. Þessar umræður hefðu síðan leitt til þess að þeir hefðu ákveðið að mynda formlegan vinnuhóp, og hafist handa um að athuga mögu- leika á nýrri atvinnustarfsemi. Þeir kváðust allir hafa verið starf- andi við atvinnurekstur um nokk- urn tíma og því velt alvarlega fyr- ir sér hvort sú reynsla sem þeir hafi aflað sér, hver á sínum starfsvettvangi gæti ekki nýst þeim eitthvað við þá vinnu er framundan væri. Þeir stofnuðu síðan vinnuhópinn formlega 14. janúar á síðastliðnu ári. Síðan þá hafa þeir komið reglulega saman og einnig haldið yfir 100 fundi með ýmsum aðilum sem hafa með atvinnumál að gera. Einkum segjast hafa þeir hafa átt gott samstarf við atvinnumálanefnd Akureyrar og Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar. Athugun á endurvinnslu- starfsemi og umbúðagerð í gangi Þeir kváðust í fyrstu hafa farið yfir ýmis mál og reynt að meta hvað raunhæft væri að athuga nánar með möguleika á að koma einhverri starfsemi á fót. Á síðastliðnu sumri fóru þeir í könnunarferð til Þýskalands og Austurríkis og í þeirri ferð athug- uðu þeir meðal annars ýmsa möguleika til endurvinnslu og einnig framleiðslu á umbúðum, sem þeir telja að geti átt framtíð fyrir sér hér á Akureyri og hafa síðan unnið að áframhaldandi athugunum á slíkri starfsemi. Eftir þessa utanlandsför var ljóst að um nokkuð umfangsmikið starf yrði að ræða. Safna þyrfti miklu af upplýsingum - bæði varðandi hráefnisöflun, allan tæknilegan búnað til vinnslu og síðast en ekki síst markaðsmál. Til að vinna að nauðsynlegum athugunum réðu þremenningarn- ir Steinar Magnússon, tæknifræð- ing, til starfa og hefur hann unnið að athugunum og ýmiskonar undirbúningsvinnu á þeirra veg- um síðan á síðastliðnu sumri. Þeir hafa einnig haft ákveðið samstarf við fyrirtækið Sagaplast á þeim sviðum sem snerta vinnslu á plasti. Að undanförnu hefur Sveinn Heiðar einkum unnið að málefnum sem snerta ferðamál og byggingu orlofshúsa. Þórarinn hefur haft umsjón með þeim mál- um sem falla undir endurvinnslu og Hólmsteinn hefur starfað í sambandi við málefni um bygg- ingu hugsanlegs fríiðnaðarsvæðis við Eyjafjörð auk þess serri þeir vinna sameiginlega að ýmsum athugunum. Fjárfestingarsjóður - fyrsta verkefnið Fjármögnun er stór þáttur í að koma atvinnustarfsemi á fót og kváðust þremenningarnir strax hafa farið að huga að möguleik- um í því sambandi. Alltof oft hafi verið farið af stað með atvinnu- rekstur án þess að hafa neitt eigið fé á milli handa og alfarið treyst á lánsfé og ef til vill opinbera fyrir- greiðslu sem síðar eigi að endur- greiða. Slíkar leiðir séu útilokað- ar og að undanförnu hafi afleið- ingar þvílíkrar atvinnustarfsemi verið að koma í ljós með mörg- um gjaldþotum fyrirtækja. í framhaldi af hugleiðingum þre- menninganna um fjármögnunar- þáttinn var ákveðið að stofna fjárfestinarsjóð, sem hlotið hefur nafnið Hlutabréfasjóður Norður- lands. Sjóðurinn var stofnaður 14. nóvember síðastliðinn og í stofnskrá hans er ákveðið að hlutverk sjóðsins sé fyrst og fremst að ávaxta það fé sem lagt er í hann. í framtíðinni er síðan stefnt að því að sjóðurinn geti verið bakhjarl að nýsköpun í atvinnulífinu. Stofnun sjóðsins hlaut strax mjög góðar undirtekt- ir og um áramót höfðu um 20 milljónir króna safnast í hann. Nú eru um 30 milljónir í sjóðnum og skiptast þær á fjölmarga eig- endur sem lagt hafa fram fé til ávöxtunar. Hluthafar eru þegar orðnir yfir 260 en enginn einn aðili er áberandi sterkur innan sjóðsins og í því sambandi má geta þess að Akureyrarbær er stærsti hlutafjáreigandi hans með eina milljón króna. Þremenning- arnir sögðu að vantað hefði nýjan valkost í fjárfestingum, sem starfaði á norðlenskum grund- velli. Þær góðu viðtökur sem hann hefði þegar fengið gæfu vissulega vonir um að um öflugan sjóð verði að ræða í framtíðinni. Þremenningarnir liafa nú lokið sínu verkefni hvað stofnun sjóðs- ins varðar og er hann nú rekinn sem almenningshlutafélag, sem þeir telja ótvíræðan kost. Viljum fá fleiri aðila til samstarfs Nú eru uppi hugmyndir um að útvíkka þennan starfshóp um atvinnumál. Þremenningarnir segja nauðsynlegt að fá fleiri aðila til að takast á við þessi verk- efni. Með því vaxi hugmynda- bankinn og starfið eflist. Nú er verið að vinna að tveimur hug- myndum sem tengjast endur- vinnslu og að undanförnu hefur verið athugað um tæknilega möguleika - meðal annars hvaða vélar komi til greina í því sam- bandi. Þá eru þremenning- arnir þátttakendur í umræðum sem nú eru hafnar um að mynda tollfrjálst atvinnusvæði við Eyjafjörð er opna myndi ýmsa möguleika varðandi útflutnings- starfsemi ef af verður. Að þessu máli hafa þeir þremenningar einkum unnið í samstarfi við atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar. Háskólinn á Akureyri styrkir atvinnulífíð Þremenningarnir lögðu áherslu á að í athugunum og undirbúnings- vinnu sem þessari mætti ekki sýna bráðlæti eða vænta of mikils strax í byrjun. Vinna yrði að atvinnumálum á þennan hátt skref fyrir skref og ekki rasa um ráð fram eins og alltof oft hafi átt sér stað á undanförnum árum. Athuga verði allar aðstæður gaumgæfilega áður en hafist verði handa - bæði hvað varði fjármögnunarleiðir og ekki síður framleiðslu- og markaðsmögu- leika. Undirbúningsvinnan hafi að mestu verið fólgin í þessum þáttum hingað til. Þrátt fyrir að þremenningarnir séu allir starf- andi í atvinnurekstri og veiti atvinnufyrirtækjum forstöðu þá hafi þeir fyrst og fremst hafist handa vegna hins almenna atvinnuástands hér á svæðinu. í því sambandi þurfi ekki síst að huga að þeim möguleikum sem sjávarútvegurinn skapi. Akureyr- ingar hafi ætíð haft tilhneigingu til þess að líta fyrst og fremst á Akureyri sem iðnaðarbæ en ekki gefið sjávarútveginum nægilegan gaum. Með stofnun Háskólans á Akureyri hafi hins vegar opnast möguleikar á þvf sviði sem verði að nýta atvinnulífinu til hagsbóta auk þess að tengja starfsemi Háskólans atvinnulífinu eins og frekast sé unnt. Þeir félagarnir sögðu að þótt nauðsynlegt sé að leita allra leiða varðandi nýsköpun í atvinnulíf- inu hér á svæðinu hafi enn ekki verið tekin ákvörðun um stofnun neins fyrirtækis utan Hlutabréfasjóðsins en ýmsar athuganir séu í gangi í því sam- bandi, einkum á sviði endur- vinnslumála og mögulega verði þess ekki langt að bíða að atvinnustarfsemi hefjist. Þeir lögðu þó þunga áherslu á að ekki verði farið að stað með neinn atvinnurekstur fyrr en séð verði að rekstrargrundvöliur verði tryggður. ÞI o 15% Oi flfSLÁTTUfi fl BflflUÐOSTI I kílóapakkningum. Áðijr 812 kr. Nú 690 kr. Aðeins í nokkra daga. Þú' sparor J 122 kr. á kíIójj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.