Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 17. mars 1992 Fréttir Anna Sveinbjörnsdóttir, ytiriðjuþjálfi hjá Gigtarfélagi íslands, til hægri að sinna gigtsjúkum á Bjargi. Mynd: it Iðjuþjálfiin gigtsjúkra Sýning Arnar Inga í Hafnarborg: Fjögur þúsund gestir og mjög góðar viðtökur - „þetta er mjög uppörvandi,“ segir Örn Ingi Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð hefur óskað eftir styrk frá Sauðárkróksbæ vegna kaupa á snjóbíl, en bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að verða við erindi Bridge- félags Sauðárkróks þar sem óskað er eftir 20 þús. kr. styrk vegna svæðamóts í parakeppni sem haldið verður á Sauðár- króki þann 21. mars nk. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að álagningarprósenta aðstöðugjalda 1992 verði 0,75% af rekstri fiskiskipa, flugvéla, verslunarskipa og af fiskiðnaði, 1,1% af hverskon- ar iðnrekstri öðrum og 1,3% af öðrum atvinnurekstri. ■ Lagðar hafa verið fram til- lögur nefndar um endurskoð- un á samþykktum Sauðár- króksbæjar, um breytt starfssvið félagsmálaráðs og íþróttaráðs. Bæjarráð hefur falið nefndarmönnum að kynna viðkomandi ráðum tillögurnar og einnig að ræða við starfsmenn íþróttamann- virkja bæjarins. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að vísa fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs 1992 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Auk þess hefur ráðið samþykkt að vísa fjár- hagsáætlunum hafnarsjóðs, vatnsveitu, hitaveitu og raf- vqitu til síðari umræðu í bæjarstjórn. ■ Bygginganefnd hefur hafn- að umsókn Olís hf. um lóð á mótum Túngötu og Skagfirð- ingabrautar og bendir Olíu- versluninni á þær lóðir í bæn- um sem samkvæmt skipulagi eru ætlaðar undir bensínstöðv- ar. ■ Bygginganefnd hefur tekið fyrir skýrslu frá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins varðandi úttekt á Steypustöð Skagafjarðar sem nefndin ósk- aði eftir að gerð yrði. í henni kemur fram að steypan upp- fyllir kröfur ÍST 14 og bygg- ingarreglugerðar varðandi þrýstiþol, loftinnihald/dreif- ingu og v/s hlutfall. Hinsvegar kemur fram að fylliefni eru ekki nothæf ef verið er að framleiða veðrunarþolna steypu. Ennfremur kemur frani í skýrslunni að nauðsyn- legt er að koma upp rannsókn- arstofu við stöðina og gefur bygginganefnd Steypustöðinni frest til 1. júní nk. til að koma upp viðunandi rannsóknarað- stöðu. Auk þess bannar nefndin notkun á fylliefnum úr Gönguskarðsárós og öðrum fyllieínum í veðrunarþolna steinsteypu nema fyrir liggi rannsóknir á þeim. ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt að auglýsa eftir fóstru, þroskaþjálfa eða aðila með sambærilega uppeldislega menntun frá og með 1. júní nk. til afleysinga í eitt ár vegna barneignarleyfis Sigrfðar Stefánsdóttur. ■ Ráðið hefur einnig sam- þykkt að ráða Kristínu Hólm Hafsteinsdóttir, sem útskrifast frá Fósturskóla íslands í vor, til starfa á Furukoti frá og með 17. ágúst nk. ■ Körfuknattleiksdeild Umf. Tindastóls hefur sótt um að fá íþróttahúsið til afnota vegna bílasýningar dagana 8.-10. maí nk. Iþróttaráð hefur sam- þykkt umsóknina fyrir sitt leyti. Gigtarfélagið á Norðurlandi eystra (GNE) hefur að undan- förnu unnið að því að koma á fót iðjuþjálfun fyrir gigtarsjúkl- inga norðan heiða. Þann 6. mars sl. hófst slík þjálfun að Bjargi á Akureyri. Hjálpar- tækjabankinn í Reykjavík gaf Gigtarfélaginu á Norðurlandi sýnishorn af margs konar hjálpartækjum í tilefni iðju- þjálfunarinnar. „Bankanum er þökkuð sú mikilvæga gjöf sem og Sjálfsbjörgu á Akureyri fyr- ir að lána húsnæði undir iðju- þjálfunina,“ segir Ingvar Teits- son, læknir. Iðjuþjálfun er gigtsjúkum afar mikilvæg, ekki síst þeim sem Sveitarstjórn Öxafjarðar- hrepps samþykkti á fundi 9. mars eftirfarandi ályktun er var send alþingismönnum. „Sveitarstjórn Öxafjarðar- hrepps skorar á Ríkisstjórn og Norðlenskir briddsspilarar létu mikið að sér kveða í úrslitum á íslandsmóti yngri spilara, sveitakeppni, sem lauk í Reykjavík um helgina. Sigl- firsku bræðurnir Olafur og Steinar Jónssynir voru í sigur- sveit Vídeóhallarinnar, ásamt þeim Sveini R. Eiríkssyni og Hrannari Erlingssyni úr Reykjavík og sveit Stefáns Stefánssonar frá Akureyri hafnaði í öðru sæti. Auk fyrir- liðans voru í sveitinni þeir Magnús Magnússon, Skúli Skúlason og Sigurbjörn Þor- geirsson. í úrslitum yngri spilara mættu 4 sveitir til leiks og spiluðu einfalda umferð með 32 spila leikjum. Sveit Ræktunarsambandsins Ketilbjarnar frá Suðurlandi hafn- aði í þriðja sæti og sveit Arons Þorfinnssonar úr Reykjavík í því fjórða. Sveitir Stefáns og Ketilbjarnar hlutu báðar 49 stig en þar sem Stefán og félagar unnu innbyrð- isviðureignina 18:12, hrepptu þeir annað sætið. Lokaniðurstaðan varð þessi: stig 1. Sveit Vídeóhallarinnar 61 2. Sveit Stefáns Stefánssonar 49 þjást af gigt í höndum og hand- leggjum. Ingvar Teitsson segir að meðal annars leiðbeini iðjuþjálf- ar um val og notkun á hjálpar- tækjum og spelkum. Einnig kenna iðjuþjálfar liðvernd og heimsækja skjólstæðinga til að leiðbeina um úrbætur í heima- húsum. „Þann 6. mars kom Anna Sveinb j örnsdóttir, yfiriðj uþ j álfi hjá Gigtarfélagi íslands, norður og leiðbeindi hópi gigtsjúkra þann dag. Iðjuþjálfar Gigtar- félags íslands munu koma norður einu sinni í mánuði á næstunni. Gigtsjúkir þurfa tilvísun frá lækni til að komast í iðjuþjálfunina og ég sé um tímapantanir,“ sagði Ingvar Teitsson. . • Alþingi að breyta nú þegar lög- um nr. 38. 1990 um stjórnun fisk- veiða á þann veg að krókaveiðar smábáta verði gefnar frjálsar til framtíðar og þær geti aldrei myndað framseljanlegar veiði- heimildir. 3. Sveit Ræktunarsamb. Ketilbjarnar 49 4. Sveit Arons í’orfinnssonar 20 í úrslitum í kvennaflokki, sem einnig fóru fram um helgina, var hart barist. Sex sveitir kepptu til úrslita og var spiluð einföld umferð, 20 spila leikir. Sveit L.A. Café frá Reykjavík sigraði mjög örugglega og hlaut 109 stig. í sveitinni spiluðu: Esther Jakobs- dóttir, Valgerður Kristjónsdóttir, Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. í öðru sæti varð sveit Ólínu Kjartansdóttur og í þriðja sæti „Það komu fjögur þúsund manns á sýninguna, sem er aðsóknarmet í Hafnarborg. Þetta gekk mjög vel og ég er afskaplega ánægður með við- tökurnar, enda eigum við ekki við það að búa hér fyrir norðan að svona mikið sé eftir okkur tekið,“ sagði fjöllistamaðurinn Örn Ingi að Iokinni myndlist- arsýningu í Hafnarborg í Hafn- arfirði. Örn Ingi sýndi um 80 verk á sýningunni, málverk, skúlptúra og tvær stuttar kvikmyndir. Þaö vakti athygli gagnrýnenda hve verkin voru fjölbreytt og kvaðst Örn Ingi almennt sáttur við þá dóma sem sýning hans fékk. „Ég seldi á annan tug mynda sem er mun meira en samtals í hinum fjórum ferðum mínum suður og sýningargestir voru þús- und fleiri en í þeim ferðum samtals. Þó var brjálað veður tvær helgar af þremur. Þetta er mjög uppörvandi og ég fékk tvær Við teljum að allar stærðir og gerðir fiskiskipa hljóti að eiga sama tilverurétt. Við hörmum að í undangenginni fiskveiðistjórn- un skyldi fyrst óbreytt fjölgun smábáta látin viðgangast og smábátaeigendum síðan gert að sveit Erlu Sigurjónsdóttur. í báð- um sveitunum voru spilarar bæði frá Reykjavík og Hafnarfirði. Lokastaðan varð þessi: stig 1. Sveit L.A. Café 109 2. Sveit Ólínu Kjartansdóttur 79 3. Sveit Erlu Sigurjónsdóttur 79 4. Sveit Gerthe Iversen 61 5. Sveit Elínar Jóhannsdóttur 57 6. Sveit Ingu Láru Guðmundsdóttur 54 Keppnisstjóri var Kristján Hauksson. Mótinu var slitið með verðlaunaafhendingu sem forseti Brigdesambands Islands, Helgi Jóhannesson sá um. -KK fyrirspurnir úr öðrum sveitar- félögum um hvort ég vildi koma þangað með sýningu," sagði Örn Ingi. Hann sagði að í tengslum við sýninguna hefðu verið uppákom- ur um hverja helgi og alls um 80 manns komið fram. „Það má nefna eina skemmti- lega heimsókn sem ég fékk. Á sýninguna komu 46 krakkar um tvítugt úr Flensborgarskóla með bókmenntakennara sínum og þeir áttu að semja ljóð eftir að hafa skoðað sýninguna. Úr þessu kom heil ljóðabók, 40 ljóð, og áhugaleikarar úr Flensborg fluttu ljóðin og Útvarpið tók dagskrána upp,“ sagði Örn Inga. Sýningin stóð yfir frá 22. febrúar til 8. mars. Örn Ingi sagði að á sunnudaginn eftir opnun hefðu 1500 gestir komið og hann hefði alls ekki búist við svo stór- kostlegum viðtökum. Síðan hefði aðsóknin verið jöfn og góð allt fram á síðasta dag. SS velja á milli krókaveiða í bann- dagakerfi, sem ekki fá staðist til frambúðar eða framseljanlegra veiðiheimilda á aflamarki, sem í allt of mörgum tilfellum voru undir afkomumörkum. Afleiðingar þessarar stjórnun- araðferðar blasa nú við. Fjöldi smábátaeigenda hefur ekki átt annarra kosta völ en selja veiði- heimildir og hætta útgerð. Kaup- endur eru að stórum hluta útgerðir frystitogara og smábát- arnir hafa í mörgum tilfellum far- ið í úreldingu þannig að jafnvel nýlegir bátar hafa verið eyðilagð- ir svo byggja megi ný fiskiskip erlendis. Það kerfi sem sett var fyrir krókaveiðar báta undir 6 brl. er nú þegar hrunið. Alger óvissa blasir því að óbreyttu við þeim aðilum, sem höfðu kjark til að velja þær veiðar, óvissa sem verður að eyða. Stjórnvöld geta ekki látið það viðgangast, að mistök í fiskveiði- stjórnun valdi því að einn hag- kvæmasti þáttur útgerðar í land- inu, byggður á aldagamalli hefð,- leggist af. Smábátaútgerð með handfæri og línu hefur ekki afgerandi áhrif á stærð fiskistofna og færir í land úrvals hráefni með lágmarks til- kostnaði. Framtíð þeirra byggða- laga er byggt hafa afkomu sína á útgerð smábáta er stefnt í tví- sýnu. Atvinnuleysi fiskverkun- arfólks og fyrrverandi smábáta- sjómanna fer mjög vaxandi og atvinnuhorfur skólafólks hafa sjaldan verið verri. Ríkisstjórn og Alþingi íslendinga hafa á undanförnum mánuðum stutt með afgerandi hætti þegna erlendra ríkja, sem hafa mátt þola ofsóknir og brot á mannrétt- indum. Við treystum því að sömu aðilar beri gæfu til að líta sér nær.“ ój Ályktun sveitarstjórnar Öxagarðarhrepps um stjórnun fiskveiða: „Við treystum því að Ríkisstjóm og Alþingi beri gæfii til að líta sér nær“ Bridds________________________________________ íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni í bridds: Norðlenskir spilarar sigursælir - í úrslitakeppni yngri spilara Siglfirsku bræðurnir Stcinar og Ólafur Jónssynir voru í sigursveit Videóhall- arinnar á Isiandsmóti yngir spilara.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.