Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. mars 1992 - DAGUR - 5 DÓMS- OC KIRKJUMÁLARÁÖUNEYTIÐ •: j ^ [•! <934 Reykjavík. 5. janúar 1984. ÓWS/HG i :: i ■ a <• „• •. i :• J ’i!* ií r e•• i 1 t-;: V1, i J 1 Með vísun til bréfs yðar, herra bæjarstjóri, dags. 21. desember sl., skal tekið fram, að ráðuneytið hefur í dag staófest samþykkt um breytingu á lögreglusamþykkt fyrir Akureyr; kaupstað, nr. 44 28. apríl 1954, sem samþykkt hefur veriö af bæjarstjórn Akureyrar. ’erður bráðlega birt í Fylgir samþykktin hér með, en hún B-deild Stjórnartíóinda. Ráðuneytið tekur að gefnu tilefni fram, að þótt gert sé ráó fyrir því að bæjarstjórn ákveöi gjald fyrir leyfi samkvæmt hinum nýju reglum, felur það ekki í sér heimild gjaldtöku til bæjarsjoðs, enda veita lög um lögreglu- samþykktir eigi lengur slíka heimild, sbr. 3. gr. laga nr. 1/1890. L-/‘ * Bæjarstjóri Akúreyrar 600 AKUREYRI. Afrit: Bæjarfógetinn á Akureyri. Athugasemd dóins- og kirkjumálaráðuneytisins við breytingunni á lögrcglu- samþykkt Akureyrar. tekin um að leggja íþróttaskemm- una niður sem íþróttahús, en ver- ið er að skoða þann möguleika og munu nefndir og ráð fá það mál til umfjöllunar. B.B. virðist hins vegar ekki vera það ljóst að íþróttaskemman verður lögð af sem íþróttamannvirki á komandi árum, þegar íþróttakennsla barna við Oddeyrarskóla verður leyst. Spurningin sem leitað er svara við nú, er einfaldlega sú hvort hægt sé að fresta byggingu húss fyrir íþróttakennslu við Oddeyr- arskóla, enn um sinn, vegna þeirrar vannýtingar sem er að skapast í öðrum íþróttahúsum og Bragi V. Bergmann. Að lokum Ég vil segja Sigurði J. Sigurðssyni og öðrum bæjarfulltrúum til hughreyst- ingar að Bæjarstjórn Akureyrar hef- ur eflaust margt sér til ágætis. Ég læt þó öðrum eftir að tíunda það. Hins vegar finnst mér bæjarstjórn hafa orðið á í messunni í veigamiklum atriðum á yfirstandandi kjörtímabili, þegar íþrótta- og tómstundamálin eru annars vegar. Pann kaleik get ég ekki tekið frá henni, né heldur kæri ég mig um það. Þetta eru lokaorð mín í þessu máli - nema mín verði freistað með ómót- stæðilegum hætti til að leggja fleiri orð í belg! Bragi V. Bergmann. Höfundur er ritari íþrótta- og tóm- stundaráðs Akureyrar. spara á þann hátt rekstrargjöld. Skólanefnd er að skoða málin frá sínum sjónarhóli og það er von mín að íþrótta- og tómstunda- ráð leggi sitt á vogarskálarnar til þess að benda á bætta nýtingu og betri rekstur íþróttamannvirkja til að draga úr rekstrargjöldum bæjarsjóðs. Opnunartími leiktækjastofa Um opnunartíma leiktækjastofa ætla ég ekki að hafa mörg orð. Ég skýrði afstöðu mína í fyrri grein minni og þó svo að B.B. sé henni ekki sammála og kalli slíkt útúrsnúninga breytir slíkt ekki þeirri staðreynd að flestir stefna að frjálsari viðskiptum og minni höftum og bönnum. Reykjavík- urborg ætlar t.d. að afnema tak- markanir á opnunartíma pylsu- vagna í miðbænum, þrátt fyrir andstöðu lögreglustjóra. Innheimta leyfisgjalda Að ég fjölyrti ekki um greiðslur fyrir leyfisgjöld í síðustu grein minni stafaði einfaldlega af því að það mál var allt annars eðlis og snérist ekki um stefnumörkun bæjarins í íþrótta- og tómstunda- málum. Vegna athugasemda B.B. og fullyrðingar hans um að mér þætti það ekki mikið mál þó þetta leyfisgjald hefði aldrei verið inn- heimt, er nauðsynlegt að upplýsa hann og aðra um eftirfarandi: Þegar breyting var gerð á lög- reglusamþykkt Akureyrarbæjar 1983 til að koma inn nýjum ákvæðum um leiktækjastofur, var sett inn ákvæði sem heimilaði bæjarstjórn að innheimta sér- stakt gjald af þessari starfsemi. Við afgreiðslu málsins í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu var breytingin á lögreglusamþykkt- inni staðfest, en þó gerð eftirfar- andi athugasemd: „Ráðuneytið tekur að gefnu tilefni fram, að þótt gert sé ráð fyrir því að bæjarstjórn ákveði gjald fyrir leyfi samkvæmt hinum nýju reglum, felur það ekki í sér heimild til gjaldtöku til bæjar- sjóðs, enda veita lög um lögreglu- samþykktir eigi lengur slíka heimild.“ Með hliðsjón af þessari athugasemd var gjald þetta aldrei innheimt af þessari starfsemi. Leiktækjastofur eiga hins vegar að greiða öll almenn gjöld til sveitasjóðs, sem önnur atvinnu- starfsemi. Mál þetta er til skoðunar nú í tengslum við þá endurskoðun sem nú hefur farið fram á þessurn málum og verður eitt fastagjald innheimt við útgáfu nýrra leyfa. Ég hef hér að framan farið enn á ný yfir nokkur atriði sem komu fram í gagnrýni B.B. á störf bæjarstjórnar í greinaskrifum hans. Þó B.B. sé ekki samstíga bæjarstjórn í ákvörðunum sínum ætti slíkt ekki að vera mér áhyggjumál, því hann er tilnefndur af hálfu Framsóknarflokksins til setu í íþrótta- og tómstundaráði. Ég er hins vegar ósáttur við að hann skuli í skrifum sínum reyna að draga fram mynd af bæjar- stjórn sem lýsi henni sem yfir- valdi, sem lítið sé gefið fyrir sjón- armið annarra og virði að vettugi að hafa samráð við sínar starfs- nefndir. Bæjarstjórn hefur þvert á móti aukið sjálfstæði nefnda og ráða, fært þeim aukin verkefni, starfsmannahald og ráðstöfun fjármuna. Þess er vænst að slíkt einfaldi ákvarðanatökur og geri stjórnun mála fljótvirkari, en leggur líka þær kvaðir á nefndir að þær vinni skilvirkt og sýni fjár- málalega ábyrgð. Sigurður J. Sigurðsson. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar. 20-25% afsláttur Kuldagallar - Vinnufatnaður Seljum á meðan byrgðir endast alla kuldagalla og ýmsan vinnufatnað með 20-25% afslætti. Verið velkomin! Furuvöllum 13 I Akureyri Simi 96-23830 Framsóknarvist Spilakvöld Þriggja kvölda keppni Annað spilakvöld. Framsóknarvist að Hótel KEA miðvikudaginn 18. mars kl. 20.30. Kvöldverðlaun fyrir hvert kvöld. Góð heildarverðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar. r hornsófinn er fallegur, vandaður og ekki síst þægilegur sófi til að sitja í. Ekta nautshúð á slitflötum. Margir litir. í Húsgagnahöllinni eru til húsgögn frá öllum heimshornum og kappkostum við að hafa úrvalið sem fjölbreytilegast fyrir allan aldur. Sendum samdægurs. LANDSÞJÓNUSTA t 28 ÁR. QOB GREIÐSLUKJOR Raðgreiðslur Visa 18 mán. Raðgreiðslur Euro 11 mán. Húsgagnahöllin BILDSHOFÐA 20 - 112 REYKJAVIK - SIMI 91-681199 .J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.