Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 17. mars 1992 ÍÞRÓTTIR Úrvalsdeildin A-riðill KR-Skallagrímur 92:72 UMFN-Snæfell 119:64 Snæfell-KR 77:120 Skallagrímur-Tindastóll 95:77 Lokastaðan: UMFN KR Tindastóll Skallagrímur Snæfell 26 21- 5 2475:2113 42 26 18- 8 2373:2119 36 26 17- 9 2382:2299 34 26 6-20 2119:2505 12 26 5-21 2092:2496 10 B-riðill IBK-Valur Þór-Haukar Lokastaðan: ÍBK Valur UMFG Haukar Þór 92:81 92:126 26 22- 4 2542:2192 44 26 14-12 2446:2328 28 26 13-13 2310:2168 26 26 12-14 2507:2538 24 26 2-24 2170:2648 4 Stigahæstir: Franc Booker, Val 820 Jonathan Bow, ÍBK 627 Birgir Mikaelsson, Skallagr. 605 Guðmundur Bragason, UMFG 601 Rondey Robinson, UMFN 593 Bárður Eyþórsson, Snæfelli 590 Maxím Krúpachev, Skallagr. 574 Tim Harvey, Snæfelli 565 Valur Ingimundarson, Tindastól 564 Magnús Malthíasson, Val 539 Jóhn Rliodes, Haukum 525 Joe Harge, Þór 520 Handknattleikur 2. deild Þór-Ögri 38:17 Völsungur-Ögri 25:19 Fjölnir-IH 28:27 HKN-ÍR 16:24 Þór 16 16-0- 0 449:307 32 ÍR 15 14-0- 1412:274 28 HKN 16 12-0- 4 391:321 24 UMFA 13 8-0- 5 289:259 16 ÍH 15 7-0- 8 345:346 14 Ármann 15 6-0- 9 337:336 12 KR 15 5-1- 9 330:327 9 Fjölnir 15 4-1-10 306:371 9 yölsungur 16 4-0-12 331:387 8 Ögri 17 0-0-17 259:477 0 Blak 1. deild karla Umf.Skeið-Þróttur R. Þróttur N.-HK Þróttur N.-HK KA-ÍS 1:3 0:3 2:3 3:2 IS KA HK Þróttur N. Þróttur R. Umf. Skeið 17 16- 1 50:12 32 17 13- 4 44:18 26 16 12- 4 38:20 24 18 5-13 24:42 10 17 5-12 22:40 10 19 1-18 8:54 2 1. deild kvenna Þróttur N.-HK 1:3 Sindri-Völsungur 0:3 Víkingur ÍS UBK HK Völsungur KA Þróttur N. Sindrí 14 13- 1 40:10 26 14 12- 2 38:18 24 14 9- 5 32:24 18 14 9- 5 31:20 18 14 6- 8 26:27 12 14 5- 9 26:30 10 14 2-12 14:36 4 14 0-14 0:42 0 Tindastóll komst ekki í úrslitakeppnina: „Hugsa að við hefðum gert stóra hluti í úrslitunum" sagði Valur Ingimundarsson eftir ósigur Stólanna í Borgarnesi Tindastóll missti af sæti í úrslita- keppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik þegar síðustu leikir í forkeppni deildarinnar fóru fram. Tindastóll tapaði þá fyrir Skallagrími í Borgarnesi, 77:95, en það breytti engu þar sem KR-ingar unnu öruggan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi, 120:77, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni. „Þetta er sorglegt því ég hugsa að við hefðum gert stóra hluti í úr- slitunum,“ sagði Valur Ingi- mundarson, þjálfari og leik- maður Tindastóls. Liðið var búið að vinna 11 leiki í röð fyr- ir ieikinn í Borgarnesi en slæm byrjun í mótinu kom í veg fyrir að það næði settu marki. Það var mikil stemmning í íþróttahúsinu í Borgarnesi enda nægði heimamönnum sigur til að sleppa við aukaleik um fall í 1. deild. Þeir byrjuðu af krafti og náðu strax forystu, mest fyrir stórleik Maxims Krúpachevs. Tindastóll náði að jafna og kom- ast yfir skömmu fyrir hlé og var það í eina skiptið sem Stólarnir höfðu forystu í leiknum. í seinni hálfleik voru Borgnesingar hrein- lega betri aðilinn enda virtist bar- áttuþrek Tindastólsmanna á þrotum og lái þeim hver sem vill. Krúpachev og Birgir Mikaels- son voru allt í öllu hjá Skalla- grími en Ivan Jonas var skástur Stólanna. Valur var í strangri gæslu allan tímann og fékk brott- vísun skömmu fyrir leikslok eftir orðaskipti við dómara. „Menn orðnir vonlausir“ „Eftir að KR-ingar unnu Njarð- víkinga datt botninn úr þessu hjá okkur. Möguleikarnir voru svo litlir að menn voru orðnir von- lausir. Það var svo sem ekkert slæmt að tapa þessum leik fyrst við hefðum á annað borð ekki komist í úrslit með sigri. Það er ekkert gott að fara í sumarfrí með 12 sigurleiki í röð á bakinu. Ég held að við höfum bara gott af því að tapa síðasta leiknum til að | minna okkur á að við þurfum að hafa fyrir hlutunum," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Dag. Valur sagði það vissulega vera gremjulegt að komast ekki í úrslitakeppnina eftir þennan frá- bæra endasprett. „Það var byrj- unin sem klikkaði. í upphafi mótsins meiddust bæði Karl Jónsson og Pétur Vopni og Einar Einars gat ekki æft síðasta hálfa mánuðinn fyrir mót. Svo breytt- um við öllum sóknarkerfunum eftir að Pétur kom til baka og það tók tíma en menn bjuggust við að allt myndi smella saman strax. Sjálfstraustið var horfið og það er erfitt að vinna það til baka.“ Valur sagði nær öruggt að hann yrði áfram með Tindastóls- liðið og sagðist vonast til að litlar breytingar yrðu á mannskap aðr- ar en þær að Pétur Vopni og Karl kæmu inn aftur. „Liðið hefur bætt sig á hverju ári og við náð- um fjórum stigum meira núna en Valur Ingimundarsson verður senni- lega áfram á Króknum. í fyrra. Það gekk vel fyrir áramót á síðasta tímabili og eftir áramót núna og ég vona bara að það gangi vel allan næsta vetur. Við erum bjartsýnir og gefum ekkert eftir,“ sagði Valur Ingimundar- son. Stig Skallagríms: Krupachev 24, Birgir 23, Skúli 13, Þórður J. 9, Hafsteinn 9, Þórður H. 8, Elvar 7, Grétar 2. Stig Tindastóls: Ivan 14, Einar 13, Har- aldur 13, Pétur 10, Björgvin 6, Ingi 6, Björn 6, Valur 6, Kristinn 2, Hinrik 1. Þor kvaddi með tapi Þórsarar léku sinn síðasta leik í bili í úrvalsdeildinni í körfu- knattlcik þegar liðið mætti Haukum í Iþróttahöllinni á Akureyri á sunnudagskvöldið. Og úrslitin komu lítt á óvart, Haukar sigruðu 126:92 í leik hinna litlu varna eftir að stað- an í hléi hafði verið 49:54, Haukum í vil. Leikurinn skipti hvorugt liðið máli og leikmenn létu hlutina ganga hratt fyrir sig og virtust bara hafa nokkuð gaman af þessu. Varnarleikur var enginn og sem dæmi má nefna að fyrsta vítaskotið var tekið eftir 10 mínútur sem verður að teljast sjaldgæft í körfuknattleik. í sókninni sáust oft ágæt tilþrif beggja liða en einnig mikið af mistökum. Haukar náðu snemma 18 stiga forskoti en með ágætum spretti náðu Þórsarar að jafna og komast yfir, 57:55, í upphafi seinni hálfleiks. Haukarnir voru þó snöggir að snúa leiknum aftur sér í hag og unnu öruggan sigur. Þórsarar mættu nú með full- skipað lið að þeim Jóhanni Sig- urðssyni og Guðmundi Björns- syni undanskildum. Konráð var yfirburðamaður eins og svo oft áður og Harge byrjaði sæmilega en sást lítið eftir hlé og skoraði þá aðeins 2 stig. Hjá Haukum var Rhodes drjúgur en allmistækur Konráð Óskarsson var bestur Þórs- ara. Mynd: Golli. og Jón Arnar hitti oft ótrúlega, skoraði alls 7 þriggja stiga körfur. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 34, Joe Harge 14, Örvar Erlendsson 14, Högni Friðriksson 12, Einar Hólm Davíðsson 8, Björn Sveinsson 3, Birgir Örn Birgisson 3, Arnsteinn Jóhannesson 2, Árni Jóns- son 2. Stig Hauka: John Rhodes 31, Jón Arnar Ingvarsson 26, Henning Henningsson 14, Bragi Magnússon 13, ívar Ásgrímsson 11, Pétur Ingvarsson 11, Hörður Péturs- son 8, Guðmundur Björnsson 8, Reynir Kristjánsson 2, Steinar Hafberg 2. Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Óskarsson. Gerðu sinn skammt af mistökum. Fjórði sigur Völsungs Völsungur sigraöi Ögra 25:19 á Húsavík á laugardaginn. Völsungur átti í basli með gest- ina í fyrri hálfleik og staðan í hléi var jöfn en í seinni hálfleik sigu Húsvíkingar framúr og unnu öruggan sigur. Völsungar náðu fljótlega þriggja marka forystu í leiknum en lentu í vandræðum um miðjan hálfleikinn og léku þá afleitlega. Gestirnir náðu að jafna og staðan í hléi var 11:11. í seinni hálfleik höfðu Völsungar hins vegar yfir- höndina allan tímann. Þess má geta að Ásmundur Arnarsson lék ekki með Völs- ungum en hann var á æfingu með U-21 árs landsliðshópnum í knattspyrnu í Reykjavík. Mörk Völsungs: Haraldur Haraldsson 10, Jónas Grani Garðarsson 9, Vilhjálm- ur Sigmundsson 3, Skarphéðinn ívarsson 2, Óli Halldórsson 1. Mörk Ögra: Jóhann R. Ágústsson 12, Matthías Rúnarsson 4, T. Jón Baran 2, Hjálmar Ó. Pétursson 1. Ingólfur Samúclsson og félagar lcika í 1. deild að ári. Mynd: Goiu. Handknattleikur: Rótburst hjá Þór og 1. deildarsæti í höfti Þórsarar tryggðu sér endan- lega sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili þegar þeir unnu stórsigur á Ögra, 38:17, á Akureyri á föstudagskvöldið. Þarna áttust við efsta og neðsta lið dcildarinnar og var leikurinn í samræmi við það eins og tölurnar gefa til kynna. Þórsarar höfðu algera yfirburði allan tímann og komust í 8:0 og 11:1. Staðan í leikhléi var 18:5. Þórsarar byrjuðu með sitt sterk- asta lið og keyrðu á fullu en síðan fengu allir að spreyta sig. Jóhann Samúelsson á við smávægileg meiðsli á fæti að stríða og var hvíldur lengst af og sömuleiðis Ole Nielsen. Þetta breytti litlu, varamennirnir stóðu fyrir sínu og gestirnir sáu aldrei til sólar. Liðið, sem er eingöngu skipað heyrnarskertum leikmönnum, á margt ólært en einn leikmaður þess, Jóhann R. Ágústsson, er öflugur og allt í öllu enda skoraði hann rúmlega helming marka liðsins. Þórsarar hafa unnið alla sína leiki í deildinni og eru öruggir með sæti í 1. deild eins og fyrr segir. Liðið ætlar sér upp úr 2. deildinni með fullt hús stiga og á föstudaginn ræðst væntanlega hvort það tekst. Þá mætast Þór og ÍR í íþróttahöllinni á Akur- eyri og sá leikur sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi í deildinni. Mörk Þórs: Sævar Árnason 9, Rúnar Sig- tryggsson 8, Aðalbjörn Svanlaugsson 5, Jóhann Samúclsson 4, Ólafur Hilmars- son 4, Hörður Sigurharðarson 3, Ole Nielsen 3, Ingólfur Samúelsson 1, Atli Rúnarsson 1. Mörk Ogra: Jóhann R. Ágústsson 10, Matthías Rúnarsson 3, Marek Wolanzcyk 2, Rafn Einarsson 1, Bcrnharð Guð- mundsson 1.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.