Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 17. mars 1992 - DAGUR - 15 Dagskrá fjölmiðla ( dag, kl. 18.30, er Iþróttaspegillinn - þáttur um barna- og unglingaíþróttir - á dagskrá Sjónvarpsins. Umsjónarmaöur (þróttaspegils er Adolf Ingi Erlingsson. Sjónvarpið Þriðjudagur 17. mars 18.00 Líf í nýju ljósi... (22). Franskur teiknimyndaflokk- ur. 18.30 íþróttaspegillinn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (23). 19.30 Roseanne (25). Bandarískur gamanmynda- flokkur. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Ár og dagar líða. Lokaþáttur. í þættinum verður fjallað um lög um málefni aldraðra og hvaða réttindi þeir njóta sem komnir eru á eftirlauna- aldur. 21.00 Sjónvarpsdagskráin. í þættinum verður kynnt það helsta sem Sjónvarpið sýnir á næstu dögum. 21.10 Óvinur óvinarins (8). Lokaþáttur. (Fiendens fiende). Sænskur njósnamyndaflokk- ur byggður á bók eftir Jan Guillou um njósnahetjuna Carl Gilbert Hamilton greifa. Aðalhlutverk: Peter Haber, Maria Grip, Sture Djerf og Kjell Lennartsson. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.00 Bobby Kennedy með eigin orðum. (Bobby Kennedy: In His Own Words). Bandarísk heimildamynd um Robert Francis Kennedy. Hann fæddist í Massachus- etts árið 1925, lauk laganámi við Virgimuháskóla 1951 og hóf störf hjá dómsmálaráðu- neytinu. Hann stjórnaði kosningabaráttu Johns bróður síns fyrir þingkosn- ingar 1952 og forsetakosn- ingar 1960. Robert varð dómslmálaráðherra árið 1960, aðeins 34 ára, en sagði af sér embætti fjórum árum seinna og var þá kosinn á þing. Hann tilkynnti um framboð sitt til forsetaem- bættisins í mars 1968 og féll fyrir morðingjahendi hinn 6. júní það sama ár. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 17. mars 16.45 Nágrannar. 17.30 Nebbarnir. 17.55 Orkuævintýri. 18.00 Allir sem einn. (All for One). Leikinn myndaflokkur um knattspymulið sem er ekki alveg eins og við eigum að venjast. Þetta er fyrsti þáttur af átta. 18.30 Eðaltónar. 19.19 19:19. 20.10 Einn í hreiðrinu. (Empty Nest.) 20.40 Óskastund. Skemmtilegur þáttur þar sem skemmtinefndir lands- ins fá óskir sínar uppfylltar og svo einhverjir heppnir landsmenn en það er dregið í Happó, Sjóðshappdrætti Háskóla íslands í kvöld í beinni útsendingu. 21.40 Hundaheppni. (Stay Lucky). Sjöundi og síðasti þáttur þessa gamansama breska spennumyndaflokks. 22.35 E.N.G. Verðlaunaður kanadískur framhaldsmyndaflokkur sem gerist á fréttastofu Stöðvar 10. 23.25 Vandræði. (Big Trouble). Létt gamanmynd með þeim Peter Falk og Alan Arkin í hlutverkum tryggingasvika- hrappa. Aðalhlutverk: Peter Falk, Alan Arkin, Beverly D'Ang- elo og Charles Durning. 01.00 Dagskrárlok. Rás 1 Þriðjudagur 17. mars MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00. 06.45 Veðurfregnir • Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. Guðrún Gunnarsdóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Heimsbyggð - Af norrænum sjónarhóli. Einar Karl Haraldsson. 7.45 Daglegt mál. Ari Páll Kristinsson flytur þáttinn. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 08.30 Fréttayfirlit. 08.40 Nýir geisladiskar. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00. 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. 09.45 Segðu mér sögu, „Katrín og afi“ eftir Ingibjörgu Dahl Som. Dagný Kristjánsdóttir les (11). 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Neyttu meðan á nefinu stendur. Umsjón: Þórdís Arnljóts- dóttir. (Frá Akureyri) 11.00 Fréttir. 11.03 Tónmál. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00. 13.05 „Mamma elskaði mig - út af lífinu". Stefnumót við utangarðs- unglinga í Reykjavík. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, „Skugg- ar á grasi" eftir Karen Blixen. Vilborg Halldórsdóttir les (5). 14.30 Miðdegistónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Snurða. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00. 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Gítarkonsert nr. 2 í C-dúr ópus 160 eftir Mario Castelnuovo-Tedesco. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. 17.30 Hér og nú. 17.45 Lög frá ýmsum löndum. 18.00 Fróttir. 18.03 1 rökkrinu. 18.30 Auglýsingar • Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 19.55 Daglegt mál. 20.00 Tónmenntir - Músík og myndir. 21.00 Tælenskar konur á ís- landi. 21.30 Hljóðfærasafnið. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Sr. Bolli Gústavsson les 26. sálm. 22.30 Rússland í sviðsljósinu: Leikritið, „Gullkálfurinn dansar" eftir Victor Rozov. 23.20 Djassþáttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás2 Þriðjudagur 17. mars 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Margrét Rún Guðmunds- dóttir hringir frá Þýskalandi. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. 17.30 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. - Dagskrá heldur áfram, meðal annars með vanga- veltum Steinunnar Sigurðar- dóttur. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Blús. Umsjón: Ámi Matthíasson. 20.30 Mislétt milli liða. Andrea Jónsdóttir við spilar- ann. 21.00 íslenska skífan: „Þessi eini þarna" með Bjarna Ara frá 1988. 22.07 Landið og miðin. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7,7.30,8, 8.30, 9,10,11,12,12.20,14,15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Mauraþúfan. 02.00 Fréttir. - Næturtónar. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 17. mars 8.10-8.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Aðalstöðin Þriðjudagur 17. mars 07.00 Útvarp Reykjavík. Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna stjórna morgun- útvarpi. Litið í blöðin, viðtöl, veður og færð, umræður, tónlist o.fl. 09.00 Stundargaman. Umsjón: Þuríður Sigurðar- dóttir. íslenska það er málið, kl. 9.15. Guðni Kolbeinsson flytur. 10.00 Við vinnuna. Umsjón: Guðmundur Benediktsson. 12.00 Fréttir og réttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson og Þuríður Sigurðardóttir. 13.00 Við vinnuna. Umsjón: Guðmundur Benediktsson. 14.00 Svæðisútvarp. Umsjón: Erla Friðgeirsdóttir. Vesturland/Akranes/Borg- ames/Ólafsvík/Búðardalur o.s.frv. 15.00 í kaffi með Ólafi Þórðar- syni. 16.00 Á útleið. Umsjón: Erla Friðgeirsdóttir. 17.00 íslendingafélagið. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 19.00 „Lunga unga fólksins." Umsjón: Jóhannesar Kristjánssonar. 21.00 Harmonikan hljómar. Harmonikufélag Reykjavíkur leiðir hlustendur um hina margbreytilegu blæbrigði harmonikkunnar. 22.00 Úr heimi kvikmynd- anna. Umsjón: Kolbrún Bergþórs- dóttir. Umsjón Ragnar Halldórsson. Tekið á móti gestum í hljóð- stofu. 24.00 Næturtónlist. Umsjón: Randver Jensson. Bylgjan Þriðjudagur 17. mars 07.00 Morgunþáttur Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra með skemmtilegan morgunþátt. Það er fátt sem þau láta sig ekki máli skipta og svo hafa þau fengið Steinunni ráðagóðu til liðs við sig sen hún gefur ykkur skemmtilegar og hagnýtar ráðleggingar varðandi heimilishaldið. Fréttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfirlit klukkan 7.30 og 8.30. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Ýmislegt skemmtilegt verð- ur á boðstólum, eins og við er að búast, og hlustendalín- an er 671111. Mannamál kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 12.10 Anna Björk Birgisdóttir. 13.00 íþróttafréttir. 13.05 Sigurður Ragnarsson. Hressileg Bylgjutónlist í bland við létt spjall. Mannamál kl. 14 og 15. 16.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Steingrímur Ólafsson fjalla um málefni iíðandi stundar og hjá þeim eru engar kýr heilagar. 17.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 17.30 Reykjavík síðdegis heldur áfram. 18.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 18.05 Landssíminn. Bjami Dagur Jónsson tekur púisinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Sim- inn er 671111. 19.30 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Kristófer Helgason. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 23.00 Kvöldsögur. Hallgríms Thorsteinsson, í trúnaði við hlustendur Bylgj- unnar, svona rétt undir svefninn. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Þriðjudagur 17. mars 17.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son með vandaða tónlist úr öllum áttum. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/ Stöðvar 2 kl. 18.00. Síminn 27711 er opinn fyrir óskalög og afmæliskveðjur. K U G O u Svo þú fórst i klaustur til þess aö slita sambandinu viö Dóru og varst rekinn þaöan' Nú hefur þú tækifæri til þess að ná þér i nýja kær- ustu! & STORT # Lýðskrumarar! Nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri hafa undanfarnar vikur haldið fundi á Norðuriandi um sjávarútveginn á íslandi. Fundaröðinni lauk með ráðstefnu, sem haldin var á Akur- eyri um sl. helgi. Þar voru fluttar margar ræður, þar á meðal var ræða sjávarútvegsráðherra, Þor- steins Pálssonar, og vakti hún verðskuldaða athygli. Þorsteinn kom víða við og sagði m.a.: „Það hefur orðið mikii framleiðni- aukning í sjávarútvegi. Fyrir þá sök starfa nú færri í atvinnugrein- inni en áður. Því er það, að ein- vörðungu 13 hundraðshlutar þjóð- arinnar vinna nú við sjávarútveg, atvinnugrein sem stendur undir 80% af gjaldeyristekjum fyrir vöru- útflutning landsmanna. Lýðskrum- arar sem höfða til hinna 87 hundr- aðshluta þjóðarinnar tala gjarnan með óvirðingu um fulltrúa þröngra sérhagsmuna þegar forystumenn sjávarútvegs hafa kvatt sér hljóðs til þess að ræða um málefni atvinnugreinarinnar. Vitaskuld snúast öll þessi mál um hagsmuni. En á hagsmuni hverra hefur verið hallað? Því þarf að svara með rökum en ekki tilffnn- ingum. Ef menn hefðu ekki annað við að styðjast en áróðursskríf Morgunblaðsins, væri nærtækast að ætla að sjávarútvegurinn hefði um langan tíma verið afæta á hin- um sem stunda þjónustustörfin í þjóðfélaginu.“ # Seðlabankinn fékk sitt! Þessi ummæli sjávarútvegsráð- herra vöktu að vonum verðskuld- aða athygli og þá ekki síður ummæli hans um Seðlabankann: „Mér finnst eins og Seðlabankinn hafi með peningamálastjórn sinni haft núll-rekstur í sjávarútvegi að meginmarkmiði meðan seðlabank- ar annarra landa hafa gert jafn- vægi í viðskiptum að höfuð- viðfangsefni. Engu er likara en bankinn hafi trúað því að halla- rekstur sjávarútvegs væri vænleg- asta leiðin til að halda niðri verð- bólgu. En það mun koma á daginn að jafnvægi i utanríkisviðskiptum mun verða happadrýgri áttaviti á leið til varanlegs stöðugleika.“ # Morgunblaðið og Eimskip í lok ræðu sinnar sagði Þorsteinn þetta: „Þjóðin á þessa auðlind. Og um það verður ekki deilt að útveginum ber að greiða í sameiginlega sjóði fólksins í landinu þegar atvinnu- fyrirtækjunum hefur verið tryggð eðlileg arðsemi. Hvenær menn ná því marki vitum við ekki en ég hef bæði í gamni og alvöru sagt, að óumdeilt hljóti að vera að markinu sé náð, þegar útvegurinn hefur eignast meirihluta i þjónustufyrir- tækjum eins og Morgunblaðinu og Eimskip.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.