Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 17. mars 1992 Verður það Símskeyti: Til eins af samnings- aðilum atvinnurekenda og laun- þega. 6. mars. kl. 14.30. Texti: Miðað við ætlaða allgóða þekkingu undirritaðs á íslenskum efnahags- og stjórnmálum, þá er matið eftirgreint er varðar núver- andi stöðu „svokallaðra samn- inga“ eða samningaundirbúnings milli launþega og atvinnurek- enda: 1. Samningar til eins árs er algert glapræði. 2. í lengsta lægi ætti að semja til 1. september 1992. 3. Sameiginlegur „óvinur" eðli- legs rekstrargrundvallar atvinnuvega og eðlilegra kjara launþega er núverandi ríkisstjórn, stundum kennd við Viðey. Með kveðju, Bjarni Hannesson. Afrit af þessu símskeyti var komið til nokkurra aðila er taka þátt í þessum samingaundirbún- ingi. Þetta má flokka undir óhóflega frekju, að senda svona „mat og/ eða umsögn“ til þessara aðila, en til þess liggja ríkar ástæður, þess- ar helstar, að B.H var búinn að kynna sér allvel stefnu og störf svonefndrar Viðeyjarstjórnar, m.a. var B.H. búinn að vera stöðugt á þingpöllum frá því í byrjun des. til 20. des. ’91, allan fundartímann á hverjum þing- degi, einnig á sama hátt í janúar ’92 um hálfan mánuð. Að horfa og hlusta á þau ósköp sem Við- eyjarmenn leyfðu sér að koma fram með á desemberþinginu og reyna að „nauðga“ gegnum þing- ið gekk gersamlega fram af grein- arritara, það geta ekki kallast vinnubrögð manna sem hafa lág- marksvit á málefnum, stjórnun- arstörfum og/eða skynsamlegum vinnubrögðum í stjórnmálum, enda kallað af sumum þingmönn- um, að Viðeyjarmenn hafi gert tilraun til „að valta yfir þingið.“ Þrátt fyrir að stjórnarandstaðan stæði sig vel, tókst stjórnaraðil- um að merja í gegn fjárlagafrum- varp sem augljóslega mun verða lítt marktækt. B.H. sýndist af jafnvel all- mörgum stjórnarþingmönnum væri ofboðið með hin fávíslegu vinnubrögð Viðeyjarmanna og leyfði sér að skjóta að nokkrum þingmönnum, ábendingu um að best myndi vera að losa sig hið fyrsta við þennan „meinta Viðeyj- arfasisma" og það yrði gert á þann veg að stofnuð yrði þriggja flokka stjórn, Sjálfstæðis-, Fram- sóknar- og Alþýðubandalags- Hús til sölu Til sölu er húsiö nr. 2 viö Lundargötu á Akureyri. Húsiö er mikiö endurnýjaö og er um 106 fm. Afhending getur oröið fljótlega. Fasteignasalan == Brekkugötu 4 • Sími 21744 Gunnar Solnes hrl.. Jon Kr Solnes hrl og Arm Palsson hdl Sölust. Sævar Jónatansson Geðverndarfélag Akureyrar heldur aðalfund laugardaginn 21. mars kl. 13.30 að Gránufélags- götu 5. Dagskrá. Venjuleg aöalfundarstörf. Félagar mætið vel. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Norrænir starfs- menntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, og Noregs veita á námsárinu 1992-93 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hlið- stæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðn- skólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss ktpnar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Islandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 17.000 d.kr., í Finnlandi 27.000 mörk, og í Noregi 22.800 n.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk., og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 12. mars 1992. gert? manna, því að mörg og stór vanda- mál er við að fást, og til þess að ná einhverjum skynsamlegum og raunhæfum árangri, þyrfti menn með reynslu og ná sem víðtæk- astri pólitískri samstöðu. Nú greinarritari er bæði framur og ósvífinn þegar nauðsyn er talin krefja, og samdi í hvelli lista um þá menn sem að mati B.H. gætu líklegast unnið saman og hefðu næga reynslu til að ná þeim árangri sem að gagni mætti koma. Æskilegasti ráðherralistinn: Forsætisráðuney ti: Þorsteinn Pálsson .......... D Fj ármálaráðuneyti: Pálmi Jónsson .............. D Sj ávarút vegsráðuney ti: Halldór Ásgrímsson ......... B Landbúnaðarráðuneyti: Egill Jónsson eða Halldór Blöndal ........ D Samgönguráðuneyti: Matthías Bjarnason ......... D Dóms- og kirkjumálaráðuneyti: Steingrímur J. Sigfússon .... G Menntamálaráðuneyti: Svavar Gestsson ............. G Félagsmálaráðuneyti: Sturla Böðvarsson eða Ólafur G. Einarsson .... D Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti: Ólafur R. Grímsson ......... G Heilbrigðis-/tryggingaráðuneyti: Guðmundur Bjarnason ........ B Umhverfisráðuneyti: Friðrik Sophusson eða Sólveig Péturssdóttir .... D Utanríkisráðuneyti: Steingrímur Hermannsson eða Páll Pétursson ......... B Ekki nennir B.H. að vera með neinar útlistanir á þessu, það er einfalt og skýrt eigið mat, að þessi væri skynsamlegasti kostur- inn miðað við ástand mála og þörf á samstöðu um skynsamlega stjórnunarhætti, því um Viðeyj- armenn verður aldrei friður í landinu, þó þeir muni örugglega reyna að sitja eins fast og „Fróðárdraugarnir forðum daga,“ en burt skulu þeir. Brennuvargar -!? Á janúarþinginu tók ekki betra við með „bandorminn“ marg- fræga. Þar er gerð bæði bein og dulbúin árás á það velferðarkerfi sem verið hefur í uppbyggingu áratugum saman og allir eða í það minnsta flestir landsmenn hafa verið ánægðir með og sam- staða hefur verið um yfir hinar pólitísku víglínur. Þær ráðstafanir voru og eru þess eðlis að í reynd ættu bæði atvinnurekendur og launþegar að leggjast á eitt með að flæma Við- eyjarmenn burt úr íslenskum stjórnmálum og það nú þegar, en slá því nauðsynjaverki ekki á frest, og valda því þar með óbeint óbætanlegu tjóni fyrir land og lýð. Að skilgreina „hinn meinta Viðeyjarfasisma" er ekki fljótgert, en ætla má að hann sé eins konar íslenskuð útgáfa af Thatcher/Reaganisma og það versta hirt úr báðum þessum pólitísku fyrirmyndum sem oft hafa verið kennd við svokallaða „frjálsa markaðshyggju“. Áð skilgreina j^essa stefnu er ekki fljótgert, en gera verður þó eitthvert bráðabirgðamat á henni og fara verður allt aftur til ára- tugsins 1970-80. Þá unnu vinstri menn þann Pyrrhosarsigur að gera íhaldsaman kapitalisma að hálfgerðu skammaryrði, og fóru þá hægri menn að svipast um eftir nýjum nöfnum yfir stefnu sína og fundu snjallyrði „frjáls markaðs- hyggja“ og þróunin hefur orðið ærið óbjörguleg síðan. Vinstri Bjarni Hannesson. menn töpuðu áróðursmerki „frelsisins" yfir í hendur and- stæðinganna, og urðu að gerast verjendur og baráttumenn fyrir skipulagshyggju, ráðdeild og sparnaði, en tvö hin síðarnefndu hugtökin höfðu verið baráttutæki íhaldssams kapitalisma, en áróð- ursmeistarar „frj álshyggj unnar“ gefa skít í ráðdeild og sparnað, heldur skal mönnum og þjóðum breytt í nokkurs konar „markaðs- ruslakvarnir“ þar sem háður er stöðugur sálrænn hernaður, helst allan sólarhringinn með miklum herkostnaði í beinum og óbein- um auglýsingum, til þess að fá menn til að kaupa alls kyns óþarfa og úrelda hann sem fyrst í staðinn fyrir enn meiri óþarfa, og hvers kyns fyrirhyggja í fjármál- um er nánast útlæg orðin þar sem slíkt myndar tregðu í viðskiptum. Aðrir óæskilegir fylgifiskar eru með stefnu þessari m.a. nálega algert siðleysi í fjármálum og jafnvel stjórnmálum líka. Persónulega flokkar B.H. þessa svokölluðu frjálsu markaðs- hyggju á eftirgreindan hátt. Að það sé eins og fá brennuvargi kyndil í hendur og segja við hann: „Kveiktu nú í öllu sem þú getur.“ Þetta einfalda en skýra mat byggist á því, að öllu er reynt að breyta yfir í svokölluð verðmæti, vöru og/eða þjónustu sem oft eru þarflítil eða þarflaus, kynntur er upp ágirndarlogi í sem allra flestum, í þarfleysuna, og siðræn og eðlileg verðmæti brenna flest upp í ógnarkapphlaupi eftir hin- um „meinta óþarfa". Helstu ríki þar sem þessi sér- kennilega útgáfa af markaðs- hyggjunni hefur verið þaulreynd eru USA og Bretland. Þau eru nú orðin að hálfgerðum „efnahags- legum öskuhaugum vegna bruna- tjóns ágirndarinnar" sem kynnt var upp af algerlega ábyrgðar- lausum áróðursmeisturum og viðskiptajöfrum. - og bófahjarðir! Annar aðalágalli stefnunnar er sá, að skotið er inn í stjórnmála- líf þjóðanna nálega algerlega ábyrgðarlausum stjórnmála- mönnum sem þjóna markaðs- hyggjunni, án nokkurs tillits til þjóðarhags, þeir predika skatta- lækkanir og sölu á ríkiseignum til þess að mynda skammtímaeyðslu- fé og/eða veltufé hjá fjárglæfra- mönnum og almenningi, sem oft- ast breytist yfir í óþarfa og offjár- festingu, reiknaður hagvöxtur verður snöggvast mikill, en síðan dregur úr fjármagnsflæðinu og tíu árum síðar sjá t.d. USA og Bretland ekki út úr erfiðleikun- um, eru verr sett en áður en þess- ar „hugsjónalegu bófahjarðir“ náðu völdum í ríkjunum. Þetta ástand er augljóst öllum sem eitthvað fylgjast með fregn- um frá þessum ríkjum og ætti að vera víti til varnaðar fyrir íslend- inga. Ég læt hér í restina fylgja orðréttan útdrátt úr Newsweek 2. Mars 1992. Britain's Shift to the Left: Hugo Young is a political columnist for The Guardian in London and author of a biography of Margaret Thatcher. „All over the world, the ’80 were a decade when govemments seldom changed color. The incumbents were not invariably leaders of the right, but their policies almost always shifted in that direction. It was the decade of the Republicans and Ronald Reagan, of the Christian Demo- cratic Union and Helmut Kohl, each in his different way personi- fying af populist rebuke to the mild leftist concensus that dominated the ’60 and ’70s. But there were also leaders who came from the left, with socialism openly attached to their names, and then all but abando- ned it. In France, Francois Mitterand; in Spain, Felipe Gonzáles; in Australia, Bob Hawke: each apostasized on an old cause and caught the tide of economic growth that kept them and much of their peer group in place. Some of the characters are now changing. Hawke has gone, Mitterand is tottering, the post- Reagan Republicans face the possibility of defeat. Perhaps most significantly, a deeper change becons in the place where this ascendancy of the right began. Margaret Thatcher, Reagan’s baptist and Mitterand’s unad- mitted exemplar, put the hard right in power in Britain in 1979. Thatcerism mixed free-market economics, high unemployment, antiliberal sosial policies and crude natonalism into a vote- winning formula. It is therefore appropriate, if hardly expected, that Britain in 1992 may be the first country to move in the opposite direction. 77ie economic recession has certainley unleased a new tide of antirightist ideas. In Britain in a few weeks’time it could put the party of social democracy back in power for the first time in 13 years. “ Elds og öskuhaugahagfræði Stutt, samandregin, meiningarleg þýðing á þessum þönkum sögu- ritara Thatchers er þessi: Að á ’80 áratugnum hafi stefna ýmissa stjórna sveigst til hægri, það hafi verið áratugur Republic- ana í USA og Kristilegra Demo- krata í Þýskalandi. Sósialisk stjórnvöld hafi víða sveigt til hægri. Nú árið 1992 sé komin önnur tíð, Republicanar í USA horfi fram á líklegt tap, hægri sósialist- ar eigi vía í erfiðleikum. Thatc- herisminn hafi valdið miklu atvinnuleysi, skefjalitar árásir hafi verið gerðar á velferðarkefið í Bretlandi, kreppa ríki þar og líklegt sé að vinstrimenn muni sigra í næstu kosningum. Það telst til tíðinda að sjá slík skrif í jafn hægrisinnuðu blaði og Newsweek, er skrifað að líkum af hægrisinna tengdum Thatcher- ismanum, en þessi óhugnaðar- þróun í þessum markaðshyggju- ríkjum er að verða sífellt augljós- ari og auðsannanlegri og gjörsam- lega óskiljanlegt að vera að boða og reyna að framkvæma slíka svívirðu hér upp á íslandi árið 1992. Fyrsta, annað og þriðja boð- orð, allra þeirra sem vilja að íslendingar verði með sómasam- leg Iífskjör og haldi sjálfstæði sínu, hlýtur og getur ekki orðið annað en þetta: Burt með Viðeyjaróværuna. Ritað 11/3. 1992. Bjarni Hannesson. Höfundur er framkvæmdastjóri Rann- sóknarstofnunarinnar Gefjun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.