Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 17.03.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. mars 1992 - DAGUR - 13 Fjöltefli á Akureyri: Jón Björgvinsson og Sigurjón lögðu Sirov - Þór og Smári náðu jafntefli Lettneski stórmeistarinn Alexej Sirov, sem er sjöundi stiga- hæsti skákmaöur heims, tefldi fjöltefli við 29 Akureyringa á sunnudaginn. Leikar fóru þannig aö Sirov fékk 26 vinn- inga en heimamenn 3 vinn- inga; tvo sigra og tvö jafntefli. Sigurjón Sigurbjörnsson og Jón Björgvinsson sýndu kappan- um klærnar og lögðu hann að velli. Smári Rafn Teitsson og Þór Valtýsson létu engan bilbug á sér finna og náðu jafntefli en hinir 25 skákmennirnir urðu að lúta í lægra haldi fyrir Sirov. Sirov er þekktur fyrir snarpar sóknarskákir, t.d. rúllaði hann Jóhanni Hjartarsyni upp í síðustu umferð Apple-skákmótsins í Reykjavík en þeir urðu jafnir í efsta sætinu. í fjölteflinu tók hann sér hins vegar góðan umhugsunartíma og vandaði sig mjög og óhætt að segja að árang- ur hans hafi verið frábær. Stórmeistarinn lettneski lét vel af fjölteflinu og íslandsförinni í heild. SS Námstefiia um árangursríka skjalastjóm - haldin dagana 24.-25. mars nk. Félag um skjalastjórn hefur for- göngu um að fá til landsins Dr. Mark Langemo, prófessor við viðskiptadeild háskólans í Norð- ur-Dakóta. Hann mun halda tveggja daga námstefnu um skjalastjórn. Meðal efnis sem hann kennir má nefna: Skipulag og uppsetning skjalavistunar- kerfa; Pappírsskjöl: vistun og búnaður; Varðveisla og eyðing skjala og Notkun örgagna í skjalastjórn. Einnig verður fjall- að um lög og reglugerðir er varða skjalamál hér á landi. Námstefnan verður haldin dag- ana 24. og 25. mars nk. í Höfða, BORGARBÍÓ Salur A Þriðjudagur Kl. 9.00 Bræður munu berjast Hótel Loftleiðum. Hún er eink- um ætluð þeim sem stjórna skrif- stofuhaldi fyrirtækja og stofnana, riturum og öðrum sem eru ábyrg- ir fyrir skjalavörslu. Námstefnan er öllum opin. Þátttökugjald fyrir aðra en Degi hefur borist afrit af bréfi sent Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra. Bréfið er frá sjö kennurum er starfa við Þelamerkurskóla og er svo- hljóðandi: Kennarar við Þelamerkurskóla mótmæla harðlega aðdróttunum menntamálaráðherra í fjölmiðl- um undanfarna daga um að kennarar misnoti og/eða kenni ekki þær stundir sem þeim er ætlað. Við teljum okkur ekki félagsmenn er kr. 19.900, námsgögn, kaffi og máltíðir báða dagana innifalið. Þátttaka til- kynnist eigi síðar en föstudaginn 20. mars til: Kristínar Geirsdótt- ur vs. 91-600814 eða Magnúsar Guðmundssonar vs. 91-694429. eiga slíkar árásir skilið af hálfu yfirboðara okkar í menntamál- um. Hafi ráðherra einhverjar sann- anir um trassaskap einstakra kennara krefjumst við þess að hann dragi viðkomandi aðila til ábyrgðar og geri viðeigandi ráð- stafanir. Við teljum að ráðherra beri skylda til að biðja þá kennara sem ekki eiga gagnrýn- ina skilið opinberlega afsökunar á ummælunum. Samtök bæjar- og héraðsfréttablaða: Óþolandi að hið opinbera láti pólitíska hagsmuni stjóma birtingu auglýsinga Kennarar við Þelamerkurskóla: „Mótmælum harðlega aðdrótt- imrnn menntamálaráðherra“ Salur B Þriðjudagur Kl. 9.00 Mál Henrys BORGARBÍÓ S 23500 Vinningstölur laugardaginn FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 7.582.609,- 2. 100.295,- 3. 170 8.141,- 4. 6.204 520,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 12.995.019.- - og verðlagningu þeirra Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á stjórnar- fundi Samtaka bæjar- og hér- aðsfréttablaða þann 28. febrú- ar sl.: „Stjórn Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða átelur harðlega þau vinnubrögð, sem fjármála- ráðuneytið virðist hafa beitt við birtingu auglýsinga á árunum 1990 og 1991. Stjórnin styðst í þessu efni við gögn, sem fjár- málaráðherra lagði fram á alþingi nýverið sem svar við fyrirspurn Árna M. Mathíassen alþingis- manns. Þar kemur annars vegar fram skipting fjármuna vegna auglýsinga greitt beint frá ráðu- neytinu og hins vegar í gegnum auglýsingastofuna Hvíta húsið. I gögnum þessum kemur glögglega fram, að ópólitísk bæj- ar- og héraðsblöð, sem flest koma út vikulega árið um kring, njóta mun lakari kjara af hálfu hins opinbera en yfirlýst flokks- pólitísk blöð á landsbyggðinni. Þau pólitísku komu mörg hver út örsjaldan á ári, og með óreglu- legum hætti, jafnvel aðeins fyrir kosningar. í mörgum tilvikum á umræddu tímabili birti ráðuneytið samsvar- andi auglýsingar í pólitískum og ópólitískum héraðsfréttablöðum. Sláandi munur er á því verði sem greitt var fyrir þjónustuna. í einu tilfelli er t.d. verð auglýsingar hjá pólitísku blaði áttfalt hærra en hjá ópólitísku. Þá virðist dreifing auglýsinga mjög handahófskennd eftir kjör- dæmum. Nefna má því til stað- festingar, að ein auglýsing var birt í fjórum blöðum í sama bæjarfélagi á sama tíma og hún birtist alls ekki í tveimur kjör- dæmum. Slík vinnubrögð bera ekki vott um mikla fagmennsku, hvorki af hálfu ráðuneytis né auglýsingastofunnar. Stjórn Samtaka bæjar- og hér- aðsfréttablaða ítrekar, að aðild- arblöð samtakanna vilja ekki ölmusu frá hinu opinbera. Þau fara hins vegar fram á, að rík;s- valdið nýti þjónustu þeirra í þeim tilvikum sem það á við og greiði fyrir hana sanngjarnt verð. Óþol- andi er, að hið opinbera láti pólitíska hagsmuni stjórna birt- ingu auglýsinga og verðlagningu þeirra.“ Lettneski stórmeistarinn Alexej Sirov í þungum þönkum í fjölteflinu á sunnudaginn, en strákarnir eru brosmildir, enda ekki daglegt brauð hjá þeim að tefla við stórmeistara. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Grænamýri 12, Akureyri, þingl. eig- andi Friðjón Eyþórsson, föstudag- inn 20. mars 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Björn Jósef Arnviðarson hdl., Gunn- ar Sólnes hrl., Bæjarsjóður Akureyr- ar og Ólafur Birgir Árnason hrl. Bakkasíða 12, Akureyri, þingl. eig- andi Málfríöur Hannesdóttir, talinn eigandi Gunnlaugur A. Sigfússon og Heiðdís Sigursteinsdóttir, föstu- daginn 20. mars 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gústaf ÞórTryggvason hdl., Bæjar- sjóður Akureyrar og Húsnæðis- stofnun ríkisins. Hjallalundur 22, íb. 101, Akureyri, þingl. eigandi Björk Ólafsdóttir, föstudaginn 20. mars 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Garðar Garðarsson hrl., Húsnæðis- stofnun ríkisins og innheimtumaður ríkissjóðs. Hafnarstræti 17, Akureyri, þingl. eigandi Hólmsteinn Aðalgeirsson, föstudaginn 20. mars 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hrl. og Bæjar- sjóður Akureyrar. Hrafnagilsstræti 21, efri hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Siggerður Bjarna- dóttir, föstudaginn 20. mars 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og Trygg- ingastofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Hvammshlið 2, neðri hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Jón A. Pálma- son, föstudaginn 20. mars 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóös. Jaðar, neðri hæð, Dalvík, þingl. eig- andi Hafdís Alfreðsdóttir, föstudag- inn 20. mars 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Eggert B. Ólafsson hdl. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Múlasíða 5g, Akureyri, þingl. eig- andi Stjórn Verkamannabústaða, talinn eigandi Hafþór Jörundsson, föstudaginn 20. mars 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Frostagata 3c, B-hluti, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Adolfsson, föstudaginn 20. mars 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Steingrímur Eiríksson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Frostagata 3c, A-hluti, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Adolfsson, föstudaginn 20. mars 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Steingrímur Eiríksson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Glerárgata 34, A-1, hluti, Akureyri, þingl. eigandi Heiðar hf., föstudag- inn 20. mars 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: (slandsbanki, Sigríður Thorlacius hdl. og Gunnar Sólnes hrl. Grundargerði 7e, Akureyri, þingl. eigandi Örn Þórsson, föstudaginn 20. mars 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Steingrímur Eiríksson hdl., Gunnar Sólnes hrl., Kristinn Hallgrímsson hdl., Ólafur Gústafsson hrl. og Kristján Ólafsson hdl. Óseyri 16, o.fl., Akureyri, þingl. eig- andi Vör hf., föstudaginn 20. mars 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: lönlánasjóður, Steingrímur Eiríks- son hdl., innheimtumaður ríkissjóðs og Ólafur Birgir Árnason hrl. Rauðamýri 12, Akureyri, þingl. eig- andi Jónsteinn Aðalsteinsson o.fl., föstudaginn 20. mars 1992, kl 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, Símon Ólafsson hdl., Ólafur Birgir Árnason hrl. og Gunnar Sólnes hrl. Tjarnarlundur 3b, Akureyri, þingl. eigandi Rakel Bragadóttir, föstu- daginn 20. mars 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Logi Egilsson hdl., Húsnæðisstofn- un ríkisins, Ingólfur Friðjónsson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.