Dagur - 24.03.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 24.03.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 24. mars 1992 Iþróttir Jón Haukur Brynjólfsson Óvænt mótspyma Wimbledon á Old Trafford - er Tottenham að sogast í 2. deild? - sex stig frá Manchester í vikunni og Nott. For. komið í hóp efstu liða sjónvarpinu og heppnin virðist I vikunni lauk þátttöku enskra í Evrópukeppnunum í ár, þar sem bæði Liverpool og Totten- ham féllu úr þrátt fyrir mikla baráttu. Og nú er hægt að merkja greinilcgan taugatitr- ing hjá efstu liðunum í 1. og 2. deild þegar lokaspretturinn er að hefjast. En snúum okkur þá að leikjum laugardagsins á Englandi. ■ Man. Utd. fékk tvívegis tæki- færi til þess í vikunni að komast upp fyrir Leeds Utd., en mistókst í bæði skiptin. Fyrst tap gegn Nottingham For. í miðri viku og síðan markalaust jafntefli heima gegn Wimbledon. Bryan Robson lék ekki með liði Utd., en hjá Wimbledon vantaði John Fash- anu. Mark Hughes og Ryan Giggs voru áberandi hjá Utd., sérstaklega í fyrri hálfleik, en þá var dæmt mark af Hughes vegna rangstöðu auk þess sem hann átti skot í stöng og það átti Clayton Blackmore einnig úr aukaspyrnu. En gífurleg barátta var í liði Wimbledon þar sem Warren Barton og Robbie Earle sem hélt Neil Webb í heljargreipum á miðjunni voru í aðalhlutverkum. Staða Utd. er þrátt fyrir allt góð, en tapið gegn Forest og þetta óvænta jafntefli gegn Wimbledon verða liðinu þó tæpast til fram- dráttar í baráttunni við Leeds Utd. um meistaratitilinn. ■ Tottenham er nú komið í bull- andi fallhættu eftir 2:1 tap gegn Liverpool í leik sem sýndúr var í Úrslit 1. deild Chelsea-Sheflield Utd. 1:2 Coventry-Oldham 1:1 Crjstal Palace-Aston Villa 0:0 Liverpool-Totlenham 2:1 Manchester Utd.-Wimbledon 0:0 Norwich-Everton 4:3 Nottingham For.-Manchester City 2:0 Sheflield Wed.-Notts County 1:0 Southampton-Luton 2:1 West Ham-Q.P.R. 2:2 Arsenal-Leeds Utd. 1:1 2. deild Blackbum-Charlton 0:2 Bristol Rovers-Barnsley 0:0 Cambridge-Ipswich 1:1 Derby-Wolves 1:2 Grimsby-Newcastle 1:1 Leicester-Watford 1:2 Middlesbrough-Brighton 4:0 Milltvall-Port Vale 1:0 Oxford-Portsmouth 2:1 Plymouth-Tranmere 1:0 Sunderland-Bristol City 1:3 Swindon-Southend 3:1 Úrslit í vikunni: Evrópukeppnin - Qóröungsúrslit síöari leikir Liverpool-Genoa 1:2 Tottenham-Feyenoord 0:0 FA-bikarinn - endurteknir jafnteflisleikir úr fjóröungsúrslitum Norwich-Southampton 2:1 Sunderland-Chelsea 2:1 1. deild Nottingham For.-Manchcster Utd. 1:0 Notts County-Everton 0:0 2. deild Bristol City-Wolves 2:0 Cambridge-Middlesbrough 0:0 Grimsby-Leicester 0:1 Ipswich-Watford 1:2 Southend-Portsmouth 2:3 Swindon-Tranmere 2:0 hafa snúið baki við liðinu. Liðið lék án Gary Lineker sem er meiddur og var lengi í gang og Dean Saunders hefði getað skor- að tvívegis fyrir Liverpool áður en Tottenham náði tökum á leik sínum, en fyrri hálfleikurinn varð þó markalaus. Fyrsta markið kom síðan á 3. mín. síðari hálf- leiks er Saunders nýtti sér mistök Terry Fenwick í vörn Tottenham og skoraði, en Tottenham gafst ekki upp og Paul Stewart náði að jafna með skalla fyrir liðið. Sigurmarkið kom síðan eftir hornspyrnu sem var gjöf dómar- ans til Liverpool og Saunders potaði boltanum í markið af stuttu færi. ■ Southampton vann mikilvæg- an sigur í botnbaráttunni gegn Luton og aldrei þessu vant þurftu leikmenn liðsins ekki að kvarta undan dómaranum að þessu sinni. Luton hafði yfir í hálfleik verðskuldað með marki Mark Pembridge beint úr aukaspyrnu strax á 1. mín. og litlu munaði að hann bætti öðru marki sínu við skömmu síðar. En gæfan snerist Southampton í hag í síðari hálf- leik, dæmd var hendi á Mervyn Day markvörð Luton fyrir að fara útfyrir teig og úr hornspyrn- unni sem á eftir fylgdi skallaði Alan Shearer inn jöfnunarmark Southampton. lOmín. fyrirleiks- Gordon Strachan, fyrirliði Leeds Utd., varð að sætta sig við jafntefli gegn Arsenal. Lélegt jafiitefli hjá Arsenal og Leeds ÍJtd. Leeds Utd. er enn tveim stig- um yfir Man. Utd. á toppi 1. deildar eftir að hafa gert 1:1 jafntefli á útivelli gegn Arsenal á sunnudag. En Man. Utd. hefur leikið tveim leikjum minna og á því alla möguleika á því að ná efsta sætinu af Leeds Utd. áður en yfir lýkur. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins á sunnudag var hann ótrúlega slak- ur og laus við spennu og tilþrif ef frá eru taldar síðustu 20 mínút- urnar. En Leeds Utd. sem hefði getað komist yfir í fyrri hálfleik eftir gott færi Eric Cantona náði forystunni er 17 mín. voru til leiksloka. Nigel Winterburn bak- vörður Arsenal gleymdi sér þá við að röfla í dómaranum og Rodney Wallace sem Winterburn átti að gæta sendi fyrir mark Arsenal þar sem Lee Chapman afgreiddi boltann örugglega í netið. í stað þess að láta kné fylgja kviði misstu leikmenn Leeds Utd. einbeitinguna og 10 mín. fyrir leikslok náði Paul Mer- son að jafna fyrir Arsenal með skoti sem John Lukic í marki Leeds Utd. hafði hendi á, en tókst ekki að stöðva. Leeds Utd. sótti stíft á lokamínútunum og Gary McAllister og Chapman hefðu með heppni getað tryggt liðinu sigur, en af því varð ekki og leiknum lauk því með jafn- tefli. Howard Wilkinson stjóri Leeds Utd. var ekki ánægður með sína menn eftir leikinn og taldi mikinn óþarfa að fá jöfnun- armarkið á sig. „Við höfum ekki efni á því að kasta frá okkur stig- um ef við ætlum að veita Man. Utd. keppni til loka.“ Miðvörður Leeds Utd. Chris Whyte var val- inn maður leiksins, en hann hélt Ian Wright miðherja Arsenal algerlega í skefjum í leiknum. Þ.L.A. lok varði Day vel frá Shearer sem var greinilega rangstæður og úr frákastinu náði Iain Dowie bolt- anum og skoraði sigurmark Sout- hampton gegn sínum gömlu fé- lögum úr Luton. ■ Notts County hefur selt Tommy Johnson sinn helsta markaskorara til Derby og tapaði síðan gegn Sheff. Wed. á laugar- daginn. Jafn og spennandi leikur, en stjóri Sheff. Wed., Trevor Francis setti sjálfan sig inná um miðjan síðari hálfleik og 7 mín. síðar sendi hann nákvæma send- ingu fyrir mark County og David Hirst skallaði inn sigurmark Sheff. Wed. Leikmenn County settu þó allt í sóknina í lokin og Chris Woods í marki Sheff. Wed. varði mjög vel frá Mark Draper og Gary Lund, en sigur Sheffield liðsins var þó sanngjarn því liðið átti mun meira í leiknum lengst af. ■ Nottingham For. sigraði Man. Utd. fyrr í vikunni og á laugar- daginn var hitt Manchester liðið, City, einnig afgreitt í 2:0 sigri. Tvö góð mörk í síðari hálfleik sáu til þess, Gary Grosby af stuttu færi og síðan góður skalli frá Roy Keane gerðu út um leik- inn fyrir Forest eftir að lið City hafði átt leikinn framan af. En með vindinn í bakið í síðari hálf- leik náði Forest undirtökunum og leikmenn City gátu nagað sig í handarbökin fyrir að nýta ekki færi sín í fyrri hálfleik. ■ Botnlið West Ham gerði 2:2 jafntefli gegn nágrönnum sínum í Q.P.R. eftir að hafa haft 1:0 yfir í hálfleik með marki Mike Small. Bradley Allen jafnaði fyrir Q.P.R. og náði síðan 2:1 forystu fyrir lið sitt á 69. mín. og útlitið dökkt hjá West Ham. Les Ferd- inand hefði getað skorað þrennu fyrir Q.P.R., en Ludek Miklosko í marki West Ham hélt liði sínu á floti og Tim Breacher bjargaði síðan stigi fyrir West Ham er hann jafnaði 2:2 á 76. mín. leiks- ins. ■ Leikur Norwich og Everton bar þess merki að liðin hafa fyrir litlu að berjast og leikmenn gátu því tekið lífinu með hæfilegu kæruleysi. Darren Beckford skoraði þrennu fyrir Norwich í 4:3 sigri liðsins, en tvívegis var liðið þó undir. Rob Newman skoraði fjórða mark Norwich, en fyrir Everton gerði Mo Johnston tvö mörk og Peter Beardsley eitt í skemmtilegum leik liðanna. ■ Chelsea tapaði óvænt heima gegn Sheffieid Utd. þar sem Dane Whitehouse skoraði bæði mörk Sheff. Utd. í 2:1 sigri liðsins, en Jason Cundy gerði eina mark Chelsea. ■ Coventry og Oldham gerðu 1:1 jafntefli og voru bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleiknum. Andy Pearce skoraði fyrir Coventry, en Nick Henry svaraði fyrir Old- ham. ■ Crystal Palace gerði marka- laust jafntefli á heimavelli gegn Aston Villa, en bæði þessi lið hafa valdið vonbrigðum í vetur. 2. deild ■ Óbreytt staða á toppi deildar- innar þrátt fyrir tap Blackburn á heimavelli gegn Charlton þar sem Robert Lee og Carl Leaburn gerðu mörk Charlton. ■ Micky Heathcote fyrir Cam- bridge og Simon Milton fyrir Ips- wich skoruðu í 1:1 jafntefli lið- anna. ■ Vítaspyrna Paul Birch og mark frá Steve Bull tryggðu Wolves sigur á Derby sem náði forystu með marki Paul Kitson. Trevor Francis stjóri Sheff. Wed., lagði upp sigurmark liðsins gegn Notts. County. ■ Bernie Slaven gerði þrennu fyrir Middlesbrough gegn Brigh- ton. ■ Kevin Sheedie tryggði New- castle stig gegn Grimsby, en hann kom til Newcastle frá Everton. ■ John Aldridge misnotaði víta- spyrnu fyrir Tranmere í tapleik gegn Plymouth. ■ Denis Smith var rekinn frá Sunderland í vetur, en hefur nú tekið við Bristol City og hann fagnaði sigri gegn sínu gamla liði. Wayne Allison gerði tvö af mörk- um Bristol City, en Brian Atkin- son gerði eina mark Sunderland. Þ.L.A. Staðan 1. deild Leeds Utd. 35 18-14- 3 65:31 68 Manchester Utd. 33 18-12- 3 53:24 66 Sheffield Wednesday 34 17- 9- 8 54:45 60 Liverpool 33 14-13- 6 38:29 55 Manchester City 34 15- 8-11 45:42 53 Arsenal 33 13-12- 8 56:37 51 Nottingham For. 32 14- 8-10 49:42 47 Everton 35 11-13-11 45:39 46 QPR 35 10-16- 9 41:39 46 Crystal Palace 35 11-13-11 44:53 46 Chelsea 35 11-12-12 43:4945 Aston Villa 34 12- 8-14 35:36 44 Norwich 34 11-11-12 44:47 44 Wimbledon 34 10-13-11 39:41 43 Oldham 35 11- 8-16 52:58 41 Coventry 34 10-10-1431:33 40 Sheflield Utd. 33 11- 7-15 50:54 40 Southampton 33 9-10-14 32:46 37 Tottenham 32 10- 6-16 38:43 36 Luton 35 7-11-18 28:59 32 Notts County 34 7-10-17 33:47 31 West Ham 32 6-10-16 28:48 28 2. deild Blackburn 37 19- 9- 9 58:38 66 Cambridge 38 17-13- 8 53:36 64 Ipswich 36 18-10- 8 54:38 64 Middlesbrough 34 17- 9- 8 43:29 60 Charlton 3717- 7-1346:42 58 Portsmoulh 36 16- 9-1155:41 57 Leicester 36 16- 8-12 46:43 56 Swindon 37 15-10-12 62:50 55 Derby 36 16- 7-13 50:43 55 Southend 38 15- 9-14 54:50 54 Wolves 36 14- 9-13 46:41 51 Millwall 37 14- 7-16 54:62 49 Tranmere 35 11-15- 941:41 48 Bristol Rovers 38 12-12-14 46:55 48 Bamsley 37 13- 9-15 29:44 48 Wafford 37 13- 8-1639:42 47 Sunderland 35 12- 7-1648:50 43 Grimsby 36 11-10-1541:51 43 Newcastle 38 10-13-15 55:66 43 Bristol City 38 10-12-1541:55 42 Plymouth 36 11- 8-17 35:50 41 Oxford 37 11- 7-1954:5940 Brighton 38 10- 9-19 46:62 39 Port Vale 38 7-13-18 34:51 34 L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.