Dagur - 24.03.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. mars 1992 - DAGUR - 7
- gerði jafntefli við ÍR í æsispennandi leik þar sem jafnt var á nánast öllum tölum
Toppliðin í 2. deild karla í
handbolta, Þór og ÍR, skildu
jöfn í æsispcnnandi leik í
Iþróttahöllinni á Akureyri sl.
föstudag. Með jafnteflinu
lögðu Þórsarar aðra hönd á
Islandsbikarinn sem veittur er
fyrir sigur í 2. deildinni og dag-
inn eftir lögðu þeir hina hend-
ina á gripinn, er Völsungur og
IR gerðu jafntefli á Húsavík.
Bæði Þór og IR eiga einn leik
eftir, Þór gegn Aftureldingu
og ÍR gegn Fjölni en Þórsarar
hafa þriggja stiga forystu í
efsta sætinu og því er 2. deild-
artitilinn í höfn.
Leikur Þórs og ÍR á föstudags-
kvöld einkenndist af mikilli bar-
áttu og taugaveiklun leikmanna.
Þórsarar fóru illa með tvö góð
færi í lokin og hefðu með smá
heppni getað farið með sigur af
hólmi. Fyrst átti Rúnar Sigtryggs-
son skot í stöng úr góðu færi þeg-
ar innan við fjórar mín. voru eftir
og þá skaut Jóhann Samúelsson í
slá úr vítakasti þegar innan við
ein mín. var eftir og staðan
18:18. Það var Sævar Árnason
sem jafnaði fyrir Þór um 2 mín.
fyrir leikslok, með marki úr
vinstra horninu.
Lokatölur leiksins urðu 18:18,
eftir að staðan var jöfn í leikhléi
10:10. Jafnt var öllum tölum í
leiknum, fyrir utan að ÍR-ingar
náðu tvívegis tveggja marka for-
ystu, 10:8 og 17:15.
„Það var virkilega gott að ná
stigi hér í kvöld,“ sagði Hermánn
Karlsson fyrirliði Þórs að leik
loknum og var að vonum ánægð-
ur. „Ég tel það vel að verki staðið
miðað við nýtinguna hjá liðinu.
Við héldum ekki haus á tímabili í
leiknum en náðum þó öðru stig-
inu. Þetta var ótrúlega jafn leikur
enda mikið í húfi fyrir bæði lið.“
Hermann sagðist mjög sáttur við
árangur liðsins f vetur og er bjart-
sýnn á gott gengi í 1. deildinni
næsta vetur. „Við höldum okkar
mannskap og styrkjum liðið frek-
ar fyrir næsta vetur og stefnum að
góðum árangri í 1. deildinni,"
sagði Hermann Karlsson.
Ole Nielsen var bestur Þórsara
og skoraði 8 af fyrstu 12 mörkum
Þórsara. Jóhann Samúlesson og
Sævar Árnason áttu ágæta spretti
en aðrir hafa leikið betur. Sér-
staklega áttu þeir Rúnar Sig-
tryggsson og Atli Rúnarsson erfitt
uppdráttar og Rúnar sem hefur
verið einn helsti markaskorari
liðsins í vetur, komst ekki á blað
að þessu sinni. Hins vegar náðu
strákarnir öðru stiginu og það
dugði til sigurs í deildinni.
Hjá ÍR var Hallgrímur Jónas-
son markvörður góður og einnig
átti Róbert Rafnsson ágætan
leik.
Dómarar voru þeir Guðmund-
ur Lárusson og Arnar Kristinsson
og komust þeir ágætlega frá sínu.
Mörk Þórs: Ole Nielsen 8/3, Jóhann
Samúlesson 4, Sævar Árnason 4, Atli
Rúnarsson 1, Ólafur Hilmarsson 1 (með
vinstri).
Mörk ÍR: Róbert Rafnsson 4, Frosti
Guðlaugsson 3, Sigfús Orri Bollason 3,
Magnús Ólafsson 2, Matthías Matthías-
son 2, Ólafur Gylfason 2, Jóhann
Ásgeirsson 2. -KK
íslandsmótið í júdó:
KA-menn hlutu sex titla
íslandsmótið í júdó í ilokkum,
karla yngri en 21 árs og flokki
fullorðinna fór fram í Reykja-
vík á laugardaginn. KA sendi
keppendur á mótið og unnu
þeir allir til verðlauna, sex
gullverðlauna, þriggja silfur-
verðlauna og fímm bronsverð-
launa.
Upphaflega stóð til að að
keppa einnig í flokki yngri en 18
ára en á síðustu stundu var
keppni í þeim flokki frestað.
Norðanmenn voru óhressir með
þá ráðstöfun þar sem margir KA-
menn höfðu ætlað að keppa bæði
í flokki yngri en 21 og 18 ára en
hafa ekki efni á að fara tvisvar
suður og því urðu keppendur frá
KA aðeins átta talsins en ekki
sautján eins og upphaflega stóð
til.
Á mótinu var keppt í sjö þyngd-
arflokkum og opnum flokki full-
orðinna og fimm þyngdarflokk-
um karla yngri en 21 árs, samtals
þrettán flokkum. KA-menn og
Ármenningar unnu sex flokka
hvort félag og UMFG einn. Einnig
voru keppendur frá Júdófélagi
Reykjavíkur, Þrótti, Ólafsvtk og
Selfossi, samtals um níutíu
talsins.
í flokki yngri en 21 árs kepptu
KA-mennirnir Rúnar Sæland og
Sævar Sigursteinsson í -60 kg
flokki. Sævar sigraði örugglega
og Rúnar vann bronsið. í -65 kg
flokki sigraði Hans Rúnar
Snorrason örugglega annað árið í
röð og í -78 kg flokki sigraði
Freyr Gauti Sigmundsson þriðja
árið í röð. í -95 kg flokki sigraði
Vernharð Þorleifsson auðveld-
lega. KA vann því fjóra flokka
Freyr Gauti Sigmundsson og Baldur
KA.
en gat ekki unnið þann fimmta
þar sem félagið átti þar engan
keppanda.
1 fullorðinsflokki hlaut Rúnar
Sæland bronsverðlaun í -60 kg
flokki en Sævar Sigursteinsson
veiktist og gat ekki keppt í full-
orðinsflokknum sem var óheppi-
legt þar sem hann hafði verið tal-
inn sigurstranglegur. Hans Rúnar
Snorrason og Baldur Stefánsson
kepptu í -65 kg flokki og sigraði
Baldur af öryggi en Hans hlaut
bronsverðlaunin. í -78 kg flokki
sigraði Freyr Gauti Sigmundsson
en í -86 kg flokki tapaði Guð-
laugur Halldórsson úrslitaglím-
unni eftir mjög harða viðureign.
Jón Jakobsson hlaut bronsverð-
laun í +95 kg flokki.
Og þá er komið að hlut Vern-
harðs Þorleifssonar. Hann keppti
Stefánsson, tveir af íslandsmeisturum
til úrslita við Bjarna Friðriksson í
-95 kg flokki og var viðureignin
afar tvísýn. Á síðustu augnablik-
unum náði Bjarni armlás og gafst
Vernharð upp einni sekúndu fyr-
ir lok glímunnar. í opna flokkn-
um sigraði Vernharð síðan
Sigurð Bergmann sannfærandi í
undanúrslitum og glímdi aftur til
úrslita við Bjarna en varð að
sætta sig við ósigur eftir snarpa
viðureign. Guðlaugur Halldórs-
son hlaut bronsverðlaun í opna
flokknum.
Jón Óðinn Óðinsson, þjálfari
KA, var ánægður með árangjr-
inn og sagði að eftir mótið væri
ljóst að KA ætti orðið fjóra kepp-
endur sem væru framarlega á
alþjóðlegum mælikvarða, Bald-
ur, Frey Gauta, Guðlaug og
Vernharð.
Ole Niclsen var besti leikmaður Þórsara og hér fær hann óblíðar viðtökur
hjá Ólafi Gylfasyni. Mynd: Goiií
Nýtt íþróttafélag
stofnað í Skagafirði
Nýtt íþróttafélag var stofnað í
Skagafírði um helgina. Félagið
er öllum opið, en áherslan lögð
á íþróttir fatlaðra og aldraðra.
Stofnfélagar eftir stofnfund
eru þrjátíu talsins, en að sögn
Sólveigar Jónasdóttur, geta
menn skráð sig stofnfélaga
fram í maímánuð.
„Það var mikill áhugi og vel-
vilji fyrir stofnun á þessu félagi.
Bæjarstjórn Sauðárkróks tók
okkur t.d. inn á sína fjárhags-
áætlun, en félagið er samt sem
áður fyrir alla Skagfirðinga, ekki
bara Króksara. Stærsta málið
sem framundan er hjá félaginu er
að taka þátt í íslandsmeistara-
móti fatlaðra og þar munum við
verða með sveit í boccia,“ segir
Sólveig.
í stjórn félagsins sitja auk Sól-
veigar: Þórhallur Ásmundsson,
Karólína Gunnarsdóttir, Ingi-
björg Stefánsdóttir og Kári
Steinsson, en varamenn eru
Anna Hjaltadóttir og Fanney
ísold Karlsdóttir. SBG
Körfuknattleikur:
Vaiur í tveggja leikja bann
Vaiur Ingimundarson, þjálfari
og leikmaður körfuknattleiks-
liðs Tindastóls, byrjar næsta
keppnistímabil í úrvalsdeild-
inni á að taka út tveggja leikja
bann.
Valur fékk brottvísun í síðasta
leik Tindastóls gegn Skallagrími
en fékk tveggja leikja bann þar
sem hann átti yfir höfði sér dóm
fyrir annað brot. Tim Harvey,
Snæfelli, var dæmdur í eins leiks
bann á sama fundi aganefndar
sem fram fór í síðustu viku.