Dagur - 24.03.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. mars 1992 - DAGUR - 13
Tónlist
Nemendatónleikar píanódeildar
Það er ætíð skemmtilegt að sækja
nemendatónleika tónlistarskól-
anna. Það eru reyndar ekki ætíð
slegnar réttu nóturnar og ekki
heldur gallalaus flutningurinn.
En sá andi, sem svífur yfir, hið
unga tónlistarfólk, sem sumt
hvert á ef til vill framtíð fyrir
höndum í tónlistinni og sem allt
hefur lagt tíma sinn og metnað í
það að gera svo vel sem því er
unnt, gefur stundinni og staðnum
blæ, sem er óviðjafnanlegur og
hugnæmur.
Tónleikar píanódeildar Tón-
listarskólans á Akureyri voru
haldnir í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju laugardaginn 21.
mars. Tuttugu og sjö nemendur
komu fram og léku verk eftir
fjölda höfunda bæði lífs og liðna.
Fyrstu sex verkin voru eftir
meistarann J. S. Bach. Verk hans
eru svo fjölbreytt að gerð og
spanna slíkt svið getu, að þau eru
afar vinsæl sem verkefni
nemenda á hvaða stigi sem þeir
eru. Auk þess vill svo til, að 21.
mars er fæðingardagur tónskálds-
ins og því afar vel við hæfi að
heiðra minningu hans með þess-
um hætti.
Önnur verk á verkefnaskrá
píanónemendanna voru flest eftir
klassísk tónskáld. Flest voru þau
erlend, en út af brá þó í tveim til-
fellum. Erik Newman lék verk
eftir Snorra S. Birgisson, sem
hann nefnir Slökkviliðið. Þetta er
afar nútímalegt smástykki, flutt
af skemmtilegu öryggi af hinum
unga píanista. Hitt íslenska verk-
ið var eftir Gunnar Reyni Sveins-
son og nefnist Melos (II, I).
Gunnar Benediktsson flutti verk-
ið og gerði það afar snyrtilega.
Af öðrum flytjendum, sem
athygli vöktu, má nefna Sigur-
íslenskukennsla!
1. Kennum málfræði, stafsetningu
og lestur.
2. Kennnum útlendingum íslensku,
einstaklings- eða hópkennsla.
Vanir kennarar.
Upplýsingar í síma 11339, milli
klukkan 18 og 20.
Hreinsið sjálf.
Leigjum teppahreinsivélar.
Hjá okkur færðu vinsælu Buzií
hreinsiefnin.
Teppahúsið.
Tryggvabraut 22,
sími 25055.
Giuggaþvottur - Hreingerningar
-Teppahreinsun - Rimlagardfnur.
Tek að mér hreingerningar á íbúð-
um, stigagöngum og stofnunum.
Teppahreinun með nýlegri djúp-
hreinsivél sem skilar góðum ár-
angri.
Vanur maður - Vönduð vinna.
Aron Þ. Sigurðsson.
Sími 25650.
Vinsamlegast leggið inn nafn og
símanúmer í símsvara.
Verð við píanóstillingar á Akur-
eyri dagana 29. mars til 3. apríl.
Upplýsingar í síma 96-25785.
ísólfur Pálmarsson,
píanósmiður.
Pianóstillingar.
Verð á Akureyri og nágrenni dag-
ana 23.-27. mars.
Uppl. og pantanir í síma 21014 og
96-61306.
Sindri Már Heimisson,
hljóðfærasmiður.
KEA byggingavörur, Lónsbakka.
Vantar hillur í búrið? - Vantar hillur
í skápinn? Sögum eftir máli hvít-
húðaðar hillur eftir óskum ykkar.
Seljum einnig ýmsar gerðir af plöt-
um eftir máli (spónaplötur, M.D.F.
krossvið o.fl.).
Nýtt - Nýtt.
Plasthúöaðar skápahurðir og
borðplötur í nokkrum litum, einnig
gluggaáfellur. Sniðið eftir máli.
Reynið viðskiptin.
Upplýsingar í timbursölu símar 96-
30323 og 30325.
Tökum að okkur daglegar ræst-
ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Ennfremur allar hreingerningar,
teppahreinsun og gluggaþvott.
Ný og fullkomin tæki.
Securitas, ræstingadeild, símar
26261 og 25603.
□KUKENNSLFI
Kenni á Galant, árg. '90
Hreingerningar, teppahreinsun,
þvottur á rimlagardínum, leysum
upp gamalt bón og bónum.
Tökum að okkur hreingerningar,
teppahreinsun og bón í heimahús-
um og fyrirtækjum.
Þvoum rimlagardínur, tökum niður
og setjum upp.
Leiga á teppahreinsivélum, sendum
og sækjum ef óskað er.
Einnig höfum við söluumboð á efn-
um til hreingerninga og hreinlætis-
vörum frá heildsölurnarkaðinum
BESTA í Kópavogi. Gerum tilboð í
daglegar ræstingar hjá fyrirtækjum
og stofnunum.
Opið virka daga frá kl. 8-12.
Fjölhreinsun, Fjölnisgötu 6c,
Inga Guðmundsdóttir,
sfmi 11241, heimasími 25296,
símaboðtæki 984-55020.
ÚKUKENNSLA - ÆFINGATÍMAR
Útvegum öll gögn, sem meö þarf,
og greiðsluskilmálar við allra hæfi.
JÓN S. RRNRBON
Sími 22935.
Kenni ailan daginn og á kvöldin.
Minningarkort minningarsjóðs
Jakobs Jakobssonar fást í Bókabúð
Jónasar og Bókvali.
Minningarspjöld Akureyrarkirkju
fást í Safnaðarheimili kirkjunnar,
Bókvali og Blómabúðinni Akri í
Kaupangi.
veigu Árnadóttur, sem lék Til
Elísu eftir L. van Beethoven af
umtalsverðu öryggi, og Áshildi
Hlín Valtýsdóttur, sem flutti
Allegro í D-dúr eftir C. Ph. E.
Bach fallega.
Síðustu tveir nemendurnir
voru greinilega komnir lengst á
tónlistarbrautinni. Þau voru
Sunna Sigurðardóttir, sem flutti
Malaguena op. 165, nr. 3 eftir I.
Albéniz, og Davíð Bragason,
sem lék Polonaise í A-dúr op 40
eftir Fr. Chopin. Bæði léku af
verulegu öryggi og náðu talsverðri
túlkun í flutning sinn. Leikur
Sunnu var þýöur og ljúflegur og
reis ekki ætíð sem skyldi, en
flutningur Davíðs var dálítið
kantaður og ekki eins syngjandi
og æskilegt hefði verið.
Á nemendatónleikum stórs
tónlistarskóla eins og Tónlistar-
skóla Akureyrar gefst áheyrend-
um kostur á að hlýða á mestallt
það svið, sem nemendur skólans
eru á - allt frá ungum nemend-
um, sem eru stutt komnir í námi
sínu, upp í þá, sem eru farnir að
sjá fram á lok veru sinnar við
skólann. Þær aðstæður eru hollar
hverjum þeim, sem tónlist ann.
Það er æskilegt að vera minntur á
það, að tónlistarflutningur er
mikið starf og að undirbúningur
þess að verða frambærilegur tón-
listartúlkandi langur ferill, sem
krefst margra ára erfiðis og
atorku. Að hafa þennan stig allan
fyrir eyrum á einum tónleikum er
tækifæri, sem fæstir ættu að láta
fram hjá sér fara.
Haukur Ágústsson.
GLERÁRGÖTU 36
SÍMI 11500
Á söluskrá:
Kringlumýri:
Einbýlishús á þremur pöll-
um með nýlegum rúml. 40 fm
bdskúr, samtals ca. 235 fm.
Eignin hefur verið endurnýj-
uð að hluta t.d. nýtt eldhús
og saunabað. Eignin er laus
1. júlí. Áhvílandi langtímalán
ca. 2,0 millj.
Lyngholt:
4ra-5 herb. neðri hæð í tví-
býli ásamt bílskúr, samtals
ca. 170 fm. Eignin er í mjög
góðu lagi. Laus fljótlega.
Steinahlíð:
5 herb. raðhús á tveimur
hæðum, samtals ca. 136 fm.
Eignin er mikið endurnýjuð
og er i fyrsta flokks ástandi.
Laus snemma í maí.
FASTDGNA& (J
skipasalaZ&T
N0RÐURLANDS O
Giérsrgötu 36, 3. hæð Síml 11501
Opið virka daga ki. 14.00-18 3(
á öðrum tímum eftir samkomulag
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður: jm
Benedikt Ólafsson hdl. íf"
Staða fóstru við barnaheimilið
Stekk er laus til umsóknar
Staðan veitist frá 1. apríl nk. eða eftir samkomulagi.
Barnaheimilið Stekkur er leikskóli fyrir börn á aldrin-
um 2ja-6 ára og er rekinn af Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri. Leikskólinn er ætlaður fyrir börn starfs-
manna sjúkrahússins.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Ásta Guðjónsdóttir,
leikskólastjóri, í síma 96-22100.
Umsóknir sendist leikskólastjóra fyrir 26. mars 1992.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
it
Hjartkær bróðir okkar,
JÓN INGIMAR KRISTJÁNSSON,
frá Brautarhóli,
lést 21. mars á Kristnesspítala.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Systur hins látna.
Elskuleg dóttir mín, eiginkona, móðir og amma,
REGÍNA AXELSDÓTTIR,
lést að heimili sínu, Ránargötu 3, Akureyri, 22. mars.
Jarðarförin fer fram í Akureyrarkirkju, föstudaginn 27. mars kl.
13.30.
Anna Stefánsdóttir,
Vigfús Hjaltalín,
Jónberg Vigfússon,
Vilberg Geir Vigfússon,
Anna Jóna Vigfúsdóttir,
Regína Ósk Óðinsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför,
HALLGRÍMS THORLACÍUS,
öxnafelll.
Lifið heil!
Sesselja Andrésdóttir,
og fjölskylda.
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og útför mannsins míns, föður okkar, sonar
og bróður,
ÁSGEiRS S. JÓNASSONAR
Steinahlíð 5i, Akureyri.
Fyrir hönd vandamanna,
Haiia irpadóttir,
Silley Hrönn Ásgeirsaoí!.'.1;
Fannar Geir Ásgeirsson.