Dagur - 24.03.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 24.03.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - ÞriðjUdagur 24. mars 1992 Minning Ý Helga Kristín Möller - kveðja frá formanni Alþýðuflokksins Viö vildum svo gjarnan mega njóta lengur félagsskapar hennar, glaðværðar og þeirrar uppörvunar, sem jákvætt lífsvið- horf, fölskvalaus umhyggja og skapandi frumkvæði tendrar í brjóstum þeirra, sem njóta. Þess vegna finnum við nú sárt til þess, hve mikils við höfum misst. Við kveðjum Helgu Kristínu Möller með söknuði, eftirsjá og trega. Helga Kristín var mikil mann- eskja. Það var gott að kynnast henni og það er gott að minnast hennar. Hún var kona þeirrar gerðar, sem aldrei hlífði sjálfri sér. Hún var sú kona, sem aðrir reiddu sig á og leituðu til, af því að þar var að vænta skilnings, uppörvunar og velvildar. Hún var konan, sem alltaf gerði strangari kröfur til sjálfrar sín en annarra. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Bjarkarbraut 3, Dalvík, þingl. eig- andi Hanna S. Kjartansdóttir, föstud. 27. mars '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Hróbjartur Jónatansson hrl. Hún var dóttir Siglufjarðar. Hún var stelpan sem byrjaði að salta á síldarplani mannlífsins eiginlega áður en hún var orðin nógu há til hnésins. Smitandi glaðværð síldarævintýrsins endurómaði í hlátri hennar, lífs- gleði og krafti. Hún elskaði alla tíð bæ bernsku sinnar og bar svipmót hans æ síðan með reisn og þokka. Hún var líka dóttir Jóhanns og Helenu. Þeir sem þekkja þau hjón vita að heimili þeirra hefur allta tíð verið gróðrarstöð og orkubú Siglufjarðarkrata. Helga og systkini hennar teyguðu í sig mannúðarhugsjón jafnaðarstefn- unnar með móðurmjólkinni. Eða kannski sú hugsjón hafi runnið þeim í merg og blóð með erfða- vísum hjartalagsins. Þetta er ein- hver mannvænlegasti systkina- Sæbóli, Dalvík, þingl. eigandi Hauk- ur Tryggvason, föstud. 27. mars '92, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Ásgeir Thoroddsen hrl. Tjarnarlundi 3 a, Akureyri, þingl. eigandi Kaupfélag Eyfirðinga, talinn eigandi Tryggvi Pálmason, föstud. 27. mars '92, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. hópur sem ég hef kynnst. Mikið hlýtur það að hafa verið gaman að slíta barnsskónum í þessum góða félagsskap, þótt Kristján vinur minn hljóti á stundum að hafa átt erfitt uppdráttar, innan um þetta aðsópsmikla systra- veldi. Helga var líka dóttir hins norð- lenska skóla, sem setti á hana sitt sterka svipmót. Að loknu kenn- araprófi stundaði hún framhalds- nám í Bandaríkjunum. Kennsla og kennsluráðgjöf varð hennar ævistarf í Kópavogi og Garðabæ. Eins og þeir vita, sem reynt hafa, er það kröfuhart starf, sé því sinnt af ástríðu. Helga Kristín lagði í það líf og sál. En þessi kraftmikla norðlenska kona var aldrei svo störfum hlað- in að hún hefði ekki tíma og orku aflögu til að rækta æskuhugsjón sína og vinna jafnaðarstefnunni og Alþýðuflokknum brautar- gengi. Þeirri bernskuhugsjón sinni unni hún alla tíð af funa æskuáranna. Helga Kristín var í stjórn Sambands alþýðuflokks- kvenna frá stofnun þess árið 1972. Hún átti sæti í stjórn Kven- félags Alþýðuflokksins í Reykja- vík 1973-77. Hún var varaborgar- fulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík 1978-80 og átti þá sæti í fræðsluráði Reykjavíkur og stjórn Borgarbókasafns auk þess að vera varamaður í stjórn Kjarvalsstaða. Þessum störfum hennar fylgdi einnig seta í borg- armálaráði Alþýðuflokksins á sama tíma. Eftir að fjölskyldan fluttist í Garðabæ var hún kosin í stjórn Alþýðuflokksfélags Garðabæjar 1980 og var formaður þess 1983- 84. í sveitastjórnarkosningunum 1986 endurheimti Helga Kristín sess bæjarfulltrúa fyrir Alþýðu- flokkinn og átti eftir það sæti í bæjarráði Garðabæjar og ýmsum öðrum starfsnefndum. Helga Kristín var kjörin í sveitastjórn- arráð Alþýðuflokksins árið 1988 og var formaður þess sl. tvö ár. Á flokksþingi Alþýðuflokksins 1978 var hún kjörin sem varamaður í flokksstjórn, en sem aðalfulltrúi 1982-84 og svo frá 1986 og síðan. Á árunum 1980-82 átti hún sæti í framkvæmdastjórn Alþýðuflokks- ins. Frá árinu 1978 var Helga Kristín kjörin fulltrúi á flokks- þing Alþýðuflokksins og var m.a. ritari seinustu flokksþinga. Frá árinu 1991 hefur hún átt sæti í menntamálaráði. Þessi upptalning segir sína sögu um félagsmálastarf Helgu Kristínar í þágu Alþýðuflokks- ins. Hún segir þó ekkert um það sem mest er um vert; að öllum störfum, sem henni var trúað fyrir, var vel borgið í hennar höndum. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Alþýðuflokksins og íslenskra jafnaðarmanna færa Helgu Kristínu og fjölskyldu hennar alúðarþökk fyrir samfylgd og atfylgi við góðan málstað, í blíðu og stríðu. Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég Karli Harrý og dætrunum Helgu Þuríði og Hönnu Lillý, foreldrum Helgu, systkinahópnum fríða og öðrum vinum og vandamönnum, sem nú eiga um sárt að binda. Blessuð sé minning Helgu Kristín- ar Möller. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins - jafnaðarmannaflokks íslands. tPáll Þórarinn Valdimarsson Göngustöðum Svarfaðardal Fæddur 23. september 1913 - Dáinn 13. mars 1992 Grenilundi 7, Akureyri, þingl. eig- andi Tryggvi Pálsson, talinn eigandi Guðný Aðalsteinsdóttir, föstud. 27. mars '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Bæjarsjóður Akureyrar og Húsnæðisstofnun ríkisins. Hjarðarslóð 4 b, Dalvík, þingl. eig- andi Torfi Húnfjörð Sigurðsson, föstud. 27. mars '92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ingólfur Friðjónsson hdl., Húsnæðis- stofnun ríkisins, Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur Birgir Árnason hrl. Karlsrauðatorgi 26 d, Dalvík, þingl. eigandi Húsnæðisnefnd Dalvíkur, talinn eigandi Guðný Jakobsdóttir, föstud. 27. mars '92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Hróbjartur Jónatansson hrl. og Húsnæðisstofnun ríkisins. Karlsrauðatorgi 5, verkstæði, Dalvík, þingl. eigandi Björn Björns- son o.fl., föstud. 27. mars '92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Hróbjartur Jónatansson hrl. Kaupvangsstræti 21 efri hæð, Akur-' eyri, þingl. eigandi Ingólfur örn Arn- arson, föstud. 27. mars '92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Skúli J. Pálmason hrl. Melasíðu 3, íb. 404, Akureyri, þingl. eigendur Jón G. Jónatansson og Kristín Jósteinsdóttir, föstud. 27. mars '92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Húsnæðisstofnun ríkisins. Reynihólum 9, Dalvík, þingl. eig- andi Húsnæðisnefnd Dalvíkur, tal- inn eigandi Súsanna B. Torfadóttir, föstud. 27. mars ’92, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Hróbjartur Jónatansson hrl. Svarfaðarbraut 32, Dalvík, þingl. eigandi Vignir Þór Hallgrímsson, föstud. 27. mars '92, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Birgir Árnason hrl., Gunnar Sólnes hrl. og innhei^*umaöUr ríkissjóðs. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Draupnisgötu 3, M-N-O, hf. Akur- eyri, þingl. eigandi Valgeir Þórisson, föstud. 27. mars '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Tómas Þorvaldsson hdl. og Iðn- lánasjóður. Grenivöllum 12, 1. hæð að vestan, Akureyri, þingl. eigandi Svava F. Guðmundsdóttir, föstud. 27. mars '92, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Gústafsson hrl., Skúli J. Pálmason hrl. og Gunnar Sólnes hrl. Rauðuvík, Árskógshreppi, þingl. eigandi Kolbrún Kristjánsdóttir, föstud. 27. mars '92, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Seljahlíð 5 a, Akureyri, þingl. eig- andi Valgeir Þórisson, föstud. 27. mars '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Pétur Bjarni Magnússon hdl. Skeið, Svarfaðardal, þingl. eigandi Haukur S. Valdemarsson, föstud. 27. mars '92, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki íslands og Gunnar Sólnes hrl. Víðilundi 24, íb. 0301, Akureyri, þingl. eigandi Sigurður Halldórsson o.fl., föstud. 27. mars ’S2, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Fjárheimtan hf. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Föstudaginn 13.3. andaðist að Dalbæ elli- og hjúkrunarheimilinu á Dalvík Páll Þórarinn Valdi- marsson frá Göngustöðum. Hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða, og var oft þjáður undir það síðasta þrátt fyrir frábæra hjúkrun og aðhlynningu þar á Dalbæ. Er óhætt að segja að allt hafi verið gert sem í mannlegu valdi stóð til að létta honum stundirnar. Tóti eins og hann var jafnan kallaður, var fæddur á Göngu- stöðum 23.9. 1913. Hann var elstur þriggja sona þeirra Stein- unnar Sigurðardóttur og Valdi- mars Júlíussonar sem þar bjuggu. Kona hans var Oddný Jóhanna Sophoníasdóttir frá Hóii. Hún lést 23.9. 1975. Börn þeirra eru Valur Steinar, Hrafnhildur Ingi- björg og Zophonías Antonsson sem Oddný átti áður, en var alinn upp hjá þeim á Göngustöðum. Þegar Tóti hafði lokið námi við búnaðarskólann að Hólum, hóf hann búskap á Göngustöðum árið 1934. Eftir að hann hóf þar búskap lagði hann allt sitt í að Vinning laugarc (3! !®Lu_r 21. mars ’92 (33) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 u 2 7.957.019,- 2. W 8 181.041,- 3. 4al5 307 8.138,- 4. 3aí5 10.746 542,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 25.685.064.- IPWBj byggja upp á jörðinni og bæta hana. Eins og svo margir ungir menn sem voru að hefja búskap á fyrri hluta aldarinnar og áttu rætur sínar í sveitum landsins, lagði hann eyru við, og tók alvarlega þá hvatningu til aukins búrekst- urs, sem leið eins og þýður and- blær um byggðir og ból, frá ráða- mönnum þjóðarinnar, sem í góðri trú greiddu fyrir og hvöttu til framtaks í þeim efnum, bæði til endurnýjunar húsakosts og ræktunar á jörðum sínum vítt og breitt um landið. Þessi hvatning- aralda örvaði hina ungu athafna- menn til dáða. Hér var um góðan efnivið að ræða í héruðum landsins, menn með eldlegan áhuga er vildu leggja allt sitt í að efla og viðhalda þjóðarheill sem byggja skyldi á gróðrarmætti íslenskrar moldar. Má segja að þar hafi farið um héröð eldhugar sem kalla mætti vormenn íslands. Um. þá viíiiá nú reisuleg híbýli og peningshús, víðfeðmar túna- sléttur, skógarreitir og þannig mætti áfram telja. Er hollt að íhuga nú við endi aldarinnar það gífurlega átak sem farið hefur fram á skömmum tíma, sem svo mjög hefur breitt ásjónu íslands byggða. Þó svo að hlutirnir nú séu að snúast á allt annan veg en ætlað var. Þar sem erlendir straumar virðast sækja að með auknum þunga, og vilja helst ryðja úr vegi mörgu af því sem íslenskt er. Tóti á Göngustöðum var með- al þeirra sem hófu framkvæmdir af stórhug með djarfa framtíðar- sýn, án þess þó að ætla sér um of. Þar kom, að hann hafði ræktað allt ræktanlegt land á jörðinni án þess þó að vera upp á aðra kom- inn aö heiti gæti, ráðdeildarsemi réði þar um. Búmaður var hann af lífi og sál, glöggur á gæði búfjársins sem hann var stöðugt að bæta, á því sviði var hann gæddur eiginleik- um sem mikils eru metnir. Áhuga fyrir búskapnum sýndi hann að síðustu þegar hann einn, þó ekki væri heill heilsu, annaðist búið í nokkur ár. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri um Tóta á Göngustöðum sem nú er allur. Hans var minnst af meiri reisn í Urðakirkju við fjölmenna útför. Vil aðeins segja að hugleiðing þessi er að nokkru ómur af hug- renningum hans sjálfs, endur- sögn við leiðarlok. Jóhann Sigurðsson. „Öðruvísi dagar“ í Lundarskóla í síðustu viku voru „öðruvísi dagar“ í Lundarskóla. Megin viðfangsefnið var umhverfið og verndun þess. Nemendur leituðu til margra fyrirtækja og einstaklinga vegna verkefnisins og fengu alls staðar góðar viðtökur. Skólinn þakkar þeim fjöl- mörgu aðilum sem þannig stuðl- uðu að því að þessir dagar urðu eftirminnilegir og lærdómsríkir fyrir nemendur Lundarskóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.