Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, föstudagur 27. mars 1992 61. tölublað „Hmm, ég vissi ekki að bíllinn gœti flogið.“ Mynd: Golli Erlendum fiskveiðiskipum loks heimilt að landa afla hér á landi: Þorskur úr Barentshafi til vinnslu á Norðurlandi? - sendinefnd hyggst fara héðan austur til Múrmansk í Rússlandi Sendinefnd nokkurra fisk- vinnslu- og þjónustufyrirtækja á Akureyri og nágrenni mun gera sér ferð austur til Múrm- ansk í Rússlandi innan skamms til þess að kynna fyrir þarlend- um útgerðarfyrirtækjum þann möguleika að landa afla hér á landi og kaupa þjónustu hér- lendra þjónustufyrirtækja. Með samþykkt laga á Aiþingi sl. miðvikudag er erlendum fiskiskipum loks heimilt að leggja hér upp afla. f fyrradag voru samþykktar á Akureyri: Hugmynd um byggingu fram- haldsskólagarða Alþingi breytingar á lögum um bann við löndun erlendra skipa á íslandi. Hér eftir verður erlend- um fiskiskipum heimilt að landa hér afla, nema ef hann er úr sam- eiginlegum stofnun sem ekki er búið að semja um. Sjávarútvegs- ráðherra er samkvæmt lögunum heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði. íslensk þjónustu- og fiskvinnslu- fyrirtæki horfa til þess að með þessari breytingu öpnist sá mögu- leiki að fá hingað erlend fiskiskip til löndunar og um leið leituðu þau þjónustu hjá þjónustufyrir- tækjum. Fulltrúar nokkurra norð- lenskra fyrirtækja hyggjast gera sér ferð austur til Murmansk í Rússlandi innan skamms til þess að kynna þann möguleika að bjóða þarlendum skipum, sem veiða í Barentshafi, að landa á Norðurlandshöfnum. Torfi Guð- mundsson, forstjóri Vélsmiðj- unnar Odda á Akureyri, sagði ekki tilviljun að menn horfðu til Múrmansk, því þessi hafnarborg við strönd Kólafjarðar á Kóla- skaga í NV-Rússlandi væri mið- stöð fiskveiða og fiskvinnslu þar í landi. Til marks um það væru hvorki fleiri né færri en 400 togarar þar. Torfi sagði að rússnesk skip lönduðu um 46 þús- und tonnum á ári í Noregi og þótt ekki nema broti af þessum afla væri landað hér, þá væri það umtalsverður ávinningur. Þeir aðilar sem hafa átt með sér samstarf um þetta mál eru auk Vélsmiðjunnar Odda hf. Slippstöðin hf., Járntækni hf., Nótastöðin Oddi, Akureyrar- höfn, Vísindanefnd Háskólans á Akureyri, Fiskiðjusamlag Húsa- víkur hf., K. Jónsson hf., Kald- bakur hf. á Grenivík, Útgerðar- félag Akureyringa hf., Söltunar- félag Dalvíkur hf., Sæplast hf., Frystihús KEA Hrísey, Frystihús KEA Dalvík og Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. óþh Davíð Oddsson, forsætisráðherra: Leggur fyrir Alþingi í haust að flytja Byggðastofiiun norður Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, boðaði í gær að lagt verði fyrir Alþingi á komandi hausti að Byggðastofnun verði flutt frá Reykjavík til Akureyr- ar. Þannig verði látið á reyna hver sé vilji Alþingis í þessu efni og niðurstaða þess kunni að marka nokkuð spor í fram- tíðinni um flutning ríkisstofn- ana út á land. Þetta kom fram í fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær þegar for- sætisráðherra svaraði fyrirspurn Gunnlaugs Stefánssonar, þing- manns Austurlands, varðandi flutning stofnana á vegum ríkis- ins út á land. Forsætisráðherra segir því ekki að neita að ágrein- ingur sé um þann vilja ríkis- stjórnarinnar að flytja Byggða- stofnun til Akureyrar, t.d. innan stjórnar stofnunarinnar sem og meðal starfsmanna hennar. í stefnu og starfsáætlun ríkis- stjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vill beita sér fyrir að á kjörtímabilinu verði stofnunum og þjónustu á vegum ríkisins í auknum mæli komið fyrir utan höfuðborgarsvæðisins eftir því sem hagkvæmt þyki. Davíð Oddsson segir að ríkisstjórnin muni innan tíðar skipa nefnd til að vinna að því að fylgja þessari stefnu eftir. JÓH Akureyri: Skotið á ljósastaur í gær fékk lögreglan á Akur- eyri tilkynningu um að Ijósa- kúpull á staur við Súluveg hefði verið eyðilagður með riffilskotum. Höfðu fjögur skot farið í gegnum kúpulinn. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni er litið á atburð sem þennan alvarlegum augum enda öll með- ferð skotvopna bönnuð í bæjar- landinu. „Það voru ummerki eftir fjög- ur riffilskot og þau hafa jafnvel verið fleiri og einhvers staðar koma þau niður. Það hefur kom- ið fyrir að þegar menn eru að skjóta í mark þá gá þeir ekki að baksviðinu og skot hafa lent í gluggum íbúðarhúsa,“ sagði varðstjórinn. SS Skógrækt ríkisins: Gróðursetur plöntur frá Alaska Ákveðið er að Rannsóknar- stöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá í samvinnu við Skóg- ræktardeild Freyju á Raufar- höfn standi fyrir gróðursctn- ingu í vor á ýmsum harðgerð- um trjáplöntum ættuðum frá Norður-Alaska í svonefndum Fenjum við Raufarhöfn, sem afmarkast af Mýrarbraut að sunnan, gamla þjóðveginum að austan og Melrakkaási að norðan og vestan. Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins hyggst setja upp tilrauna- reiti á nokkrum stöðum á landinu og gróðursetja harðgerðar trjá- plöntur frá Norður-Alaska. Fenjar, sem er í eigu Raufarhafn- arhrepps, er eitt þessara svæða. Guðmundur Guðmundsson, sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps, segist ekki vita hversu stórt svæði verði tekið undir gróðursetning- una. „Þetta er hugsað þannig að Rannsóknarstöðin sér um að koma plöntunum á staðinn og gef- ur ráðgjöf við gróðursetninguna. Skógræktardeild Freyju mun síð- an sjá um svæðið. Hlutur hrepps- félagsins er að leggja til svæðið og væntanlega tæki til aö forvinna það,“ sagði Guðmundur. óþh Sú hugmynd hefur komið upp að byggja framhaldsskóla- garða á Akureyri sem í senn myndu leysa að einhverju leyti úr húsnæðisvanda framhalds- skólanema í bænum og nýtast ferðaþjónustunni sem gisti- rými. Atvinnumálanefnd ritaði fyrr í þessum mánuði bréf um þetta mál til samgönguráð- herra. Heimir Ingimarsson, formaður atvinnumálanefndar, segir að Halldór Blöndal hafi sýnt þessu máli áhuga og líta megi á bréf nefndarinnar til ráðherra sem fyrsta formlega skrefið til þess að hreyfa málinu. Eitt af því sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé hvort framhaldsskólagarðar heyri undir sömu ákvæði með lánafyrirgreiðslu frá Húsnæðis- stofnun og stúdentagarðar, sem Félagsstofnun stúdenta á Akur- eyri hafi byggt og reki. óþh Fimm mánaða greiðslustöðvun Léttsteypunnar hf. í Mývatnssveit rennur út 7. apríl nk.: Ekkí tekist nauðasamnmgar við sjóðina - líklegt að húseign fyrirtækisins fari á nauðungaruppboð „Það má segja að við höfum náð samningum við alla almenna kröfuhafa og um ein- greiðslu á þeirra skuldum. Hins vegar hafa ekki tekist samningar við sjóðina, þ.e. Iðnþróunarsjóð og Iðnlána- sjóð. Þeir hafa til þessa alla vega, ekki verið tilbúnir til að ræða neina nauðasamninga. Við þurfum að lækka skuldir um helming og þá sjáum við fram á að hægt sé að reka fyrir- tækið áfram,“ sagði Hinrik Árni Bóasson, framkvæmda- stjóri Léttsteypunnar hf. í Mývatnssveit í samtali við Dag. Fimm mánaða greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út þann 7. apríl nk. og að undanförnu hefur verið leitað nauðasamninga við lánadrottna. Léttsteypan skuldar um 18 milljónir og þar af eiga Iðnþróunar- og Iðnlánasjóður um 5 milljóna króna skuld. „Maður hefur það einhvern veginn á tilfinningunni að við skuldum ekki nógu mikið hjá sjóðunum til þess að fá þessi mál rædd á þeim nótum sem við viljum.“ Hinrik segir að varla sé hægt annað í stöðunni í dag en að láta húseign fyrirtækisins fara á nauð- ungaruppboð og reyna þá að kaupa hana aftur. „Alla vega vonar maður að ekki komi til gjaldþrots fyrirtækisins og þarf með öllum ráðum að koma í veg fyrir slíkt. Það er gífurlega mikið í húfi og þá sérstaklega gagnvart réttindum sem fyrirtækið á og gætu glatast ef til gjaldþrots kæmi. Má þar nefna gufuréttindi í gegnum landeigendur, sem stofnuðu þetta fyrirtæki í upp- hafi. Gufuna fær fyrirtækið frítt í dag og ef það og fleira breyttist, má segja að húseign, vélar og tæki yrðu einskis virði.“ Einnig hefur verið unnið að því að fá nýja hluthafa inn í fyrir- tækið og sagði Hinrik Árni, að aðilar í Keflavík hefðu sýnt því áhuga og einnig hafa staðið yfir viðræður við verkalýðsfélagið í Mývatnssveit og Kaupfélag Ey- firðinga. „En þetta veltur allt á því hvernig sjóðirnir vilja halda á málunum," segir Hinrik Árni. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.