Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 27.03.1992, Blaðsíða 3
Föstudaqur 27. mars 1992 - DAGUR - 3 Fréttir_____________________________________________ Vinmimarkaðskönnun Hagstofunnar: Viraiutíminn styttist, atvinnuleysi eykst - 87% karla og 75% kvenna voru á vinnumarkaði í nóvembermánuði, þar af 2,7% atvinnulaus - ríflega helmingur atvinnulausra undir þrítugu Samkvæmt reglulegri vinnu- markaðskönnun Hagstofunnar sem gerð var í nóvember á sl. hausti reyndist atvinnuleysi tæplega 70% meira en sam- kvæmt tölum sem félagsmála- ráðuneytið gefur út. Könnunin Sjómannadagurinn verður hald- inn með „pompi og prakt“ 14. júní nk. Dagurinn er annar sunnudagur júnímánaðar, en samkvæmt venju er sjómanna- dagurinn aUtaf fyrsta sunnudag- Ákveðið að stoftia samtök húsnæðisneftida - undirbúningsfundur verður haldinn á Akureyri í dag í dag verður haldinn undir- búningsfundur á Akureyri fyrir stofnun samtaka hús- næðisnefnda í landinu. Það er Húsnæðisskrifstofan á Akureyri sem hefur staðið fyrir stofnun þessara sam- taka. Guðríður Friðriksdóttir, forstöðumaður Húsnæðisskrif- stofunnar, segir að hugmyndin með stofnun samtakanna sé m.a. að samræma reglur um ráðstöfun íbúða í félagslega kerfinu, t.d. útleigu þeirra. Búist er við um 30 manns til fundarins, víða að af landinu. Grétar Guðmundsson, fulltrúi Húsnæðisstofnunar ríkisins, mætir á fundinn. óþh Víking Brugg hf.: Páskabjór í þríðja sinn Páskabjór Viking Brugg hf. á Akureyri er nú að koma á markað. Þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækið fram- leiðir sérstakan Páskabjór. Samkvæmt upplýsingum frá Viking Brugg var fyrstu fram- leiðslu af páskabjór vel tekið og seldist hann upp og hefur síðan notið vinsælda. Páska- bjórinn er sem fyrr bruggaður af Alfred Teufel, bruggmeist- ara fyrirtækisins. Á síðasta ársfjórðungi árs- ins 1991 var markaðshlutdeild Viking Brugg á bjórmarkaðn- um hérlendis um 37%. Fram- leiddar eru nú 7 tegundir áfengs öls hjá fyrirtækinu og starfa 30 manns hjá fyrirtæk- inu norðan heiða. JÓH leiddi í Ijós að atvinnuleysi væri 2,7% í nóvember en þá var það 1,6% samkvæmt töl- um félagsmálaráðuneytisins. Atvinnuleysi hafði aukist um 50% frá því sambærileg könn- un var gerð í apríl í fyrra. inn í júní. Nú bregður út af vananum þar sem sunnudagur- inn 7. júní er hvítasunnudagur. í fréttatilkynningu Sjómanna- dagsráðs Akureyrar segir að stefnt sé að því að gefa út Sjó- mannadagsblað fyrir Eyjafjörð og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Valin hefur verið ritnefnd þriggja manna. í ritnefndinni eru Baldvin Loftsson, Haukur Ás- geirsson og Stefán Ingvason. Óli G. Jóhannsson, blaðamaður, hefur verið ráðinn ritstjóri blaðsins. Ritnefndinn hefur ákveðið sérstaka samkeppni á milli áhafna skipa af Eyjafjarðarsvæð- inu, samkeppni sem er mjög ólík öðrum keppnisgreinum Sjó- mannadagsins. Sérhver áhöfn skips hefur hálfa blaðsíðu til afnota í blaðinu. Efni hálf-síð- unnar er algjörlega frjálst og skoðast sem framlag áhafnar í samkeppni um bestu hálfsíðuna, að mati ritnefndar. Verðlauna- veiting fer síðan fram á glæsileg- um sameiginlegum Sjómanna- dags-dansleik í íþróttahöllinni á Akureyri. Skilafrestur efnis er til 15. apríl nk. ój Könnun Hagstofunnar náði til 3.822 einstaklinga á aldrinum 16- 74 ára. Af þeim voru 81,1% á vinnumarkaði (þe. annað hvort í vinnu eða atvinnulausir) en 18,9% utan vinnumarkaðar. Atvinnuþátttaka var 87% meðal karla en 75,1% meðal kvenna. Mest var atvinnuþátttakan í kaupstöðum á landsbyggðinni, 85,3%, en 79,9% á höfuðborgar- svæðinu og í dreifbýli (kauptún- um og sveitum). í aldurshópnum 16-19 ára voru 59,4% á vinnumarkaði, 78% á aldrinum 20-29 ára, 88,2% á aldrinum 30-39 ára, 94,4% 40-49 ára, 92,6% 50-59 ára, 74,5% 60- 69 ára en datt niður í 30,5% hjá aldursflokknum 70-74 ára. Atvinnuleysi var mest hjá yngsta aldurshópnum, 9,5% þeirra sem á vinnumarkaði voru, og næst- mest hjá þeim 20-29 ára, 3,5%, en undir 2% hjá þeim sem eldri voru en þrítugir. Af þessum töl- um má sjá að ríflega helmingur atvinnulausra er undir þrítugu. í könnun Hagstofunnar sem gerð er samkvæmt staðli Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar (ILO) og gerð reglulega um alla Evrópu kemur fram að 89,3% karla eru í fullu starfi en aðeins 6,6% í hlutastarfi. 46,9% kvenna eru hins vegar í fullu starfi og 45,4% í hlutastarfi. Heildarvinnutími karla er 50,5 stundir á viku en kvenna 33,3 stundir. Meðal- vinnutími allra er 42,6 stundir yfir landið, en lengstur er vinnu- tíminn í drefibýli, 44,8 stundir, þá í kaupstöðum, 43,6 stundir, en stystur á höfuðborgarsvæðinu, 41,3 stundir á viku. Athyglisvert er að heildar- vinnutíminn var 45,3 stundir í síðustu könnun sem gerð var í apríl í fyrra. Svo virðist sem vinnutíminn hafi að meðaltali styst um 2,7 stundir. Þetta ásamt auknu atvinnuleysi segir sína sögu um þau umskipti sem orðið hafa á íslenskum vinnumarkaði síðustu misserin. -ÞH BÍLAR Á GÓÐU VERÐI einstakt tækiíærí Suzuki Fox, árg. '88. Nissan Sunny Sedan, árg. '88. MMC Pajero T. L., árg. '89. Verð 700.000. Nú 560.000. Verð 700.000. Nú 600.000. Verð 2.100.000. Nú 1.750.000. Subaru J-10, árg. '86. Verð 450.000. Nú 320.000. Toyota Cressida, árg. '81. Verð 350.000. Nú 200.000. Toyota Ther. 4x4, árg. 87. Verð 750.000. Nú 600.000. Subaru st. b., árg. '88. Verð 1.050.000. Nú 850.000. Subaru st. at., árg. '87. Verð 850.000. Nú 660.000. Subaru st. at., árg. '88. Verð 1.050.000. Nú 850.000. Subaru j-12 at, árg. '90 og Subaru Legacy at sed, árg. '90. Verð miðast við beina sölu og staðgreiðslu. Hægt er að kaupa bíl- ana á lánakjörum og bætist þá lántökukostnaður við verð bílanna. Einnig sýnum við Nissan Sunny í sýningarsal okkar á sama tíma. Verð frá 980.000 án ryð- varnar og skráningar. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri eftir kl. 17 í síma 21765. Sjómannadagsráð Akureyrar gefur út Sjómannadagsblað: Samkeppni um besta frandag áhafnar - skilafrestur er 15. apríl nk. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefurfarið fram sjötti útdráttur húsbréfa M.flokki 1989 og þriðji útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1990. Einnig annar útdráttur í 2. flokki 1990. Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 1992. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og upplýsingar liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. CpO HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD ■ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 HOTEL KEA Laugardagskvöldið 28. mars Hljómsveitin UPPLYFTING ásamt söngkonunni Sigrúnu Evu Ármannsdóttur. ★ Hjörtur Howser leikur fyrir matargesti. ★ í tilefni af sýningu LA á íslandsklukkunni bjóðum við glæsilegan Leikhúsmatseðill Rjómalöguð laxasúpa m/hvítlauksristuðum brauðteningum. Léttsteiktur lambavöðvi á villisveppagrunni. Kaffi og konfektkaka. Verð aðeins kr. 1.900,- Verð laugardagskvöld kr. 2.300,- - Þá innifalinn dansleikur. Ath! Höldum borðum meðan á sýningu stendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.